Leita í fréttum mbl.is

Fyrrv. fjármálaráðherra Þýskalands: Grikkland fer í ríkisgjaldþrot, sama hvað ESB segir.

Fjármálaráðherra Þýskalands Peer Steinbrück
Fyrrverandi fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segir í nýrri bók að evrulandið Grikkland muni verða ríkisgjaldþrota innan tíðar, sama hvað hver segir í Brussel. Það er óhjákvæmilegt, tölurnar eru þannig skrúfaðar saman, skrifar hann í bókinni sem Der Spiegel og Financial Times fjalla um. Steinbrück var fjármálaráðherra í síðustu ríkisstjórn Angelu Merkel, eða fram í október á síðasta ári; FTDS
 
Steinbrück: "Greece will not manage to get back on its feet without restructuring its debt. There is no way around it. The country's creditors will have to reduce a portion of its debts by extending maturity dates, lowering interest rates or giving them what's called a "haircut" in financial jargon."  
 
 
Mín skoðun: 

Nettó jöfnuður Grikklands við Evrópusambandið
29 ár í ESB komu Grikklandi í þrot. Það eru liðin heil 29 ár síðan landið gekk í þennan félagsskap sem svo margir kjánar hafa sagt að sé svo góður fyrir öll lönd Evrópu. Á þessu tímabili hafa hin ríkari lönd ESB - og sem nú eru að verða fátækari og fátækari - dælt hvorki meira né minna en 86,4 miljörðum evra í Grikkland. Samt er landið á barmi ríkisgjaldþrots. 

Neikvæðir raunstýrivextir á Spáni
Mín skoðun er sú að Evrópusambandið hafi eyðilagt Grikkland. Að ganga í Evrópusambandið eyðileggur lönd. Það ætti öllum að vera ljóst nú. Grikkland missti myntina sína árið 2002. Síðan þá hafa raunstýrivextir í Grikklandi aldrei verið í takt við verðbólgustig hagkerfis Grikkja. Allir vita hvernig fer þegar peningar eru verðlagðir úr samhengi við hinn efnahagslega raunveruleika. Það sama hefur einnig gerst á Írlandi, Spáni og Portúgal. 

Raun-stýrivexti á Írlandi 1999-2009. Í stórum dráttum
Þegar Grikkland verður ríkisgjaldþrota þá munu Grikkir ekki gleðja sig yfir að peningar þeirra - eins og peningar svo margra annarra evrulanda - hafa á endanum hafnað í hinum risavaxna jákvæða viðskiptajöfnuði Þýskalands. Þetta er svona því í samfleytt 12 ár hefur Þýskaland haft í gangi innvortis gengisfellingu í sínu eigin hagkerfi. Þessu er ekki hægt að verjast í læstu gengisfyrirkomulagi myntbandalags. Þá er ekki hægt að verjast með því að grípa til leiðréttingar-mekanismans - gengis gjaldmiðilsins. Mest allt evrusvæðið er svona orðið að einkaútflutningsmarkaði Þýskalands. Allt evrusvæðið er því í járngreipum Þýskalands. 

Svona myndi fara fyrir Íslandi ef það tæki upp evru. Hér myndi þetta bara gerast ennþá hraðar en það gerðist í Grikklandi, Írlandi og á Spáni.
 
Ef Ísland væri með evru sem gjaldmiðil þá er ég 100% viss um að Ísland myndi mjög hratt verðleggja sig út úr myntbandalaginu og reyndar heiminum öllum - og hætta að geta selt svo mikið sem einn sporð af fisk til útlanda sökum innri verðbólgu sem ekki væri lengur hægt að lagfæra í gegnum gengið. 
Mikilvægi sjávarútvegs fyrir Ísland miðað við önnur lönd
 
Hér er ekki um að ræða 77 sardínur í $28 dós á mann eða 2000 tonn á ári eins og á Möltu. Hér er um að ræða 1,3 milljón tonn á hverju ári. Þetta eru þeir fjármunir sem notaðir eru til að byggja restina af íslenska hagkerfinu með. Grunnur efnahagslegrar tilveru Íslendinga.
 
Eina leiðin til að nýta landhelgi og auðæfi sjávar Íslands væri þá að láta útlendinga um að veiða fiskinn okkar. Þeir einir gætu keppt á mörkuðunum með því að borga lág laun, lítinn kostnað, miklu lægri skatta og með því að sigla um í ryðhrúgudöllum. Öðru nafni: þrælakistum. Þetta yrði ekki skínandi falleg útgerð, heldur þrælakista. 

Þá myndu Íslendingar þurfa að flytja inn fisk sér til matar. Einungis vegna ógæfulegrar útópíu vissra kjána stjórnmálamanna og hagsmunasamtaka sem myndi banna Íslendingum að fella gengið, því þá væri ekki til neitt gengi sem hægt væri að fella. Það væri horfið. Horfið um alla eilífð til Þýskalands og kæmi aldrei þaðan aftur. 

Það er því virkilega mikið í húfi hér fyrir okkar góða land og okkur þjóðina. Mjög mikið í húfi. Sjálf tilvera þjóðarinnar er hér í húfi.
 
Þetta mál á ekki að vera pólitískt leikfang ríkisstjórnar Íslands. Ríkisstjórnin á ekki spila hazarspil með tilveru og framtíð íslensku þjóðarinnar - eins og hún gerir með flest það sem Vinstri grænir lofuðu kjósendum sínum að myndi ekki gerast fyrir og undir þeim Alþingiskosningum sem komu þeim til valda. Kosningasvik, léttúð þessa og ábyrgðarleysi er ekki hægt að þola lengur. Takið ykkur saman. Þetta er ekki leikur.
 
Fyrri færsla
 

Uppnámsstofnun ríkisstjórnarinnar auglýsir tvær lausar stöður

Um er að ræða stöður frumkvalara.
 
Í báðum tilfellum er krafist langrar þjálfunar á sviðnum almenningi og áunnins kvalarlosta. Á sviða eitt er laus staða uppnámsfulltrúa ófrjálshygginda. Laun eru ráðherrastóll (notaður) og námsferð til Norður-Kúbu.
 
Á sviða tvö er laus staða tannhreinsunar ríkisins. Aðeins fólk með engar hugmyndir kemur til greina. Fólk sem hefur kynnst atvinnurekstri getur ekki sótt um stöðurnar. Tvær persónur geta því sótt um störfin: fjármálaráðsherra Íslands og forsætisráðherraínan.
 

mbl.is Ísland kemur illa út úr norrænni frumkvöðlakönnun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Krónan er ekki hlutabréf. Hún er gjaldmiðill.

Rallod 

Íslenska krónan er ekki hlutabréf. Hún er gjaldmiðill. Hún er mynteining og um leið leiðréttingar mekanismi hagkerfis okkar. Virkni hennar sem hagvaxtargjafi og áfallabráðavakt er óumdeilanleg.  

Bandaríkjadalur hefur misst 95% af verðgildi sínu gagnvart ýmsum myntum heimsins eftir að hann fór af gullfæti. Er hann þá slæmur gjaldmiðill?  Nei það er hann ekki. Hann er stærsti gjaldmiðill heimsins og kemst engin önnur mynt með tærnar þar sem hann hefur hælana. 

Evrópusambandið hefði sennilega átt að taka upp maltíska líru því lengi vel var hún hæst metni gjaldmiðill heimsins. Það einkennir marga ESB-sinna að þeir vilja helst fá gjaldmiðil sem hækkar bara og hækkar, no matter what. 

Nú er á ýmsum stöðum heimsins rætt um hvernig koma megi verðbólgu í gang á ný. Það þarf mikið og sterkt afl til að búa til verðbólgu. Ýmislegt kemur til greina. Til dæmis væri hægt að banna peninga í umferð og setja neikvæða vexti á innistæður. Þá myndu menn taka út peningana sína, eyða þeim og fjárfesta. 

Það er einnig hægt, með ýmsum aðferðum, að komast undir zero lower bound á nafnvöxtum myntar sem ekki nýtur hinnar eftirsóttu verðtryggingar sem alltaf styður svo dyggilega undir hagvöxt og fjárfestingar hagkerfisins - þ.e. það er hægt að skapa neikvæða vexti án þess að vera svo heppinn að vera aðnjótandi verðbólgu. Verðbólga er mikið eftirsótt fyrirbæri í dag.
 
Til dæmis væri hægt að banna mynt Evrópusambandsins, Japans og Bandaríkjanna. Þetta eru myntsvæði stödd í peningagildru og í verðhjöðnunarhættu.  Í staðinn er hægt tefla fram tímabundinni staðbundinni mynt sem konverterast yfir í þá upphaflegu á neikvæðu gengi þ.e. gengi sem er lægra en einn. Hægt væri þá að setja neikvæða vexti á innistæður í upprunalegu myntinni. Í alvöru: þetta er rætt núna af nokkuð fúlustu alvöru. En þessi umræða fer þó ekki hátt. Hún er einungis hvísl ennþá.  
 
Einn anga þessarar umræðu má þó finna hér í krækjunni að neðan, hjá manninum sem kom, sá og hélt evruguðsþjónustu í Háðsskólabíó Landsbankans, Glitnis og Kaupþings. Enn er verið að þurrka upp blessunarvökvann sem rann þar volgur niður alla palla.

