Leita í fréttum mbl.is

Var svindlað í stjórnarskrár kosningunum? Hæstiréttur ógilti framkvæmdina.

Enginn veit hvort svindlað var í almennum kosningum til stjórnlagaþings. Staðið var þannig að kosningunum að æðsta dómsyfirvald Íslands sá sig tilneytt til að ógilda þær. 

Eftir allt það sem ég hef séð til stjórnarhátta Jóhönnu Sigurðardóttur & Co, kæmi það mér alls ekki á óvart að massíft kosningasvindl hafi farið fram, með eða án þeirra vitundar. Ég er hins vegar ekki að segja að þessi hafi verið raunin.
 
En þetta vitum við ekki því ólöglega var staðið að kosningunum. Það var einmitt þess vegna sem Hæstiréttur Íslands ógilti þær. Við vitum þetta ekki. En grunurinn er þarna. Hefði hins vegar verið staðið löglega að kosningunum myndum við vita hvort svindlað var eða ekki. 

Ekki mun ég virða mikils neitt sem kemur út úr þessu allsherjarklúðri ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur. 

Ég vil ekki búa í húsi þar sem næstum allar byggingareglur voru hafðar að engu og framkvæmdin dæmd ólögleg. En ríkisstjórnin, næstum öll, krefst hins vegar þess að þeir sem fjármögnuðu hina ólöglegu byggingu meistaranna, flytji þar inn. Bíði þar og hírist fram að næsta skjálftahrinu. Enginn fær mig til þess.

Vesalingar. 
 
Fyrri færsla
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kosningarnar til Stjórnlagaþingsins voru ekki bara ógildar vegna formgalla heldur miklu frekar vegna efnisgalla.

Ekki bara formgallar á kosningunni til stjórnlagaþings !

Loftur Altice Þorsteinsson (IP-tala skráð) 27.2.2011 kl. 17:45

2 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Gaman að lesa þennan pistil. Eins og oft áður er ég svoooooo sammála  Reyndar aldrei séð tilgang með þessu Stjórnlagaþingi bara sorrý. Kveðja Kolla.

Kolbrún Stefánsdóttir, 27.2.2011 kl. 19:01

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur Lofur og Kolbrún fyrir innliitð.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 28.2.2011 kl. 20:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband