Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Verður pasta-tómatsósuverðbólga myntarinnar evru tekin upp?

Innkeyrslan við þýska seðlabankann 
Mynd: aðalstöðvar þýska seðlabankans 
 
Þá vitum við það. Eftirfarandi evruupptaka hefur náðst á segulband. Ef skipa ætti Ítala sem bankastjóra seðlabanka Evrópusambandsins (ECB), þá þýðir það aðeins eitt: verðbólgu. 

Þýska blaðið Bild-Zeitung, sem kemur út í hve stærstu upplagi allra blaða í Evrópu, hefur áhyggjur af því að Ítali geti hugsanlega orðið næsti bankastjóri seðlabanka Evrópusambandsins. Blaðið segir að verðbólga sé eins órjúfanlegur og rótgróinn þáttur í lífi Ítala og pasta og tómatsósa eru það. Hver veit. Kannski fá Esbbúar gleraugun sín loksins á einn milljarð.      

Ykkur finnst kannski kátbroslegt hversu verðbólguhræddir Þjóðverjar eru. En menn hætta hratt að brosa þegar þeir komast að því að á fyrri hluta ársins 1921 ríkti verðhjöðnun í Þýskalandi, en á seinni hluta þess sama árs var verðbólgan komin upp í 500 prósent. Allt þetta innan eins og sama ársins. Þökk sé verðbólguvæntingum sem fóru úr böndunum og litlu öðru. Þýskaland er ekki eins og önnur lönd. Ef verðbólguvæntingar þýsks almennings fara úr stálböndum arfleiðar þýska seðlabankans, Deutsche Bundesbank, þá mun verðbólgan fara um landið eins og sinubruni og hraðar en hendi er hægt að veifa. Og þetta er ekki fyndið.  

Ef þýskur almenningur fær á tilfinninguna að makkarónumenn í myntmálum séu sestir að í aðalstöðvum seðlabanka Evrópusambandsins í Frankfurt - og sem skilyrðislaust átti að byggja á arfleið Deutsche Bundesbank - þá er leikurinn úti fyrir allt myntbandalag Evrópusambandsins. Þýskaland myndi þá umsvifalaust varpa evrunni fyrir borð, fara létt með það, og stálkrumlum Bundesbankans yrði sigað á alla stjórnmálamenn landsins í formi Neue Deutch-Mark og über sjálfstæðrar peninga- og vaxtastefnu seðlabankans. Þar með væri úti um alla ökumenn Club Med öskubifreiðar evru og öllum þeim sem þar hafa fengið að fljóta "ókeypis" með. 

Vel er hægt að skilja verðbólgufóbíu Þjóðverja, ef menn reyna. Sem betur fer hefur íslenska krónan aldrei hagað sér svona, þó svo hún á stundum hafi stunið undan því velmegunar hraðameti hagsögunnar sem sett var á Íslandi síðustu marga áratugi. Það þarf góðan gjaldmiðil til að standast svona prófraun.

Þar síðasti gjaldmiðill Þýskalands stóðst ekki. Og engin von er til þess að myntin evra standist svona þolraun. Hún gerði það ekki á Írlandi. Það er vegna þess að hún er gjaldmiðill elliheimila og stöðnunar. Myntsvæði evrunnar á heimsmet í lélegum hagvexti og fastforsinni efnahagslegri stöðnun. Til þess að rjúfa vítahring hnignunar, stöðnunar og demens Evrópu, þarf myntin evra að deyja. Og það getur ekki gerst nógu hratt. 

Sannleikurinn er einnig sá að níðþung ríkisútgjöld stærsta elliheimilis heimsins, Þýskalands, þola ekki meira en 2 prósent ársverðbólgu. Ef hún fer hærra þá verður ríkissjóður Þýskalands gjaldþrota á augabragði. Verðtrygging níðþungra ríkisútgjalda þýska öldrunarhagkerfisins og nú eðlislæg efnahagsstöðnun í klóm ESB og EMU virkar þannig.

En Ítalir skilja þetta ekki. Enginn skilur myntmál evrunnar nema Þjóðverjar. Nú vita þeir bæði leynt og ljóst að á aðeins 8 árum hefur Jean-Claude trésetti ECB frá Lyon tekist að gera mynt og seðlabanka myntar Þýskalands að ruslatunnu.

En Ítalir eru ekki hrifnir af þessari þróun, því þeir skilja ekki Þjóðverja. Strax hafa þeir tekið sér í munn hugtakaþrennuna, þjóðernishyggja, kynþáttafordómar og hroki.  

Sannleikurinn um Evrópusambandið er sá að fyrir Evrópu er ESB ekki sjálfbær þróun. ESB er orðið að óbærilegri þróun á Evrópu.
 
Evran eykur svo friðinn í Evrópu. Ekki satt? 
 
 
Tengt
 
Fyrri færsla
 

Var svindlað í stjórnarskrár kosningunum? Hæstiréttur ógilti framkvæmdina.

Enginn veit hvort svindlað var í almennum kosningum til stjórnlagaþings. Staðið var þannig að kosningunum að æðsta dómsyfirvald Íslands sá sig tilneytt til að ógilda þær. 

Eftir allt það sem ég hef séð til stjórnarhátta Jóhönnu Sigurðardóttur & Co, kæmi það mér alls ekki á óvart að massíft kosningasvindl hafi farið fram, með eða án þeirra vitundar. Ég er hins vegar ekki að segja að þessi hafi verið raunin.
 
En þetta vitum við ekki því ólöglega var staðið að kosningunum. Það var einmitt þess vegna sem Hæstiréttur Íslands ógilti þær. Við vitum þetta ekki. En grunurinn er þarna. Hefði hins vegar verið staðið löglega að kosningunum myndum við vita hvort svindlað var eða ekki. 

Ekki mun ég virða mikils neitt sem kemur út úr þessu allsherjarklúðri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Ég vil ekki búa í húsi þar sem næstum allar byggingareglur voru hafðar að engu og framkvæmdin dæmd ólögleg. En ríkisstjórnin, næstum öll, krefst hins vegar þess að þeir sem fjármögnuðu hina ólöglegu byggingu meistaranna, flytji þar inn. Bíði þar og hírist fram að næsta skjálftahrinu. Enginn fær mig til þess.

Vesalingar. 
 
Fyrri færsla
 

189 þýskir hagfræðiprófessorar mótmæla. ECB-seðlabankinn sem gætir myntar Þýskalands orðinn sorptunna

Borgarísjaki 
 
Frá breiðabólstöðum til sveðjustaða evrulanda

Athyglisvert alvarlegt ástand ríkir í Þýskalandi. Hagfræðistéttin, hluti viðskiptastéttarinnar, seðlabanki Þýskalands, þingið og hinn gleymdi þýski almenningur eru að gera uppreisn gegn fyrirhuguðum björgunartilraunum ESB-elítu Brussels á myntinni þeirra evru. Verið er að smokka handjárnunum upp á hendur Angelu Merkel, kanslara Þýskalands. 

Í opinberu bréfi, undirrituðu af 189 prófessorum í hagfræði, er stækkun 440 miljarða evru björgunarsjóðs ESB alfarið hafnað. Sjóðurinn ber skammarstöfunina EFSF. Prófessorarnir krefjast að hin verst leiknu evruríki séu þvinguð í ríkisgjaldþrot. Á mjúku en skömmustulegu máli er ríkisgjaldþrot í evrum nú um stundir kallað að endurskipuleggja skuldirnar. En ríkisgjaldþrot er þó ríkisgjaldþrot. Að þrjóta gjaldið er gjaldþrot. 

Löndin verða að geta orðið ríkisgjaldþrota

Samkvæmt bréfi prófessorana mun stofnun varnalegs björgunarsjóðs evrulanda ekki leysa vandamál myntsvæðis og myntarinnar evru. Tilvera sjóðsins mun hins vegar virka sem massíf hvatning til frekari óreiðu í ríkisfjármálum evrulanda. Og leiða svo til endurtekningar á fyrri mistökum myntsvæðisins. Sjóðurinn mun því aðeins klárgera arfabeðin fyrir næstu fjármálakreppur myntsvæðisins.

Prófessorarnir slá því fast að langtímalausnir á skuldakreppum krefjist þess að hættan á því að lenda í greiðslufalli með skuldbindingar ríkissjóðs við fjárfesta, verði að vera til staðar ef land lendir í því að verða ógreiðsluhæft (e. insovent). Og það sé einmitt sú staða sem nokkur af skuldsettu ríkjum myntbandalags Evrópusambandsins eru komin í.

Prófessorarnir skera einnig djúpt í flesk seðlabanka Evrópusambandsins (ECB) - sem á að gæta myntar Þýskalands - og segja að ríkisskuldabréfauppkaup ECB séu óafsakanleg. En þessi ECB-seðlabanki hefur verið að prenta sér seðla sem notaðir hafa verið til stuðningskaupa hans á ríkisskuldabréfum Grikklands, Írlands og Portúgals, svo halda megi myntinni marrandi ofansjávar. Þessi eru þau evruríki sem hve lengst eru komin út á brún ríkisskuldahengiflugs. Þau geta ekki lengur lokkað alþjóðlega fjárfesta til að kaupa af sér ríkispappíra gegn sjálfbærri viðráðanlegri áhættuþóknun. Prófessorarnir segja að hér sé verið að flytja fjárhagsáhættuna frá fjárfestum og yfir á almenning. 

ECB seðlabankinn orðinn sorptunna

Dagblaðið Frankfurter Allgemeine skrifar því næst harða ádeilu á krísulausnir ECB-seðlabankans og yfirstjórnar ESB og segir enn fremur að allar björgunartilraunir ESB-stjórnmálamanna hafi algerlega mistekist. Blaðið segir að ECB-seðlabankinn sé nú orðinn að eins konar sorptunnu (líklega korrekt staðsett 15 metra frá bjargbrún, ja?).
 
Efnahagsreikningur seðlabankans hafi þanist út frá 900 miljörðum evra og upp í 1.800 miljarða. Eignahlið og vinstri skúffa efnahagsreiknings seðlabankans samanstandi nú mest af pappírum af vafasömum uppruna og sem þangað eru komnir sem veð gegn útlánum seðlabankans til ríkissjóða og bankakerfa evruríkja sem eru í þann mund að fara fram af bjargbrún ríkisskulda með lifandi dauð bankakerfi sín hangandi um hálsinn. Kallar blaðið ECB-seðlabankann fyrir ruslatunnubankann. Hann er ekki lengur sú óháða sjálfseignarstofnun sem hann átti að vera, heldur er hann orðinn hluti af skuldakreppu evrusvæðis.           

Hin "óháða" greiningarskrifstofa Eurointelligence, sem mönnuð er tveimur krónískum og nú óttaslegnum evrusjúklingum, þeim Wolfgang Munchau og Susanne Mundschenk, segir að ástandið sé grafalvarlegt í Þýskalandi. Ástandið sé svo slæmt að hlutirnir geti farið úr böndunum. Líklega úr þeim böndum sem bundin voru fyrir augu og munn almennings þegar evran var sjósett án samþykkis Þjóðverja. Þá voru 155 hagfræðingar sammála um eitt 

Lærdómur

Að biðja um að hamrinum sé hent í mann er nógu slæmt. En að taka hann svo upp og berja sjálfan sig til dauða, er hins vegar fullkomin heimska. Þessi heimska tröllríður nú höfuðpörunum í ríkisstjórnarstórslysi Samfylkingarinnar á Íslandi.  
 
Undirskriftir þýskra hagfræðiprófessora 

189 eru sammála innihaldi bréfsins - 7 ósammála því og 11 tóku ekki afstöðu.
 
Sammála
 
Carlos Alos-Ferrer, Universität Konstanz
Erwin Amann, Universität Duisburg-Essen
Thomas Apolte, Universität Münster
Lutz Arnold, Universität Regensburg
Ingo Barens, TU Darmstadt
Ralph-Christopher Bayer, University of Adelaide
Sascha Becker , University of Warwick
Klaus Beckmann, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Thomas Beißinger, Universität Hohenheim
Ansgar Belke, Universität Duisburg-Essen
Dirk Bethmann, Universität Magdeburg
Ivo Bischoff, Universität Kassel
Charles Blankart, Humboldt-Universität Berlin
Ulrich Blum, Martin-Luther-Universität Halle-Wittenberg
Henning Bohn, University of California Santa Barbara
Werner Bönte, Universität Wuppertal
Matthew Braham, Universität Bayreuth
Friedrich Breyer, Universität Konstanz
Michael Broer , Ostfalia Hochschule für angew. Wissenschaften
Wolfgang Buchholz, Universität Regensburg
Michael Burda, Humboldt- Universität Berlin
Matthias Busse, Universität Bochum
Uwe Cantner, Universität Jena
Kai Carstensen, Ludwig-Maximilians-Universität München
Volker Caspari, TU Darmstadt
Christiane Clemens, Universität Bielefeld
Matthias Dahm, Universitat Rovira i Virgili, Tarragona
Alexander Dilger, Universität Münster
Klaus Diller, Universität Koblenz
Christian Dreger, Europa-Universität Viadrina Frankfurt/O.
Axel Dreher, Universität Göttingen
Uwe Dulleck, Queensland University of Technology
Wolfgang Eggert, Universität Freiburg
Jürgen Eichberger, Universität Heidelberg
Winand Emonds, Universität Bern
Zeno Enders, Universität Bonn
Philipp Engler, FU Berlin
Florian Englmaier, Ludwig-Maximilians-Universität München
Mathias Erlei, TU Clausthal
Hans Fehr, Universität Würzburg
Gabriel Felbermayr, Universität Hohenheim
Stefan Felder, Universität Duisburg-Essen
Ralf Fendel, WHU Koblenz
Robert Fenge, Universität Rostock
Hans-Dieter Feser, TU Kaiserslautern
Gebhard Flaig, Ludwig-Maximilians-Universität München
Cay Folkers, Universität Bochum
Siegfried Franke, Universität Stuttgart
Michael Frenkel, WHU Koblenz
Johannes Frerich, Universität Bonn
Andreas Freytag, Universität Jena
Tim Friehe, Universität Konstanz
Michael Fritsch, Universität Jena
Barbara Fritz, FU Berlin
Markus Frölich, Universität Mannheim
Thomas Gehrig, Universität Wien
Bernd Genser, Universität Konstanz
Egon Görgens, Universität Bayreuth
Alfred Greiner, Universität Bielefeld
Wolf-Heimo Grieben, Universität Konstanz
Thomas Gries, Universität Paderborn
Heinz Grossekettler, Universität Münster
Erich Gundlach, Universität Hamburg
Karl-Hans Hartwig, Universität Münster
Harald Hau, INSEAD
Justus Haucap, Universität Düsseldorf
Andreas Haufler, Ludwig-Maximilians-Universität München
Burkhard Heer, Freie Universität Bozen
Frank Heinemann, TU Berlin
Maik Heinemann, Universität Lüneburg
Florian Heiss, Universität Mainz
Klaus-Dirk Henke, TU Berlin
Carsten Herrmann-Pillath, Frankfurt School of Finance and Management
Matthias Hertweck, Universität Konstanz
Bernhard Herz, Universität Bayreuth
Werner Hildenbrand, Universität Bonn
Robert Hoffmann, Nottingham University Business School China
Oliver Holtemöller, Martin-Luther-Universität Halle-Wittenberg
Rolf Hüpen, Universität Bochum
Andreas Irmen, Universität Luxemburg
Eckhard Janeba, Universität Mannheim
Jürgen Jerger, Universität Regensburg
Leo Kaas, Universität Konstanz
Andreas Knabe, FU Berlin
Alexander Koch, Aarhus University
Lambert T. Koch, Universität Wuppertal
Wilhelm Kohler, Universität Tübingen
Manfred Königstein, Universität Erfurt
Marko Köthenbürger, University of Copenhagen
Dietmar Krafft, Universität Münster
Walter Krämer, TU Dortmund
Tim Krieger, Universität Paderborn
Gerd-Jan Krol, Universität Münster
Hans-Martin Krolzig, University of Kent
Jens Krüger, TU Darmstadt
Jörn Kruse, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Oliver Landmann, Universität Freiburg
Andreas Lange, Universität Hamburg
Fabian Lange, Yale University
Martin Leschke, Universität Bayreuth
Christian Leuz, University of Chicago
Andreas Liening, TU Dortmund
Oliver Lorz, RWTH Aachen
Bernd Lucke, Universität Hamburg
Helga Luckenbach, Universität Gießen
Ernst Maug, Universität Mannheim
Alfred Maußner, Universität Augsburg
Jürgen Meckl, Universität Gießen
Monika Merz, Universität Wien
Wolfgang Meyer, Universität Hannover
Jochen Michaelis, Universität Kassel
Albrecht Michler, Universität Düsseldorf
Georg Milbradt, TU Dresden
Johannes Moenius, University of Redlands
Marc-Andreas Muendler, University of California San Diego
Gernot Müller, Universität Bonn
Doris Neuberger, Universität Rostock
Manfred JM Neumann, Universität Bonn
Ulrike Neyer, Universität Düsseldorf
Tristan Nguyen, Wissenschaftliche Hochschule Lahr
Dirk Niepelt, Universität Bern
Volker Nitsch, TU Darmstadt
Renate Ohr, Universität Göttingen
Ingrid Ott, Karlsruher Institut für Technologie
Wolfgang Pfaffenberger, Jacobs-University Bremen
Wilhelm Pfähler, Universität Hamburg
Michael Pickhardt, Universität Münster
Ingo Pies, MLU Halle-Wittenberg
Mattias Polborn, University of Illinois
Olaf Posch, Universität Aarhus
Markus Poschke, McGill University Montreal
Aloys Prinz, Universität Münster
Sven Rady, Ludwig-Maximilians-Universität München
Bernd Raffelhüschen, Universität Freiburg
Franco Reither, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Wolfram F. Richter, TU Dortmund
Andreas Roider, Universität Heidelberg
Michael Roos, Universität Bochum
Gerhard Rübel, Universität Göttingen
Ralf Runde, Universität Siegen
Dirk Sauerland, Universität Witten/Herdecke
Andreas Schabert, TU Dortmund
Wolf Schäfer, Helmut-Schmidt- Universität Hamburg
Bertram Schefold, Goethe-Universität Frankfurt
Horst Schellhaaß, Universität Köln
Bernd Scherer, EDHEC Business School, London
Wolfgang Scherf, Universität Gießen
Jörg Schimmelpfennig, Universität Bochum
Karl Schmedderes, Universität Zürich
André Schmidt, Universität Witten/Herdecke
Klaus Schmidt, Ludwig-Maximilians- Universität München
Claus Schnabel, Universität Erlangen-Nürnberg
Gunter Schnabl, Universität Leipzig
Monika Schnitzer, Ludwig-Maximilians- Universität München
Ronnie Schöb, Freie Universität Berlin
Almuth Scholl , Universität Konstanz
Siegfried Schoppe, Universität Hamburg
Norbert Schulz, Universität Würzburg
Günther Schulze, Universität Freiburg
Peter Schulze, Universität Mainz
Julia Schwenkenberg, Rutgers University - Newark
Hans-Werner Sinn, Ludwig-Maximilians-Universität München
Heinz-Dieter Smeets, Universität Düsseldorf
Susanne Soretz, Universität Greifswald
Peter Spahn, Universität Hohenheim
Frank Steffen, University of Liverpool
Bernd Süßmuth, Universität Leipzig
Theresia Theurl, Universität Münster
Christoph Thoenissen, Victoria University of Wellington
Peter Tillmann, Universität Gießen
Stefan Traub, Universität Bremen
Silke Übelmesser, Ludwig-Maximilians-Universität München
Stefan Voigt, Universität Hamburg
Ludwig von Auer, Universität Trier
Oskar von dem Hagen, Universität Oldenburg
Jürgen von Hagen, Universität Bonn
Andreas Wagener, Universität Hannover
Gerhard Wagenhals, Universität Hohenheim
Helmut Wagner, Fernuniversität Hagen
Uwe Walz, Goethe-Universität Frankfurt
Markus Walzl, Universität Bamberg
Alfons Weichenrieder, Goethe-Universität Frankfurt
Joachim Weimann, Universität Magdeburg
Rafael Weißbach, Universität Rostock
Axel Werwatz, TU Berlin
Frank Westermann, Universität Osnabrück
Volker Wieland, Goethe-Universität Frankfurt
Hans Wiesmeth, TU Dresden
Bernd Wilfling, Universität Münster

Ósammála

Ralph Friedmann, Universität des Saarlandes
Ulrich Fritsche , Universität Hamburg
Stefan Gerlach, Goethe-Universität Frankfurt
Steffen Hoernig , Universidade Nova de Lisboa
Stephan Klasen, Universität Göttingen
Dirk Meyer, Helmut-Schmidt-Universität Hamburg
Karl-Heinz Paqué, Universität Magdeburg

Tóku ekki afstöðu

Irwin Collier, FU Berlin
Bernd Fitzenberger, Universität Freiburg
Kristin Kleinjans , California State University - Fullerton
Christian Merkl, Universität Erlangen-Nürnberg
Walter Ried, Universität Greifswald
Friedrich Schneider, Johannes Kepler Universität Linz
Wolfram Schrettl , FU Berlin
Ulrich van Suntum, Universität Münster
Klaus Wälde , Universität Mainz
Mark Weder, University of Adelaide
 
 
Krækjur
Fyrri færsla
 

Þjóðverjum hefur fækkað um 630 þúsund manns á fjórum árum

Þýski aldurspíramídinn er smám saman að snúast á hvolf og er svo étinn upp innanfrá af mannfjölda sem er af erlendu bergi brotinn. Framtíðarspá þýsku hagstofunnar gerir ráð fyrir að aðeins 60-65 milljón manns búi í Þýskalandi árið 2060 og fólkinu haldi svo áfram að fækka. Ég tók saman nokkrar tölur og krækjur á skrif annarra um það sem kallað er The Low fertility trap hér á flokkaðri en tungumálablandaðri fréttatengla bloggsíðu minni

Ýmislegt fleira er þar í pokahorninu þessa vikuna

 


Portúgal þrýst upp í gegnum bárujárnsþak myntbandalags ESB

Close: 7,503% 

Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í evrulandi: 10 ára lán til ríkisins.  

Mynd Bloomberg; Þróun vaxtakostnaðar portúgalska ríkisins í myntbandalagi Evrópusambandsins: Vextir á 10 ára lánum til ríkisins.  

Þar kom að því. Vaxtakostnaður portúgalska ríkisins fór upp fyrir 7,5 prósenta múrinn í dag. Þetta gerist þrátt fyrir stuðningsuppkaup seðlabanka Evrópusambandsins. Nú verður varla langt að bíða eftir því að Portúgal falli fram á evruhnjáhlífar landsins og detti þaðan í fangið á Alþjóða Gjaldeyrissjóðnum og verði þaðan af innlimað í ríkisgjaldþrotasjóð ESB, sem er sorpeyðingarmiðstöð sjálfstæðis og fullveldis evrulanda.

Portúgal hefur ekkert annað gert af sér en að álpast til að taka upp evru og vera óþýskt land.

Skuldahræðsluálagið á ríkissjóð Portúgals fór í 475.82 punkta í dag. Þó sprakk ásjóna Gylfa Magnússonar ekki framan í portúgölsku þjóðina á Baugsgrísamiðilsfundinum í dag.   


Yfirdráttarálagið á VISA-Íslandskorti Jóhönnu Sigurðardóttur hækkar. Krefst fjárnáms í þér og börnum þínum.

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur er afleiða.

Það fer ekki á milli mála að þessi ríkisstjórn sem nú situr hefði aldrei komist í setustólana ef ekki hefði orðið fjármálahrun hér á landi. 

Heimsins snjallasti fjárfestir, Warren Buffet, hefur sagt að afleiður séu gereyðingarvopn fjármálamarkaða. 

Ríkisstjórn Íslands er slíkt gereyðingarvopn. Hún er að gereyða miklu á Íslandi; lýðræði, efnahag landsins, samheldni og muninum á réttu og röngu. Hún minnir mig á móðuharðindi af manna völdum.
 
Það fáa sem þessi ríkisstjórn gerir er ekkert miðað við það sem hún gerir ekki. Hún er að verða samfélagslegt gereyðingarvopn.

Þróun hræðsluálagsins síðustu 7 daga

 

Bónus fréttamaður: "Hér myndi sem sagt allt stöðvast"

 

Þróun skuldatryggingaálags síðustu 6-7 daga

Skuldatryggingaálag í afleiðuviðskiptum með 5 ára ríkisskuldabréf eftirfarandi landa.

Land/tímabil 16.feb. til 23.feb Breyting pt.

Spánn            247    264       +17

Portúgal         450    476       +26

Grikkland        885    929       +44

Írland           585    596       +11

Ítalía           175    185       +10

Ísland*          224    245       +21

* 22. feb.

Heimild: Bloomberg   

Amen 

Miðað við fimm evruríki er Ísland með næst lægsta skuldatryggingaálagið.

Tengt

Grikkland - evrusvæðið: Anti-austerity protests spark violent clashes in Greece- France24 

Fyrri færsla

1.600 af 125.000 embættismönnum ESB hafa hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur 

 

Aftur

 

 

Og aftur

 


1.600 af 125.000 embættismönnum ESB hafa hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur

Í Evrópusambandinu teljast 125.000 manns anda í gegnum og starfa beint við útsmogið kerfi Evrópusambandsins gegn þjóðríkjum ESB. Þeir vinna annað hvort í heimalandi sínu við pappírsflóðið sem daglega streymir frá Brussel, eða þeir vinna beint við vísindalegar málalengingar í tröllauknum aðalstöðvum sambandsins út um allt.
 
Beint ráðnir á mála hjá ESB eru að minnsta kosti um 46.000 manns. Af þessum 46.000 manns hafa 1.600 þeirra hærri laun en forsætisráðherra Danmerkur þarf að sætta sig við. Dagblaðið Politiken skrifaði þetta í fyrradag. Ofaní þetta bætist sú staðreynd að herdeildir Brusselveldisins greiða miklu lægri skatta en danski forsætisráðherrann og allur almenningur gerir í þeim 27 löndum sem herdeildir Brussels leika sér að á hverjum degi ársins, inn og út. 

Ofan í þetta kemur líka sú þægilega staðreynd að laun embættismannanna hafa hækkað um fjögur prósent á meðan þau hafa lækkað um sömu tölu hjá þeim almenningi sem Brussel leikur sér að. Lífeyrissjóðir starfsmanna Brussels eru einnig vel varðir í skattaskjólum þeim sem urðu til á listanum sem ríkisstjórn Þýskalands bjó sjálft til fyrir tveimur árum.  

Af íslenskum blákrötum er þetta er kallað "lýðræðislegur vettvangur 27 þjóða". Maður borgar vettvanginum bara nógu há laun og þá kemur þetta. Undarlegt er að menn taki sér orðið "lýðræði" í munn um leið og þeir nefna fyrirbærið ESB á nafn. Fátt er eins andlýðræðislegt eins og Evrópusambandið. Fáar ríkisstjórnir í Evrópu hafa verið hataðar eins mikið og nýja Evrópusambandið eftir EB er hatað af íbúum allra 27 ríkja sambandsins. En ríkin komast ekki út úr þessu aftur. Og enginn á svona háum launum hlustar á þann vaxandi fjölda almennra borgara í 27 löndum sambandsins sem kúgast um leið og minnst er á Evrópusambandið og aðalstöðvar þess í kremlar þorpi Belgíu. Svo eru það ársreikningar sambandsins sem hafa verið falsaðir eða smínkaðir í meira en áratug. Þetta er svo "lýðræðislegt". Enginn má komast að hinu sanna um fjármál Evrópusambandsins.   

Það var þá þagnað sem þau fóru, gluggatjöldin, sem íslensku Sovétvinirnir fundu ekki í "fagurlega skipulögðum stóriðnaðarborgum Sovétríkjanna". Þau fundust ekki þegar krossferðir til Moskvu fóru að jaðra við sömu geðbilun og grefur nú um sig í hjörtum blákrataveldis Íslands. Gluggatjöldin voru öll send til Brussel, og hanga þar í "fagurlega skipulögðum byggingum embættismannaveldis ESB".
 
Fyrri færsla
 
 

Lánasafn Landsbankans. Er það undirmálslánasúpa? Eða MBO?

 
Ráðherra úr ríkisstjórn Íslands, nú útfluttur til N-KórEU - nánar á AMX 
 
Þið munið öll eftir skothelt-öruggu eignavafningunum sem allir sögðu að væru svo öruggir. Þeir voru framleiddir í bönkum. Af mönnum í bönkum sem voru sérfræðingar í að meta áhættu. Stjórnmálamenn blástimpluðu svo áhættumat bankanna og þar með vöruna sjálfa. Síðan var varningur þessi seldur á fjármálamörkuðum um allan heim. Bíddu, þetta er ekki búið. Hvað gerðist svo? Jú, í ljós kom að áhættumatið var ekki til staðar og varningur þessi breytti eignasöfnum manna og fjármálastofnana í stærsta fjármálahrun sem riðið hefur yfir heiminn allar götur frá 1914. Það var sem sagt áhættumatið sem var ónýtt. Sama gilti um áhættustýringuna. Hún reyndist vera þorp í Rússlandi. Sem sagt: algert hrun. CMO, DCO og MBO (mortgage backed securities) sem til dæmis komu Roskilde bankanum fyrir kattarnef og síðan Amagerbankanum á hausinn í gegnum viðskiptavini bankanna og fjármálalegum sullveikisormum þeirra í eignasafni bankanna. 

Margt bendir til þess að ferlið sem kom af stað þeim ófyrirsjáanlega atburði sem fékk borgarísjakann til að snúa sér í sjónum haustið 2008 - og sem átti alls ekki að geta gerst - sé að mjakast af stað á ný. Það sést hugsanlega á því að "the credit quality cycle" er kominn á nýjan stað í hringrásinni og það "default event" sem þá leysist úr læðingi er byrjað að grína framan í þá sem eru í áhættustarfsemi og spilavítisrekstri eins og þeim sem ríkisstjórn Íslands er komin út í nú. Mannamál: sveifla kredit-gæða á fjármálamörkuðum er við það að snúa sér á ný til hins óhagstæðara; hin sjálfgefna þróun atburða (stórslysa) á fjármálamarkaði sem fylgir í kjölfarið á því, er komin í vont skap á ný. Monstrið er vaknað á ný. 
 
Ríkisstjórn Íslands er mönnuð mörgum og fullkomnum fáráðlingum. Munu þeir fullkomna verk útrásarvíkinganna og koma Íslandi endanlega fyrir kattarnef? Mér virðist það.
 
Tengt (krækja á grein Gavyn Davies í FT, skyldulesning) 
 
 
Fyrri færsla
 

Líklega

Eignasafn Landsbankans er nú á líklegu. Ákafri líklegu. Þetta orð, líklega, er hægt að skilja á eitt hundrað og þrjá vegu. 

1. Um er að ræða eiginlega líklegu. Líkið liggur og rotnar á tilviljanakenndan hátt. 

2. Líkklæði Landsbankans eru færð inn í heim tölfræðinnar. Hér er um 101 möguleika að ræða. Núll eða einhverja tölu á bilinu einn til og með hundrað.

Í ljósi reynslunnar af eignum útrásarvíkina og strámanna þeirra, sem og nú eru til innheimtu, en sem að miklu leyti voru hugarfóstur (immaterial assets) í ársreikningum getulausra blómaskreytingamanna bankanna, þá er hægt að ganga út frá því með mikilli vissu, að hér og þar er ekki nándar nærri allt sem okkur sýnist.

Ég treysti ekki á eignasafn Landsbankans. En ég treysti ennþá minna á það sem stjórnmálamenn segja okkur um einmitt þetta sama "eignasafn". 

Þegar póltík blandast í eignasafn Landsbankans, getum við verið viss um að hér sé gengið áfram á vatni útrásarmanna. En í þetta skiptið á vatnið að halda allri þjóðinni uppi. Til að það gangi upp, þarf heitasta helvíti fyrst að hraðfrjósa þvert yfir.
 
Ríkisendurskoðun elskar orðið "líklega" svo óendanlega miklu meira en orðið "kannski". Ekki satt?
 
Fyrri færsla
 

Næsta síða »

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband