Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Bræðsluaðild Grikklands að evrubálinu

Athyglisvert er að fylgjast með eyðilegginu elítu peningayfirvalda Evrópusambandsins á grísku samfélagi. Því var haldið fram að aðild ESB-landa að sameiginlegri mynt myndi færa 13 hagkerfin nær hvort öðru. En árangurinn er hins vegar algerlega hinn gagnstæði. Löndin - og fólkið sem í þeim býr - sem standa að myntinni, hafa sjaldan eða aldrei verið stödd eins langt frá hvoru öðru, efnahagslega. Evran hefur sundrað Evrópu og aukið verulega við hættuna á ófriði í Evrópusambandinu. Og hún hefur ekki hið minnsta leitt til aukningar í viðskiptum á milli landanna. Sennilega hefur hún í reynd komið í veg fyrir eðlileg og sanngjörn viðskipti á milli landanna. Og er frekar að stöðva þau en hitt.
 
Mynd: Rebecca Wilder; Atvinnuleysi í Grikklandi frá 1988 til 2011
Mynd: Rebecca Wilder; Atvinnuleysi í Grikklandi frá 1998 til 2011. Miklu hærra nú en fyrir evruupptöku (Unemployment rate in Greece: seriously uncharted territory)

Í stað komu hvítra hesta í hlaðið, komu brennuvargar Evrópusambandsins í Brussel akandi í rósrauðum Traböntum Samfylkingarinnar frá austri. Svælan er geigvænleg. Grikkland er statt í innvortis gengisfellingu sem er að breytast i innvortis helvíti (infernal devaluation)

Svona er að missa fullveldið. 

Allir ættu einnig að sjá núna, að þvaðrið um að óháðir seðlabankar myndu koma i veg fyrir áföll og kreppur eins og afar okkar og ömmur þurftu að þreyja í kreppunni miklu 1929, er og var tómt þvaður frá upphafi. Óháðir seðlabankar hafa ekki komið í veg fyrir neitt. Flestir hafa hins vegar misskilið Milton Friedman og gleymt Keynes. Hagfræðideilir vorra daga eru því miður orðnar deildir í háðskólum.
 
Fyrri færsla
 


Lýðveldisdagur Íslands árið 2011 í skugga pakkamanna. Jóni Sigurðssyni forseta pakkað saman?


Dagur sjálfstæðis Íslendinga 17. júní 2011

200 ára afmæli Jóns Sigurðssonar forseta
 
Olíumynd; Þórdís Rögnvaldsdóttir
Olíumálverk: Þórdís Rögnvaldsdóttir
 
Í skugga pakkamanna 
 
Vilja að Svíþjóð hætti í Evrópusambandinu. Svíþjóð kíkti í pakkann en varð honum að bráð

10 árum eftir Gautaborgarfundinn
Þeir sem kíkja í pakka eru ekki alltaf þeir sem hafa minnst og þarfnast mest. Oftar en ekki eru pakkaskoðendur þeir sem hafa allt. En svo eru pakkaskoðendur einnig sá fjölmenni hópur sem misst hefur hæfnina til skilja að pakkaþörf þeirra blundar í eigin vanhæfni. Hjónabönd sem leysast upp því makinn er alltaf að skoða í pakka? Radarinn í óstöðvandi leit að nýjum pökkum? Skógurinn sem sést ekki fyrir trjám? Eða fólkið sem hættir að draga andann nema það sé alltaf baðað í sviðsljósinu. Mikið sem vill meira? Spilafíklar fjármála eða stjórnmála? Eða bara einföld dekurdýr sem misst hafa lífsþróttinn í sínum eigin dekurleiðindum og eru orðin ófær um að koma auga á himinblámann og sæinn græna á fögrum degi. 

Í dag eru pakkamenn nokkrir komnir út í fullveldisspákaupmennsku með lýðveldið okkar, sem varð sjálfstætt og fullvalda ríki árið 1944, en bara ekki fyrir þeirra tilstilli. Pakksaddir 33 þingmenn lýðveldisins hafa att landi voru inn í hringiðu sem getur endað með því að Ísland missir sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar á ný. Morguninn eftir fullveldismissinn þurfa þeir auðvitað annan og nýjan pakka til að kíkja í, því þannig virkar þessi veikleiki. Hvað næst? Sjálfshjálp fyrir fólk sem haldið er pakkaveiki ætti ekki að vera til húsa í byggingu fullveldis þjóðarinnar. 

Pakkagægjur Svíþjóðar komu landinu inn í ESB-pakkann sem frá og með 7. febrúar 1992 varð sjálfsætt ríki í ríkinu undir nafninu Evrópusambandið. Þetta varð svona með tilkomu Maastricht sáttmálans sem þann 1. nóvember árinu seinna leysti formlega af hólmi EEC (The European Economic Community). Þá hætti ESB að vera efnahagsbandalag og varð eigna- og skuldabandalag og yfirríki ríkjanna. Þegar þarna var komið við sögu hafði lagarammanum fyrir hinum efnahagslega samruna ríkja Evrópusambandsins þegar verið komið á sinn stað, svo ekki þurfti að eyða frekara púðri í þá hlið málsins. Maastricht sáttmálinn og í leiðinni myntbandalagið (EMU) kom næst og svo nýja ESB-stjórnarskráin yfir 500 milljón manns. Hlutverk beggja er hinn pólitíski samruni landa ESB. Í og undir honum mun ESB þurfa að verða eitt ríki og fullveldi aðildarríkjanna að renna saman í eitt. Sem sagt; fyrst var það hinn efnahagslegi samruni ESB-ríkja og síðan hinn pólitíski samruni ríkjanna sem við sjáum birtast í dag. EEC hætti að vera efnahagsbandalag með tilkomu Evrópusambandsins. Nær enginn íbúi var spurður að neinu.  

Sannleikurinn er sá að íslenskir pakkamenn hafa ekki hugmynd um hvað þeir eru að gera. Þeir eru algerlega fávísir. Þeir pakkaskoða og pakkakíkja einungis samkvæmt eðli sjúkdómsins. Þeir eru spákaupmenn með fullveldi okkar. Og fara með það eins og sína einkaeign.

Morgunblaðið laugardaginn 20 maí 1944 forsíða
Í kreppunni miklu í Svíþjóð 1992 var það gengisfelling sænsku krónunnar sem kom sænska hagkerfinu á flot á ný. Sænska krónan féll. En áður en það gat gerst var þáverandi peningalegu pokadýri elítu Evrópusambandsins sleppt lausri á líf og efnahag Svía. Hér er átt við fyrri skammt lyfjagjafar huglækningafélags ESB-hagfræðinga sem tókst loksins að klekja út hinni margfrægu myntslöngu Evrópusambandsins en sem hrundi til grunna árið 1992. Þetta var slangan sem fékk þá menn, sem sænska fólkið trúði statt og stöðugt að væri háskólagengið, til að hækka stýrivexti sænsku krónunnar upp í fimm hundruð prósent þann 16. september 1992, svo verja mætti bindingu hennar við gjaldmiðlaslönguna EMS/ERM (The Europee Exchange Rate Mechanism) - en auðvitað algerlega án nokkurs árangurs.
 
Í dag segjast 64 af hverjum 100 Svíum ekki vilja sjá evruna sem gjaldmiðil í landi sínu. Enda ekki skrýtið þar sem vaxtakjör Svía eru mun hagstæðari þeim sem Þjóðverjum bjóðast undir myntinni evru. En Svíar hafa ekkert val í þessum efnum. Öll ríki sem ganga í Evrópusambandið eru skyldug til að taka upp evru og láta allt fullveldi landsins í peninga- og myntmálum renna óskorið til peningayfirvalda Evrópusambandsins í Brussel, til eilífðar.

Á þessu ári eru 10 ár liðin frá Gautaborgarfundinum árið 2001. Hvað hefur gerst í millitíðinni? Jú, sú margumtalaða jafnaðarmennska sem kom Svíþjóð inn í ESB í byrjun er orðin bannvara í sjálfu Evrópusambandinu. Ekki er lengur hægt að stunda hana þar, því ESB-fyrirbærið hefur tekið stökkbreytingu eins og þeirri sem varð forsætisráðherra Danmerkur til ævarandi skammar árið 1986 þegar hann sagði að Evrópusambandið væri steindautt. Sænsk jafnaðarmennska, og þar með vel flestir Svíar, eru orðnir bannvæn vara í sjálfu Evrópusambandinu. Einangrað fyrirbæri í Evrópusambandinu. 

Evrópusambandið er ekki pakki. Það er kamelljón sem enginn skilur, enginn stjórnar, enginn getur kosið burt og engum gagnast nema þeim sem sitja við ofnana og brenna sjálfstæði og fullveldi þjóðríkja Evrópu. Er Ísland næst á listanum?
 
Á stökkpalli Jóns Sigurðssonar forseta hafast menn misjafnt að. En njóta hans þó allir. 
 
Þeir þingmenn lýðveldisins sem sótt hafa um óafturkallanlega inngöngu Íslands í efnahagslegt og mannlegt svarthol framtíðarinnar í Evrópusambandinu til eilífðar, eru þessir; (The enlargement process is irreversible)

Álfheiður Ingadóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Árni Páll Árnason
 
Árni Þór Sigurðsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Ásta R. Jóhannesdóttir
 
Birkir Jón Jónsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Bjarkey Gunnarsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Björgvin G. Sigurðsson
 
Guðbjartur Hannesson 
 
Guðmundur Steingrímsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Helgi Hjörvar
 
Jóhanna Sigurðardóttir
 
Jónína Rós Guðmundsdóttir
 
Katrín Jakobsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Katrín Júlíusdóttir

Kristján L. Möller
 
Lilja Mósesdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Magnús Orri Schram

Oddný G. Harðardóttir
 
Ólína Þorvarðardóttir
 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Róbert Marshall
 
Sigmundur Ernir Rúnarsson
 
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
 
Siv Friðleifsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Skúli Helgason
 
Steingrímur J. Sigfússon (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
 
Svandís Svavarsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Valgerður Bjarnadóttir
 
Þórunn Sveinbjarnardóttir
 
Þráinn Bertelsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Ögmundur Jónasson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Össur Skarphéðinsson
 
Kosningasvik, þegar að sjálfstæði og fullveldi lýðveldis okkar kemur, eru meira en grafalvarlegur hlutur.
 
Þeir þingmenn lýðveldisins sem brugðust skyldum sínum við að koma umboði og vilja kjósenda sinna á framfæri, eru þessir:
 
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir  
 
Þeir þingmenn lýðveldisins  sem sögðu nei og voru trúir umboði því sem þeir sóttu til kjósenda, eru þessir:
 
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
Krækjur; 

Niðurskurður, móralskur geislabaugur og geimverur

 
Er auður þjóða of dýrmætur vissum mönnum með völd til að bjarga þjóð frá hyldýpi hengiflugs?

Eftir allt saman þá er auður að stórum hluta til ríkiseign, og ríkið er þjóðin. Enginn nema krónískur nirfill lætur lífið vegna létt læknanlegra sjúkdóma, á götóttri brókinni, með allar hirslur fullar fjár.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir og fjármálarameistari hennar, lét vera að bjarga þjóðinni vegna einkaumsóknar Samfylkingarinnar inn í Evrópusambandið. Hún er krónískur nirfill sem tímdi ekki að láta neitt nema brauðmola af hendi rakna til þjóðarinnar. Hún glataði stórkostlegasta tækifæri Íslandsögunnar til að sýna þjóðinni að sjúkrabíll hagkerfisins, sem að jafnaði kostar tæplega helming þjóðarkökunnar, væri ekki bara geymdur inni í bílskúr til einkaafnota og sérþarfa Evrópusambandsumsóknar nokkurra manna. En þetta er essensinn í ESB; að auður þjóða sé eingöngu notaður í þágu fimmtu rúgbrauðssymfóniu Evrópu; elítu Evrópusambandsins í Brussel. Til einkaafnota hennar. 

Jafnvel í aðalstöðvum fjanda kommanna, þ.e. í Washington, eru menn ekki svona andsovéskir. Þar stunda menn Keynes, sem er það eina sem getur hindrað nýja stóru kreppu heimsins.
 
Hér heima stunda kommar hina heimsku speki Evrópusambandsins - mónu-tjöru-ismann - og líklega án þess að vita af því. Við fórnum fólkinu. Og geymum sjúkrabíl hagkerfisins áfram í skúrnum á bak við asnaeyru ríkisstjórnar Jóhönnu.
 
Anti-stimulus (niðurskurður) er alltaf blástimplaður af hinum útvöldu með pólitíska hugrekkið í rassvasanum, nema auðvitað á kosningafundum. Svona álíka og hinn móralski jöfnuður Þýskalands við umheiminn á alltaf að vera gróði Þýskalands á kostnað annarra. Zero-sum leikur á kostnað annarra. 
 
Ef þið viljið skoða  stærsta anti-stimulus fyrirbæri heimsins í efnahagsmálum, Kína, þá skuluð þið hlusta og horfa á Paul Krugman lýsa þessu færirbæi í hér á myndbandinu að ofan. Næst stærsti anti-stimulus heimsins í efnahagsmálum er Evrópusambandið undir stjórn heimskulegasta seðlabanka veraldar.
 
Doktor Krumgan kemur með gott point; Bráðnauðsynlega þarf að auka við fjárlög NASA svo stofnunin geti hraðar fundið aðra plánetu til að taka við útflutningi þeirra stórþjóða heimsins (Kína-ESB-Asía) sem alltaf ætla að vinna sig út úr vandamálunum með auknum útflutningi - til annarra. Hjá þeim er innri eftirspurn eigin hagkerfa pláneta í næsta sólkerfi, eða bær í Langtíburtuztan.
 
Svo minni ég menn á að fullveldið og frelsið er þarna til þess að það sé notað. En hvorugt er og verður notað á meðan umsókn Íslands inn í Evrópusambandið stendur við lýði. Og hvorugt verður nokkurn tíma notað á ný ef Ísland gengur í svarthol þjóðríkis okkar; sjálft Evrópusambandið. 
 
Ég mæli eindregið með lestri; The Instability of Moderation
 
Fyrri færsla
 

Market update - risk off

Hraðritun (ekkert hljóð)
  • Risk off - spilapeningar heimsins fara af borðinu og yfir í safe haven.
  • Dow, S&P og NAZ niður
  • Olía niður
  • US Dollar upp - Uncle Sam ain't going broke, sama hvað hver segir
  • EUR/USD niður fyrir 100 daga moving average. 
  • Svo mikil eftirspurn er eftir 10 ára Uncle Sam ríkispappírum að investors sætta sig við undir 3% ársvexti til tíu ára. Yield krafan lækkar, eftirspurn er svo mikil. 
  • CDS fyrir flying PIIGS blows up og upp fyrir Argentinian hights
  • Fjármálaráðherra Grikklands er á leið út (overthrown)- eins og gerðist í Argentínu 2001 nokkrum dögum áður en Argentína defaultaði. 
  • Rumors um foreign workers í vinnu við maintainance work á underground tunnel frá Greek Parlaiment og út í höfn Piraeus - síðast þegar þau voru notuð til útreksturs fæddist the Roman Empire !! what? 
  • Berlusconi á leið út - credit rating Ítalíu fer örugglega niður og Ítalía fer í sitt hefðbundna sæti í Club Med. 
  • France verður downgraded á næstu vikum (banking exposure to PIIGS)
  • Sarkozy flips (foreseen ;)
  • Lægstu govt.bonds vextir í Evrópu núna eru í Sweden (þeir eiga sína egin mynt SEK) - lægri en hjá German Govt.
  • Hugsa að Bernankie fái QE3 í gegnum þingið - eða bara óbeint samþykki
  • Triceht fer inn í sögubækurnar sem mesti og stærsti gras-asni í central bank ever.

Jamm

Fyrri færsla

Bjöllur í ESB-helvíti Eystrasaltsríkja hringja ekki dinga-linga-ling  


Skrár tengdar þessari bloggfærslu:

Bjöllur í ESB-helvíti Eystrasaltsríkja hringja ekki dinga-linga-ling

Bells in Hell that Don’t Go Ting-a-Ling-a-Ling 
 
Mynd; Edward Hugh. Mannfjöldi Lettlands, þúsundir.
Mynd, Edward Hugh; Mannfjöldi Lettlands, nýjasta viðsnúningsfélag íslenskra Evrópusambandssinna
 
Meðlimir heimskingjakórs Evrópusambandsaðildar á Íslandi búa vel á vernduðu svæði fullveldis og sjálfstæðis Íslands, sem vannst árið 1944, eftir langa og harða baráttu. Hér strjúka þeir þykkan magann eftir fallegan saltfisk úr 200 sjómílna landhelgi Íslands. En eru samt eitthvað svo svangir eftir að misheppnuðum hélt_það_væri_gert_svona pizzubotni úr hamsatólg lak skyndilega út úr stóru rústfríu samræðu-eldavélinni í tekk eldhúsinu mikla.
 
The BELLS are a group of four countries (Bulgaria, Estonia, Latvia and Lithuania) who in their wisdom decided to adopt and then stick “come hell or high water” to a currency peg with to Euro. 

pólitísk áhætta
Upp úr þessu verma þeir tíu kulnaðar og krepptar tær við hitaveituna hans Bjarts úr Sumarhúsum. Uffe bláu Ellemann sokkarnir með gulu götóttu stjörnunum eru teknir upp á því að kæla og svæla. Pípan passaði svo eitthvað örugglega ekki við skeggið í andlitinu. Tveir sviðnir kjammar horfa því svörtum augum út um gluggann til ESB. "Ó hvað verður um okkur." 
  
Í eyrum þeirra hljómar án afláts tinitus evrunnar, sem þeir vita ekkert um, og hafa aldrei séð, nema á skiltum og myndum. Djúpboruð nefin geisla á meðan bláma velmegunar. Í seðlaveskjum kórfélaga eru glóandi greiðslukortin löggst til hvílu eftir langan strangan dag. 

Þetta er prótótýpan á ESB-sinna sem býr norðar en nyrðri hjör hurðaráss Evrópu frá Evruæxlinu í Brussel nær. Vel flestir eru kórfélagar þessir úrhvellir sófa-komma í tekjuhæsta hluta samfélagsins. Fallegustu póstnúmer landsins, neðan frá séð, blasa við á póstkössunum sem þeir sitja fastir með sviðna kjamma sína inni í. Mosaskeggirnir þeir. ESB kór Íslands 

Meantime the debts are still there, and the problems people are having paying them haven’t gone away. In this sense a “restructuring bomb” is still ticking away under Latvia, and rather than continually crying victory maybe it would be better if more people (Prime Ministers included) dedicated a little more of their energy to trying to defuse it.
 
Lesið alla grein hagfræðingsins Edward Hugh um Evru-Vítenam-styrjöldina fyrir botni Eystrasalts: BELLS in Hell that Don’t Go Ting-a-Ling-a-Ling
 
Viðkoma á vefsíðu Juris Kaža í Lettlandi er einnig upplýsandi: Failed State Latvia?
 
Fyrri færsla
 
  

Verstu ríkisskuldir heimsins; evuskuldir gríska lýðveldisins [u]

 

Paul Krumgan; The Economic Consequences of Mr. Trichet

Fæðingar- og erfðagallar myntbandalags Evrópusambandsins. The Economist desember 1996

Brusseldagar 1996

 

Hinar efnahagslegu afleiðingar evruaðildar Grikklands hafa nú breyst í samfélagslega martröð. Grikkir kíktu í pakkann. Þeir eru í pakkanum. 

Kontra News: The Greek Government has hired Foreign Workers to Clean out the Underground Tunnel Leading from the Parliament to the Sea Port of Piraeus in Preparation for an Evacuation of all MPs

Nú eru flest góð ráð & rán farin á taugum. Nú eru góð ráð uppurinn og ekkert fyrir neðan grískar ríkisskuldir nema ríkisgjaldþrotið. Lánshæðnismat ríkisjóðs evruríkis Grikklands er nú aðeins einu þrepi fyrir ofan D, sem þýðir ríkisgjaldþrot; D=DEFAULT. Það versta í heiminum samkvæmt Financial Times í dag. Þetta er verra en lánshæfnismat hins dollaravædda Ekvador er, og verra en matið er á Jamaica, Pakistan og Grenada.

Ástæðan fyrir því að lánshæfnismat Grikklands var um helgina lækkað niður í næsta þrep ofan við D er ekki sú að Grikkland sé Grikkland. Nei, ástæðan er sú að Grikkland er evruland. Það notar gjaldmiðil sem er ónýtanlegur. Notar gjaldmiðil sem landið á ekki og sem það hefur enga stjórn á og getur ekki notað til neins nema eins; til að fremja efnahagslegt sjálfsmorð í. Grikkland er í sömu aðstöðu og dópistinn á sprautunni; það bíður eftir næsta fixi frá hinum þremur stóru dópsölum; ECB, Brussel og Þýskalandi. The Big Three. Og svo AGS.  

Það gleðilega er svo það að ríkisskuldir Írlands í norðri eru beintengdar við ástandið í grískum ríkisskuldum. Þær svitna og bíða eftir að þeim komi. Svona er þetta pakkasamband. Það virkar.

Svona væri þetta hér heima hjá okkur ef við værum í myntbrandaralalgi Evrópusambandsins. Við værum vissulega á leiðinni í ríkisgjaldþrot, þ.e.a.s ef við værum ekki þegar orðin ríkisgjaldþrota. Atvinnuleysi hjá okkur væri 25 prósent, vaxtakjör ríkissjóðs væru 26 prósent VISA-vextir eins og hjá Grikklandi, útlánsvextir í evrubankakerfi okkar væru plús 25 prósent og allir fjármundir landsins væru flúnir úr landi. Landið væri á brunaútsölu. Landhelgin farin.

Krónan kúgar þjóðina Morgunblaðið 21 júní 2009

En verðbólgan í hausamótum 101 væri farin og væri nú mínus 25 prósent verðhjöðnun. Þetta væri þá allt svo voðalega gott. Eignir almenning væru fallnar um 50 prósent i verði, en skuldirnar stæðu í plús 25 prósent miðað laun fyrir kreppu, því launin væru 25 prósent lægri miðað við skuldir. Þetta getum við verið alveg handviss um því hér á landi situr ríkisstjórn Evrópusambands Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar. Ríkisstjórn einkasambandsins.  

Bæði ríkisstjórnin og Kolbrún Weimarpennadúllari hafa jú sagt þetta margoft; að krónan okkar sé ónýt. Þeir sem tala svona í ríkisstjórn og á þingi eru pakk. Hinir bara fávísir.

Í vikunni sem leið fjármagnaði ríkissjóður krónuhagkerfis Íslands sig á 5 prósent vöxtum til fimm ára á meðan evruríkin Grikkland, Írland og Portúgal þurftu að greiða 19, 12 og 12,3 prósent vexti fyrir að taka sömu peninga hjá sömu fjárfestum að láni á alþjóðlegum peningamörkuðum. Þetta var og er krónunni okkar að þakka. Takið hana því upp, berið hana að vanga, og kyssið. Það á hún skilið.

Látum ekki kúga okkur

Krækjur

 

 

Fyrri færsla

Ríkisstjórn Íslands hefur sótt um inngöngu í þjóðfélags- og efnahagslegt svarthol 


Ríkisstjórn Íslands hefur sótt um inngöngu í þjóðfélags- og efnahagslegt svarthol

ESB vísar okkur veginn
Lesið Dirk Schümer; Frankfurter Allgemeine Zeitung; Evrópa deyr í ESB
"A Demon, Uncontrollable, Impossible To Vote Away" 
 
Evrópa tapar í baráttunni um framtíðina -

Eftir 30-50 ára tilvist og smyglaða veldisaukningu er ESB og evrusvæðið í djúpri kreppu. Rosahalli rosaríkisfjármála er að sprengja ríkin í loft upp. Hrossalækningar hafa verið settar í framkvæmd, út um allt, og mest í formi geldinga. Pólitískur óróleiki mikill fylgir í kjölfarið. Þetta bliknar þó samt við hliðina á þeirri staðreynd að Evrópa tapar sífellt í baráttunni um framtíðina í hinum stóra og nú, einu sinni enn, nýja heimi veraldar. Þetta segir yfirmaður greiningardeildar Nykredit MarketsUlrik Bie

Evrópa er of dýr segir hann. Þeir vinna of lítið og fá of há laun miðað við önnur lönd heimsins. Evrópa tapar. Ef ekki verður bráðlega gerð bylting á Evrópu þá mun heimsálfan enda sem utangarðssafn heimsins. Hvort það verður opið eða lokað safn, er ekki fyrirfram vitað.

Europa taber kampen om fremtiden; "Der er en ny global verdensorden og et nyt vækstbillede. Skal Europa have en chance, skal vi være mere fleksible og innovative. Det kræver reformer," forklarer Ulrik Bie, der er chefanalytiker i Nykredit Markets.

Greiningardeild Íslandsbanka kom svo með nýjustu óðaöldrunarfréttir Evrópusambandsins í vikunni. Þær má lesa hér. Óðaöldurn (e. hyper ageing) er hafin í næstum öllu Evrópusambandinu eins og það leggur sig.
 
Evrópubúar geta ekki kosið ESB burt - Evrópa verður því að deyja saman með ESB - eða kjósa með fótunum. 

Þegar ég flutti til ESB árið 1985 var ESB ekki til. Okkur var sagt aðeins ári síðar að ESB yrði heldur aldrei til. En ESB varð til. Kosningasvik. Massíf. Svona hafa hin nýju Sovétríki nútímans, ESB, þróast í gegnum svik, fals, hálf- og heillygar, áratugum saman.
 
Evrópa deyr í ESB - In the beginning it was all about steel, the leftovers of war and the isolation of dangerous German Nazis. Then about a vote over coal transportation. Then about electricity production. Then about traffic routes. Then about agriculture. Then about customs. Then about the judiciary. Then about the currency. And now about everything.” 

Eftir aðeins nokkur ár fór ég að fá á tilfinninguna að Evrópa væri alltaf að tapa. Sérstaklega fannst mér þetta þegar ég horfði heim til Íslands og miðaði okkur við Ísland. Eftir að hafa stundað atvinnurekstur í ESB í 10 ár fór ég að glata voninni um að Evrópa yrði nokkurntíma annað en hinn sanni stóri tapari heimsins án enda. Eftir 20 ár var ég orðinn meira en handviss. Evrópa er varanlega á leiðinni til fjandans. Eftir 25 ár í ESB er ég loksins fluttur heim í fagran dal. Börnin voru flutt að heiman og fær um að standa á eigin fótum. Þá var hægt að flytja heim í fagran fullvalda dal. Vonandi trítla þau smá saman á eftir okkur heim. 

Þeir þingmenn lýðveldisins sem sótt hafa um óafturkallanlega inngöngu Íslands í efnahagslegt og mannlegt helvíti framtíðarinnar í Evrópusambandinu til eilífðar, eru þessir;

Álfheiður Ingadóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Árni Páll Árnason
 
Árni Þór Sigurðsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Ásta R. Jóhannesdóttir
 
Birkir Jón Jónsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Bjarkey Gunnarsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Björgvin G. Sigurðsson
 
Guðbjartur Hannesson 
 
Guðmundur Steingrímsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Helgi Hjörvar
 
Jóhanna Sigurðardóttir
 
Jónína Rós Guðmundsdóttir
 
Katrín Jakobsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Katrín Júlíusdóttir

Kristján L. Möller
 
Lilja Mósesdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Magnús Orri Schram

Oddný G. Harðardóttir
 
Ólína Þorvarðardóttir
 
Ragnheiður Ríkharðsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Róbert Marshall
 
Sigmundur Ernir Rúnarsson
 
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir
 
Siv Friðleifsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Skúli Helgason
 
Steingrímur J. Sigfússon (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Steinunn Valdís Óskarsdóttir
 
Svandís Svavarsdóttir (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Valgerður Bjarnadóttir
 
Þórunn Sveinbjarnardóttir
 
Þráinn Bertelsson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Ögmundur Jónasson (hafði ekkert umboð frá kjósendum)
 
Össur Skarphéðinsson
 
Kosningasvik, þegar að sjálfstæði og fullveldi lýðveldis okkar kemur, eru meira en grafalvarlegur hlutur.
 
Þeir þingmenn lýðveldisins sem brugðust skyldum sínum við að koma umboði og vilja kjósenda sinna á framfæri, eru þessir:
 
Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, Margrét Tryggvadóttir, Þorgerður K. Gunnarsdóttir  
 
Þeir þingmenn lýðveldisins  sem sögðu nei og voru trúir umboði því sem þeir sóttu til kjósenda, eru þessir:
 
Atli Gíslason, Árni Johnsen, Ásbjörn Óttarsson, Ásmundur Einar Daðason, Birgir Ármannsson, Birgitta Jónsdóttir, Bjarni Benediktsson, Einar K. Guðfinnsson, Eygló Harðardóttir, Guðlaugur Þór Þórðarson, Gunnar Bragi Sveinsson, Höskuldur Þórhallsson, Illugi Gunnarsson, Jón Bjarnason, Jón Gunnarsson, Kristján Þór Júlíusson, Lilja Rafney Magnúsdóttir, Ólöf Nordal, Pétur H. Blöndal, Ragnheiður E. Árnadóttir, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Sigurður Ingi Jóhannsson, Tryggvi Þór Herbertsson, Unnur Brá Konráðsdóttir, Vigdís Hauksdóttir, Þór Saari, Þuríður Backman
 
Tengt efni:

Fyrri færsla

Krónan okkar vann: Steingrímur jó jó og Jóhanna von Skjaldborg töpuðu

Alþjóðlegir fjárfestar sem áður voru hið alþjóðlega auðvald og hættulegir spekúlantar eru nú, samkvæmt Steingrími J. Sigfússyni, orðnir "alþjóðasamfélag" - og þá líklega einkamjólkurbúss ríkisstjórnar getuleysisins og vogunarsjóða hennar.

Ríkissjóður Íslands átti come back á alþjóðlegum fjármálamarkaði í dag. Í fyrsta sinn síðan árið 2006 seldi ríkissjóður fullvalda Íslands skuldir til erlendra fjárfesta. Vaxtakjörin sem stóðu ríkissjóði hinnar hetjulegu íslensku krónu okkar landsmanna til boða á þessu fimm ára láni, hljóðuðu upp á aðeins um það bil 5 prósent. 
 
WSJ; Orders are now being taken for Iceland's first bond offering since its spectacular economic and banking collapse late in 2008. The five-year offering, which may raise as much as $1 billion at a yield of around 5%, is a milestone in rebuilding confidence internationally and follows a turnaround in the economy, forecast to grow 2.25% this year. 

Sem sagt fimm prósent vextir til fimm ára. Þetta er þá rétt um það bil þrem prósentustigum yfir því sem talin er vera áhættulaus lánveiting á millibankamarkaði heimsins (LIBOR), sem stundaður er meðal og á milli traustustu fjármálastofnana heimsins. Alt frá einnar náttar lánum og upp í peninglán til eins árs.

Nú spyrja margir hvernig þetta gat gerst undir íslensku krónunni, sem forsætisráðherraínan segir að sé ónýt, því sjálft evrulandið Grikkland þarf að greiða því sem næst VISA-vexti fyrir sama lán hjá sömu fjárfestum, eða 17,8 prósent. Evrulandið Írland þarf að greiða 11,76 prósent fyrir að taka sömu peninga að láni til 5 ára. Og þetta er aðeins tæplega einu prósentustigi meira en Ítalía, sem er þriðja stærsta hagkerfi myntbandalags Evrópusambandsins, þarf að greiða í áhættuþóknun fyrir að fá samskonar lán hjá sömu fjárfestum. 
 
It will also fuel debate over whether peripheral European countries such as Greece, Ireland and Portugal would have fared better if they had had their own currencies and let their banks go bust. 

Svarið er einfalt. Erlendir fjárfestar eru ekki eins innheimskir og forstætisráðherra Íslands og allt pakk* hennar er í ríkisstjórninni. Erlendir fjárfestar vita að lönd sem hafa sinn eigin gjaldmiðil og fullveldi í peningmálum munu miklu frekar lifa af kreppur. Hagkerfi þeirra munu síður stöðvast því sjálfstæður gjaldmiðill getur við réttar og viðeigandi aðstæður virkað eins og instant upplífgunarsprauta eða economic stimulus fyrir allt hagkerfið í einu. Það mun því síður stöðvast og þurrka þar með út lánstraust ríkissjóðs, því hann mun síður verða sjóðþurrðinni að bráð, og greiðslugeta hans þannig frekar haldast ósködduð en hjá löndum sem eru orðin peningalegar nýlendur, eins og Grikkland og Írland eru orðin í ESB.

Svo vita erlendir fjárfestar mjög vel að þjóðin hefur tekið öll völd af Steingrími J. Sigfússyni ríkisfjármálabraskara og kosningasvikara. Hún hefur tvisvar stöðvað hann í því að veðsetja landið upp fyrir skorsteininn. Erlendir fjárfestar vita einnig að þjóðinni er svo illa við manninn að ólíklegt er annað en að dagar hans í pólitík séu allir taldir. Hann hefur fyrirgert sjálfi sínu með hroðalegum svikum við kjósendur.
 
Lánið til ríkissjóðs okkar fékkst á svona frekar hagsæðum vöxtum, miðað við aðstæður, vegna þess að erlendir fjárfestar hafa séð þjóðina í verki taka þessa ríkisstjórn í nefið og völdin af henni; þeir treysta á þjóðina því það er þjóðin sem þarf að borga. Þeir vita svo allt of vel að Steingrímur J. Sigfússon er ekki borgunarmaður fyrir neinu. Og verður það aldrei.
 
 
* fólk í sitjandi ríkisstjórn, sama hver hún er, sem segir að okkar eigin gjaldmiðill sé ónýtur, er pakk; þ.e.a.s upplýst skítapakk!  
 
Fyrri færsla
 
 

Einangraðir í fögrum dal - fyrir utan ESB

Skagfirðingar eiga voðalega bágt. Þeir eiga jú við þennan einangrunar kór að stríða, sem nú er stjórnað af einangrunarsinnanum Helgu Rós Indriðadóttur sem lærði einangrunarfræði afdalamennskunnar við Tónlistarháskólann í Stuttgart (all the way from Stuttgart, ja?). Kórinn nýtur einnig einangrunar Tómasar Randal Higgersonar við undirleik sem og aðra einangrun Skagfirðinga. Myndasafn kórsins vitnar einnig um hina djúpu einangrun Skagfirðinga. Og svo eru það Fljótin.

 

Í fögrum dal hjá fjalla bláum straumi

ég fríða meyju leit í sætum draumi;

það blöktu lausir lokkar um ljósan meyjar háls;

með blíðubros á munni hún byrjun tók svo máls:

"Sæludal sólar geislar hlúa,

sæludal sælt er í að búa."

 

Um brattan tind þótt blási köldum anda,

ei byljir storma dalnum fagra granda,

því honum helgar vættir með hlífðar skýla arm,

og hér er hlýtt í hlíðum og heitt við meyjar barm;

hjarta trútt hafa snótir dala,

hjarta trútt, hreint sem lindin svala.

 

Piltur og Stúlka; Emil Thoroddsen (1898-1944) - Sönglög úr sjónleiknum Piltur og Stúlka - Jón Thoroddsen (1819-1868)

Ljúft og yndislegt, Heimir. Hattur ofan . .  

Tengt efni:

Felutryggingaálagið á Sjálfstæðisflokkinn hækkar


Hvernig býr maður til evrusvæði? - efnahagslegt svað, evrusvað

Gírkassi Evrópusambandsins: allir gírar eru þar aftur á bak
 
Þetta er ekki flókið. Nú ætla ég að búa til evrusvæðis evrusvað úr Bandaríkjunum. Svona er það gert:

Eitt; Fyrst og til að byrja með fjarlægi ég sameiginleg fjárlög Bandaríkja Norður-Ameríku. Tek öll fjárlögin - sem nema tæplega 30 prósentum af landsframleiðslu Bandaríkjanna - af ríkisstjórn og þingi. Þá eru þau farin.

Tvö; Næst fjarlægi ég ríkisstjórnina. Hún missti fjárlögin og peningavöldin í málsgreininni hér fyrir ofan. Þá er hún farin, ríkisstjórnin, öll. 

Þrjú; Næst fjarlægi ég forseta Bandaríkjanna. En honum var svo sem sjálfhætt þegar ríkisstjórnin og fjárlögin fóru. Að minnsta kosti að flestu leyti nema að nafninu til. 

Fjögur; Ég fjarlægi hins vegar ekki seðlabanka Bandaríkjanna. Hin 50 fylki Bandaríkjanna munu halda áfram með sameiginlega mynt; dollar. Því þurfa þau sameiginlegan seðlabanka. 

Nú erum við komin með evrusvæði, eða réttara sagt; evrusvað. Nú þurfa 50 fylkisstjórar fylkja Bandaríkjanna að koma sér saman um hvenær, hve mikið og hver fær í hvert skiptið sem sameiginlegur seðlabanki þessara 50 fylkja ætlar að gefa út og prenta hvern og einn einasta Bandaríkjadal í viðbót við þá sem þegar eru til. Og lánveitandinn til þrautavarna hvarf einnig í liðum eitt til þrjú hér fyrir ofan.

Svo er það stjórnarskráin. En hún er þegar komin í Evrópusambandinu. Hún heitir Lissabon-sáttmálinn og tók gildi í öllum 27 löndum sambandsins án þess þeir sem eiga að lifa og anda undir henni væru spurðir að neinu. Þetta er vegurinn til friðarins. Hins óða manns æði til friðarins í Evrópu.       

Þetta er ekki flókið. Samt hafa afar fáir komið auga á hvers vegna myntbandalag Evrópusambandsins er dauðadæmt án fjárlaga og ríkisstjórnar sem krefjast skattheimtu ESB í öllum löndum sambandsins, svo hægt sé að koma sér upp fjárlögum og fjálagavaldi; ríkisstjórn drottnandi yfir öllum 27 löndum sambandsins.
 
Ekkert hinna 27 landa Evrópusambandsins gekk í svona fyrirbæri. Þau héldu að þetta væri tollabandalag. En nú eru þau á leiðinni í þetta fyrirbæri, hið nýja stórveldi einræðis og brjálæðis.  

Þetta, mínar dömur og herrar, er munurinn á evru og Bandaríkjadal. Enginn í Brussel þykist vita af þessum mun. En þeir vita samt allir vel af honum. Það er þess vegna sem þeir eru allir að pissa í buxurnar af hræðlu núna. Þeir eru svo innilega hræddir við að 500 miljón manns komi auga á það sem er að gerast með 27 löndin - í fullkomnu og algeru leyfisleysi kjósenda. 
 
Valdasjúk elíta brjálæðis ESB er stórhættuleg Evrópu. Hryllingsapótek Evrópu er opið á ný. 
 
Svo er það herinn, væni minn. 
 
Fyrri fræsla
 

« Fyrri síða | Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband