Fimmtudagur, 30. október 2008
CEPR: Hrun íslenskra banka: ófært og gallað viðskiptalíkan
CERP (Centre for Economic Policy Research) birtir uppfærða útgáfu af áliti þeirra á því sem varð íslensku bönkunum að falli. Þetta er álit tveggja hagfræðinga og ber í hlutarins eðli einungis að túlkast sem einmitt álit. Hvort það er rétt eða ekki mun koma í ljós á næstu mánuðum og árum þegar eignasafn bankanna verður gert upp í peningum.
Kjarninn í grein CEPR er þessi
Það er alveg sama hvort Ísland hefði verið með í myntbandalagi Evrópusambandsins eða ekki ef bankarnir voru með slæma eignastöðu (solvency). Ef eignasafn bankanna var ófullnægjandi og stóð ekki undir skuldbindingum þeirra þá hefði evru-aðild ekki hjálpað þeim eða íslenska ríkinu. Hún hefði hugsanlega, og einungis hugsanlega, hjálpað til við að liðka lausafárstöðu þeirra. Evra hjálpar ekki uppá ófullnægjandi eignastöðu og vantraust. Það gera ríkisábyrgðir hinsvegar.
Í ljósi nýjustu atburða fjármálakreppunnar hefur komið betur og betur í ljós að stjórnendur banka um allann heim hafa ofmetið eignasafn og eignastöðu banka sinna. Núna eru því bankar út um allan heim að feta í fótspor Roskilde Bank. Þetta eru bankar sem eru ekki fullir af eitruðum pappírum (e. toxic papers: eins undirmálslán og fleiri vafasamir og uppblásnir vafningapappírar eru oft kallaðir). En það sem varð Roskilde Bank að falli var það að eignasafn bankans rotnaði svo að segja undir fótum bankastjórnarinnar á fáum mánuðum. Þetta virðist einnig vera að gerast hjá þrotabúum hinna íslensku banka. Eignirnar falla í verði, meira og meira, og alveg í takt við hrun fjármálageira hagkerfa hins vestræna heims. Núna er það sveppagróðurinn sem mun éta upp eignasöfn fjármálastofnana um allan heim. Eignir þeirra voru (og eru enn) því stórlega ofmetnar þegar á reyndi.
Greinin segir
Ef við gefum við okkur þá forsendu að bankarnir áttu ekki fyrir skuldum, þá hafði ríkisstjórn Íslands um tvo möguleika að velja: 1) að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna og bjarga bönkunum og þar með leggja þær byrðar á herðar skattgreiðenda. 2) að gera það sem Alþingi og ríkisstjórn Íslands einmitt gerði þ.e. að láta bankana fara á hausinn og láta þrotabú þeirra um að að standa undir öllum skuldbindingum annarra en þeirra lögbundnu skuldbindingar sem hvíla á tryggingasjóðnum, og sem ríkisstjórn hefur möguleika á að styðja við að fremsta megni. Í ljósi þess sem við vitum núna tók Alþingi og ríkisstjórn einu réttu ákvörðunina.
Þau lönd sem standa í svipaðri hættu, en þó umfangslega minni hættu, eru lönd bæði innan og utan evrusvæðis. Eðli áhættu þeirra er sú sama og blasti við stór-bönkum á Íslandi og við íslenskum stjórnvöldum
Sviss, Danmörk, Svíþjóð, Bretland - Írland, Belgía, Holland og Lúxemburg
Öll þessi lönd hafa takmarkaða möguleika og takmarkaða þjóðhagslega getu til að styðja við bakið á stórum bankageirum sínum - innan sem utan evru.
Svo mörg voru þau orð. Það sem er hægt að læra af þessu er það að gömlu reglurnar um fyrirtækjarekstur gilda ennþá. Hringrás er hringrás og tap er tap. Galdurinn við peninga er og verður alltaf: að hafa þá NÚNA ! Sama hvað myntin heitir
Er hægt að læra eitthvað af þessu?
Jú, það ætti að vera hægt, en það eru samt ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Það sem mætti leiða líkum að er þetta:
Hvað varðar bankamálin þá held ég að það megi segja að ef Ísland hefði verið í myntbandalagi Evrópusambandsins þá hefðu bankanir sennilega getað lifað aðeins lengur því þeir hefðu haft aðgang að meira lausafé (liquidity) frá Seðlabanka Íslands sem sennilega hefði haft stærri aðgang að lausafé gjaldeyrismarkaðs gegnum stærri gjaldeyrisskiptasamninga við fleiri seðlabanka. En þó aðeins í takt við skuldastöðu viðskiptabankana, og einnig aðeins í takt við greiðslugetu íslenska lýðveldisins. Það er ekki hægt að gefa út óútfyllta víxla þó svo að myntin heiti evra.
En á sama tíma hefði myndast gífurlegur pólitískur þrýstingur á íslensk stjórnvöld um að gefa út ótakmarkaða ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum bankakerfisins því í Evrópusambandinu fóru ríkisstjórnir út í það að yfirbjóða hverja aðra með ríkisábyrgðum. Ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki gert þetta hefðu íslensku bankarnir einfaldlega verið tæmdir, því fjármagnið leitaði jú þangað sem ríkisábyrgðirnar voru mestar og bestar. Þessi þrýstingur hefði þýtt það að ef bankarnir hefðu farið í svipað þrot og Roskilde Bank gerði þá sætu íslenskir skattgreiðendur núna með allar ábyrgðir á öllum skuldbindingum bankakerfisins í heild: öllum innistæðum, og öllum lánum á millibankamarkaði, öllum skuldabréfum og öllum skuldbindingum bankana við alla þeirra lánadrottna um allan heim. Ef þetta hefði orðið raunin þá hefðu bankarnir verið teknir yfir af ríkinu og allir hluthafar verið þurrkaðir út. Íslenska ríkið væri þá sannarlega orðið gjaldþrota núna, þ.e. ef það hefði verið í myntbandalaginu.
Þegar björgunarpakki ESB, eða réttara sagt, skortur á björgunarpakka, var ákveðinn af herra og frú G1 og G2 þ.e. Sarkozy & Merkel þá var Finnland ekki nógu stórt. En staðreyndin varð sú að það kom einmitt enginn sameiginlegur björgunarpakki. Hvert land þurfti að sjá um sig sjálft. En Finnland var samt ekki nógu stórt til þess að það tæki því að spyrja þá. Þeir fengu því fax. Finnar voru því miður ekki með neitt G-merki því þeir eru einungis Finnar.
Það berast núna þær fréttir að banki Kaupþings í Kaupmannahöfn sé aðeins brot þess virðis sem áætlað var fyrir aðeins nokkrum vikum. (Nu er prisen to milliarder for FIH Erhvervsbank). Rotnunin gerist hratt núna þegar verið er að sprengja bankabóluna (deflating & delverageing process). Þetta verður sársaukafullt ferli.
Þess má geta að grein CEPR segir einnig að ef sagan um hann Gosa okkar sé einhvers virði að þá sé nef breska fjármálaráðuneytisins orðið töluvert lengra en það var. Kanski er það orðið svo stórt og langt að það nái alla leið inn í hægri hlið breska þinghússins og svo út úr því aftur vinstra megin - a bloody nose
Niðurstaða
Það að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð og sjálfstætt ríki forðaði íslensku þjóðinni frá örlögum margfaldra Versalasamininga við erlenda lánadrottna bankanna. Klafi sem hefði sligað skattgreiðendur nútíðar og framtíðar. Okkur öll, börn okkar og börn þeirra og börn þeirra. En þökk sé sjálfstæðinu þá mun þetta ekki gerast. Þess vegna þarf ég ekki að borga þegar ég flyt mig og fyrirtæki mitt heim til Íslands með næstu vorskipum. Þú munt heldur ekki þurfa að greiða. En við þurfum þó öll að vinna við að bæta þann skaða sem óumflýjanlega verður.
En jafnvel sjálfsæðið getur ekki hindrað menn í að reka fyrirtæki sín illa og óábyrgt í skjóli frelsisins. Þess vegna þurfa fyrirtækin að fá að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri og fá að fara á hausinn gangi reksturinn ekki upp. Það er forsenda markaðsþjóðfélags okkar. Að breyta lánaáhættutöku bankana yfir í áhættu þjóðarinnar var sem betur fer stöðvað með virku vöðvaafli frelsisins - af Alþingi Íslendinga og af íslenskum stjórnvöldum. Sjálfstæðið virkar. It just plain works
Þetta varð ekki raunin hér í Evrópusambandinu. Núna eru mistök bankakerfisins í Evrópusambandinu orðin mistök okkar skattgreiðenda í Evrópusambandinu. Við skuldum núna það sem bankarnir skulda og það er einungis byrjunin fyrir okkur því svo þarf að endurfjármagna bankana á næsta ári og hýða stjórnendur þeirra opinberlega.
Bankarekstur næstu ára um allan heim
Fjármála og bankageirinn mun hörfa 30-40 ár aftur í tímann um allan heim og sérstaklega í ESB því þar gengur skuldabréfaútgáfa þeirra ekki eins vel og í Bandaríkjunum. Millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekkjum hann í dag. Fjármögnun verður eins og hún var fyrir átatugum síðan. Í ESB munu aðeins sterkustu og best fjármögnuðu stofnanir lifa af. Hvernig mun ESB takast á við þetta? Munu það eiga sér von?
Bankar í ESB eru núna að reyna að komast í gegnum lausafjárkreppu dagsins í dag, og það með risa-hjálp ríkisábyrgða og með risa-fjármagni frá ríkisstjórnum. Þegar þessi akút kreppa mun verða yfirstaðin þá mun þurfa að fjármagna bankana uppá nýtt því það verða settar miklu strangari kröfum um hærra eiginfé bankanna. Það mun flestum þeirra reynast mjög svo erfitt. Því munu þeir flestir deyja eða verða sameinaðir öðrum bönkum. Svo munu ríkisstjórnir ESB þurfa að fara út í stórkostlega skuldabréfaútgáfu og er þessi útgáfa nú þegar orðin mjög erfið fyrir mörg ríki í ESB. Það er alls óvíst að myntbandalagið muni þola þennan jarðskjálfta. Mestu erfiðleikarnir munu koma í ljós á næstu árum þar sem meðalatvinnuleysi í ESB mun hækka upp í 12-15% og því í 15-25% innan sumra ríkja ESB því húsnæðismarkaður er núna í frjálsu falli og á eftir að falla um 30-50% í sumum löndum. Þá verður ekki gott að hafa Ísland galopið með Shengen samningnum. Það verður hreint skelfilegt.
Það var enginn séns að íslensku bankarnir gætu staðið af sér þessar hörmungar. Enginn séns! Það vitum við núna og munum vita enn betur á næsta ári.
Grein CEPR
The collapse of Icelands banks: the predictable end of a non-viable business model
Tengt efni
Gengið á gullfótum yfir silfur Egils
Breytt mynd af ESB - höfuðstefna
Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata
Efnahagsleg borgarastyrjöld geisar í Evrópusambandinu
Ný-dönsk skattahækkun: Roskilde Bank Festival
Forsíða þessa bloggs
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 31.10.2008 kl. 08:10 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 0
- Sl. sólarhring: 32
- Sl. viku: 129
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 89
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Athyglisvert. Vill svo benda þér á Gunnar opið bréf til Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag eftir Víglund Þorsteinsson. Þar fjallar hann um rangtúlkun Þorsteins á kostum evrunar og bendir honum og lesendum Fréttablaðsins á frábæra bloggsíðu þína.
Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 21:38
Sæll Guðmundur og takk fyrir innlitið. Ég þakka Víglundi fyrir greinina. Hún er góð.
PS: Ég á eftir að lesa það sem Þorsteinn Pálsson skrifaði. Kanski mun ég koma með athugasemdir, en fyrst verð ég að borða aðeins meiri harðfisk (ég fékk nefnilega himnasendingu).
Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2008 kl. 23:57
ah það eitthvað almennilegt!
já þakka þér fyrir mjög athyglisverða grein. Eiginlega er það bara alveg frábært að fá svona analysis og/eða álit þitt og samantektir frá Danmörku. Ef eitthvað er þá tel ég það skerpa sýn þína á málin hér að ná örlítilli fjarlægð. Ef að það er þá hægt á internetsöld-:).
sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:11
Ég get ekki verið annað en sammála þér Gunnar, í meginatriðum ef ekki í smáatriðum.
Niðurstaðan af þessari hörmulegu ógæfu er, að bankarnir hlutu að falla fyrr eða síðar og að við höfum enga burði til að stunda alþjóðlega bankastarfsemi héðan af Íslandi. Ef aftur verður reynt að stunda alþjóðlega bankastarfsemi, verða höfuðstöðvar bankanna að vera erlendis, í EVRU-landi eða Bandaríkjunum. Hvers vegna voru hagfræðingarnir ekki búnir að átta sig á þessari staðreynd ?
Þau Willem Buiter og Anne Sibert nefna fjögur almenn atriði sem eru ávísum á banka-fall. Þau eru:
Þau Buiter/Sibert nefna einnig fimmta atriðið, þótt það sé ekki með í almenna listanum. Þetta er auðvitað hin svívirðilega atlaga Breta að efnahag okkar. Þau fara mjög sterkum orðum um gjörning Bretanna, þrátt fyrir að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti Bretskra stjórnvalda. Þetta verða allir að lesa:
Með tilvísun sinni til Gosa (Pinocchio) eru þau Buiter/Sibert að segja að fjármálaráðuneytið Bretska sé að ljúga. Þetta vitum við að er rétt og við vitum líka að fjármálakreppan og hin veika staða Íslands, gaf Brown/Darling tækifæri til að beita okkur glæpsamlegu ofveldi (thuggish behaviour).
Ég vil benda á, að þau Willem Buiter og Anne Sibert eru ákaflega hátt skrifaðir hagfræðingar. Ef leyni-skýrsla þeirra hefði verið birt, hefði ástandið verið núna betra hjá mörgum Íslendingum. Enginn hefði dirfst að draga niðurstöður skýrslunnar í efa. Þeir sem stungu henni undir stól, eru að mínu mati sekir um landráð.
Loftur Altice Þorsteinsson, 31.10.2008 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.