Hvað getum við gert til að skapa verðbólgu sem svo mun knýja eyðslu og fjárfestingar í gang á ný? Það er málið. Fáar þjóðir heimsins eru svo vel settar að hafa V8 tryllitækið okkar; íslensku krónuna. Við erum öfunduð.
 
Grein Willem Buiter í WSJ: Is this the Right Time for the Fed to go Negative? Þess skal getið að nýr atvinnurekandi knýr þennan mann núna. 
 
Þeir sem eiga enn hlutabréf ættu að hugleiða þennan ómöguleika. Hætt er við að þeir myndu kjósa að eiga þau áfram. En það krefst þó hugsunar. Svo fáir virðast hugsa. Sem sagt: mynt er ekki hlutabréf og á heldur ekki að vera það.
 
Tengt efni
 
Poul Krugman; af hverju er verðbólga betri en verðhjöðnun? Inflation, Deflation, Debt
 
Fyrri færsla
 
 

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu - "tifandi tímasprengja"

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu 
Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina?
 
Í framhaldi af umræðum sem spunnust vegna síðustu bloggfærslu minnar hér (Þýskur útflutningur fellur), er ekki úr vegi að endurbirta þessa bloggfærslu frá 19. apríl síðastliðnum - með viðauka.    
 
Norska dagblaðið Dagsavisen var með grein um atvinnuástand hjá ungmennum Evrópusambandsins undir fyrirsögninni "tifandi tímasprengja Evrópu". Eins og er standa 20% af ungmennum Evrópusambandsins án atvinnu og eru heldur ekki í skóla. Þetta er aldurshópurinn frá 15 ára og til 25 ára. Þetta þýðir að einn af hverjum fimm í þessum aldurshóp er hvorki í vinnu né skóla. Samtals er um 5,5 milljón ungmenni að ræða. Þetta er skuggalega há tala því um sögulega litla árganga er að ræða, hlutfallslega séð.

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu síðustu 10 árin
Blaðið bendir á að atvinnuleysi þessa hóps sé að aukast. Þetta er alveg rétt hjá blaðinu en málið er mun verra en þetta því atvinnuleysi evrópskra ungmenna hefur verið mjög hátt síðastliðin 10 ár og jafnvel miklu lengur. Það var aðeins í bóluástandi síðustu fárra ára að atvinnuleysi þessa hóps mjakaðist undir 15% í ca. eitt ár. Frá árinu 2000 hefur það verið mun hærra mestan hluta tímans.
 
– På 30-tallet opplevde vi at både brunskjortene, svartskjortene, men også rødskjortene marsjere i gatene i Tyskland. Historien viser at slike politiske reaksjoner kan slå begge veier. Høyere kriminalitet er ofte en direkte konsekvens av høy ledighet blant unge, noe de baltiske landene er et eksempel på, sier Aarebrot.
 
 
Ástandið er grafalvarlegt í Suður- og Austur-Evrópu. Tölurnar eru hvergi sæmilegar nema í Noregi og Hollandi. Einn af frammámönnum norsku verkalýðshreyfingarinnar, Knut Arne Sanden, bendir á að stór hluti Evrópu hafi misst mikið af sínu unga fólki í styrjöldum á síðastliðnum 100 árum. En í dag er það atvinnuleysið sem kemur í veg fyrir að unga fólkið komist inn á vinnumarkaðinn. Þetta er fólkið sem fær síðast atvinnu í uppsveiflum og það fyrsta sem sagt er upp þegar niðursveiflur koma.

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Þetta er einnig pólitískt vandamál, segir Frank Aarebrot prófessor við háskólann í Bergen. "Það afl og þau áhrif sem svona stór hópur fólks getur haft má ekki vanmeta. Brúnstakkar, svartstakkar o.fl. komust til áhrifa í Þýskalandi 1930. Sagan segir okkur að pólitískir vindar geta blásið til beggja átta. Að hafa atvinnu er það sama og að tilheyra samfélaginu" | Dagsavisen
 
Mynd; kosningafylgi nasista og atvinnuleysi í Þýskalandi 1920-1932, Brad DeLong
 
Viðauki 
 
Í desember síðastliðnum kom Martin Schulz, sem er leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, og lýsti því yfir að frá og með þá séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið" (Við erum and-kapítalistar núna).
 
Undanfarnar vikur hefur Thilo Sarrazin-málið geisað í Þýskalandi (sjá frétt MBL; Sarrazin víkur úr bankaráði Bundesbank). Meirihluti þýsku þjóðarinnar er víst sammála honum, ef mig minnir rétt, og samkvæmt skoðanakönnun myndu um 18% þjóðarinnar kjósa anti-innflytjendavænan stjórnmálaflokk sem væri leiddur af Thilo Sarrazin. Það þarf ekki mikið til að kveikja í púðurtunnum sem hafa fengið að þroskast svona vel og lengi.
 
Meanwhile, opinion polls show a robust degree of support for Sarrazin and his views. According to a poll in the Sunday edition of Bild, 18 per cent of German would vote for an anti-immigration party headed by Sarrazin. The support is strongest among supporters of the Left party (We always through that the Left party is, deep down, a far right party). This follows several recent polls showing that there is a strong potential for a new party on the right side of the political spectrum, as chancellor Merkel’s CDU moved towards the centre; Eurointelligence
  
Fyrri færsla
 

Þýskur útflutningur fellur

Öldrun Þýskalands - kjarni evruEins og þeir vita sem hafa fylgst með hnignun Þýskalands hin síðustu 25 árin, þá standa málin þannig til í þessu stærsta hagkerfi Evrópusambandsins að Þýskaland er orðið varanlega ósjálfráða hagkerfi. Þýskaland er orðið ófært um að hafa áhrif á eigin efnahag því öldrun þegna samfélagsins er svo mikil og hröð. Þetta þýðir að þýska öldrunarhagkerfið verður að stóla algerlega á eftirspurn frá útlöndum og þá helst frá löndum utan evrusvæðis. Þýska þjóðin er sjálf orðin of gömul og veikburða til að geta skapað nauðsynlega eftirspurn innvortis í sínu eigin hagkerfi.
 
Landið og efnahagur þess þarf því að sitja, standa og falla samkvæmt ákvörðunum sem teknar eru í öðrum löndum heimsins, utan Evrópusambandsins. Þýskaland er orðið það sem kallað er "útflutningsháð öldrunarhagkerfi", ófært um að hafa áhrif á sín eigin efnahagslegu örlög. Þessu verður ekki breytt næstu mörg hundruð árin, því þannig virka aldurspýramídar sem snúa öfugt. Flestar mikilvægar efnahaglegar ákvarðanir Þýskalands eru teknar í Bandaríkjunum og nýmarkaðslöndum heimsins. Því miður er stærsti hluti Evrópusambandsins að verða eins og Þýskaland; öldrunarhagkerfi án innlenskrar eftirspurnar. Hægfara deyjandi samfélög.
 
Útflutningur frá Þýskalandi júlí 2010
Hagstofa Þýskalands sagði í morgun að útflutningur Þýskalands hefði dregist saman í júlí miðað við júní um 1,5% og innflutningur um 2,2%. Hrun útflutnings Þýskalands hófst um leið og umheimurinn fór í kreppu þ.e á öðrum ársfjórðungi ársins 2008 og féll stanslaust og hrikalega næstu 16-18 mánuðina, eða fram til janúar á þessu ári, þegar hann loksins náði botni er umheimurinn skipaði svo fyrir og fór að kaupa eitthvað aftur af vörum gamla heimsins í Þýskalandi. Í síðustu þingkosningum var helmingur þýskra kjósenda orðinn sextugur og eldri. Ritvélaiðnaður öldrunarhagkerfis Þýskalands, bílaiðnaðurinn, á ekki góða daga í vændum í þessu öldrunarsamfélagi. 

Raunverð húsnæðis :: graf frá Seðlabanka Íslands :: Peningamál 2/7 2008
Þó svo að Þýskaland hefði ekki upplifað neina fasteignabólu í hagkerfi sínu þá féll landsframleiðsla landsins eins og steinn um 4,5% á árinu 2009. Þetta var mesta fall meiriháttar hagkerfis í heiminum. Auðvitað var engin húsnæðisbóla í gangi í Þýskalandi þegar heimskreppan skall á; hvernig ætti húsnæðisbóla að geta skapast á 80 milljón manna elliheimili? Reyndar hafði raunverð húsnæðis í Þýskalandi fallið um 20% frá aldamótum (sjá mynd Seðlabanka Íslands). Svo ekki var það fasteignabóla sem sökkti hagkerfi Þýskalands: það var umheimurinn. Eftirspurnin frá umheiminum fór í sumarfrí og því lokaði þýska elliheimilið strax. Þýskaland er oft kallað vélin í evrusvæðinu. Í nýrri skýrslu spáir Bank for International Settlements (BIS) því að fasteignaverð muni falla um 75% í Þýskalandi á næstu 40 árum.
 
 
Fyrri færsla
 

Dauðs kattar hoppið

Í heimi hlutabréfa heyrast stundum undarleg tungumál. Þið vitið, lesendur góðir, heilbrigður hlutabréfamarkaður er staður eða markaðstorg þar sem atvinnulífið sækir sér fjármagn til að fjárfesta því í atvinnustarfssemi. Byggja upp, bæta, þróa nýjar vörur og þjónustu og til að keppa á mörkuðum við öll hin fyrirtækin. Þannig skapast ný atvinnutækifæri. Fátt gott mun gerast á meðan hlutabréfamarkaðir heimsins eru í losti. Þeir eru taugakerfi kapítalismans. Þeir fá líkama kapítalismans til að dansa góða valsa eða til að sprikla óstjórnlega ef og þegar lost ná niður í mænu.

En þegar hagkerfið er allt á klósettinu eftir að hafa fengið eitraða peninga í magann frá bönkum sem voru eins konar sturtuklefar fjármagns - þ.e. svona Landskaupþings bönkunum sem glömpuðu eins og kattaskítur Glitnis gerði svo ákaft í tunglsljósinu við gömlu höfnina í Reykjavík, og þar sem Íslandsálagið fræga var búið til - þ.e.a.s þegar fyrirtækin í stað þess að sækja sér fjármagnið beint til almennings, eða til fjárfesta á þeirra vegum, sóttu það í bankana og þá oft sem hlutafé frá bönkunum sjálfum - já - þá hafa fyrirtækin það ekki gott og þú sem launþegi átt á hættu að missa þína dýrmætu atvinnu. En atvinnan þín færir þér launin góðu til kaupa nauðsynjar og lúxus af einmitt fyrirtækjunum sem búa til varninginn sem þig vantar og vantar ekki, en hefur samt ekki efni á eftir að þú ert búinn að missa vinnuna.  

Vinnan þín býr í leiðinni til tekjur ríkissjóðs Íslands. Þetta er mikilvægt að muna. Þar inn koma tekjuskattar þínir, launatengd gjöld frá fyrirtækjum, virðisaukaskattur, tollar og fjármagnstekjuskattur af fjárfestingum og sparnaði. Það er sem sagt atvinnustarfsemin sjálf sem býr þannig til tekjulindir ríkissjóðs. Það er hún ein sem býr til greiðslugetu ríkissjóðs og þar með lánstraust ríkissjóðs. Það er því atvinnustigið sjálft sem allt stendur og fellur með. 

Án hagstæðs gengis og eigin stjórnar í vaxta og peningamálum þorna þessar tekjulindir ríkissjóðs frekar hratt upp vegna þess að hjól atvinnulífsins stöðvast þá og skila of litlu í kassa ríkisins - og ríkið verður því smá saman gjaldþrota eins og við erum að sjá í evrusvaðinu hjá Evrópusambandinu.

Þegar dæma á hæfni ríkissjóða til að taka á sig ný lán til að eyða þeim um efni fram í taprekstur ríkissjóð, til endurnýja gömul lán eða til að fjármagna stórar fjárfestingar, þá horfir markaðurinn á atvinnustigið og myntina í landinu. Eiga tekjulindir ríkisins á hættu að þorna upp vegna þess að menn missa þar vinnuna vegna þess að landið hefur vonlaust gengi því það hefur ekki sína eigin sjálfstæðu mynt lengur? 

Annað spilar líka hér inn. Til dæmis spila skuldir ríkisins inn. Hefur ríkið tekið erlend lán til að sturta þeim niður í salernin í stjórnarráðinu? Ríkið mun ekki fá neinar skattatekjur af því að kveikja í peningum, eða með því að nota þá í ekki neitt nema til að fylla upp í skólplagnir undir ráðherrastólum. Það myndi Icesave gera. Þeir peningar myndu ekki skila neinu nema engu. Eina leiðin til að láta þá peninga skila einverju inn í hagkerfið væri að kveikja í þeim. Þá fengist að minnsta kosti hiti á meðan logar í seðlunum. Arinstæðin í stjórnaráðinu væru tilvalin. Svona væri hægt að halda hita á mörgum ráðherrum í langan tíma engum til gagns en öllum til ógagns.    

Eftir mikið hrun á hlutabréfamörkuðum er stundum talað um dauða köttinn sem hoppar (e. a dead cat bounce). Átt er við að jafnvel dauðir kettir hoppi í loft upp ef fall þeirra sé nógu hátt. Þetta gerist oft eftir áföll. Þegar hlutir hafa hrunið mikið. Þá koma svona skammvinn hopp.  

Það sem við sjáum í Þýskalandi núna er t.d. skopp hins dauða kattar segja m.a. Wolfgang Munchau og Poul Krugman hér um hagvaxtartölur Þýskalands á fyrri hluta ársins. Hrun landsframleiðslu og útflutnings Þýskalands varð svona hrikalegt á síðasta ári. Þess vegna hoppaði dauði Þýski kötturinn um daginn og jarðskjálftamælir þýsku hagstofunnar heldur eðlilega að þetta sé hagvöxtur. En þetta er því miður bara dauði þýski kötturinn sem hoppaði. Wolfgang segir líka að úrverkið í tifandi vetnissprengju evrusvæðis gangi fyrir 12 ára stanslausri innvortis sníkjudýra-gengisfellingu Þýskalands í garð hinna evrulandanna sem eru með þeim í hinu harðlæsta gengisfyrirkomulagi handjárna myntbandalags Evrópusambandsins - og sem þau komast ekki út úr aftur. Áfram og örugglega tifar þetta gereyðingarvopn Evrópu; myntbandalag Evrópusambandsins. Innvortis ójafnvægi (e. imbalances) er þar svo hrikalegt.  

Það sem við sjáum á Íslandi núna er ekki dauðs-kattar-hopp hagvaxtar Jóhönnu og Steingríms, því undir þeim, þ.e. Jóhönnu og Steingrími, mun kötturinn aldrei ná að skella á jörðinni. Jörðin gefur einfaldlega sífellt eftir því landið okkar er að sökkva í sæ undan kattastóði Jóhönnu og Steingríms. Heilt stóð af dauðum köttum falla því svo stanslaust hratt að maður er að ærast af viðsnúningum þeirra í loftinu. Það var því ekki að undra að Hagstofa Íslands sýndi okkur ekkert nema neikvæðan spíral getuleysis ríkisstjórnar Jóhönnu og Steingríms á föstudaginn. Viðsnúningurinn mikli reyndist bara vera venjulegt kattabreim í Skjaldborgarhúsi Íslands; stjórnarráðinu. Þar ráða kommar í þurrkví og stækju.
 
 
Fyrri færsla
 


Pólitísk hernaðaráætlun ESB-sinna; "hin upplýsta umræða"

Menn gleyma oft að ESB-málin eru eingöngu pólitík. Oft er reynt að láta líta svo út að málefni þetta sé eitthvað alveg sérstakt og öðruvísi en önnur pólitísk umræða og barátta. En sannleikurinn er sá að þetta mál er eingöngu pólitísks eðlis.

"Lagaramminn um hinn efnahagslega samruna Evrópusambandsins er kominn á sinn stað og það sem nú er í gangi í Evrópusambandinu er hinn pólitíski samruni Evrópu." (tilvitnun í Erik Hoffmeyer, seðlabankastjóri Danmerkur 1965-1994; sjá; Seðlabankinn og þjóðfélagið)  

Auðvitað reyna Evrópusambands-sinnar að koma því þannig fyrir að bláeygður almenningur sé "upplýstur" um að hér sé á ferðinni alveg sérstakt fyrirbæri sem sé undanskilið venjulegri pólitík og hefðbundinni pólitískri umræðu. Þeir eru sífellt að umla um að "umræðan sé ekki upplýst". En umræðan er einmitt ekki upplýst á meðan almenningi er ekki sagt hreint út að ESB sé eingöngu pólitískt málefni. Stórpólitískt mál. Sprengiefni fyrir fullvalda þjóðir.

Í Danmörku var umræðan svo "upplýst" að sjálfur forsætisráðherrann sagði árið 1986 að Evrópusambandið myndi aldrei verða til. Hann sagði; Evrópusambandið er steindautt. Þetta var hin "upplýsta umræða" þar í landi.

Í Svíþjóð sagði Göran Persson fyrrum forsætisráðherra að "sænska fólkið" hefði ekki gengið í stórríki Evrópu (federal Europe). Þetta var hans útgáfa af "upplýstu umræðunni".
 
Sannleikurinn er hins vegar sá að hvorugur þessara manna vissi hvað þeir voru að gera og því síður vissu þeir hvað Evrópusambandið var, er og verður. Þeir féllu fyrir bragðinu um "upplýstu umræðuna" og að ESB væri eitthvað annað er samruni Evrópu frá A til Ö. En nú er sjálfur Göran Persson orðinn hræddur. Hvað skyldi hann segja "sænska fólkinu" núna?
 
Ef einhver hér hefur séð hlutlausa og upplýsta umræðu um pólitík þá mun ég sjá til þess að viðkomandi fái næstu Nóbelsverðlaun í ofskynjunarfræðum.
 
Lesandi góður: vegna þessa alls sem átti ekki að verða til í Evrópusambandinu, eins og það var, er landið þitt Ísland einmitt og akkúrat núna í 90.000 blaðsíðna aðlögunarferli að þessum samruna sem þér var sagt að væri ekki til, en sem er samt til. Þú varst hinsvegar ekki "upplýstur" um að þessu yrði svona farið. Verið er að aðlaga þig að samruna Evrópu. Þú varst bara ekki "upplýstur" um að þessu yrði svona farið því umræðan er svo ofur upplýst. Í restinni af samrunaferlinu verður þér sagt að ekkert sé að óttast. Þú munt fá að fljóta með.
 
Spurningin sem almenningur þarf að taka afstöðu til er því eingöngu þessi: vilt þú ganga í Bandaríki Evrópu og leggja niður Ísland? Þetta er eina spurningin og málefnið sem almenningur þarf að taka staðfasta afstöðu til. Því þetta er sannleikur málsins. 
 
Það þarf enga "upplýsta umræðu" um það sem var og er svo algerlega óupplýst að hattar tveggja forsætisráðherrar Norðurlanda standa það kokfastir í hálsi þeirra að tárin flæða ennþá niður kinnarnar sem eru beggja vega hins langa nefs þeirra. Þeir voru það sem kallað er að vera algerlega clueless.   


********* Tilvitnun ********* 

Óði hattarinn sagði Lísu í Undralandi að orð hafa þá meiningu sem þú vilt að þau hafi. Óði hattarinn hefði verið eins og heima hjá sér í Evrópusambandinu því þar fær orðið “nei” þýðinguna “já” og pólitískum áróðri er básúnað út sem upplýsingum.

Leonard Shapiro ritaði um Sovétríkin að “hið sanna markmið áróðurs er ekki að sannfæra né hvað þá að telja fólki trú um eitthvað, nei, hið sanna hlutverk áróðurs er að búa til heilsteyptan jafnsléttan opinberan jarðveg þar sem fyrstu sprotar hugsana trúvillinga munu birtast sem brak og brestir mishljómsins. Í nótnabók Evrópusambandsins eru ósamhljóma raddir ekki liðnar. (frá; Sannleikurinn um efnahagsmál Írlands)
 
Fyrri færsla
 

Þó svo að snyrtistofa forsætisráðherra gangi fyrir íslenskum krónum, óskar hún EKKI eftir frekari viðskiptum við ríkisstjórnin Íslands.

 Hagvöxtur Norðurlanda 2009

Þegar illa gengur er þetta allt saman öllum öðrum að kenna nema ríkisstjórninni. En þegar betur gengur er það ríkisstjórnin sem þakkar sjálfri sér fyrir árangurinn sem hún kom hvergi nærri. 

En hvað er það í raun sem hefur hjálpað Íslandi við að rétta þjóðarskútuna sem Samfylkingin hvolfdi svo gaumgæfilega ofan á þjóðina með því að svíkjast um á vaktinni sem yfirmaður fjármálaeftirlits Íslands í ríkisstjórn hrunsins. Jú það er íslenska krónan okkar. Hún er að bjarga efnahag Íslands.

Krónan gaf eftir þegar bankakerfi Samfylkingarinnar valt á hliðina ofan á íslenska hagkerfið. Ef krónan hefði ekki tekið hið geigvænlega högg hefði þjóðin þurft að taka svipað ógnarhögg sem til dæmis írska ríkisstjórnin er búin að velta yfir á núlifandi og komandi kynslóðir Írlands. Það gerði hún með því að bjarga ömurlega illa reknu evru-bankakerfi Írlands - um stundarsakir.

En vegna þess að íslenska þjóðin slapp við að hafa Evrópusambandslegt atvinnuleysi nema í þrjá mánuði í landinu - í stað þriggja áratuga eins og það hefur verið í Evrópusambandinu - þá ætlar ríkisstjórnin að kála krónunni okkar. Myntin okkar sem er óumdeilanlega órjúfanlegur hluti af fullveldi Íslands. Kála krónunni þannig að hún geti aldrei í framtíðinni komið þjóðinni (okkur) til hjálpar á ný undir áföllum. 

En eins og þetta sé ekki nógu slæmt í sjálfu sér, þá ætlar þessi ömurlega þjóðfjandsamlega ríkisstjórn Íslands líka að troða öllum skuldunum sem íslendingar eiga ekki og vissu heldur ekki að þeir ættu inni í föllnum bönkum skíthæla - sem voru og eru enn undir verndarvæng Samfylkingarinnar - ofan á alla þjóðina og afkomendur hennar næstu marga áratugina. 

Þess vegna segi ég: þessi ríkisstjórn er miklu verri en engin. Ísland verður að losna við þessa plágu. Eina rétta orðið um þessa ríkisstjórn hlýtur að vera: GEÐKLOFAR !

Hér fyrir ofan sést árangur hagkerfa Norðurlanda á síðasta ári. Við vitum enn ekki svo mikið um árangur þeirra á yfirstandandi ári. Eins og sést á myndinni hér að ofan er íslenska krónan eini V8 gjaldmiðill Norðurlanda. Nánari lýsing á frammistöðu hagkerfa Norðurlanda á síðasta ári er að finna hér: ekkert er verra fyrir hagvöxtinn en evran og á forsíðunni hér; www.tilveraniesb.net 
 
Á morgun (3. september 2010) mun Hagstofa Íslands birta tölur þjóðhagsreikninga okkar fyrir annan fjórðung þessa árs og einnig koma með endurskoðað uppgjör á þjóðhagsreikningum okkar fyrir síðasta ár.   
 
Ein af næstu færslum:
 
Írska bankakerfið í faðmi ríkisábyrgða er að því komið að gefa undan og ríkisstjórnin er í þann veginn að gjaldþrjóta írsku þjóðina um ókomnar kynslóðir. Þökk sé myntbandalagi ESB. Fasteignaverð á Írlandi er fallið um 50%.
 
Fyrri færsla
 

Er ESB að breytast í eitt allsherjar Austur-Þýskaland?

BIS Demographic impact on housing
Mynd; Spá Bank for International Settlments um þróun fasteignaverðs í öldrunarhagkerfum Evrópu hin næstu 40 ár; Ageing and asset prices
 
 
Beinagrindurnar á borði ríkisstjórnar Íslands 
 
Austur-Þýskaland kom örmagna og gjaldþrota undan fyrstu kynslóð áætlunarbúskapar Evrópu, ríkiskommúnismanum.

Austur-Þýskaland leit þá á Vestur-Þýskaland sem bjargvætt. Þar átti að finna gull og græna skóga.

En múrinn féll samt ekki austur á bóginn. Því miður. Hann féll mest vestur um og yfir. 

Eftir sem svarar til tæplega einnar billjónar Bandaríkjadala í sveitaómagahjálp frá hinu stóra og nú fyrrum ríka Vestur-Þýskalandi, er Austur-Þýskaland ennþá hryllingur. Eymd og volæði eru þar enn steypt djúpt niður í steypustyrktan jarðveg kommúnista sem byggðu þar ríki sitt á rústum vopnaðrar en misheppnaðrar fyrstu sameiningar Evrópu. Mynt Austur-Þýskalands er evra. 

Því næst þrammaði restin af Sovétríkjunum, nema Rússland, gjaldþrota yfir brostna múrinn - sem féll Vestur um og yfir - og inn í Evrópusambandið. Þetta voru gjaldþrota löndin tíu sem gengu í pakkann.  

Eftir 29 ár í öndunarvél Evrópusambandsins er Grikkland líka orðið ríkisgjaldþrota. Það er á gjörgæslu ESB og AGS. Aðeins á eftir að slökkva í kafbátnum. Þá sekkur hann. Mynt Grikklands er evra. Grikkir eru nú að kíkja í pakkann.

Fyrir dyrum stendur svo annað hvort fullkomið ríkisgjaldþrot Írlands eða gjaldþrot alls bankakerfis þeirra. Þar er aðeins um tvennt slæmt að velja. Mynt Írlands er evra.

Spánn er einnig orðið að eins konar Austur-Þýskalandi hinu vestra. Þar er 20,3 prósent Austur-Þýskalandslegt atvinnuleysi. Spánn mænir tárvotum augum til norðausturs eftir björgun. Mynt Spánverja er auðvitað evra. Spánn er í boðinu. Þeir eru að kíkja í pakkann sinn.

Velkomin í Austur-Þýska Evrusambandið. Velkomin í pakkhúsið.
 
Tengt
 
 
Fyrri færsla
 

Hver nema forsætisráðherra Íslands segir svona

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segist hafa íhugað að segja sig úr íslensku þjóðkirkjunni. Hver nema einmitt þessi forsætisráðherra Íslands segir svona? Það gerir enginn í heiminum nema núverandi forsætisráðherra Íslands. Enginn annar segir svona.

En þá segi ég. Það myndi sennilega blíðka þjóðina nokkuð ef Jóhanna léti verða af því að segja sig úr þjóðkirkjunni okkar. Þjóðkirkjan sjálf myndi ekki líða meiri skaða en þegar er orðið og sjálf myndi Jóhanna ekki verða verri en hún er nú þegar. Það er hreint ótrúlegt hversu fjandsamleg Jóhanna er í garð þess sem íslendingum er hve heilagast; landið okkar, fullveldi þess og hins andlega hornsteins samfélags okkar. Fyrrum félagsmálaráðherra ætti manna best að vita í hverra fótspor sagan fræði hana. 

Hætt er við að ekki muni standa steinn yfir steini þegar loksins þessi ríkisstjórn Íslands verður búin að ljúka sér af við að rústa íslensku samfélagi niður í rætur. 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband