Færsluflokkur: Viðskipti og fjármál
Mánudagur, 2. júní 2008
ESB mun hugsanlega heimila ameríska kjúklinga
Ráðamenn ESB yfirvega nú hvort það eigi að heimila innflutning á amerískum kjúklingum til þegna í ESB. Tillaga um þetta verður sett fram af Evrópuráðinu.
Hingað til hafa yfirvöld margra ESB-landa, bændur og neytendasamtök eindregið verið á móti þessari hugmynd og rökstyðja andstöðu sína með því að þessir kjúklingar séu þvegnir með klórupplausn sem á að reyna að koma í veg fyrir hættulegar sýkingar sem stundum koma fyrir hjá neytendum sem neyta þessarar fæðu án þess að hafa eldað hana á fullnægjandi hátt áður en þeir neyta hennar.
Heimild: www.eubusiness.com
Ef ég þekki menn í ESB rétt, þá má búast við miklum og langdregnum mótmælum vegna þessa máls. Þangað til verða þegnarnir að láta sér nægja ESB-kjúklinga og hugsanlega einnig Asíu-kjúklinga.
Laugardagur, 24. maí 2008
Hrun olíuverðs
Norski olíugreinandinn Arnstein Wigestrand spáir að olíuverð muni hrynja á seinnihluta þessa árs. Arnstein Wigestrand er ekki hver sem er. Hann var einn þeirra fáu sem sáu fyrir að olíuverð myndi hækka í 70 dollara á árinu 2007 og hann sagði það á árinu 2006. Núna er hann einnig einn örfárra greinenda sem talar á móti samhljóða skara þeirra ljósritunarvéla sem starfa á sviði greininga. Arnstein segir að núverandi olíuverð sé byggt á spákaupmennsku og á flótta fjármagns frá rústum hruninna fjármálamarkaða. Núverandi verð á olíu er búið að missa jarðsambandið vil hjónakornin herra&frú framboð og eftirspurn. Sjálfur held ég að Arnstein Wigestrand hafi rétt fyrir sér og að þær aðgerðir Seðlabanka Bandaríkjanna sem ég skrifaði um í Koss mömmu muni fara að bera árangur innan skamms. Slóð: Spår oljepris-kollaps
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 14:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
Mánudagur, 19. maí 2008
Verðbólga í Evrópu
Latvia (LV) | 17,4 |
Bulgaria (BG) | 13,4 |
Lithuania (LT) | 11,9 |
Estonia (EE) | 11,6 |
Iceland (IS) | 10,7 |
Romania (RO) | 8,7 |
Hungary (HU) | 6,8 |
Czech Republic (CZ) | 6,7 |
Slovenia (SI) | 6,2 |
Greece (EL) | 4,4 |
Cyprus (CY) | 4,3 |
Luxembourg (LU) | 4,3 |
Poland (PL) | 4,3 |
Spain (ES) | 4,2 |
Belgium (BE) | 4,1 |
Malta (MT) | 4,1 |
Slovakia (SK) | 3,7 |
Italy (IT) | 3,6 |
EU (EICP) | 3,6 |
EEA (EEAICP) | 3,6 |
France (FR) | 3,4 |
Austria (AT) | 3,4 |
Denmark (DK) | 3,4 |
Ireland (IE) | 3,3 |
Finland (FI) | 3,3 |
Euro area (MUICP) | 3,3 |
Sweden (SE) | 3,2 |
United Kingdom (UK) | 3 |
Norway (NO) | 2,7 |
Germany (DE) | 2,6 |
Portugal (PT) | 2,5 |
Switzerland (CH) | 2,3 |
Netherlands (NL) | 1,7 |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 23:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Föstudagur, 16. maí 2008
Gott skref. Til hamingju!
Þetta er enn einn þáttur í alþjóðavæðingu hagkerfis Íslands.
Currency Swap á milli seðlabanka eru einn af hornsteinum hins alþjóðlega bankakerfis. Eitt frómasta og mikilvægasta hlutverk allra seðlabanka er að vera banki fyrir bankana.
Seðlabanki Evrópu (ECB) er einnig að koma á Currency Swap á milli síns og seðlabanka Bandaríkjanna (The Fed) til þess að geta veitt dollurum til evrópskra banka á auðveldari hátt á erfiðleikatímum.Þetta er hið besta mál og markar enn eitt framfaraskrefið í alþjóðavæðingu íslenska hagkerfisins.
Skiptasamningar gilda út árið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. maí 2008
17 aura frávik
Eins og er þá er leyfilegt frávik dönsku krónunnar í umsjá Danmarks Nationalbank frá gengi Evru aðeins 17 danskir aurar í plús/mínus. Danmarks Nationalbank hefur að undanförnu eytt töluverðum fjárhæðum af gjaldeyrisforða sínum til varnar dönsku krónunni. En danska krónan er gagnkvæmt bundin gengi Evru í gegnum EMS gjaldmiðlasamstarfi ESB.
Um þessar mundir er hér í Danmörku á ný dálítið rætt um upptöku evru. Athyglisvert fannst mér að hlusta á aðalbankastjóra danska fjárfestingabankans Saxo Bank, en hann hefur í þessu tilefni sagt að hann muni leggja inn mannorð sitt í baráttu geng upptöku evru í Danmörku. Hann segir að Danmörk eigi of lítið sameiginlegt með þeim vandamálum sem evru-svæðið þarf að glíma við í formi lágs hagvaxtar og stórra vandamála Suður Evrópu (stundum nefnd junk-economies) og að Danir megi fyrir engan mun missa stýrivaxtavopn sitt niður til Brussel og Frankfurt. Að Danmörk þurfi nauðsynlega á eigin peningastjórntækjum að halda.
Danski seðlabankinn hækkar vexti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 16. maí 2008
Tíu þýsk frostmörk
Hagvöxtur í Þýskalandi byggist mest megnið á útflutningsgreinum Þýskalands. Þýskaland er hugsanlega að verða Japan Evrópu, -land með nánast engum hagvexti og neikvæðum spíral verðhjöðnunar (deflation).
Hagkerfi og útflutningur Þýskalands einkennist mikið af því að hann byggir að miklum hluta til á framleiðslu og sölu á vörum sem notaðar eru til að byggja upp innviði vanþróaðra þjóðfélaga sem eru að þróast og byggja upp innviði sína. Þetta eru oft nákvæmnistæki (precision tools) og innviða-vörur sem minna þróaðar þjóðir geta ekki apað eftir eða fjölfaldað. Þess vegna er Þýskaland að mörgu leyti ólíkt hinum Evru-þjóðunum og útflutningur oft ónæmur fyrir þeim sveiflum sem önnur lönd ESB verða fyrir.
En peningamála- og stýrivaxtastefna seðlabanka Evrópu (ECB), sem gildir jú fyrir allar evru og EMS þjóðinrar, byggist að miklum hluta til á þörfum þýska iðnaðarins. ECB er því nánast einkaseðlabanki fyrir þýska iðnaðarþjóðfélagið. Þetta er oft afar slæmt fyrir hinar Evru-þjóðirnar. Margar þjóðir ESB hafa liðið mikið undan stýrivaxtastefnu ECB og Deutsche Bundesbank.
Vöxtur umfram vonir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt 1.6.2008 kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Altari smámunaleika og skammsýni
Þá hvöttu fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkja verkalýðsfélög einnig til að sýna hóf í kröfum um launahækkanir í ljósi þess að nú er mjög að hægja á efnahagslífi víða um heim.
Á tveggja daga fundi komust fjármálaráðherrarnir að þeirri niðurstöðu, að ekki væri hafið samdráttarskeið í ESB en rétt væri að ganga hægt um gleðinnar dyr vegna þess að dregið hefur úr hagvexti og á sama tíma fer verðbólga vaxandi vegna hækkandi eldsneytis- og matvælaverðs.
Wouter Bos, fjármálaráðherra Hollands, segir að þar í landi áformi stjórnvöld að leggja sérstakan 30% skatt á fyrirtæki sem greiða stjórnendum yfir hálfan milljarð evra, jafnvirði 62 milljóna króna, við starfslok. Sagði Bos, að ráðherrar allra aðildarríkjanna hefðu á fundinum lýst áhyggjum af svonefndum gullnum regnhlífum" stjórnenda og öðrum starfstengdum greiðslum, sem fréttir hafa verið af að undanförnu.
Oft sem áður þá er málið "ekki bara svona einfalt".
Tökum sem dæmi fyrirhugaðann samruna tveggja stórra og vel stæðra fyrirtækja í t.d. BNA og ESB. Samruni sem ef til vill mun ráða úrslitum um að fyrirtæki X í ESB geti lifað af í hinni hörðu alþjóðasamkeppni og þar með að þeir 80.000 manns sem vinna hjá því geti allir haldið vinnunni sinni og hagur þeirra muni einnig ef til vill vænkast enn meira á komandi árum. Hvað gerir maður til þess að þetta geti átt sér stað ?
Hvað gerir maður til þess að innbyggður mótþrói og skemmdarverkastarfssemi hlutaðeigandi, hluthafa, yfir- og undirmanna muni ekki eyðileggja þennan samruna? Við verðum jú að muna að það eru margir samrunar sem fara í vaskinn einmitt vegna valdabaráttu, innbyggðum menningarmun og mótþróa eldri fyrirtækja á móti breytingum. Hvað gerir maður til þess að samruninn geti tekist vel og muni ekki ríða fjárhag allra viðkomandi of illa ??
Jú - maður hengir stórann stórann poka fullann af stórum fjármunum fyrir framan nefið á þeim forstjórum og þeim hlutaðeigandi aðilum sem hafa möguleika á að láta þennan stóra samruna fara í vaskinn. Við tryggjum að þeir sem áður voru ekki "okkar menn" verði "okkar menn" og leggi 500% orku og áhrif sín á vogarskálar áhættunnar við að kaupa þetta gamla fyrirtæki í ESB. Svona gerum við þetta.
Hinn valkosturinn er jú að stofna nýtt fyrirtæki og skera undan gamla fyrirtækinu í ESB með þeim peningum sem annars hefðu verið notaðir í samruna og einnig í gyllt handtök - eða - við stofnum ekkert fyrirtæki í ESB, en flytjum í staðinn fyrirtæki okkar sem núna er staðsett í landi-X í ESB til Sviss, Íslands eða Austur Evrópu - svona eins og Google og Yahoo hafa flutt aðalstöðvar sínar í Evrópu frá London og til Sviss. Það er hægt að geta sér til hversvegna!
Eftirfarandi geta svo hálf-kommarnir í ESB lapið sinn dauða úr skel skattfrjálsu launa sinna frá Brussuseli - og sent löngutöng til veðurs framan í nefið á þeim 80.000 manns sem misstu vinnuna á altari smámunaleikans.
ESB ræðst til atlögu við ofurlaun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Málið er ekki endilega svona einfalt
Besta lausnin á þessum vanda er að mati Ásgeirs innganga í myntbandalag Evrópu en hann leggur áherslu á að einhliða upptaka evru gagnist ekki að þessu leyti enda felur hún ekki í sér stuðning Seðlabanka Evrópu við íslenska bankakerfið.
Málið er ekki endilega svona einfalt. Árið 1992 var Breska Pundið (GBP) bombað út úr gjaldmiðlasamstarfi EB (þá kallað EMS á meginlandi Evrópu en ERM í Bretlandi) og gengisfellt allt að 15% á einum degi. Dagurinn var kallaður Black Wednesday.Þáverandi "Seðlabanki Evrópu" gat ekki varið breska pundið. En ekki nóg með það. - viljinn til harðara varna fyrir hönd Bank of England var ekki fyrir hendi því ECB var ekki sammála peninga- og stýrivaxtavaxtastefnu breska seðlabankans og efnahagsstefnu breska ríkisins. Þessvegna gafst ECB upp og Pundið féll stórt, þrátt fyrir gagnkvæmu bindinguna.
Til þess að ECB verji einhvern gjaldmiðil fyrir áhlaupi þarf viðkomandi land og fjármálakerfi þess að vera undirgefið allri stefnu og skimálum ECB og ESB. Einungis þá er hægt að eiga von á að ECB hlaupi undir bagga og þrautverji. En ég efast um að við þessar aðstæður muni fjármálageirinn á Íslandi uppfylla þær kröfur, og jafnvel alls ekki á næstu árum.
En ef þetta ætti að koma til greina, yfir höfuð, þá þyrfti Ísland fyrst að ganga í ESB og komast í gegnum nálarauga þeirra upptökuskilyrða. Þetta tæki nokkur ár, kanski 4-5 ef vel tekst til. Næstu árin þar á eftir yrði að semja um upptöku Evru, og það tæki einnig nokkur ár.
Mér finnst miklu vænlegra að Íslensku stórbankarnir setji á stofn sameiginlegan vinnuhóp færra hagfræðinga, sem einnig hafa starfað utanlands, og sem vinna eingöngu að því að finna lausn á málum hins íslenska, og nú alþjóðavædda, fjármálageira Íslands. Ef Sviss og Noregur geta það, þá geta Íslendingar það einnig. Seðlabanki Íslands mun einnig vaxa sínu hlutverki, en hann þarf tíma til þess. Stóru viðskiptabankarnir hafa ferðast all hratt undanfarin ár.
Ég efast sterklega um að Íslendingar hafi áhuga á að ganga í hinn vaxandi fátæktkar-klúbb sem heitir ESB. Klúbbur 27 þjóða sem eru alltaf að verða fátækari og fátækari miðað við Bandaríkin.
Og já, - það er alveg rétt að einhliða binding við Evru væri óðs manns æði. Svíar reyndu að verja einhliða bindingu sænsku krónunnar við EMS árið 1992. Sænski Riksbanken þurfti að hækka stýrivexti sína í 500% í því tilefni í október 1992. En allt kom fyrir ekki - sænska króna féll eins og steinn.
Kæru Íslendingar, takið ykkur góðann umhugsunartíma áður en nýju föt keisarans í Evrópu verða mátuð.
Íslensku bankana vantar lánveitanda til þrautavara | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 09:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Miðvikudagur, 14. maí 2008
Ég ákvað loks að stofna blogg hér
Kæru lesendur.
Ég ákvað loks að stofna blogg hér.
Undanfarna marga mánuði hef ég fylgst grannt með fréttum og umræðum um fréttir efnahagsmála Íslands. Mig langar að geta bætt inn blæbrigðum í þessa umræðu.
Ég rek ráðgjafaþjónustuna www.islandia.dk hér í Danmörku. Ég hef stundað fyrirtækjarekstur í Danmörku og þar með í Efnahagsbandalaginu síðan 1989. Fyrst á sviði smásölu og svo seinna á sviði ráðgjafar.
Ég þakka Morgunblaðinu fyrir möguleikann á að hafa blogg hér.
Bestu kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson
www.islandia.dk
Nýjustu færslur
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.1.): 0
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 166
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008