Leita í fréttum mbl.is

Breytingaöldin mikla er hafin

Breytingar

Sovétríkin hrundu => Breyting
Múrinn féll => Breyting
Maastricht kom => Breyting sem hefði ekki gerst án þessa
NATO hætti að skipta Þýskalandi máli => Breyting
NATO hætti hins vegar ekki að skipta önnur ríki máli => Óbreytt staða þar

Afleiðingar

Rússland breyttist
Þýskaland breyttist
Tvö breytt evrópsk stórríki byrja að hugsa sig um og endurmeta stöðu sína í breyttum heimi. Staða þeirra í heiminum er breytt, vegna þess að þau-sjálf breyttust

Mikilvægast

En það sem er þó mikilvægast að hugsa hér, er að afstaða þessara tveggja ríkja til hvors annars er gerbreytt. Enginn veit með vissu hvað þau hugsa með tilliti til hvors annars

Er Þýskaland á leið austur? Já sennilega. Óútreiknanleiki hefur einkennt tilvist Þýskalands öll árin frá 1871. NATO er byrjað að þvælast fyrir hagsmunum Þýskalands. Fyrir þau ríki í Evrópu sem heita ekki Þýskaland, er NATO því byrjað að virka sem verndarstofnun þeirra gagnvart Þýskalandi

Spennið beltin, því hagsmunir Þýskalans liggja ekki lengur á sama stað. Evrópa er byrjuð að óttast Þýskaland á ný og það með réttu, því frá og með nú eru helstu hagsmunir Þýskalands þeir að skapa stöðugleika í Þýskalandi, sem hægt er að nota til að skapa óstöðugleika í Evrópu. Og það hefur Þýskalandi tekist mjög vel, verður að segjast

Bandamaður þeirra landa í Evrópu sem heita ekki Þýskaland eru Bandaríki Norður-Ameríku - og það á einnig við um Frakkland. NATO stendur frá og með nú frammi fyrir nýjum ógnum í fæðingu

Fyrri færsla

Ástralía bannar kínverska tækni - Þýskaland og Trump - Microsoft og Trump


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bjarne Örn Hansen

Þetta er engan veginn rétt ...

Allt er breytingum umorpið, satt og rétt það ... en vandamálið er, að Bretland, Bandaríkin, Holland og Frakkland eru orðin "uppiskroppa" með allt. Bretar geta ekki lengur grætt á ópíum, ekki einu sinni eiturlyfjasölu CIA. Þýskaland er ekki lengur "peningapyngja" sem hægt er að mergsjúga ... og þar af leiðandi, líta menn í átt að Rússlandi sem næsta svæði til að arðræna.

Menn líta til Rùssland, því þeir vilja ræna landið að auð þess.

Bjarne Örn Hansen, 25.8.2018 kl. 18:37

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þetta er nú frekar hlægileg og barnaleg Rússadindlaafstaða hjá þér Bjarne.

1. Sovétríkin voru stofnuð, að sögn kommúnista, til að koma í veg fyrir "arðrán" kapítalista. En samt rændu þessir sömu kommúnistar fólkið í Sovétríkjunum öllum. Stálu lífinu og tilverunni frá fólkinu og dóu svo úr fátækt í náttúruauðlindum og menntun upp í háls. Og Sovétríkin (Rússland) rændu lífinu frá öllum nágrannaþjóðum sínum líka.

2. Núverandi forseti Rússland sér mikið eftir Sovétríkjunum og lítur á hrun þeirra sem stærstu pólitísku mistök árþúsundsins. Vegna harðstjórnar og eftirsjá eftir sovéska stórríkinu hefur honum mistekist koma náttúruauðlindum Rússland í það verð sem umbylt gæti efnahagslegri tilveru borgaranna. Þess í stað er hann byrjaður að ræna lífinu frá borgurunum til þess eins að halda völdum. Og hann er líka byrjaður að ræna löndin í kringum sig sjálfstæðinu. Og nú vantar honum bandamann með peninga á kistubotninum.

3. Ef olíuverð hefði ekki byrjað að hrynja í júní 2014 þá væri Rússlandsforseti búinn að gera innrás í fleiri nágrannaríki sín núna. En nú eru peningarnir í Rússlandi búnir og Trump er kominn til valda þannig að valdatafl hans er að rekast á vegg. Og þess utan, þá verða Bandaríkin orðin stærsti olíu og gasframleiðandi heims á næsta ári.

Sovétríkin dóu að miklu leyti vegna hruns olíuverðs. Og þau dóu úr náttúruauðlindum upp í háls. Mun það sama gerast með Rússland? Það er spurning.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.8.2018 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband