Leita í fréttum mbl.is

Breytingaöldin mikla er hafin

Breytingar

Sovétríkin hrundu => Breyting
Múrinn féll => Breyting
Maastricht kom => Breyting sem hefði ekki gerst án þessa
NATO hætti að skipta Þýskalandi máli => Breyting
NATO hætti hins vegar ekki að skipta önnur ríki máli => Óbreytt staða þar

Afleiðingar

Rússland breyttist
Þýskaland breyttist
Tvö breytt evrópsk stórríki byrja að hugsa sig um og endurmeta stöðu sína í breyttum heimi. Staða þeirra í heiminum er breytt, vegna þess að þau-sjálf breyttust

Mikilvægast

En það sem er þó mikilvægast að hugsa hér, er að afstaða þessara tveggja ríkja til hvors annars er gerbreytt. Enginn veit með vissu hvað þau hugsa með tilliti til hvors annars

Er Þýskaland á leið austur? Já sennilega. Óútreiknanleiki hefur einkennt tilvist Þýskalands öll árin frá 1871. NATO er byrjað að þvælast fyrir hagsmunum Þýskalands. Fyrir þau ríki í Evrópu sem heita ekki Þýskaland, er NATO því byrjað að virka sem verndarstofnun þeirra gagnvart Þýskalandi

Spennið beltin, því hagsmunir Þýskalans liggja ekki lengur á sama stað. Evrópa er byrjuð að óttast Þýskaland á ný og það með réttu, því frá og með nú eru helstu hagsmunir Þýskalands þeir að skapa stöðugleika í Þýskalandi, sem hægt er að nota til að skapa óstöðugleika í Evrópu. Og það hefur Þýskalandi tekist mjög vel, verður að segjast

Bandamaður þeirra landa í Evrópu sem heita ekki Þýskaland eru Bandaríki Norður-Ameríku - og það á einnig við um Frakkland. NATO stendur frá og með nú frammi fyrir nýjum ógnum í fæðingu

Fyrri færsla

Ástralía bannar kínverska tækni - Þýskaland og Trump - Microsoft og Trump


Bloggfærslur 25. ágúst 2018

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband