Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2017

Þýskaland ætti að segja sig úr NATO

Ein leiðin til að styrkja NATO væri sú að Þýskaland myndi fara úr varnarbandalaginu. Þýskaland hefur ávallt litið svo á að varnabandalagið þurfi ekki á sér að halda, því það neitar ávallt að taka þátt í öllu sem bandamenn þess lenda í og álita að þurfi að glíma við. Það tekur að vísu stundum pappírslegan 83-fyrirvara þátt, en svo ekki meir. Landið er með sérskoðun á öllu sem viðkemur NATO. Best færi því á að það segði sig úr NATO

Já. Þannig gæti Þýskaland lagt bandalaginu til vígvöll sem að mati þess sjálfs er bandalaginu sæmandi. Bandalagið hefur eðli sínu samkvæmt engu hlutverki að gegna innan varnarsvæðis þess. Og flestir hljóta að skilja það. Öll viðfangsefni bandalagsins eru utan þess. Og þannig á það að vera. Það á að verjast þeim hættum sem steðja varnasvæði þess. Það er ekki hægt að setja bandalagið inn vegna sífellt ömurlegri þróunar árása á almenna borgara innan varnasvæðis NATO. Og Þýskaland neitar að taka þátt í og fjármagna alla getu bandalagsins utan varnarsvæðisins, sem myndi ráða niðurlögum vandamálanna sem svo verða innan þess

Með því að Þýskaland segði sig úr NATO þá væri loksins hægt að beita bandalaginu á stærsta vandamamálið sem Evrópa glímir við: sjálft Þýskaland

Þetta gæti verið lausnin. Þýskaland álítur að hernaðargeta NATO sé ekkert sem þarf að hugsa um. Það álítur að hlutverk bandalagsins sé helst pólitískt. Þarna væri hægt að sleppa NATO lausu á pólitíska vandamálið sjálft: á Þýskaland!

Fyrri færsla

Bandaríski flotinn tekur stjörnusiglingafræði upp á ný


« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband