Leita í fréttum mbl.is

Vesturlönd voru auðtrúa

Þegar hið svo kallaða hrun Sovétríkjanna varð, létu Vesturlönd blekkjast. Sovétríkin dóu ekki, heldur lifðu þau áfram sem Rússland. Sovéska lagakerfið lifði áfram. Skrifstofubáknið lifði áfram. Leyniþjónustan lifði áfram. Herinn lifði áfram. Miðstýringin lifði áfram. Rússland hélt einfaldlega áfram að vera landið sem aldrei fékk iðnbyltingu og hefur ekki fengið hana enn. Rússland hafði heldur aldrei haft frjálsa markaði og hefur það ekki enn. Rússland hafði aldrei verið lýðræði og er það ekki enn. Og Rússland hafði aldrei verið réttarríki - og er það ekki enn

Við hverju búast menn af svona ríki? Jú, ef maður er raunsær þá býst maður við Sovétríki. Miðstýrðu sovétríki, sem heitir Rússland í dag. Lítið gott er í vændum þaðan. Enda keyrir það á kínverska kommúnistamódelinu núna og laðar til sín fjárfestingar nytsamra kjána. Nóg er til af þannig rómantískum kjánum í dag. Sérstaklega í Þýskalandi. Það var reyndar einmitt þetta sem Perestroika gekk út á; að framlengja lífi Sovétríkjanna

Fyrri færsla

ESB reynir að hanga á nöglunum í klerkaveldinu Íran


mbl.is Skripal smáseiði með valdamikinn óvin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. september 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband