Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, júní 2009

Í sumum löndum falsar maður úrslit kosninga. Í Evrópusambandinu er hinsvegar bara kosið aftur þar til rétt niðurstaða fæst

 Látum ekki kúga okkur

Já kæru lesendur - þetta er ekki úr grein Morgunblaðsins heldur úr grein Wall Street Journal frá 26. þessa mánaðar. Ef ykkur skyldi bregða illa við þessa frétt um hin svokölluðu lýðræðisríki Evrópusambandsins, sem þora ekki að hlusta á kjósendur sína, þá verðið þið að hafa í huga að Wall Street Journal er ekki það sama og Morgunblaðið eða Ríkisútvarp Íslands

Morgunblaðið myndi aldrei finna upp á því að skrifa svona, því núna er Morgunblaðið nefnilega rekið sem verkefni. Því er ritstýrt með harðri hendi verkefnastjóra verkefnisins. The project managers. Hin nýja kynslóð stjórnenda þessa miðils. Þessi mál — kosningasvindl í lýðræðisríkjum — falla ekki inn undir verkefnalista Morgunblaðsins. Því skrifar maður ekki neitt um kosningasvindl í Evrópusambandinu. Verkefni Morgunblaðsins er nefnilega að koma Íslandi inn í ESB, næstum sama hvernig það fer fram. Koma Íslandi inn í einmitt svona þægilegt kosningakerfi

Er þetta þá hægt í Evrópusambandinu? 

Þessu hefði hið sáluga stórmenni hinna sálugu Sovétríkja, Leoníd Brézhnev, varla trúað í sínu lifanda lífi. Að þetta væri hægt in das West maður. Vaú! En já, þetta er hægt. Maður hellir bara meðalinu ofaní greiðendur tilgangsins. Uppskeran fellur svo ofaní í vasa fámennrar nafnlausrar elítu Evrópusambandsins. Þessi elíta fær vel útborgað frá einmitt þér. Ef störf hjá ESB væru ekki svona vel útborguð þá hefði enginn áhuga á ESB, enginn. Þess vegna verður að halda launum 180.000 manna herafla sambandsins mjög háum og helst skattfrjálsum. Lífeyrissjóðir starfsmanna ESB verða einnig helst að hafa skattalega heimilisfestu í þeim skattaskjólum sem ESB er núna búið að svartlista fyrir þig og þau "óvinveittu" ríki sem hafa dirfst að innrétta samfélög sín í trássi við "réttar hugmyndir" herafla Evrópusambandsins um hið rétta og fullkomna skattpíningarhlutfall á þegna þessara (ó)heppnu landa. Þetta er nefnilega meðalið sem hellt er ofaní tilganginn. Peningar og meiri peningar — og völdin maður. En ekki fyrir þig væni minn, heldur bara fyrir okkur, fyrir ESB-elítuna

Aldrei aftur

Endalaus áróður sem ekki er hægt að segja upp 

Það sama gildir því miður um Ríkisútvarp Íslands. Þar eru opinberir starfsmenn á fullum launum við að troða þessu sama verkefni ofaní alla landsmenn. Sama hvað það kostar. Og peningar RÚV koma inn í óendanlegum straumi frá þér. Straumur sem þó sennilega er að þorna dálítið upp fyrir aumingja ESB-Moggann. Ég vorkenni ESB-mogganum eiginlega dálítið. Að gera sig sjálfan kanski gjaldþrota fyrir ekki neitt nema verkefnið. En þetta kostar þó starfsmenn og verkefnastjóra RÚV ekki neitt, því þú borgar, endalaust. Sama hvað gengur á þá borgar þú, alltaf. Þetta er ríkisrekinn áróður a la USSR, Kína, Kúba og Norður Kórea. En RÚV gerir þetta þó mjúklega og undir flaggi "almannaheilli" sem stundum er nefnd public service. En þú borgar, alltaf. Þeir fá útborgað fyrir að segja þér og sýna þér. En þeir segja þér bara það sem þú sérð og heyrir. Þeir skrifa aldrei og segja aldrei það sem þú sérð ekki. Þetta eru því miður rúðubrjótar. Þeir segja þér ekki það sem þú hvorki sérð né heyrir, en sem þeir ættu samt að sjá og heyra, því það er hlutverk þeirra, samkvæmt lögum

Interflug til himnaríkis

Við, búrhænsnin í Evrópusambandinu

Já. Þetta er um sambandið Svikin Loforð & Mest Prettir H/F, fyrir fullum skrúða. Spillingu, draumóra, svikin loforð, jarðsetningu virks lýðræðis, kosningasvindl, krossfestingu heillra þjóðfélaga á galdrapappírskrossinum, hnignun félags manna, stöðnun hagvaxtar og hvarf velmegunar. Þetta er um hið komandi stórríki fátæktar. Ríki sívirkrar eyðni velferðar. Evrópusambandið!

Wall Street Journal segir að vegna þess að það hafi komið "nei" út úr þjóðaratkvæðagreiðslu á Írlandi, þá þurfi nauðsynlega að kjósa aftur. Og þá er náttúrlega bara kosið aftur. Elítan hefur skipað og hrætt svo fyrir um. Það sem kosið verður um (aftur) er nákvæmlega það sama og kosið var um síðast þegar það kom ekki "rétt" út úr kosningunum

Er þetta ekki dásamlegt? Er ekki dásamlegt að hafa svona glæsilegt verkfæri hinna nafnlausu sér til fullra umráða. Maður minn, þetta getur varla orðið betra. Þú getur fengið nánast hvað sem þú villt. Maður lætur bara þegnana skríða inn í kosningabúrin aftur. Eins og hænur í búri. Kjósið nú aftur, hænur mínar. Gagg a la gagg í ESB. Hænur í kosningabúrum. Sambandið maður! Sambandið! En vinsamlegast haldið þó áfram að verpa peningum fyrir mig

Fyrri færsla


Jafnvel svínin sýna engan áhuga

Er þarna verið að syngja um ESB kosningarnar?

- eða um stjórnarkreppu ríkisstjórnar Samfylkingarinnar og ESB á Íslandi?

Jæja hvað um það -  

mínar dömur og herrar, má ég kynna snillinginn Max Raabe !

 

Missið ekki af "Das Nachtgespenst" og "In Der Bar Zum Krokodil" og hér frá Berlin með Max Raabe 

Fyrri færsla


Gjöf til ríkisstjórnar Evrópusambandsins á Íslandi

Hér með afhendist viðeigandi gjöf til hinnar nýju ríkisstjórnar Evrópusambandsins á Íslandi, Samfylkingunni og Vinstri grænum - ásamt fyrrverandi utanríkisráðherra Samfylkingarinnar og fjármálaeftirlitsmanni númer eitt á Íslandi, fyrrverandi viðskiptaráðherra Samfylkingarinnar

 

Eldspýtur

 

Icesave eldspýturnar

 

Brunarústir Icesave

  

Brunarústir Icesave

 

  

Fyrri færsla


ESB löggjöf kostar fyrirtæki í Evrópusambandinu 178.000 miljarða krónur

Meiri vinna við reglugerðafrumskóg

Laga- og reglugerðafrumskógar Evrópusambandsins

178.000 miljarðar krónur á 11 árum

Þau lög og reglur sem laga- og reglusmiðir Evrópusambandsins hafa sturtað yfir fyrirtæki á sviði atvinnurekstrar frá 1998 til 2008, hafa kostað fyrirtæki og neytendur í Evrópusambandinu 168.000 miljarða krónur á þessum 11 árum

Öll fréttin ásamt skýrslu Eurochambers: ESB löggjöf kostar fyrirtæki í ESB 178.000 miljarða krónur

 

Fyrri færsla


En þá spyr ég: hvað verður um Þýskaland — herra Steinbrück! Hefurðu hugleitt það?

Vaxtaálag á 10 ára skuldabréfum ríkissjóða

Hugarangur fjármálaráðherrans 

Herra klodsmajor og fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segist hafa áhyggjur af því "hvað verði um þau mörgu lönd í myntbandalagi Evrópusambandsins sem geta ekki fengið lánað fjármagn á fjármálamörkuðum á sömu kjörum og Þýskaland gerir núna". Hann segist segja þetta núna til þess að enginn muni koma að sex mánuðum liðnum og spyrja af hverju hann hafi ekki minnst á þetta. Þess vegna segir hann þetta núna svo enginn spyrji þessarar spurningar að leikslokum. Samt segir hann ekki neitt. En herra fjármálaráðherra Þýskalands virðist alls ekki hafa, eða getað, leitt huga sinn að því að það er einmitt efnahagur sjálfs Þýskaland sem er á leiðinni til að verða malaður mélinu smærra í kreppunni og mun ekki (samkvæmt áliti sumra sem þekkja vel til) ná sér aftur á strik eftir kreppuna. Sjálft Þýskaland mun því líklega eyðileggja flest fyrir öllum hinum löndunum í þessu blessaða myntbandalagi hins Efnahagslega Öryrkjabandalags Evrópu, ESB — og svo gagnkvæmt, eins flugeldur í lokaðri ruslatunnu (Takk fyrir vaxtamunamynd til: Ibex Salad)

<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>

German Finance Minister Peer Steinbrueck signaled concern that some European countries may have their sovereign credit ratings cut as tax revenue shrinks and borrowing costs rise.

 

“What’s going to happen to our friends in the European Union that are not getting the same conditions” as Germany when borrowing money from capital markets, Steinbrueck said in Lecce, Italy, where he’s meeting counterparts from the Group of Eight nations. “I’m hinting at this now so that nobody asks in half a year or so whether I was blind and whether that wasn’t an issue in international discussions.” 

 

The warning follows the widening of the yield spread earlier this week between 10-year Irish government bonds and equivalent German securities after Standard & Poor’s lowered Ireland’s credit rating for the second time in 2009.

 

Nations around the world are borrowing record amounts to finance bank-rescue plans and stimulus packages to fight the worst economic recession since World War II. That’s partly responsible for pushing down the price of government bonds. (BOÐBERI)

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

Þetta var þá bara óskhyggja, eftir allt saman

Sjáið þið til kæru lesendur. Þó svo að Mogga Samfylkingin, ASÍ, bankar og fleiri lélegir pappírar þarna uppi á Íslandi hafi sagt ykkur í mörg ár að lánskjör muni batna sjálfkrafa við það að ganga í myntbandalag Evrópusambandsins og taka upp gjaldmiðil þess, þá er það samt engan veginn þannig að lánskjör myndu batna við einmitt að gera það. Ef mig minnir rétt þá eru lánskjör sumra ríkja í ESB nú orðin jafn slæm, eða jafnvel lélegri, en lánskjör íslenska ríkisins núna. Þó svo að hinn íslenski ríkissjóður standi með heilt og 100% hrunið fjármálakerfi í magnum — og það alveg fyrir utan ESB! Einnig hefur forstjóri næst stærsta banka Danmerkur — hann Anders Dam hjá Jyske Bank — bent okkur á að því er einmitt þannig farið að lánskjör sumra ESB ríkja utan myntbandalagsins eru jafnvel betri en allra ríkja innan þess. Sjáið og heyrið hér Anders Dam segja þetta beint við hinn evru-sjúka forsætisráðherra Danmerkur sem var - í danska þinginu: Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring

Sex(y) draumur? 

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár

Þetta var þá bara blautur draumur eftir allt saman, þetta þarna með myntina hana evru. Ég segi þetta bara svona fyrirfram, svo enginn komi og spyrji mig af hverju ég sagði engum frá þessu þarna á undan þessum sex(y) mánuðum hans herra Peer Steinbrück í Þýskalandinu sem er að hrynja ofan á hann núna: Feeling Smug?

Tengt efni: No Green Shoots in Germany&#39;s Trade Data (Either)

Fyrri færsla


Versta verðhjöðnun síðan 1933 hafin í Evrópusambandinu

Langvarandi verðhjöðnun hafin í löndum Evrópusambandsins?

Verðlagsvísitala Írland maí 2009Verðlagsvísitala húsnæðis og fleira Írland maí 2009

Vísitala neysluverðs á Írlandi heldur áfram fallinu í hinum neikvæða hluta mælistiku verðlags samkæmt fréttum frá hagstofu Írlands í dag. Frá því í maí á síðasta ári mælist verðhjöðnun nú 4,7% á Írlandi á 12 mánaða tímabili. Þetta er mesta fall í öllum löndum ESB og það mesta sem mælst hefur síðan 1933 á Írlandi. Samkvæmt ummælum varaforseta seðlabanka evrusvæðis - Lucas Papademos í janúar 2009 - eru líkurnar á verðhjöðnun á evrusvæði núll. En það sem gerst hefur frá því Papademos talaði þarna í janúar er þetta hér: 

  • Írland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Spánn - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Þýskaland - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin
  • Belgía - neikvæð 12 mánaða verðbólga er komin

Enginn hagvöxtur mun koma á evrusvæði fyrr en í fyrsta lagi á næsta eða þar næsta ári. Sem afsökun fyrir seinagangi, hiki, hægum og litlum vaxtalækkunum í janúar síðastliðnum, sagði seðlabanki evrusvæðis einnig að það kæmi hagvöxtur á evrusvæði núna í sumar eða í haust. En heldur ekki það mun reynast rétt hjá seðlabanka Evrópusambandsins. Raunvextir á Írlandi eru nú mjög háir, mikill óstöðugleiki í verðlagi ríkir þar og einnig í fleiri löndum evrusvæðis. Allt þetta þrátt fyrir síendurtekin stöðugleikaloforð frá ESB og seðlabanka þess í meira en áratug. Ótímabær stýrivaxtahækkun á síðasta ári mun nú standa sem enn eitt kennslubókardæmið í endalausri röð mistaka við hagstjórn evrusvæðis. Evrusvæðið er eitt lélegasta hagvaxtarvæði heimsins 

Fyrri færsla 

Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar


Samdráttur í útflutningi Þýskalands að ná falli íslensku krónunnar

Útflutningur og iðnaðarframleiðsla Þýskalands 

Það komu nýjar tölur yfir útflutning og iðnaðarframleiðslu Þýskalands núna áðan. Hrunið heldur bara áfram og hefur útflutningur Þýskalands nú dregist saman um 28,7% frá því í apríl 2008. Fallið í mars mánuði til apríl mánaðar 2009 er 4,8%. Enginn botn virðist vera að myndast undir hruni útflutnings frá Þýskalandi ennþá, fallið heldur bara áfram. Fyrir Þýskaland þýðir þetta að samdráttur í þjóðarframleiðslu Þýskalands heldur bara áfram því meira en 50% af þjóðartekjum Þýskalands koma frá útflutningi. Þetta hrun útflutnings er þá að verða svipað og gengisfall íslensku krónunnar frá því í apríl 2008. Íslenska krónan hefur fallið um 32% gagnvart Þýskalandi á þessum tíma. Svo kemur hér rúsínan í krónuendanum: útflutningur Íslands hefur aukist um 10,9% á sama tíma. Geri önnur hagkerfi og aðrir gjaldmiðlar betur! 

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands heldur áfram að hrynja og dróst saman um 1,9% frá því í mars mánuði og um heil 22% frá sama mánuði síðasta ár. Að fall útflutnings og framleiðslu skuli bara halda áfram hefur komið mörgum illilega á óvart. En bara ekki mér. Það er oft sagt að Þýskaland sé sjálf vélin í evrusvæðinu

Íslenska krónan heldur áfram að vinna dag og nótt við að bjarga efnahags Íslands

Hér til sönnunar eru tölurnar frá Hagstofu Íslands sem hægt er að bera saman við hrun hagvaxtar í ýmsum öðrum löndum og sérstaklega miðað við lönd Evrópusambandsins. Hvar værum við stödd án sveigjanleika íslensku krónunnar núna? 

Fyrri færsla


Til ríkisstjórnarinnar á Íslandi: þetta þurfið þið að hafa í huga þegar þið bindið þjóðina í efnahagsleg handjárn

Ekki gera ráð fyrir að kreppan sé búin og að þetta "reddist" innan 5-7 ára. Ekki feta í fótspor bankanna

Heimskreppan er að mínu mati (og margra annarra) ekki einusinni hálfnuð í hrunferli sínu. Ríkisstjórnin verður að skoða Icesave málið í ljósi þessa og gera ráð fyrir hinu allra versta. Hún þarf að hætta að stunda virki sitt sem Ríkisstjórn Evrópusambandsins á Íslandi og sem fótaþurrka Evrópusambandsins þar sem ESB fær að þurrka eigin skít yfir á íslensku þjóðina. Ríkisstjórnin þarf að verða Ríkisstjórn Íslands. Ef það tekst ekki verður að setja á þjóðstjórn. Þessir okurvextir - og að örðu leyti fullkomlega landráðalegir og ábyrgðarlausir bjartsýnis samningar - sem þið ætlið að gera fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, verða aldrei annað en ófyrirgefanleg stórfelld mistök og handvömm. Hin leynda og undirliggjandi ESB-dagskrá Samfylkingarinnar sem undir yfirborðinu hefur gengumsýrt öll stjórnmál á Íslandi hin síðustu tvö til þrjú ár, er að koma Íslandi ofaní hyl sem ekki verður komist uppúr aftur. Samfylkingin: takið ykkur saman! Vinstri Grænir: þið megið ekki svíkja öll kosningaloforðin svona hrikalega lauflétt. Þetta er ekki lýðræði. Þetta eru svik

Minnislisti tekinn í leyfisleysi frá bloggi Hans Haraldssonar: 

Þegar Icesavedeilan hófst lá tvennt fyrir

  • Annað var að íslenska ríkinu ber ekki skýr lagaleg skylda til þess að leggja innistæðutryggingasjóði til viðbótarfjármagn til þess að hann geti greitt út innistæðutryggingar að fullu.
  • Hitt var að Bretum og Evrópusambandinu var mjög í mun að þessi ágalli á Evrópulöggjöfinni yrði ekki ljós í miðri fjármálakreppu voru tilbúin að beita þvingunaraðgerðum til þess að fá Ísland til þess að viðrkenna ábyrgð umfram það sem löggjöfin kveður á um með skýrum hætti.
  • Allur minnislistinn er hér: Þorpsglyðran 
  
Ferilskrá bankanna og aðgerða þeirra
 
Íslensku bankarnir keyrðu mikinn glannaakstur á fjármálamörkuðum, það vitum við núna. Þeir voru knúnir af miklu og fölsku sjálfstrausti sem kom vegna reynsluleysis í alþjóðaviðskiptum, virðingarleysi fyrir hefðum, mörkuðum og markaðsöflum. Falska sjálfstraustið kom ekki síst vegna þess að það er svo 100 sinnum auðveldara að vera kaupandi með fullar hendur ódýrs lánsfjár á einstökum uppgangstímum fjármála, en að vera seljandi á mörkuðum í miklum og langvarandi mótbyr. Bankarnir og eigendur þeirra keyptu allt sem skreið - mestmegnis bara af því að það skreið - og alveg sérstaklega af því að það skreið í útlöndum
 
Ég trúi ekki á eignasöfnin
 
Ég trúi ekki á að eignasöfn bankanna séu skotheld (depression proof) vegna þess að þeir voru reknir af viðvaningum höldnum fölsku sjálfstrausti sem tefldu svo oft á tæpasta vað. Allt bendir til að mikið af því sem bankarnir tóku sér fyrir hendur var meingallað, nema kanski þá helst eitt: þeir voru alveg ágætir í rekstrar- og þjónustuhluta starfseminnar (the operational & service aspect)
 
Heimskreppan mun sennilega halda áfram. Spurningin er bara hversu lengi og hversu djúpt förum við?
 
Þeir sem trúa ekki á mátt kreppunnar og eru farnir að halda að þetta sé að "reddast" núna ættu að skoða þessi línurit yfir feril kreppunnar. Hrunferli núverandi kreppu er borið saman við ferli stóru kreppunnar árið 1929. Öll þessi línurit eru fengin að láni úr grein hagfræðinganna Barry Eichengreen (Berkeley California) og Kevin H. O’Rourke (Trinity College Dublin) og má lesa hér í heild: The world economy is tracking or doing worse than during the Great Depression (update)  Svona uppþot markaða sem við höfum séð undanfarnar vikur voru alls fjögur talsins í keppunni miklu árið 1929. Öll voru uppþotin þó fölsk
 

World Industrial Output

Mynd 1: þróun hruns í heimsframleiðslu iðnaðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

World Stock Markets

Mynd 2: þróun hruns hlutabréfamarkaða: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

The Volume of World Trade

Mynd 3: þróun hruns í heimsviðskiptum: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Central Bank Discount Rates

Mynd 4: þróun stýrivaxta: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst. Stýrivextir eru lækkaðir hraðrar núna en 1929 svo það gæti gefið okkur von um að bati náist fyrr en 1929. En það sem mælir á móti er að fjármálamarkaðir núna eru vopnvæddir hættulegri vopnum gereyðingar en þá (afleiður/derivatives). Eins er aldursdreifing íbúa hagkerfa hins iðnvædda heims allt örðuvísis núna en þá. Eftirspurn, hvar ertu og hvaðan muntu koma? Vextir voru einnig lægri frá byrjun núna og geta því lækkað minna en 1929. Eina vonin er að sumar aðgerðir seðlabanka í markaði beri árangur (quantitative easing). En þar stendur seðlabanki Evrópusambandsins ekki vel að vígi

 

Iðnaðarframleiðsla Frakkland

Mynd 5: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Frakklands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Iðnaðarframleiðsla Þýskalands

Mynd 6: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Þýskalands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

Bretland

Mynd 7: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Bretlands: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst 

 

Iðnaðarframleiðsla Ítalíu

Mynd 8: þróun hruns iðnaðarframleiðslu Ítalíu: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst

 

 Iðnaðarframleiðsla Belgíu, Tékklands, Póllands og Svíþjóðar

Mynd 9: þróun hruns iðnaðarframleiðslu fjögurra smærri ríkja ESB, Belgía, Tékklands, Póllands og Svíþjóðar: núna og 1929. Mánuðir liðnir frá því að kreppan hófst. 

Mun verðgildi eignasafna bankanna ná sér aftur, eða ekki? 

Ef hrunferlið heldur áfram hin næstu tvö ár með bara helmingnum af því afli sem við höfum séð hingað til, þá verður að gera ráð fyrir að eignasöfn Landsbankans og annarra banka verði ekki mikils virði eftir þessi næstu tvö ár. Spurningin er þá hvort eignasöfnin munu yfir höfuð endurheimta verðgildi sitt aftur? Munu þau ná fyrri gildum? Svarið veltur á því hvar í heiminum eignirnar eru. Ef þær eru í hinum svo kölluðu iðnvæddu löndum er svarið mjög neikvætt. Ef eignasöfnin eru í Evrópusambandinu er svarið ennþá meira neikvætt - og samkæmt mínu áliti (og annarra) miklu miklu meira neikvætt.

Sannleikurinn er sá að samfélags- og efnahagslíkan kjarnalanda evrusvæðis eru svo gölluð að þau munu ekki ná sér aftur eftir þessa kreppu, nema að litlu leyti. Það mun ekki koma aftur sá vöxtur í þessum löndum sem gæti lyft eignasöfnunum upp á ný. Til þess eru hinar grunnleggjandi aðstæður í evrulöndunum orðnar varanlega of lélegar. Það er 100% öruggt að húsnæðisverð margra evrulanda mun halda áfram að falla og falla um ca. 30-50%. Atvinnuástand mun verða hræðilegt og skuldir ríkjanna munu veðra hræðilega miklar og fjármögnun þeirra afar erfið. Öldrun þegnana mun svo innsigla þessa lélegu þróun til langframa og verðhjöðnun mun verða vandamál sem ekki verður hægt að leysa. Það er alltaf eftirspurn (og verðbólga) sem lyftir verðum á mörkuðum. Kjarnalönd ervusvæðis munu ekki megna að búa til þá eftirspurn sem gæti lyft verðum aftur, nema að mjög litlu leyti. Utanaðkomandi eftirspurn (í gegnum útflutning) þarf því að vinna stærsta hluta verksins.

En frá og með þessari kreppu munu útflutningsgreinar evrusæðis verða varnalega skaddaðar og ósamkeppnishæfari við hin mörgu nýmarkaðslönd heimsins. Þýski iðnaðurinn er búinn að vera, þýski bílaiðnaðurinn er búinn að vera og sjálf þýska þjóðin sem neytendur er búin að lifa því hún er orðin svo öldruð. Ofan í þetta kemur svo sjáflt Evrópusambandið sem er búið að stórskadda möguleika fyrirtækjarekstrar í ESB. Einungis tilvist ESB er í sjálfu sér stór þáttur þessarar slæmu þróunar. Að ganga í ESB er núna það sama og að ganga í dauðagildru fyrir sköpun velmegunar á Íslandi og að setja á sig handjárn stöðnunar og hrörnunar til langframa

Fyrri færsla


Minningargrein. Andlát hagvaxtar í Þýskalandi

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár 

Minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Formáli

Þýskaland er oft kallað vélin sem knýr evrusvæðið. Vegna þess að næstum öll kjarnahagkerfi evrusvæðis virðast smá saman vera að stoppa, fannst mér nærliggjandi að opna vélarrúmið og athuga hvort aðalvélin væri ennþá í gangi. Þegar ofaní vélarrúmið er komið er mjög auðvelt að skilja af hverju evrusvæðið er að stoppa, visna og deyja sem hagvaxtarsvæði. Vélin er nefnilega stopp. Skipið er því að stoppa. Það hefur aðeins liðið áfram þessar síðustu mílurnar. Líðið létt áfram frá aflinu sem síðasta hóst og púst vélarinnar veitti því. Ljósavélarnar keyra þó ennþá svo aðeins fáir um borð taka eftir því að aðalvélin er þögnuð. Til frekari fróðleiks og skilnings má lesa um svipaða vélarbilun hér: engine faliure

Ég hef því verið að rýna í ýmis nytsamleg gögn til að geta skrifað minningargrein um hagkerfi Þýskalands. Undirstöður undir fyrsta hluta þessarar greinar má sjá hér á forsíðunni ásamt lítilli mynd frá sjálfu andlátinu. Ég læt vita þegar öll minningargreinin er tilbúin. Einnig er á sama stað hægt að kíkja á seinustu hagvaxtartölur fyrir ESB, evrusvæði og annarra landa ásamt tölum yfir atvinnuleysi í ESB og evrulöndum síðustu 12 mánuði. Tölurnar komu út í gær og í fyrradag. Margt fleira er þarna á tilverunni hér í esb

Lettland og fleiri lönd ESB að hrynja. Myntráðið peningalaust

Þá er það orðið nokkuð víst að myntráð Lettlands er að verða þurrausið og efnahagur alls landsins að brenna. Landið og þjóðin mun ekki lifa af að vera í meðferð hjá ESB í ERM (The Extended Recession Mechanism). Því er stór gengisfelling ekki lengur spurning um hvort hún kemur, heldur aðeins spurning um hvenær hún kemur (FT og Telegraph). Ég kom inná þetta í síðasta pistli. Hann fjallaði um að hinir "vísu" hagmenn Danmerkur sögðu að það væri enginn ávinningur, sem tekur sig að nefna, við að taka upp evru í Danmörku

 

- - - - - - - - - - SÍMSKEYTI - - - - - - - - - -

Lavtivian Government had a failed bond auction yesterday. They had no takers for their short term debt. This is the ultimate end of the road for the Debtor nations. It’s a stark date with destiny that, as a nation of debt, you’ve reached the end of the line. When you can’t sell your bonds any longer it’s game over. That means that your currency is seriously overvalued relative to the rest of the world. You can no longer pay your debts. The world will shut you off. You’re nothing but a bad debt. BOÐBERI

- - - - - - - - - FULLT STOPP - - - - - - - - - - 


Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband