Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2011

Fyrst mátti AGS ekki að koma nálægt Evrusvæðinu: En nú heimtar þetta sama evrusvæði að stýra sjóðnum

Day of Days
PK um björgunina 6. júní 1944.
 
Simon Jonhson, fyrrverandi yfirhagfræðingur AGS, skrifar beitta og bitra grein um hræsni evrusvæðisins.
 
Simon Johnson
Fyrir aðeins nokkrum árum sögðu frammámenn evrusvæðisins að Alþjóða Gjaldeyrissjóðurinn ætti að halda sig algerlega frá málefnum þessa evrusvæðis. Hann hefði misst tilverurétt sinn og þyrfti að fara í megrun. Og einnig, að sjóðurinn ætti að halda sig langt frá því að gagnrýna evrusvæðið fyrir hinn tröllvaxna innri viðskiptaójöfnuð á milli landa myntsvæðisins.
 
Why does this make sense? It doesn’t – unless you understand that the goal of these various bailouts is to ensure that German and French taxpayers do not realize the full extent of their losses or the ways in which their banks have been completely mismanaged.
 
Þegar í ljós kom að evra evrusvæðisins, sem upphaflega átti að lækna misræmið í innbyrðis efnahagsþróun á milli landa myntsvæðisins, hafði hins vegar bara stórkostlega aukið þetta misræmi - og reyndar gert það margfalt verra en það hefði verið án evrunnar - já, þá var sjóðnum skipað að halda kjafti og að hann mætti alls ekki koma að neinum málum myntbandalags Evrópusambandsins. Því bara hið minnsta hvísl um aðkomu sjóðsins myndi gefa umheiminum - en þó sérstaklega innheiminum á evrusvæðinu - til kynna að þetta væri ekki öruggt mannvirki, þessi evra; að evrusvæðið væri gallað. 

En nú krefjast þessir sömu evrusvæðismenn - sem áður hentu stórgrýti úr glerhúsum skjaldborga evrusvæðsins - þess að fá að stjórna sjóðnum svo þeir geti nýtt hann við að nota annarra manna peninga til að halda áfram leiknum við að fela hið sanna ástand eigin gjaldþrota. Áfram munu framámenn evrusvæðisins - fyrir annarra manna peninga - reyna að fela gjaldþrot bankakerfa sinna, gjaldþrot ríkissjóða sinna, og reiða sig svo í lokin á - en þegar allt er um seinan - á hjálp frá alþjóðasamfélaginu og fátækum ríkjum úti í heimi. Að hjálpin berist þeim þá fljótandi inn á næfurþunna eggjaskurn peningagólfs myntbandalagsins - frá ríkjum utan myntbrandaralagsins. Og þá helst í dollurum.
 
The French want to sway decision-making at the IMF in order to use US, Japanese, and poorer countries’ money to conceal from their own electorate that the eurozone structure has led all its members into serious fiscal jeopardy – some borrowed heavily, while others let their banks lend irresponsibly and thus created a large contingent liability.

Aldrei í sögu mannkyns hefur nokkurn tíma verið fundið upp eins lélegt og illa hugsað efnahagslegt fyrirbæri eins og evra myntbandalags Evrópusambandsins.
 
 
Fyrri færsla
 

Millilent á Íslandi á leið munka frá Kanada til Grikklands, Írlands og Portúgals

Munkaklaustur miðalda eru seðlabankar vorra daga. Til þess að þeir gefi meiningu er samspil þeirra og ríkisvaldsins bráðnauðsynlegt. Ef svo hefði verið værum við ekki í þessum vandræðum út um allar jarðir nú. Munkar hagfræðinnar eru ágætir í lokuðum klausturgörðum sínum. Einangraðir fræðimenn.

Munkar seðlabanka Grikklands hefðu tekið sig ágætlega út alla leiðina frá Kanada. Þeir hefðu þá getað millilent á Íslandi til að skipta um bleyjur steinsnar frá ha ha ha í fæðingu. 

Seðlar og myntir lands án samspils fullveldis ríkisvaldsins í peningamálum, er síðasta rúsínan í hallæri hagfræðinnar. Steinsnar frá geðveikinni. Hver býður betur næst? Hvað á að taka upp næst. Mynt sólkerfis Regulúsar? En mynt Krabbaþokunnar væri hugsanlega betri "kostur". Hvað finnst þér? Eigum við ekki að tala um þetta væni minn. Léttu nú á þér. Segðu mömmu.
 
Getur það hugsast að Kanadamenn séu alvarlega að hugsa um að taka upp kanadískan dal? Liltu lélegu og lúsarlegu myntina sem menn sögðu svo lengi vel að gæti bara alls ekki þrifist við hliðina á hinum rísastóra Bandaríkjadal. Væri of lítil til að geta staðið ein. Hvað hefur gerst. Kraftaverk í klaustri?
 
Ef eitthvað er sagt nógu oft, þá er það auðvitað satt og rétt. Ekki satt?
 
 
Fyrri færsla

mbl.is Vangaveltur um Kanadadal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjóri Evrópusambandsins kallar á stofnun Bandaríkja Evrópu. ESB ekki lengur nóg.

Nokkrir rosknir menn í Evrópu; Financial Times 3. júní 2011, eKf.
Mynd; Financial Times, nokkrir rosknir óháðir menn í Evrópu, sjá einnig DW
 
Hinn óháði seðlabankastjóri ECB, Jean-Claude Trichet frá Lyon, fékk Charlemagne verðlaunin í ár sem sameiningarmaður Evrópu númer eitt. Seðlabankastjórinn fékk verðlaunin fyrir sitt djúpa og ákafa pólitíska starf í þágu sameiningar Evrópu undir forsæti hins óháða seðlabanka Evrópusambandsins. Seðlabanka sem sumir, en fullkomlega ranglega, nefna til sögunnar sem "evrópska seðlabankann". Það eru meira en 50 sjálfstæð ríki í Evrópu. Seðlabanki Evrópusambandsins er hið rétta nafn ECB.

Ísland er sem betur fer ekki eitt 50 landa Evrópu því Ísland liggur ekki á jarðflekum Evrópu, sem eru að renna saman í eitt, heldur liggur Ísland á sínum eigin fleka, mitt á milli Ameríku og Evrópu. Óháð.    

Jafnvel Wolfgang Munchau telur í skrifum dagsins að einn og einn sjaldgæfur maður muni álíta þetta sem yfirtúlkun á hlutverki eins óháðs seðlabankastjóra. Maður trúir varla sínum eigin eyrum. Hvað næst? Herra Hringsins? Stjörnustríð?

Í ræðu sinni sagði embættismaðurinn Trichet frá Lyon, að tímabil tungumáls og tungutaka eftirlits, tilmæla, hvatninga, sekta og refsinga væri á enda runnið og tíminn nú væri réttur til stofnunar fjármálaráðuneytis Evrópusambandsins. Það ráðuneyti myndi fá völd yfir ríkisfjármálum ESB-landa lenda og eigin fjárlög. Hann sagði að þetta myndi marka nýja gerð Bandaríkja Evrópu. "Sambandsríkið sem kom til sögunnar eftir daginn á morgun" (the day after tomorrow). Þið munið kannski eftir bíómyndinni "daginn eftir", e. the day after - evru?
 
He said the structure he had in mind was that of a confederation of sovereign states "of an entirely new type”. As to the timing, it would be a "union of tomorrow, or of the day after tomorrow". 
 
Þetta var sem sagt seðlabankastjórinn, hinn óháði. Hvernig skyldu þá hinir háðu líta út? 
 
150 ár í handaböndum 
 
150 ár eru liðin frá sameiningu Ítalíu skrifar Morgunblaðið í dag og birtir mynd af handaböndum. Þetta er alveg rétt hjá blaðinu. Síðustu 60 árin hefur Suður-Ítalía setið föst í efnahagslegu Gúlag, og ekkert gerst þar nema stöðnun. Fátt bendir enn til þess að landshlutinn muni nokkurn tíma sameinast Norður-Ítalíu, þó svo að menn takist í hendur og komi fram á mynd.
 
Handabandalag þetta hefur séð Suður-Ítalíu fyrir 20 prósent atvinnuleysi í 60 ár og aðeins 6 af 10 hlutum þjóðartekna á mann miðað við Norður-Ítalíu. Þetta er Austurs-Þýskaland Ítalíu í hnotskurn. Sameinuð Evrópa er og verður svona. Handabandalag handalögmála.
 
Erlendir fjárfestar forðast Evrópusambandið 
 
Beinar erlendar fjárfestingar útlendinga í Evrópusambandinu hafa fallið hratt síðustu sex til sjö árin; FT. Hvers vegna skyldi það vera? Hvort er það íslensku krónunni krónískt að kenna eða íslensku krónunni? Eða hvoru tveggja?
 
“It is dramatic to see how Europe’s foreign direct investment has fallen drastically in the past six to seven years,” the partner of US private equity group The Riverside Company told the Financial Times. 
 
Eða er það kannski vegna regluverkjanna, stjórnmúlasýslunnar, Möltu og krembrauða, ódýrra eitraðra matvæla, mikillar póstverslunar eða finnskra leiðinda? 
 
Fyrri færsla
 

Hlutabréf Nokia hafa fallið um 83 prósent á 40 mánuðum

1968 

Ástæðan fyrir landvinningum Nokia á sínum tíma var ekki hversu góðir þeir voru, heldur hversu lélegir aðrir voru á markaði fyrir farsíma. Markaðurinn var á fósturstigi og Nokia voru góðir í að nýta sér vanþroskann, sem er virðingarvert að fullu, en ekki lífvænlegt til lengdar. Var á meðan var. 

En nú er Nokia á leið til föðurhúsanna því raunveruleg tæknifyrirtæki hafa yfirtekið markað Nokia.

Í Skandinavíu eru grein-endur farsímatölvutækni ennþá að selja viðskiptadagblöðum greiningar sínar sem segja ritstjórninni að keppinautar Nokia eigi ekki séns í markaðinn; þeir eru kynntir lesendum sem sérfræðingar í "farsímatækni" og þeir reka meira að segja greiningarfyrirtæki. Með eftirnöfn eins og til dæmis Stærk. En farsímar eru farnir eins og farfuglar.
 
1968 Stanley Kubrik 2001 og PanAm
Rétt fyrir hrun I og II samanstóðu eignir nýrra skandinavískra "tæknifjárfestingasjóða" að mestu af hlutabréfaeignum í fyrirtækjum á borð við Microsoft, Nokia og Novell. Næstum allt fé þeirra er tapað eins og fé þeirra sem fjárfesta í social-networking mun tapast og tvittast í allar áttir. Gullfiskaminni fjárfesta er aðdáunarvert. 

Ástæðan fyrir risi íslenskra banka í svo kallaðri útrás var ekki sú að þeir væru góðir, heldur hversu létt aðgengi þeirra var að sturtubaði fjármuna sem skafnir voru innan úr stuðlabergi bankanna. Sjálfum undirstöðum traustsins. Bankarnir voru allir lélegir. Þó var eitt sem íslenskir bankar voru góðir í, það verður að segjast; þjónusta þeirra var betri og skilvirkari en gerist og gengur erlendis.

Sönn tæknifyrirtæki byggja á því að vita allt miklu betur en viðskiptavinurinn og langt á undan öllum öðrum, og á því að finna upp nýja hluti sem viðskiptavinurinn hefur ekki hundsvit á og enga hugmynd um að hann mun biðja um eftir nokkur ár. 

"Sales guys" sem stjórna tæknifyrirtækjum og hlusta á "kröfur viðskiptavinanna" eru eins dauðadæmd og bankar sem fóru í útráp undir rosabaugi.

Steve Jobs hjá Apple hefur alltaf haldið fast í þessa hugsun og flestir viðskiptavinirnir fyrirtækisins munu aldrei taka eftir því. Tæknigreinendur og viðskiptablöð þeirra í Skandinavíu heldur ekki. Þetta vita líka þeir sem standa fyrir main- og midrange deild IBM. Vita, fyrst, best og mest. Og hlusta ekki.  

Daginn sem sönn tæknifyrirtæki byrja að reyna að geðjast og hlusta á viðskiptavini sína, markar upphafið að endalokum þeirra.

Maðurinn, nörðurinn og röntgensmásjáin með kattarins níu líf kemur einu sinni enn og messar yfir heiminum þann 6. júní næstkomandi. Aðeins fáir fatta vinnuna sem lögð er í einfaldleikann þar. Og hægt er að vera stoltur af því sem látið var þar algerlega ógert.
 
Nú á Evrópa ekki neitt í neinu lengur. Sovétríki stýrikerfa drottna þar. Síðasti valsinn er leikinn þar enn. 
 
Fyrri færsla
 
 

Samfylktir fátæklingar Evrópusambandsins

Fátækur Evrópusambandsbúi einn af 43 miljónum   
Fimm hundruð milljón íbúar.
Þar af áttatíu milljón fátæklingar
Þar af fjörutíu og þrjár milljón matvælafátæklingar
Þar af þrettán milljón manns sem fá úthlutað matarpökkum frá hjálparstofnunum og hinu opinbera. 

Velkomin í venjulegt árferði Evrópusambands Samfylkingarinnar. Evrópska apótekið.
 
slow-motion bank runs are already in progress in the European periphery - the water level has now dropped so far that the fuel rods are exposed. We really are in meltdown territory 
 
Brátt mun evran lýsa upp himinn fátæka mannsins á bekknum því kjarninn er þegar afhjúpaður í kjanrakljúf evrunnar: The Euro Living Dangerously
 

« Fyrri síða

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband