Leita í fréttum mbl.is

Hátíð: Breskir þingmenn yfirgáfu gúmmíþingið í Brussel og Stóra-Bretland Evrópusambandið. Skál!

Í dag er stóri dagurinn. Breskir þingmenn yfirgáfu gúmmístimpilsþing Evrópusambandsins í síðasta sinn í dag. Frelsið og sjálfstæðið blasir við. Klukkan 23:00 í kvöld verður Bretland frjálst land á ný, því þá yfirgefur það Evrópusambandið fyrir fullt og allt. Þá yfirgefur það eina verstu hugmynd eftirstríðsáranna og samtímans - og versta efnahagssvæði hins þróaða hluta heimsins

Fjórfalt húrra fyrir Bretum!

Beina útsendingu Daily Telegraph, í för með Nigel Farage og Jacob Rees-Mogg, frá Lundúnum, má horfa á hér (nýr gluggi)

Og beina útsendingu Daily Telegraph, þar sem myndavélinni er beint að Downingstræti 10

Föstudagur, 31. janúar 2020 kl. 23:01:12

Stóra-Bretland hefur yfirgefið Evrópusambandið og er á ný fullvalda og sjálfstætt ríki

Boris Johnson forsætisráðherra ávarpaði þjóðina

Hversu stórt er það Stóra-Bretland sem var að yfirgefa Evrópusambandið?

Jú það er svona stórt

1. Nú þegar Bretland fór, þá svaraði það til þess að allur mannfjöldi rúmlega þessara 15 landa Evrópusambandsins yfirgæfu sambandið á einu bretti:

Malta
Lúxemborg
Kýpur
Eistland
Lettland
Slóvenía
Litháen
Króatía
Írland
Slóvakía
Finnland
Danmörk
Búlgaría
Austurríki
Ungverjaland
Plús einn þriðji hluti Svía

2. Þegar Bretland fór, þá svaraði það til þess að öll hagkerfi þessara 19 landa Evrópusambandsins yfirgæfu sambandið á einu bretti:

Malta
Kýpur
Eistland
Lettland
Litháen
Slóvenía
Króatía
Búlgaría
Lúxemborg
Slóvakía
Ungverjaland
Grikkland
Rúmenía
Tékkland
Portúgal
Finnland
Danmörk
Írland
Austurríki 

Fyrri færsla

Götubardagar á evrusvæðinu halda áfram


Bloggfærslur 31. janúar 2020

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband