Leita í fréttum mbl.is

Felutryggingaálagið á Sjálfstæðisflokkinn hækkar

Gríska ríkið mun stöðva allar greiðslur sínar í júlí næstkomandi. Þá eru allir sjóðir landsins uppurnir eftir 30 ára aðild þess að Evrópusambandinu, 10 ár í myntbandalagi þess og eftir móttöku 80 miljarða evra í ölmusuhjálp á 30 árum.
 
Foringjaráð ESB undirbýr nú í leyni sömu meðferð handa Grikkjum Grikklands og Þjóðverjar Austur-Þýskalands fengu með Treuhand. Ferli sem Milton Friedman varaði mjög við. Og ferli sem Hans-Werner Sinn segir að hafi mistekist því sem næst fullkomlega. Í engu öðru ESB-landi en Grikklandi er eins stór hluti þjóðarinnar litlir sjálfstæðir atvinnurekendur og í engu öðru ESB-landi er hinn opinberi geiri eins mikið sáttarskjól og hann er þar, eftir herstjórnir fyrri tíma. Verði hann eyðilagður mun allt Grikkland tortímast í leiðinni. 

Því lengur sem forysta Sjálfstæðisflokksins lætur vera að leiða samþykktir flokksmanna yfir gjá hyldýpis hugsana yfir til sólarbakka athafna, hækkar felutryggingaálagið á flokkinn. Það hækkar vegna þeirra forystumanna sem ætluðu aldrei neitt út úr helli feluskjóla sinna, með viðteknar samþykktir flokksmanna í ESB-málinu. Máli málanna á Íslandi og í Evrópu, ef út í það er farið. Óskorið fullveldi er undirstöðugrundvöllur alls hér á Íslandi. 

Ætlar forysta Sjálfstæðisflokksins eða ekki að taka undir með flokksmönnum Sjálfstæðisflokksins? 

Þið sjáið þetta núna í praxís. Ríkisfjárlagahersveitir "friðartollabandalags" Evrópu, með eins konar ríkisstjórn, lögreglu, seðlabanka, skattatekjur, dómstóla, þjóðsöng og fána sinn og margt fleira, eru nú að athafna sig við að taka lýðveldi Grikkja aftanfrá og stinga því upp í þá sem kusu þá ekki.  

Ætlið þið að marka stefnu eða pláss fyrir gröf?
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Sjálfstæðisflokkurinn er ekki kraftmeiri en átthagafélag í einhverjum útnára. Eigum við að segja átthagafélag hrunmanna...

Hvernig væri að sjálfstæðisfélögin tækju sig saman og heimtuðu landsfund til að hægt verði að kjósa þessi dauðyfli í burtu. Ja...þó ekki væri nema til að auglýsa eftir þeim.  

Veit nokkur hvort þessi forysta er lífs eða liðin?  Bjarni er náttúrlega með svo mikið farteski úr viðskiptalífinu að það er búið að hóta honum eða múta til að láta fjármálaráðherrann í friði við að koma kleptókratíunni á.

Jón Steinar Ragnarsson, 25.5.2011 kl. 00:54

2 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Gunnar, algjörlega sammála þér í þessu máli. Þú virðist samt ekki átta þig á því að Sjálfstæðisflokkurinn stjórnar ekki þessu landi. Ekki að eitthvað skárra hafi tekið við, þ.e.a.s. þessi kommastjórn.

Það væri hins vegar betra að flokkurinn klofnaði á heiðarlegan hátt, líkt og þú ert að stinga upp á! Þá gæti nýr hægri flokkur reitt sig á stuðning ESB þenkjandi hægri manna og það sem meira er ýmissa samtaka launamanna og atvinnurekenda!

Guðbjörn Guðbjörnsson, 25.5.2011 kl. 07:05

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Heiðarlega klofinn maður eins og þú Guðbjörn ætti að sjá sinn sóma í því að kynna sér samþykktir flokksins. Áin sem rennur í sjálfstæðisflokkinn vill að hlustað sé á sig, en á ekki þig. Þú ættir að íhuga að ganga í Samfylkinguna. 

Allir flokkar eru alltaf klofnir að einhverju leyti. En Sjálfstæðisflokkurinn getur aldrei verið klofinn í fullveldis- og sjálfstæðisbaráttu. Það er ekki hægt. Þess vegna kalla ég á forystuna. Hún á að hlýða yfirgnæfandi vilja flokksmanna. Taka sig saman.

Það stjórnar enginn flokkur þessu landi núna Guðbjörn. Þess vegna kalla ég á forystu.

Mér er hér skítsama um "vinstri-hægri" frasann. Fullveldi og sjálfstæði Íslands er hvorki mál til hægri né vinstri. Take that!

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.5.2011 kl. 07:18

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Er ekki Guðbjörn með nýjan hægri flokk og svo Guðmundur Franklín með annan? Nóg framboð af flokkum hjá þeim sem ekki geta verið með jafningjum sínum vegna eigin yfirburða.

Tek undir með Gunnari að öðru leyti.

Halldór Jónsson, 25.5.2011 kl. 08:26

5 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Orð í tíma töluð Gunnar. Dofinn og deyfðin hafa tekið völdin í forystu Sjálfstæðisflokksins. Hana skortir sjálfstraust. Hún lætur öskurapakór stjórnarflokkanna taka sig á taugum. Ef forystan tekur ekki við sér fljótlega er Ísland sokkið.

Guðbjörn er bara enn einn kampavíns kratinn. Við þurfum ekki á fleiri slíkum að halda.

Ragnhildur Kolka, 25.5.2011 kl. 08:38

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Að tengdu...vert að halda til haga hér lengri athugasemd Guðmundar 2. Ginnarssonar við færslu Páls Vilhjálmssonar.

Hver var lykillinn að hruninu og hver ber ábyrgð á því?

Jón Steinar Ragnarsson, 26.5.2011 kl. 00:06

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir fyrir þetta Jón Steinar. 

Kjáni út í bæ í útlöndum sagði eitt sinn við mig að bankarnir hefðu hrunið vegna þess að Davíð Oddsson hefði tekið út peningana sína, og það þoldi bankakerfið ekki, þeir voru svo miklir . . . eða kannski bankarnir svona litlir . . . í sér. 

Bankakerfið var auðvitað byggt utan um Davíð, fyrir Davíð og til þess að Davíð gæti svo komið og rústað því með því að . . . að  . . . að . . að . . þetta hlýtur að vera svona. Er það ekki? Þetta hlýtur að vera satt og rétt því það er búið að segja þetta og annað svo oft, svo oft, svo oft.  

Maður gæti grátið.

Mannjöfnuður á sér fáa líka.

Ekki skrýtið að manni finnist landið stundum vera með lús. Ósýnilega lús sem ekki er hægt að hrista af sér.

Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2011 kl. 00:47

8 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Og ég þakka ykkur fyrir innlitið

Gunnar Rögnvaldsson, 26.5.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband