Leita í fréttum mbl.is

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu - "tifandi tímasprengja"

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu 
Hvað gerist þegar unga fólkið missir vonina?
 
Í framhaldi af umræðum sem spunnust vegna síðustu bloggfærslu minnar hér (Þýskur útflutningur fellur), er ekki úr vegi að endurbirta þessa bloggfærslu frá 19. apríl síðastliðnum - með viðauka.    
 
Norska dagblaðið Dagsavisen var með grein um atvinnuástand hjá ungmennum Evrópusambandsins undir fyrirsögninni "tifandi tímasprengja Evrópu". Eins og er standa 20% af ungmennum Evrópusambandsins án atvinnu og eru heldur ekki í skóla. Þetta er aldurshópurinn frá 15 ára og til 25 ára. Þetta þýðir að einn af hverjum fimm í þessum aldurshóp er hvorki í vinnu né skóla. Samtals er um 5,5 milljón ungmenni að ræða. Þetta er skuggalega há tala því um sögulega litla árganga er að ræða, hlutfallslega séð.

Atvinnuleysi ungmenna í Evrópusambandinu síðustu 10 árin
Blaðið bendir á að atvinnuleysi þessa hóps sé að aukast. Þetta er alveg rétt hjá blaðinu en málið er mun verra en þetta því atvinnuleysi evrópskra ungmenna hefur verið mjög hátt síðastliðin 10 ár og jafnvel miklu lengur. Það var aðeins í bóluástandi síðustu fárra ára að atvinnuleysi þessa hóps mjakaðist undir 15% í ca. eitt ár. Frá árinu 2000 hefur það verið mun hærra mestan hluta tímans.
 
– På 30-tallet opplevde vi at både brunskjortene, svartskjortene, men også rødskjortene marsjere i gatene i Tyskland. Historien viser at slike politiske reaksjoner kan slå begge veier. Høyere kriminalitet er ofte en direkte konsekvens av høy ledighet blant unge, noe de baltiske landene er et eksempel på, sier Aarebrot.
 
 
Ástandið er grafalvarlegt í Suður- og Austur-Evrópu. Tölurnar eru hvergi sæmilegar nema í Noregi og Hollandi. Einn af frammámönnum norsku verkalýðshreyfingarinnar, Knut Arne Sanden, bendir á að stór hluti Evrópu hafi misst mikið af sínu unga fólki í styrjöldum á síðastliðnum 100 árum. En í dag er það atvinnuleysið sem kemur í veg fyrir að unga fólkið komist inn á vinnumarkaðinn. Þetta er fólkið sem fær síðast atvinnu í uppsveiflum og það fyrsta sem sagt er upp þegar niðursveiflur koma.

Atvinnuleysi í Þýskalandi og kosningafylgi öfgahóps nasista
Þetta er einnig pólitískt vandamál, segir Frank Aarebrot prófessor við háskólann í Bergen. "Það afl og þau áhrif sem svona stór hópur fólks getur haft má ekki vanmeta. Brúnstakkar, svartstakkar o.fl. komust til áhrifa í Þýskalandi 1930. Sagan segir okkur að pólitískir vindar geta blásið til beggja átta. Að hafa atvinnu er það sama og að tilheyra samfélaginu" | Dagsavisen
 
Mynd; kosningafylgi nasista og atvinnuleysi í Þýskalandi 1920-1932, Brad DeLong
 
Viðauki 
 
Í desember síðastliðnum kom Martin Schulz, sem er leiðtogi sósíalista á þingi Evrópusambandsins, og lýsti því yfir að frá og með þá séu 184 þingmenn þessa hóps sósíalista orðnir "hreyfing and-kapítalista" sem munu ráðast gegn "hagkerfi sem byggist á peningum eða sem er peningaknúið" (Við erum and-kapítalistar núna).
 
Undanfarnar vikur hefur Thilo Sarrazin-málið geisað í Þýskalandi (sjá frétt MBL; Sarrazin víkur úr bankaráði Bundesbank). Meirihluti þýsku þjóðarinnar er víst sammála honum, ef mig minnir rétt, og samkvæmt skoðanakönnun myndu um 18% þjóðarinnar kjósa anti-innflytjendavænan stjórnmálaflokk sem væri leiddur af Thilo Sarrazin. Það þarf ekki mikið til að kveikja í púðurtunnum sem hafa fengið að þroskast svona vel og lengi.
 
Meanwhile, opinion polls show a robust degree of support for Sarrazin and his views. According to a poll in the Sunday edition of Bild, 18 per cent of German would vote for an anti-immigration party headed by Sarrazin. The support is strongest among supporters of the Left party (We always through that the Left party is, deep down, a far right party). This follows several recent polls showing that there is a strong potential for a new party on the right side of the political spectrum, as chancellor Merkel’s CDU moved towards the centre; Eurointelligence
  
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Verulega gott innlegg.

Sigurður Þorsteinsson, 11.9.2010 kl. 18:56

2 identicon

Idle hands belong to the devil

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband