Leita í fréttum mbl.is

En þá spyr ég: hvað verður um Þýskaland — herra Steinbrück! Hefurðu hugleitt það?

Vaxtaálag á 10 ára skuldabréfum ríkissjóða

Hugarangur fjármálaráðherrans 

Herra klodsmajor og fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, segist hafa áhyggjur af því "hvað verði um þau mörgu lönd í myntbandalagi Evrópusambandsins sem geta ekki fengið lánað fjármagn á fjármálamörkuðum á sömu kjörum og Þýskaland gerir núna". Hann segist segja þetta núna til þess að enginn muni koma að sex mánuðum liðnum og spyrja af hverju hann hafi ekki minnst á þetta. Þess vegna segir hann þetta núna svo enginn spyrji þessarar spurningar að leikslokum. Samt segir hann ekki neitt. En herra fjármálaráðherra Þýskalands virðist alls ekki hafa, eða getað, leitt huga sinn að því að það er einmitt efnahagur sjálfs Þýskaland sem er á leiðinni til að verða malaður mélinu smærra í kreppunni og mun ekki (samkvæmt áliti sumra sem þekkja vel til) ná sér aftur á strik eftir kreppuna. Sjálft Þýskaland mun því líklega eyðileggja flest fyrir öllum hinum löndunum í þessu blessaða myntbandalagi hins Efnahagslega Öryrkjabandalags Evrópu, ESB — og svo gagnkvæmt, eins flugeldur í lokaðri ruslatunnu (Takk fyrir vaxtamunamynd til: Ibex Salad)

<><><><> SÍMSKEYTI <><><><>

German Finance Minister Peer Steinbrueck signaled concern that some European countries may have their sovereign credit ratings cut as tax revenue shrinks and borrowing costs rise.

 

“What’s going to happen to our friends in the European Union that are not getting the same conditions” as Germany when borrowing money from capital markets, Steinbrueck said in Lecce, Italy, where he’s meeting counterparts from the Group of Eight nations. “I’m hinting at this now so that nobody asks in half a year or so whether I was blind and whether that wasn’t an issue in international discussions.” 

 

The warning follows the widening of the yield spread earlier this week between 10-year Irish government bonds and equivalent German securities after Standard & Poor’s lowered Ireland’s credit rating for the second time in 2009.

 

Nations around the world are borrowing record amounts to finance bank-rescue plans and stimulus packages to fight the worst economic recession since World War II. That’s partly responsible for pushing down the price of government bonds. (BOÐBERI)

<><><><> FULLT STOPP <><><><> 

Þetta var þá bara óskhyggja, eftir allt saman

Sjáið þið til kæru lesendur. Þó svo að Mogga Samfylkingin, ASÍ, bankar og fleiri lélegir pappírar þarna uppi á Íslandi hafi sagt ykkur í mörg ár að lánskjör muni batna sjálfkrafa við það að ganga í myntbandalag Evrópusambandsins og taka upp gjaldmiðil þess, þá er það samt engan veginn þannig að lánskjör myndu batna við einmitt að gera það. Ef mig minnir rétt þá eru lánskjör sumra ríkja í ESB nú orðin jafn slæm, eða jafnvel lélegri, en lánskjör íslenska ríkisins núna. Þó svo að hinn íslenski ríkissjóður standi með heilt og 100% hrunið fjármálakerfi í magnum — og það alveg fyrir utan ESB! Einnig hefur forstjóri næst stærsta banka Danmerkur — hann Anders Dam hjá Jyske Bank — bent okkur á að því er einmitt þannig farið að lánskjör sumra ESB ríkja utan myntbandalagsins eru jafnvel betri en allra ríkja innan þess. Sjáið og heyrið hér Anders Dam segja þetta beint við hinn evru-sjúka forsætisráðherra Danmerkur sem var - í danska þinginu: Anders Dam kritiserer regeringen til euro-høring

Sex(y) draumur? 

Hagvöxtur í Þýskalandi í 60 ár

Þetta var þá bara blautur draumur eftir allt saman, þetta þarna með myntina hana evru. Ég segi þetta bara svona fyrirfram, svo enginn komi og spyrji mig af hverju ég sagði engum frá þessu þarna á undan þessum sex(y) mánuðum hans herra Peer Steinbrück í Þýskalandinu sem er að hrynja ofan á hann núna: Feeling Smug?

Tengt efni: No Green Shoots in Germany&#39;s Trade Data (Either)

Fyrri færsla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Hvað gefur þú Evrópusambandinu ESB langt líf.

Ég er bjartsýnn maður að eðlisfari, en ég er mjög hræddur fyrir hönd Evrópu. Ég tel að sambandið mun liðast í sundur innan við tvö ár.

Eggert Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 11:15

2 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ólíkt Eggert, hef ég nú ekki miklar áhyggjur af því þótt Evrópusambandið liðist í sundur. Það gerðist ekki mikið annað en að stórveldisdraumarnir nálgist aftur jörðina. Viðskiptasamningar mundu fljótlega komast á aftur.

Ég hef hins vegar nokkrar áhyggjur af öllum þeim lánum sem IMF er að spreða í allar áttir. Það er eins og menn átti sig ekki á því að þetta fé þarf að greiða til baka og það eru skattgreiðendur sem á endanum axla þá byrði. IMF er ekki að gefa þessa peninga.

Afstaða fólks til IMF peninganna er ekki ósvipuð því þegar 100 daga borgarstjórnarmeirihlutinn taldi að með því að láta ríkið borga húsin á Laugavegi 4-6, þá væru þau ókeypis. Lógikin er sú sama.

Ragnhildur Kolka, 15.6.2009 kl. 17:06

3 Smámynd: Júlíus Björnsson

Stór bóndin lánaði litla bóndanum pening.

Alþjóðlegir fjárfestar dæla fé í þjóðar, ráðamenn siðspillast, IMF og nýtt lén hefur litið dagsins ljós.

Einkavinabankar ES heyra undir Seðlabankakerfi ES: Hægri hönd Nefndarinnar.

Spurningunni hvernig tekst Frökkum og þjóðverjum að innlima ríku sjálfbæru lönd Evrópu. Danmörk, Svíþjóð.

Svar beita Alþjóðafjárfesta aðferðinni. Yfirtaka skuldirnar og auka þær hjá væntalegum lénsríkjum.  

Auðveldasta leiðin og sú elsta.  

Íslandi hentir ekki regluverk meginlands lénsríkja ES.

Ísland er fyrrverandi ey-nýlenda [siðferði] sem lifir á hráefnisútflutningi einhæfra atvinnu vega,að mati menntamanna ES. 99,84% Atkvæðanna. Þetta þykir ekki fínt í ES. Og fjallar einn stjórnskipunarbálkur ES um svipaðar eyjur.

Ísland, Lúxemborg og Malta eiga ekkert sameiginlegt efnahagslega. Lúxemborg með Fjárfestingabanka  Evrópu og viðurkennd fjármálamiðstöð næst öldina. Malta með eitt besta einkasjúkrahúskerfi að mati WHO. 

Júlíus Björnsson, 15.6.2009 kl. 18:14

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Ragnhildur.  Þetta er einmitt málið með IMF. Fleiri og fleiri þjóðir þurfa á aðstoð að halda, þar með "RISINN" Þýskaland.  Þau lönd sem verða knúin til að leita til IMF, eins og við Íslendingar, munu ekki hafa þá markaði og þann "gjaldmiðil" sem þau þurfa, til að yfirstíga sín vandamál. Athuga ber afstöðu Evrópuþingsins um gengisfellingar þeirra ríkja, sem eru í ESB, en eru ekki komin með EVRU.

Ég held  að Gunnar sé að segja okkur, og um leið vara okkur við, þá hluti sem eru í farvatninu á fjármálum allra ríkja ESB.  Umsóknaræði Samfylkingarinnar mun fjara út, þegar þetta verður kunngjört  í íslenskum fjölmiðlum og fólkinu leyfist  að upplýsast.

Ég   held að þetta er rétt hjá Júlíusi. Eitt alsherjar "PLOTT" fjármagnseiganda. Gera allar þjóðir að skuldunautum í sína þágu.

Ég tel að íslendingar séu ekki svo "grannir" að þeir sjái ekki í gegnum þessa hluti, þ.e.a.s. ef þeim er sagt frá stöðunni eins og hún blasir við. 

Eggert Guðmundsson, 15.6.2009 kl. 21:14

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka ykkur kærlega fyrir innleggin og innlitið

Þýskaland á í sífellt meiri og meiri vandræðum vegna þess að þjóðin er orðin of gömul til að geta búið til og knúið áfram þá eftirspurn í þýska þjóðfélaginu sem er nauðsynleg til að geta búið til hagvöxt og þar með velmegun fyrir þegnana. Þetta hefur þýska þjóðfélagið á undanförnum árum leyst með því að flytja inn eftirspurn utanfrá í formi útflutnings og sem er orðinn meira en 50% af hagkerfi Þýskalands. Þegar eftirspurn dregst saman utanfrá þá lympast þýska hagkerfið saman eins og spilaborg og stoppar. Það er engin leið fyrir Þjóðverja sjálfa að koma eftirspurn í gang aftur innanfrá, því þjóðfélagið er elliheimili og skattagrundlag þess útpínt.

Þýskaland mun ekki ná sér upp aftur. Það er búið að vera, enda flýja ungir og vel menntaðir Þjóðverjar land sitt eins og aldrei fyrr frá því þeir fluttu og námu land í Vínlandinu góða. Vélin í myntbandalagi Evrópusambandsins er endanlega úrbrædd

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 15.6.2009 kl. 23:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband