Leita í fréttum mbl.is

Vika 38; Portúgal, Ítalía, Grikkland og Spánn föst í forarpytti myntbandalags Evrópusambandsins

Eftirfarandi eru stuttar en oft daglegar fréttir úr Glugganum á  www.tilveraniesb.net
Í glugganum birtast oft daglega stuttar fréttir. Hver vika flyst svo yfir í skrársafn gluggans á vefsíðusniði og sem PDF skrá með virkum slóðum á heimildir og myndir í fullri stærð.
 
VIKA 39 2009 
Föstudagur 18. september 2009

Þegar rykið fellur á sögubækurnar mun eftir standa að stærsti árangur Gordon Brown sem fjármálaráðherra og forsætisráðherra Bretlands var að halda Bretlandi utan við aðild að myntbandalagi Evrópusambandsins. Þar með var varðveitt full geta slökkviliðs efnahagsmála í Bretlandi, þ.e.a.s. nefnilega fullum völdum Bank of England (seðlabanka Bretlands) yfir stýrivöxtum og peningapólitík Bretlandseyja. "Hefðum við gengið í myntbandalagið árið 1999 hefðu stýrivextir í Bretlandi verið um 2% um miðjan þennan áratug. Það hefði verið eins og að hella bensíni á eldsloga húsbruna breska hagkerfisins. Kreppan núna hefði orðið miklu verri"; AEP á The Telegraph


Vísitala tímalauna á evrusvæði
Wall Street Journal segir að Portúgal, Ítalía, Grikkland og Spánn (PIGS löndin) séu föst í forarpytti myntbandalags Evrópusambandsins og standi til að sitja þar föst í litlum sem engum hagvexti um mörg ókomin ár. Þetta mun gera þeim ókleift að greiða niður vaxandi skuldir landana. Allir sem fylgst hafa með umræðum á Íslandi um Icesave skuldaánauðarpakka ESB á hendur Íslandi, vita að ef enginn hagvöxtur verður á Íslandi mun Ísland ekki geta staðið við skuldbindingar sínar. Skuldastaða PIGS landanna er slæm vegna þess að stýrivextir á t.d. Spáni voru neikvæðir í mörg ár miðað við verðbólgu á Spáni. Þetta hvatti Spánverja til að stórauka lántökur. Stýrivextir á Spáni voru neikvæðir vegna þess að þeir voru og eru enn ákveðnir í Frankfürt í Þýskalandi fyrir Þýskaland og af Þýskalandi. Skuldastaða heimila á Spáni fór upp í 130% af ráðstöfunartekjum heimilanna árið 2007, neysla bólgnaði, byggingabransinn sprakk. Eftir stendur Spánn með gífurleg vandamál gífurlegra skulda og bankakerfi sem riða til falls. Launakostnaður á Spáni er ekki samkeppnishæfur við launakostnað í Þýskalandi (sjá mynd WSJ) svo ekki er hægt að vaxa út úr vandamálunum og ekki er hægt að fella gengið því Spánn hefur ekkert gengi gagnvart Þýskalandi. Allar leiðir fyrir Spán út úr myntbandalaginu eru ómögulegar og ömurlegar. Sú svæsnasta, að yfirgefa myntbandalagið, nefnist kjarnorkusprengju-leiðin (e. nuclear option), segir WSJ í grein blaðsins; WSJ | Edward Hugh


Í athugasemdum OECD um aukið atvinnuleysi í Frakklandi segir að 600.000 manns hafi misst vinnuna þar í landi á síðustu 18 mánuðum. OECD bendir á að helstu fórnarlömb aukins atvinnuleysis í Frakklandi séu ungt fólk. Atvinnuleysi þess hóps aukist tvöfalt meira í Frakklandi en að meðaltali í þeim mögrum löndum sem OECD fylgist með. Atvinnurekendur vilja mun síður ráða óþjálfað og óreynt fólk til vinnu og ekki mun kreppan auðvelda þessu fólki aðganginn að atvinnumarkaði Frakklands. Þess er hægt að geta hér að átatugum saman hafa atvinnurekendur í flestum ESB löndum getað valið og hafnað út massíft stórum hópi atvinnulauss fólks, því atvinnuleysi hefur verið svo hátt áratugum saman. Því eru atvinnurekendur verulega ofdrekaðir og ráðningarferli nýrra starfsmanna líkist meira og meira því sem sást þegar verið var að ráða geimfara til tunglferða á sjöunda áratug síðustu aldar hjá geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA; OECD

Fimmtudagur 17. september 2009

Seðlabanki Danmerkur spáir að atvinnuleysi muni halda áfram að hækka allt næsta ár í Danmörku og fyrst ná hámarki árið 2011 með 180.000 manns án atvinnu. Atvinnuleysi í Danmörku var um 50.000 manns á miðju síðasta ári. Bankinn segir enn fremur að fjármálum danska ríkisins muni hraka einna mest miðað við flest önnur lönd. Svo snöggur viðsnúningur í rekstri og afkomu ríkissjóðs hefur ekki sést í Danmörku frá lokum seinni heimsstyrjaldar; Børsen

Frjósemishlutfall í ESB og EES 2007
Standard & Poor’s hótar að lækka lánshæfnismat Grikklands nema að komið verði böndum á öldrunartengd útgjöld gríska ríkisins. Frjósemishlutfall grískra kvenna er aðeins 1,36 fætt barn á hverja konu á ári og hefur þetta hlutfall verið hrikalega lágt áratugum saman. Lánshæfnismat gríska ríkisins er núna A- og er það lægsta meðal evrulanda. Yfirmaður myntbandalags Evrópusambandsins, Joaquin Almunia, krefst að ný ríkisstjórn Grikklands komi með áætlun fyrir lok október sem sýnir hvernig Grikkland ætlar að lagfæra halla á rekstri gríska ríkisins. Verði lánshæfnismat Grikklands lækkað mun það þýða að gríska ríkið þarf að greiða enn hærri vexti af lánum ríkisins en það þarf nú þegar; Kathimerini   

Velta í hótel- og veitingahúsarekstri í Þýskalandi dróst saman um 5,3% að raunvirði í júlí á þessu ári miðað við síðasta ár; Statistisches Bundesamt

Stöðugleikur ESB
Atvinnuhúsnæði og tengd lán að andvirði 50% af þjóðarframleiðslu Írlands munu nú verða sett í umsjá hins opinbera þar í landi. Þessi upphæð, 90 miljarðar evrur, eru fallnar fjárskuldbindingar og lán í atvinnuhúsnæði á Írlandi. Lánin verða tekin út úr lánabókum írskra banka og sett í umsjá hins opinbera. Bankar Írlands hafa verið að þrotum komnir hina síðustu 12 mánuði. Allir stærri írskir bankar lifa nú aðeins á náð og miskunn írska ríkisins og skattgreiðenda þess. Engin íbúðalán falla undir fyrirkomulagið að þessu sinni. Þetta eru aðeins lán tengd atvinnuhúsnæði. Búist er við að slæm staða á markaði fyrir atvinnuhúsnæði muni koma upp víða í Evrópusambandinu á næstu mánuðum og árum. 

Hlutfall atvinnuhúsnæðis sem stendur tómt í Dublin er 21% núna, borið saman við 8% í London og 10% í Berlín. Til viðbótar standa nú 35.000 nýjar íbúðir tómar í Dublin. Þessi tala hefur hækkað úr 20.000 íbúðum fyrir einu og hálfu ári síðan. Á Írlandi "gerðu stóru mennirnir mistök en litlu mennirnir eru nú látnir borga fyrir þau" segir Liam Reilly fasteignasali; Bloomberg       

Miðvikudagur 16. september 2009

Spá Standard & Poor’s gerir ráð fyrir að evrulöndin Spánn og Írland muni halda áfram í kreppu allt næsta ár. Þetta þýðir að efnahagur Spánar og Írlands mun halda áfram að dragast saman í að minnsta kosti eitt ár í viðbót. Samdráttur landsframleiðslu á Spáni hófst á öðrum ársfjórðungi 2008 og á fyrsta ársfjórðungi 2008 á Írlandi. Landsframleiðsla þessara landa mun því vera í stöðugum samdrætti í heil tvö ár (8 ársfjórðunga) þ.e. ef spá Standard & Poor’s gengur eftir. Spurningin er því hversu stór hluti hagkerfa landanna mun hverfa og hversu langan tíma mun það taka þau að bæta sér upp tekju- og atvinnumissinn - þ.e. án nokkurra möguleika ríkjanna á að hafa áhrif á stjórn vaxta- gengis- og peningastefnu í hagkerfum sínum; El Pais

Verðbreytingar á smjöri í Þýskalandi
Verðlagssjá þýsku hagstofunnar birti ansi athyglisverðar tölur yfir verðbreytingar á ýmsum vörum og þjónustu sem neytendur kaupa eða nota oft. Þar má til dæmis sjá að miðað við verðlag ársins 2005 hafði smjör hækkað í verði um 45% á seinnihluta ársins 2007 (sjá mynd) og mjólk um 30%. Árin 2007 og 2008 var mikil verðbólga hvað varðar þessar vörur í Þýskalandi (og þrátt fyrir evruaðild Þýskalands). Margir vöruflokkar eru teknir fyrir í þessari birtingu frá hagstofu Þýskalands: Destatis Price Monitor
 
Markaðsvísitala fasteigna á Spáni (peak to present)
Já, “lygar, meiri lygar og fréttatilkynningar”. Það er víst nokkurnveginn svona sem fjölmiðlar á Spáni eru að segja fréttir af fasteignamarkaði landsins segir hagfræðingurinn Edward Hugh á Spáni. Nú hefur samdráttur á fasteignamarkaði Spánar staðið svo lengi yfir að það gefur litla sem enga meiningu að bera saman 12 mánaða tölur þ.e. tölur frá ári til árs: Spain Economy Watch

Þriðjudagur 15. september 2009

Horisont - Danska ríkissjónvarpið
Danska ríkissjónvarpið fjallaði um Ísland í fréttaþættinum Horisont í gærkvöldi. Fjallað var um hvaða áhrif bankahrunið hefur haft á íslenskt samfélag. Rætt var við Gylfa Magnússon viðskiptaráðherra, Poul Thomsen frá AGS, Guðjón Már Guðjónsson og fleiri: DR Horisont | Horfa

Tveggja hraða, eða jafnvel þriggja hraða hagkerfi evrusvæðis munu valda miklum erfiðleikum fyrir stjórn peningmála á evrusvæði á næstu árum. Á meðan sum hagkerfi evrusvæðis eru að hætta að dragast saman og snúa aftur til stöðnunar kyrrstöðu eða jafnvel vaxtar, þá halda önnur hagkerfi s.s. Spánn og Írland að dragast saman og munu ekki þola þær stýrivaxtahækkanir sem þurfa að koma til handa þeim hagkerfum sem eru í öndverðum aðstæðum. Einnig er skuldastaða hagkerfa evrusvæðis mjög ólík innbyrðis svo heldur ekki það mun gera það auðveldara að troða öllum löndunum ofaní sömu skóstærð peninga og vaxtastefnu seðlabanka evrusvæðis; Bloomberg    

Þýsk ríkisskuldabréf gefin út í Bandaríkjadollurum; Þýska ríkið hefur nú útgáfu ríkisskuldabréfa í bandarískum dollurum sökum þess hve treglega hefur gengið með skuldabréfauppboð í evrum þar sem mikil samkeppni er um hylli fjárfesta á þeim markaði. Þetta er í annað skiptið í sögunni að Þýskaland gefur út ríkisskuldabréf í annarri en en sinni eigin mynt. Fyrra skiptið var á árinu 2005. Með þessu vonast þýska ríkið að höfða til breiðari hóps fjárfesta, t.d. til þeirra bandarísku fjárfesta sem vilja ekki taka á sig gengisáhættu; FT | Bloomberg

Mánudagur 14. september 2009
    
Hrun iðnaðarframleiðslu ESB
Iðnaðarframleiðsla ESB (-0,2%) og evrusvæðis (-0,3%) í júlí dróst saman miðað við fyrri mánuð. Á milli ára er iðnaðarframleiðsla í ESB hrunin um 14,7%, um 15,9% á evrusvæði og um heil 18,2% í Þýskalandi. Tafla; hrun iðnaðarframleiðslu landa ESB síðustu 12 mánuði. Takið eftir að Finnland er með næsta mesta hrun í ESB og mun meira en er í Svíþjóð sem notar ekki evru sem gjaldmiðil sinn; Eurostat

Tími2009 m07
Land% breyting miðað við sama tíma á síðasta ári
Estonia-27,9
Finland-24,2
Slovenia-20,4
Luxembourg-19,9
Bulgaria-19,0
Germany-18,2
Italy-18,2
Sweden-18,1
Latvia-17,7
Spain-17,4
Evrusvæði-15,9
Denmark-15,4
Lithuania-14,7
EU 27 lönd-14,7
France-12,3
United Kingdom-11,0
Greece-9,5
Croatia-9,1
Portugal-8,3
Norway-8,1
Netherlands-8,0
Turkey-6,3
Poland-4,6
Romania-4,5
Ireland7,1

Tölur vantar enn fyrir; Belgium, Czech Republic, Cyprus, Hungary, Austria, Slovakia. Á Írlandi hefur lyfjaframleiðsla lyft tölum iðnaðarframleiðslu í júlí miðað við síðasta ár: Hagstofa Írlands
 
Útlán bankakerfa ESB halda áfram að falla fimmta mánuðinn í röð. Útlán féllu um 25 miljarða evrur í júlí. Bankar minnka skuldsetningarhlutfall eiginfjár (gearing/leverage ratio) og draga úr útlánum. Þeir segja að það sé fallandi eftirspurn eftir lánum. Skuldabréfa útgáfa fyrirtækja (corporate bonds) féll einnig um 20 miljarða evrur; Børsen
 
Núverandi kreppa séð í sögulegu ljósi. Bandaríska hugveitan Council on Foreign Relations hefur tekið saman athyglisverðan samanburð núverandi kreppu miðað við fyrri kreppur og svo miðað við stóru kreppuna 1929 (The Great Depression). Núllásinn markar upphaf kreppunnar.

Samdráttur er í heimsviðskiptum
Sjá má að hrikalegur samdráttur er í heimsviðskiptum núna miðað við meðaltöl fyrri samdráttarskeiða frá lokum seinni heimsstyrjaldar. Rauða línan er núverandi kreppa. Það þarf víst ekki að fara í grafgötur með það að aðeins fáir munu sleppa billega frá svona miklum samdrætti i heimsviðskiptum í hnattvæddum efnahag dagsins í dag. 

Hrun fasteignaverðs í Bandaríkjunum
Verðhrun fasteigna í Bandaríkjunum. Neikvæð breyting raunverðs íbúðarhúsnæðis í Bandaríkjunum er mun neikvæðari en hún varð þar í stóru kreppunni 1929. Að mínu áliti eiga svipaðar breytingar eftir að eiga sér stað í stórum hluta Evrópusambandsins. Við í ESB fórum einungis seinna inn í kreppuna á þessu sviði markaðarins. Þess er hægt að geta hér að söluverð dýrustu íbúða í dýrustu hvefum Kaupmannahafnar hefur lækkað um 20-25% frá því að það stóð hæst í enda ársins 2006 (DST). Þetta mun svo smita út í restina af markaðinum. CFC PDFKreppan í sögulegu ljósi. Heimasíða; CFC

Tekjur eignir og skuldir á hvern íbúa BNA
Er lántökugeta neytenda komin í þrot og uppurin hin næstu mörg ár. Hafa þeir sem trúa á að aukin útlánageta fjármálastofnana muni koma okkur út úr kreppunni rangt fyrir sér? Á mannamáli: fara næstu ár í það að greiða skuldir? Er lántakandinn dauður næstu árini? The Market Ticker

 
Fyrri færsla

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ótrúlegt bull í þér, og réttilega svo.

Euro saves EU from bigger financial disaster: Belgian professor 

"
"Thanks that we have the euro," Sylvain Plasschaert, a professor of economics at the Universities of Antwerp and of Leuven, said, admitting that single currency has indeed played a very important role in fighting the financial crisis.

"If we did not have the euro, we would have a disaster," because each country would have devalued its own currency in the face of the financial crisis, he explained. "It would have been more than a disaster."

"Europe has suffered a lot from the financial crisis" and "still suffers," he said, as many investors lost a lot of money in the stock market."

Restina er hægt að lesa með því að smella á linkinn.

Jón Frímann (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 14:43

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir MJÖG GOTT yfirlit Gunnar. Alltaf að koma betur og betur í ljós hversu það er GJÖRSAMLEGA ÚT Í HÖTT að við Íslendingar færum
að henda út sjálfstæðum gjaldmiðli fyrir þessa stórgölluðu evru.

ÁFRAM ÍSLAND - EKKERT ESB - EKKERT iCESAVE

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 20.9.2009 kl. 15:19

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Verði þér að góðu og takk fyrir innlitið Guðmundur Jónas

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.9.2009 kl. 21:39

4 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þessa samantekt Gunnar,

Ég veit ekki hvar við stæðum ef við nytum ekki þessarar upplýsingasöfnunar þinnar. Þú ert sannkallaður eldstólpi í eyðimörkinni. Ég tek undir með Zumann.

 Ég vil  athuga að ganga lengra. Ég vil athuga að henda út AGS og vísa Icesave frá, borga ekki skuldir óreiðumanna eins og kallinn sagði. Þá verðum við automatiskt lausir við ESB-bullið.

Halldór Jónsson, 21.9.2009 kl. 08:08

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Halldór og takk fyrir

Já það voru mistök að hleypa AGS inn í landið. Með hárréttum viðbrögum í sjálfu bankahruninu afhenti Seðlabanki Íslands stjórnmálamönnum okkar á silfurfati góða stöðu og fulla möguleika á fullri sjálfsvörn. Þeir afhentu stjórnmálamönnum okkar alla möguleika til að Ísland gæti staðið þetta af sér sjálft. Stjórnmálamenn Íslands kusu ekki að notfæra sér þessa góðu stöðu því Samfylkingin hafði annan pólitískan agenda og hinn pólitíski UHU-límvefur hennar hindraði allar aðgerðir sem gætu unnið fyrir hagsmunum Íslands. Sú leið var valin að vinna eingöngu GEGN hagsmunum Íslands. 

a) Seðlabanki Íslands eyddi ekki gjaldeyrisforðanum í að halda uppi vonlausu gangi til handa þeim vonlausu only. 

b) Seðlabanki Íslands reyndi ekki að verja fall krónunnar þegar ósköpin dundu yfir. Í svona aðstæðum hafa margir seðlabankar heimsins blásið af sér hausinn í vonlausri baráttu. En það gerði Seðlabanki Íslands bara ekki. Gjaldeyrisforðinn var verndaður og við höfðum stóran forða til að standa á ef til illskeyttra hnefaréttarsamninga skyldi koma við útlönd og við þyrftum að þrauka ein í eitt til tvö ár. 

c) Gjaldeyrishöftin hefðu komið á hvort sem var, en áframhald þeirra hefði þá algerlega verið komið undir okkur sjálfum.

d) Þetta hefði vakið virðingu erlendis og treyst stöðu okkar. Það treystir aldrei stöðu manns að skríða í gólfinu og sleikja táfýlu annnarra drullusokka

e) En Samfylkingin valdi táfýluleiðina enda er hún illkynjað æxli á íslenskri þjóð

Sumir eru að ímynda sér að kreppan sé að verða búin. Staðreyndin er hinsvegar sú að hrunið er að verða búið sumstaðar, en sjálf kreppan er einungis að hefjast.

Þessu má líkja við að ísskápur hagkerfisins stóð opinn og fylltist af myglaðir vöru frá svikaframleiðendum. Núna er búið að loka skápnum þannig að það komast ekki fleiri myglaðar vörur þar inn. En innan í sjálfum ísskápnum eru að gerast safaríkir hlutir. Það mun allt mygla og grassera næstu árin og úldna mjög glæsilega. Grænn safinn mun vella út úr ísskápunum í mörg ár - og alveg sérstaklega hér í Evrópusambandinu.    

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2009 kl. 12:23

6 Smámynd: Haraldur Baldursson

Það er svo merkilegt að eins og yfirlýsingar stjórnmálamanna að hingað vilji enginn koma til að fjárfesta fyrr en Icesave sé lokið, eða að AGS veiti enn meiri lán, þá streyma hingað fjárfestar engu að síður. Ætli þeir lesi ekki blöðin ? Eða sjá þeir tækifæri á Íslandi sem okkar eigin stjórnmálaleiðtogar sverja af okkur. yfirgengileg eymdarást og sleikuskapur gagnvart kokteilboðum í Brussel, geta ennþá slökkt á því ljósi sem forfeður okkar börðust fyrir að tendra.

Haraldur Baldursson, 21.9.2009 kl. 12:36

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Haraldur. 

Rannsóknir hér erlendis sýna að stjórnmálamenn eru mjög illa að sér og illa upplýstir um það sem er að gerast í þjóðfélögum þeirra og í heiminum öllum. Þeir meiga ekki vera að því að fylgjast með. Ég býst við að þetta sé svipað á Íslandi. Það bendir allt til þess. Hvernig ætti annars að útskýra hrun fjármálastofnana sem hrundu á meðan herafli stjórnmálamanna var með alla banka landsins stöðugt í fanginu á gjörgæslu eftirlitsheimsveldis þeirra, sem svo er beintegnt við lyfjakerfi reglugerðarfrumskóga þeirra í apóteki fáránleikans hjá Fjármála- og Bankaeftirlitinu?   

Stjórnmálamenn eru mest skriffinnar og þess á milli önnumkafnir sem hard core celebrities við að koma sem oftast og best fyrir í sjónvarpinu til að halda vinsældum áfram. Ef þeir komast ekki í sjónvarpið nógu oft þá senda þeir út fréttatilkynningu um eitthvað sem þeir ætla að gera (en hafa þó ekki gert ennþá og munu aldrei geta gert) eða þá að þeir ætli að bjarga heimunum á morgun. Þá komast þeir oft á skerminn aftur. Ef það bítur ekki á fáráðlingana sem vinna á fjölmiðlum, þá gefa þeir út yfirlýsingu um eitthvað í sambandi við umhverfismál, það virkar nefnilega alltaf. Þá komast þeir örugglega á skerminn aftur.

Á dönsku er þetta kallað að "markere sig"

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2009 kl. 14:18

8 Smámynd: Haraldur Hansson

Allar þessar fréttir í einni og sömu vikunni. Samt eru menn í alvöru að stefna á að loka Ísland innan ESB múranna!

Það er e.t.v. sannleikur í fréttinni sem Jón Frímann bendir á. Ef öll 16 evru-ríkin, plús ERM-ríkin, væru frjáls og fullvalda, með eigin gjaldmiðil, gætu þau kannski keppt um að fella gengi gjaldmiðla sinna. Hvort sem það myndi þýða disaster eða ekki. En þau bara geta það ekki.

Kreppan er nefnilega ekki í viðtengingarhætti, hún er í alvöru. Það dugir ekkert "ef" og "hefði", þó við finnum auðvitað til með þegnum þeirra evru-ríkja sem verst standa. Sem betur fer erum við utan hlekkja evrunnar, nógur er draugagangurinn samt.  

Haraldur Hansson, 21.9.2009 kl. 18:03

9 Smámynd: Halldór Jónsson

Hvernig getur mönnum dottið í hug yfirleitt, að þjóðir með svo ólík iðnaðarstig eins og austurevrópuþjóðir, Íslendingar. Spánverjar, Írar og Þýzkaland geti búið við sömu mynt ? Kröfur munu koma upp um sama kaup fyrir sömu vinnu. Þetta er bara útúr kú. 

Halldór Jónsson, 21.9.2009 kl. 20:46

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk Haraldur H.

Lítil hagkerfi verða að vera aðnjótandi möguleika sem standa hinum stærri ekki eins auðveldlega til boða. Eins og til dæmis að fella gengi þegar það er of hátt og hindar samkeppnishæfni (lífslíkur) hagkerfisins og þegna þess. Stærri hagkerfi njóta annarra kosta sem hinum litlu standa ekki til boða. 

Það er í tísku núna að tala um innvortis gengisfellingar (internal devaluation). Þetta er í raun bara nýtt orðskrípi yfir gamaldags verð- og launahjöðnun. Þýskaland er meistari í svona innvortis gengisfellingu. Hvað á að gera í því?

Ung þjóð eins og Íslendingar sem eru ennþá að byggja upp land sitt eftir eyðileggjandi 700 ára nýlendutíma og þar sem mikið er af ungu fólki, mun ALLTAF hafa meiri verðbólgu en er á elliheimilum Evrópusambandsins sem eru að fremja innvortis sjálfsmorð eins og þýska hagkerfið er mjög önnum kafið við að gera alla daga ársins næstu 150 árin.

Þýskaland þrífst núna aðeins á náð og miskunn innfluttrar eftirspurnar frá löndum sem eru ekki að kála sér. Löndum eins og Íslandi og Bandaríkjunum. Þýskaland getur ekki lengur búið til þá eftirspurn sem þarf til að fjármagna áframhaldandi velmegun þar. Því þurfa þeir að flytja eftirsprurn inn í formi óeðlilegar mikils útflutnings. Annars væru þeir gjaldþrota núna.  

Hver var að tala um sjálfbær samfélög? Var einhver í ESB að minnast á slíkt? Eða gilda þau rök ekki um hina einu sönnu óendurnýjanlegu náttúruauðlind Evrópusambandsins; fólkið sjálft í sjálfum hagkerfum Evrópusambandsins. Það hverfur bara. Það er að kála sér.   

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2009 kl. 20:57

11 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Já Halldór. Mjög góð spurning sem eiginn nennir að svara í elítunni

Gunnar Rögnvaldsson, 21.9.2009 kl. 21:00

12 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Ég skil ekki afhverju Samfylkingin getur ekki skilið það sem er fyrir framan nefið á þeim.

Annars er núna tíminn til að notfæra sér það sem við getum gert sem lítið hagkerfi með sjálfstæðan gjaldmiðil. Förum reverse í þetta og styrkjum gengið! Náum þar með niður ofurskuldum heimila, slæmri stöðu fyrirtækja og svo ég tali nú ekki um stöður ríkisins.

Hendum svo AGS úr landi í leiðinni.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 21.9.2009 kl. 23:19

13 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæl Lísa og takk fyrir innlitið. Já, en fyrst verður að styrkja þær undirstöður sem bera uppi greiðslur af skuldum okkar - þ.e. sjálfa tekjuhlið þjóðarskútunnar. Án tekna og þá helst gjaldeyristekna er ekki hægt að borga neinum neitt.

Þess vegna er áríðandi að gengið hækki ekki í bráð því lágt gengi hjálpar okkur í grjótharðri og hrikalegri verðsamkeppni um þær nú svo miklu miklu færri krónur sem heimurinn er viljugur að eyða í þær vörur og þjónustu sem við framleiðum eftir að heimsviðskipti eru hrunin um 25% og sem hefur ekki gerst á plánetu okkar síðan 1929.

Á sama tíma hindar lágt gegni að þú baðir þig of mikið uppúr innfluttu erlendu vöruglingri og tryllist heldur ekki í ferðalögum umhverfis hnöttinn og innkauparápi til útlanda. Lágt gegni fær þig til að ferðist frekar innanlands og hvetur þig í staðinn til að vera heima til að taka á móti þeim erlendu gestum sem koma til að njóta þjónustu þinnar á lægri launum miðað við himinháð laun launapressu gerræðisára nú dauðu bankabykkju Íslands. Annars koma þeir útlendingarnir ekki og kaupa frekar vörur og þjónustu af hinum 220 löndum heimsins sem við erum í samkeppni við og við gætum því ekki greitt skuldir okkar og þjappað steypuna aftur harða í gólfinu undir hagkerfinu okkar.

Restina af hagkerfinu okkar byggjum við nefnilega upp með þeim peningum sem grunnatvinnuvegir Íslands skaffa landinu erlendis. Ekkert lagast ef gengi krónunnar hækkar of mikið of hratt því þá verðleggjum við okkur útaf landakortinu aftur og Grýla kemur og étur okkur með húð og hárum undir höndum (omg! :)

Gunnar Rögnvaldsson, 22.9.2009 kl. 21:46

14 Smámynd: Lísa Björk Ingólfsdóttir

Mú ha ha - já það er vandlifað í þessum heimi okkar. Það þyrfti eiginlega að "frysta" hluta hagkerfisins meðan hinn nær sér á strik.

Lísa Björk Ingólfsdóttir, 22.9.2009 kl. 22:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband