Leita í fréttum mbl.is

Orkupakkinn mun eyđileggja stóriđju á Íslandi

Nokkuđ líklegt má teljast ađ Evrópusambandiđ muni međ samanlögđum og sístćkkandi orkupökkum sínum geta međ tíđ og tíma náđ ađ banna íslenskum stjórnvöldum ađ gera samninga viđ stóriđjufyrirtćki hér á Íslandi. Og međ sömu tíđ og tíma náđ ađ eyđileggja rekstrargrundvöllinn fyrir stóriđju hér á landi. Íslenskum stjórnvöldum yrđi smám saman óheimilt ađ nýta íslenskra raforku í ţágu Íslendinga, eins og okkur sýnist, fram yfir önnur notkunarsviđ erlendra ESB-hagsmuna, sem hvenćr sem er geta tekiđ sér bólfestu hér á landi, og nánast gert hvađ sem er í skjóli EES, sem bara stćkkar og stćkkar í trássi viđ ţađ sem ţjóđinni var sagt um samninginn í upphafi. Ţađ sama mun verđa látiđ gilda um raforku og hefđi gilt um fiskveiđar í íslenskri lögsögu, ef ađ viđ hefđum gengiđ í Evrópusambandiđ

Ţađ má kallast jađra viđ landráđalegan aulaskap ađ forystumenn Sjálfstćđisflokksins skuli ekki allir sem einn sjá hćtturnar sem fylgja ţví ađ leyfa umbođslausu yfirríkislegu embćttismannaveldi á borđ viđ Evrópusambandiđ komast međ krumlurnar í íslenska raforkuframleiđslu, dreifingu hennar, verđlagningu og notkun. Ţar setjast ađ ömurleg öfl eins og mýpakkar á mykjuskán út um alla Evrópu

Samhliđa ţessu áhlaupi á raforkumálin reyna íslenskir stjórnmála- og smásölumenn allt hvađ ţeir geta ađ fórna íslenskum landbúnađi á altari ríkisstyrkts ESB-landbúnađar, og gengur ţriđji-flokkur Framsóknarflokksins ţar hve harđast fram. Ofan í ţetta tvennt bćtist svo sú stađreynd, ađ viđ Íslendingar ráđum varla lengur ţví hver býr í landinu okkar eđa ekki; og svo ţví hverjum erlendum er veriđ ađ selja landiđ undan ţjóđinni í skömmtum, eđa ekki

Ţegar ég hugsa um núverandi forystu Sjálfstćđisflokksins ţá sé ég fyrir mér sennilega lélegasta formann flokksins frá upphafi, og sem fyrir ađeins nokkrum árum ćtlađi sér ađ setja íslensku ţjóđina í skuldafangelsi vegna skulda einkafyrirtćkja. Viđ hverju má ţá ekki búast ţegar ađ íslensku olíunni kemur; raforkunni? Hvar er dómgreind hans? Formenn flokksins hafa veriđ ţessir:

  1. Jón Ţorláksson
  2. Ólafur Thors
  3. Bjarni Benediktsson
  4. Jóhann Hafstein
  5. Geir Hallgrímsson
  6. Ţorsteinn Pálsson
  7. Davíđ Oddsson
  8. Geir H. Haarde
  9. Bjarni Benediktsson

Traust mitt á forystunni í flokki mínum er ţví miđur ekki til stađar í ţessum efnum. Ţađ hefur ţurft ađ mata hana eins og hvítvođung međ teskeiđ á fullveldis-stađreyndum lífsins í nćstum ţví 10 ár, bara til ţess eins ađ flokkurinn rétt nćđi ađ lifa forystuna af. Og ađeins eru nokkrir dagar liđnir frá síđasta mannfalli í flokknum. Ţá vegna Evrópudómstóla sem fylgja uppskriftinni ađ einrćđi ć nánar. Evrópumálin eru ađ eyđileggja flokkinn, eins og ţau mál hafa gert og gera út um alla Evrópu. Er ekki kominn tími til ađ ranka úr EES-rotinu, sem breyttist í bankarotiđ vegna eins EES-samnings. Á kannski ađ eyđileggja enn meira?

Ţjóđaröryggisstefna getur aldrei byggst á ţví ađ vona ţađ besta. Slík stefna er og verđur alltaf ţjóđar-óöryggisstefna

Fyrri fćrsla

Líberalismi hefur steikt heilabú margra Sjálfstćđismanna


Bloggfćrslur 21. mars 2019

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband