Leita í fréttum mbl.is

Já, breytingar ganga ekki þegjandi fyrir sig

Þeir sem héldu að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna myndi sitja sem punt- og föndurdrengur í embættinu við að breyta Bandaríkjunum, vaða villur vega. Það er einmitt svona sem breytinga-stjórnmál ganga fyrir sig. Það er ekki hægt að breyta neinu nema með því að henda því fyrst í loft upp. Þannig ganga stórar breytingar fyrir sig. Varla óskar góða fólkið sér blóðuga byltingu? - því þetta sem fyrir augu ber er þrátt fyrir allt hinn friðsami máti við að framkvæma breytingar, innan ramma hins lýðræðislega stjórnarfars

Þeir sem segja að ekki sé hægt að treysta Bandaríkjunum sem leiðtoga hins frjálsa heims á meðan þeir í næstu setningu heimta að honum sé bolað frá völdum, eru ekki lýðræðislega sinnaðir. Þeir menn vilja engar breytingar, heldur vilja þeir punt- og föndurforseta áfram við völd

Heimurinn hefur aldrei treyst Bandaríkjunum. Heimurinn hefur ávallt unnið gegn Bandaríkjunum, einfaldlega af því að heimurinn hefur viljað halda í sín eigin völd, hvert ríki fyrir sig. Og helst þannig að Bandaríkin borgi brúsann fyrir þau. Sá tími er nú liðinn

Þýskaland og Frakkland brugðust Bandaríkjunum hrapallega þegar til þeirra var leitað. Bæði ríkin fögnuðu því kjöri Obama, en komu samt nákvæmlega eins fram við hann eins og Bush. Gerðu ekkert, sérstaklega af því að það var auðveldara fyrir þau að bregðast Obama heldur en Bush. Af því að Obama var meiri drusla en Bush. Það kostaði þau ekkert

En nú er það ekki drusla sem situr í Hvíta húsinu. Þessi tvö skjálfa því og Þýskaland heldur örvæntingarfullt um illa fenginn peningapoka sinn. Ekki nóg með það að Þýskaland borgaði aldrei skaðabætur til fjölskyldna fórnarlamba Nasismans (þeir greiddu aðeins þeim sem lifðu Helförina af), heldur bíður nú nýtt skaðabótamál (réttmætt eður ei) á hendur Þýskalandi fyrir fyrstu Helför landsins og sem fram fór í Namibíu undir þýska keisaranum um aldamótin 1900. Þeir sem halda að það ríki, og næsti nágranni þess í vestri, geti leitt hinn frjálsa heim, hljóta að vera á afar sterkum lyfjum

En nú er sem sagt kominn nýr forseti í Hvíta húsið og hann hefur í höndum sér umboð frá þjóðinni til að kála multilateral ófreskjunni (fjölþjóðaismanum) sem er að ganga frá veröldinni með samsærum þess isma gegn þjóðunum. Því meiri læti því nær kjarna málsins er Trump kominn með öxi sína

Ef menn vilja fylgjast með málunum þá ættu þeir að horfa á það sem Trump gerir, en ekki það sem hann segir. En öllum má hins vegar vera orðið ljóst að Demókratar eru að verða jafnbrjálaðir út í forsetann sinn og þeir voru þegar Lincoln ætlaði að taka þrælana af þeim. Í dag er það mulitlateral-isminn sem þeir vilja ekki missa, þ.e. hið alþjóðlega þrælahald. Þeir óttast um veldi sitt 

Þetta er bara rétt að byrja

Fyrri færsla

Rússlandi komið fyrir á byrjunarreit


Bloggfærslur 30. júlí 2017

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband