Leita í fréttum mbl.is

Niðurskurður, móralskur geislabaugur og geimverur

 
Er auður þjóða of dýrmætur vissum mönnum með völd til að bjarga þjóð frá hyldýpi hengiflugs?

Eftir allt saman þá er auður að stórum hluta til ríkiseign, og ríkið er þjóðin. Enginn nema krónískur nirfill lætur lífið vegna létt læknanlegra sjúkdóma, á götóttri brókinni, með allar hirslur fullar fjár.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir og fjármálarameistari hennar, lét vera að bjarga þjóðinni vegna einkaumsóknar Samfylkingarinnar inn í Evrópusambandið. Hún er krónískur nirfill sem tímdi ekki að láta neitt nema brauðmola af hendi rakna til þjóðarinnar. Hún glataði stórkostlegasta tækifæri Íslandsögunnar til að sýna þjóðinni að sjúkrabíll hagkerfisins, sem að jafnaði kostar tæplega helming þjóðarkökunnar, væri ekki bara geymdur inni í bílskúr til einkaafnota og sérþarfa Evrópusambandsumsóknar nokkurra manna. En þetta er essensinn í ESB; að auður þjóða sé eingöngu notaður í þágu fimmtu rúgbrauðssymfóniu Evrópu; elítu Evrópusambandsins í Brussel. Til einkaafnota hennar. 

Jafnvel í aðalstöðvum fjanda kommanna, þ.e. í Washington, eru menn ekki svona andsovéskir. Þar stunda menn Keynes, sem er það eina sem getur hindrað nýja stóru kreppu heimsins.
 
Hér heima stunda kommar hina heimsku speki Evrópusambandsins - mónu-tjöru-ismann - og líklega án þess að vita af því. Við fórnum fólkinu. Og geymum sjúkrabíl hagkerfisins áfram í skúrnum á bak við asnaeyru ríkisstjórnar Jóhönnu.
 
Anti-stimulus (niðurskurður) er alltaf blástimplaður af hinum útvöldu með pólitíska hugrekkið í rassvasanum, nema auðvitað á kosningafundum. Svona álíka og hinn móralski jöfnuður Þýskalands við umheiminn á alltaf að vera gróði Þýskalands á kostnað annarra. Zero-sum leikur á kostnað annarra. 
 
Ef þið viljið skoða  stærsta anti-stimulus fyrirbæri heimsins í efnahagsmálum, Kína, þá skuluð þið hlusta og horfa á Paul Krugman lýsa þessu færirbæi í hér á myndbandinu að ofan. Næst stærsti anti-stimulus heimsins í efnahagsmálum er Evrópusambandið undir stjórn heimskulegasta seðlabanka veraldar.
 
Doktor Krumgan kemur með gott point; Bráðnauðsynlega þarf að auka við fjárlög NASA svo stofnunin geti hraðar fundið aðra plánetu til að taka við útflutningi þeirra stórþjóða heimsins (Kína-ESB-Asía) sem alltaf ætla að vinna sig út úr vandamálunum með auknum útflutningi - til annarra. Hjá þeim er innri eftirspurn eigin hagkerfa pláneta í næsta sólkerfi, eða bær í Langtíburtuztan.
 
Svo minni ég menn á að fullveldið og frelsið er þarna til þess að það sé notað. En hvorugt er og verður notað á meðan umsókn Íslands inn í Evrópusambandið stendur við lýði. Og hvorugt verður nokkurn tíma notað á ný ef Ísland gengur í svarthol þjóðríkis okkar; sjálft Evrópusambandið. 
 
Ég mæli eindregið með lestri; The Instability of Moderation
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Geirsson

Blessaður Gunnar.

Datt inn á meðan ég er að pústa í garðvinnunni, var að kíkja á nokkra pistla hjá þér ásamt hinu stórfróðlegu ítarefni.

Það er til dæmis gott að fá það staðfest, sem mann grunnti, að viðskipti Evrulanda hafa ekki aukist með tilkomu evrunnar.  Viðskipti tjá, að öllu jöfnu, grósku í hagkerfi, það er framleiðsla, eftirspurn og svo framvegis.  

Evran dregur úr grósku og þar með ætti heildartalan að vera negatív, svona til lengri tíma litið.  Og er hún ekki að verða það???  Hvað flytja Írar, Grikkir, Spánverjar, Portúgalir inn eftir smá tíma eftir að efnahag þeirra hefur verið breytt í mjólkurkýr fyrir evrufjármagnið???

Sýnir skuldastaða viðkomandi hagkerfa ekki líka að hin meintu viðskipti síðasta áratugar voru tekin að láni???

Allavega finnst mér evran vera farin að minna æ meir á píramídaviðskipti, það var gróði á  meðan dæmið var ekki gert upp.  

En smá forvitni þar sem þú kallar andstæðinga Keyne samfylkingarkomma, nú eru drengirnir á viðskiptamogganum, Bjarni, Ívar og Arnar (eða heitir hann það ekki annars??) harðir andstæðingar Keyne því það er ríkisafskipti andskotans að þeirra dómi.

Er málið ekki aðeins flóknara og vantar ekki virkilega rökdebat á hægri vængnum (þetta eru allt frjálshyggjustrákar) um hvernig á að bregðast við kreppu???

Bushmenn hýddu ráðum Ben Seðlabankastjóra, núna kalla rebúblikanir það kommaráð, og Obama kommúnista vegna peningaprentunar stjórnvalda.

Hvað veldur, var valkostur að láta allt hrynja og treysta á að samfélögin leystust ekki upp í kjölfarið???

Ekki það að ég er mikið sammála þér og hef sótt mörg rök á þessa síðu, en óneitalega er mikill ágreiningur til hægri um rétt viðbrögð við kreppu.  

Þess vegna væri fróðlegt að fá þína sýn á þessa gagnrýni ættaða úr ranni frjálshyggjumanna, svona til fróðleiks þeim sem spá og spöglera út frá rökum og staðreyndum.

Framþróun byggist jú á átökum hugmynda og hér á síðu er margt fóðrið fyrir slík átök.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 13:36

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Ómar og takk fyrir

Svarið gæti verið stutt, eða einungis tvö orð: intellectual collapse - eins og Krugman orðar það á snemma á myndbandinu hér að ofan. 

Brad Delong kom að því að þeir sem kalla sig fjálshyggjumenn hafa gleymt miklu og eru komnir út í nokkurs konar svarta galdur eins og Isaac Newton gerði eftir að hann gafst upp á hlutabréfamarkaðinum.

Akkúrat núna eru þeir sem kalla sig frjálshyggjumenn sínir eigin verstu óvinir. Þeir nauðga Firedman og misþyrma honum og kunna lítið annað en klysjur í þessum erfiðu aðstæðum; þrástagast á hugtakinu peningaprentun. Hver er að prenta peninga? Og hvar er verðbólgan í massífum samdrætti?:

THE FEDERAL RESERVE ER EKKI AÐ PRENTA PENINGA

Háskólar hafa tekið upp svartagaldurs daður Newtons frá og með 1980-1985 og fram til vorra daga. Þeir eru ekki nógu íhaldssamir.

Þegar það var hægt að fá prófessora í hagfræði til að trúa á "The New Economy" undir dot com bólunni pre_2000 þá hljóta allir að sjá að hagfræðingar eru ekki undanskildir því að taka þátt í vopnakapphlaupum þeim sem knýja og búa til bólur. Þeir eru að tryggja sig (hedging against) því að verða ekki undir í samkeppninni við nágranna_hagfræðinginn sem boðar meðvind á hjólastígum til að ná athygli.  

Þessi hér grein Paul Krugmans finnst mér hreint meistaraverk, hún segir allt sem þarf að segja: The Instability of Moderation

Kveðjur til þín,

Ég er ÍHALDSMAÐUR 

PS: best að koma sér í matjurtagarðinn - þó uppblásinn sé að verða.

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2011 kl. 16:28

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og svo minni ég aðra samfélaga mína íhaldsmenn á að KEYNES VAR ÍHALDSMAÐUR

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2011 kl. 16:36

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

intellectual stability => leiðir til => political stability => sem leiðir til => economical stability = sem leiðir svo til => financial stability 

Vitsmunalegan stöðugleika er nú orðið helst að finna upp til sveita á Íslandi. Hann leiðir af sér pólitískan stöðugleika, efnahagslegan stöðugleika og fjármálalegan stöðugleika. 

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2011 kl. 16:42

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já Gunnar þú ert íhaldsmaður sem trúir á gildi frjáls markaðar, það leynir sér ekki miðað við ítarefnið sem ég var að lesa. 

Sérstaklega fannst mér það fróðlegt að lesa skoðanir Berkleys mannsins á Te boðs hreyfingunni, svipað hef ég verið að hugsa, það er "af hverju" þessi heimska því aðalfórnarlömb núverandi kreppu eru einmitt stuðningshópar Teboðs hreyfingarinnar.  

En viðhorf þeirra er ekki hagfræði, hún er ekki heldur pólitísk, þetta er trúarbrögð, líkt og kommúnisminn eða Euroisminn.  Fyrst er búið til módel, um eitthvað ætlað sæluríki og svo eru staðreyndir aðlagaðar að því.

Ég hef aldrei skilið hægri drengi sem kalla ýmsa ágæta íhaldsmenn, eins og Keyne, Krugman eða Stiglitz, vinstrimenn.  Eða ríkið og ríkisafskipti (það er stjórnun og aðgerðir ríkisvalds) sósíalisma, sérstaklega í ljósi þess að rikið er mun eldri uppfinning en Kommúnistaávarpið, og það að það skuli því sem næst vera algilt form á samfélögum, bendir til hlutfallslegra yfirburða yfir "ekki ríki".

Sá ágæti frjálshyggjumaður, Geir Ágústsson, sem ég á samleið með í ICEsave og andófi mínu gegn frekari gjaldeyrisskuldum þjóðarinnar, hann sagði mér að Kreppan mikla hefði einmitt orðið vegna of mikilla ríkisafskipta (sósíalisma kallað hann það í öðrum pistli) og benti mér á bók þar um.  Sem ég skal játa að ég hef ekki lesið.  Í hans augum er Keyne sósíal eitthvað, kannski ekki eins slæmur og Lenín, en alltað því.

Rökræður ykkar á milli væru fróðlegar.

Ég ræði lítt hagfræði, mín nálgun er svona meir út frá grundvallarlífsskoðun og hún er þá pólitísk frekar, en maður má ekki lenda í Vúddó gildrunni.  Þess vegna finnst mér svona greinar, og umræður, mjög fróðlegar.  

Og mér finnst mjög fróðlegt að lesa titla þessara manna sem rýma alveg við mínar skoðanir.  

En að lokum þetta með að þenja út fjármagn þar til hagkerfi tekur við sér, er það ekki hin raunveruleg ástæða að framleiðsluhagkerfi síðmiðalda sprakk út????  Og endaði í því sem við köllum Nýöld og seinna forkapítalismi.

Var það ekki innspýting silfurs og annarra góðmálma frá Vesturheimi sem Spánverjar fluttu til Evrópu, og keyptu svo vörur fyrir um alla Evrópu???  Það eina sem breyttist var að alltí einu var kominn gjaldmiðill sem borgaði fyrir vörur, og þar með voru þær framleiddar.

Vissulega verðféll silfrið, en hvað um það.  

Hver vildi skipta til baka í stöðnun Miðalda????

Á meðan menn hafa stjórn á kauphækkunum, þá þarf ekki að óttast verðbólgu.  

En takk mikið fyrir skjót svör Gunnar, ég hef lesið margt í kvöld mér til fróðleiks.  Og ég vona að aðrir nýti tækifærið.  

Þú ættir að vekja athygli á þessum greinum.  Það þarf virkilega að ræða þessi mál.

Heimsbyggðin þolir ekki risakreppu án átaka, átaka sem láta öll fyrri vera stormur í vatnsglasi miðað það sem verður.

Mér sýnist að frjálshyggjumenn þrái þessi átök.

En ég geri það ekki, vill verða afi.  Og það eru allavega 15 ár í það, tæp 40 ef strákarnir eru jafn seinir til og ég.

Við höfum ekki efni á að hundsa vitið.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 19.6.2011 kl. 23:19

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar fyrir góða athugasemd. Það er margt í þessu hjá þér sem ég tek undir.  

Ef ekki má nota sjúkrabíl hagkerfisins þegar hlaðan brennur þá heimta ég núllskatt. Það er ekki hægt að hafa bæði samtímis; háa skatta, stórt ríkisbákn og engar notkun á fiscal_policy þegar við á og mest vegna trúarbragða eins og þú bendir á. 

Ef þetta á að vera svona, þ.e. að borga háa skatta án viðeigandi notkunar á vöðvaafli ríkissjóðs og seðlabanka í kreppum (sem verða að vinna saman), þá heimta ég - eins og einn góður vinstri maður sagði við mig um daginn - að við fáum að flytja inn þá ódýrustu þingmenn sem fyrirfinnast í heiminum. Óheft frjálst framboð fái að ráða þar líka.

Ég held áfram að stinga upp garðinn minn (mikið torf) því ef það kemur nýtt collapse á mörkuðum þá eru það bara súpueldhús sem bíða hundruðum milljóna manna í þetta skiptið.

Libertarian's vorra daga eru of seint á ferðinni. Kreppan 1929 var á undan þeim. Og einkavæðing Private Ryan misfórst líka eitthvað svo hörmulega í WWII.

Er ekki mikið fyrir mikla imsa.

Kveðja að vestan ;)

Gunnar Rögnvaldsson, 19.6.2011 kl. 23:49

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

isma

Gunnar Rögnvaldsson, 20.6.2011 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband