Leita í fréttum mbl.is

CEPR: Hrun íslenskra banka: ófært og gallað viðskiptalíkan

CERP (Centre for Economic Policy Research) birtir uppfærða útgáfu af áliti þeirra á því sem varð íslensku bönkunum að falli. Þetta er álit tveggja hagfræðinga og ber í hlutarins eðli einungis að túlkast sem einmitt álit. Hvort það er rétt eða ekki mun koma í ljós á næstu mánuðum og árum þegar eignasafn bankanna verður gert upp í peningum.

Kjarninn í grein CEPR er þessi

Það er alveg sama hvort Ísland hefði verið með í myntbandalagi Evrópusambandsins eða ekki ef bankarnir voru með slæma eignastöðu (solvency). Ef eignasafn bankanna var ófullnægjandi og stóð ekki undir skuldbindingum þeirra þá hefði evru-aðild ekki hjálpað þeim eða íslenska ríkinu. Hún hefði hugsanlega, og einungis hugsanlega, hjálpað til við að liðka lausafárstöðu þeirra. Evra hjálpar ekki uppá ófullnægjandi eignastöðu og vantraust. Það gera ríkisábyrgðir hinsvegar.  

Í ljósi nýjustu atburða fjármálakreppunnar hefur komið betur og betur í ljós að stjórnendur banka um allann heim hafa ofmetið eignasafn og eignastöðu banka sinna. Núna eru því bankar út um allan heim að feta í fótspor Roskilde Bank. Þetta eru bankar sem eru ekki fullir af eitruðum pappírum (e. toxic papers: eins undirmálslán og fleiri vafasamir og uppblásnir vafningapappírar eru oft kallaðir). En það sem varð Roskilde Bank að falli var það að eignasafn bankans rotnaði svo að segja undir fótum bankastjórnarinnar á fáum mánuðum. Þetta virðist einnig vera að gerast hjá þrotabúum hinna íslensku banka. Eignirnar falla í verði, meira og meira, og alveg í takt við hrun fjármálageira hagkerfa hins vestræna heims. Núna er það sveppagróðurinn sem mun éta upp eignasöfn fjármálastofnana um allan heim. Eignir þeirra voru (og eru enn) því stórlega ofmetnar þegar á reyndi.

Greinin segir

Ef við gefum við okkur þá forsendu að bankarnir áttu ekki fyrir skuldum, þá hafði ríkisstjórn Íslands um tvo möguleika að velja: 1) að gangast í ábyrgð fyrir skuldbindingum bankanna og bjarga bönkunum og þar með leggja þær byrðar á herðar skattgreiðenda. 2) að gera það sem Alþingi og ríkisstjórn Íslands einmitt gerði þ.e. að láta bankana fara á hausinn og láta þrotabú þeirra um að að standa undir öllum skuldbindingum annarra en þeirra lögbundnu skuldbindingar sem hvíla á tryggingasjóðnum, og sem ríkisstjórn hefur möguleika á að styðja við að fremsta megni. Í ljósi þess sem við vitum núna tók Alþingi og ríkisstjórn einu réttu ákvörðunina.

Þau lönd sem standa í svipaðri hættu, en þó umfangslega minni hættu, eru lönd bæði innan og utan evrusvæðis. Eðli áhættu þeirra er sú sama og blasti við stór-bönkum á Íslandi og við íslenskum stjórnvöldum

Sviss, Danmörk, Svíþjóð, Bretland - Írland, Belgía, Holland og Lúxemburg

Öll þessi lönd hafa takmarkaða möguleika og takmarkaða þjóðhagslega getu til að styðja við bakið á stórum bankageirum sínum - innan sem utan evru.

Svo mörg voru þau orð. Það sem er hægt að læra af þessu er það að gömlu reglurnar um fyrirtækjarekstur gilda ennþá. Hringrás er hringrás og tap er tap. Galdurinn við peninga er og verður alltaf: að hafa þá NÚNA ! Sama hvað myntin heitir

Er hægt að læra eitthvað af þessu?

Jú, það ætti að vera hægt, en það eru samt ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Það sem mætti leiða líkum að er þetta:

Hvað varðar bankamálin þá held ég að það megi segja að ef Ísland hefði verið í myntbandalagi Evrópusambandsins þá hefðu bankanir sennilega getað lifað aðeins lengur því þeir hefðu haft aðgang að meira lausafé (liquidity) frá Seðlabanka Íslands sem sennilega hefði haft stærri aðgang að lausafé gjaldeyrismarkaðs gegnum stærri gjaldeyrisskiptasamninga við fleiri seðlabanka. En þó aðeins í takt við skuldastöðu viðskiptabankana, og einnig aðeins í takt við greiðslugetu íslenska lýðveldisins. Það er ekki hægt að gefa út óútfyllta víxla þó svo að myntin heiti evra.  

En á sama tíma hefði myndast gífurlegur pólitískur þrýstingur á íslensk stjórnvöld um að gefa út ótakmarkaða ríkisábyrgð fyrir skuldbindingum bankakerfisins því í Evrópusambandinu fóru ríkisstjórnir út í það að yfirbjóða hverja aðra með ríkisábyrgðum. Ef ríkisstjórn Íslands hefði ekki gert þetta hefðu íslensku bankarnir einfaldlega verið tæmdir, því fjármagnið leitaði jú þangað sem ríkisábyrgðirnar voru mestar og bestar. Þessi þrýstingur hefði þýtt það að ef bankarnir hefðu farið í svipað þrot og Roskilde Bank gerði þá sætu íslenskir skattgreiðendur núna með allar ábyrgðir á öllum skuldbindingum bankakerfisins í heild: öllum innistæðum, og öllum lánum á millibankamarkaði, öllum skuldabréfum og öllum skuldbindingum bankana við alla þeirra lánadrottna um allan heim. Ef þetta hefði orðið raunin þá hefðu bankarnir verið teknir yfir af ríkinu og allir hluthafar verið þurrkaðir út. Íslenska ríkið væri þá sannarlega orðið gjaldþrota núna, þ.e. ef það hefði verið í myntbandalaginu.

Þegar björgunarpakki ESB, eða réttara sagt, skortur á björgunarpakka, var ákveðinn af herra og frú G1 og G2 þ.e. Sarkozy & Merkel þá var Finnland ekki nógu stórt. En staðreyndin varð sú að það kom einmitt enginn sameiginlegur björgunarpakki. Hvert land þurfti að sjá um sig sjálft. En Finnland var samt ekki nógu stórt til þess að það tæki því að spyrja þá. Þeir fengu því fax. Finnar voru því miður ekki með neitt G-merki því þeir eru einungis Finnar. 

Það berast núna þær fréttir að banki Kaupþings í Kaupmannahöfn sé aðeins brot þess virðis sem áætlað var fyrir aðeins nokkrum vikum. (Nu er prisen to milliarder for FIH Erhvervsbank). Rotnunin gerist hratt núna þegar verið er að sprengja bankabóluna (deflating & delverageing process). Þetta verður sársaukafullt ferli. 

Þess má geta að grein CEPR segir einnig að ef sagan um hann Gosa okkar sé einhvers virði að þá sé nef breska fjármálaráðuneytisins orðið töluvert lengra en það var. Kanski er það orðið svo stórt og langt að það nái alla leið inn í hægri hlið breska þinghússins og svo út úr því aftur vinstra megin - a bloody nose

Niðurstaða

Skjaldarmerki Íslands

Það að vera sjálfstæð og fullvalda þjóð og sjálfstætt ríki forðaði íslensku þjóðinni frá örlögum margfaldra Versalasamininga við erlenda lánadrottna bankanna. Klafi sem hefði sligað skattgreiðendur nútíðar og framtíðar. Okkur öll, börn okkar og börn þeirra og börn þeirra. En þökk sé sjálfstæðinu þá mun þetta ekki gerast. Þess vegna þarf ég ekki að borga þegar ég flyt mig og fyrirtæki mitt heim til Íslands með næstu vorskipum. Þú munt heldur ekki þurfa að greiða. En við þurfum þó öll að vinna við að bæta þann skaða sem óumflýjanlega verður. 

En jafnvel sjálfsæðið getur ekki hindrað menn í að reka fyrirtæki sín illa og óábyrgt í skjóli frelsisins. Þess vegna þurfa fyrirtækin að fá að bera fulla ábyrgð á sínum rekstri og fá að fara á hausinn gangi reksturinn ekki upp. Það er forsenda markaðsþjóðfélags okkar. Að breyta lánaáhættutöku bankana yfir í áhættu þjóðarinnar var sem betur fer stöðvað með virku vöðvaafli frelsisins - af Alþingi Íslendinga og af íslenskum stjórnvöldum. Sjálfstæðið virkar. It just plain works

Þetta varð ekki raunin hér í Evrópusambandinu. Núna eru mistök bankakerfisins í Evrópusambandinu orðin mistök okkar skattgreiðenda í Evrópusambandinu. Við skuldum núna það sem bankarnir skulda og það er einungis byrjunin fyrir okkur því svo þarf að endurfjármagna bankana á næsta ári og hýða stjórnendur þeirra opinberlega. 

Bankarekstur næstu ára um allan heim

Fjármála og bankageirinn mun hörfa 30-40 ár aftur í tímann um allan heim og sérstaklega í ESB því þar gengur skuldabréfaútgáfa þeirra ekki eins vel og í Bandaríkjunum. Millibankamarkaður mun hverfa eins og við þekkjum hann í dag. Fjármögnun verður eins og hún var fyrir átatugum síðan. Í ESB munu aðeins sterkustu og best fjármögnuðu stofnanir lifa af. Hvernig mun ESB takast á við þetta? Munu það eiga sér von?

Bankar í ESB eru núna að reyna að komast í gegnum lausafjárkreppu dagsins í dag, og það með risa-hjálp ríkisábyrgða og með risa-fjármagni frá ríkisstjórnum. Þegar þessi akút kreppa mun verða yfirstaðin þá mun þurfa að fjármagna bankana uppá nýtt því það verða settar miklu strangari kröfum um hærra eiginfé bankanna. Það mun flestum þeirra reynast mjög svo erfitt. Því munu þeir flestir deyja eða verða sameinaðir öðrum bönkum. Svo munu ríkisstjórnir ESB þurfa að fara út í stórkostlega skuldabréfaútgáfu og er þessi útgáfa nú þegar orðin mjög erfið fyrir mörg ríki í ESB. Það er alls óvíst að myntbandalagið muni þola þennan jarðskjálfta. Mestu erfiðleikarnir munu koma í ljós á næstu árum þar sem meðalatvinnuleysi í ESB mun hækka upp í 12-15% og því í 15-25% innan sumra ríkja ESB því húsnæðismarkaður er núna í frjálsu falli og á eftir að falla um 30-50% í sumum löndum. Þá verður ekki gott að hafa Ísland galopið með Shengen samningnum. Það verður hreint skelfilegt.

Það var enginn séns að íslensku bankarnir gætu staðið af sér þessar hörmungar. Enginn séns! Það vitum við núna og munum vita enn betur á næsta ári.

Grein CEPR 

The collapse of Iceland’s banks: the predictable end of a non-viable business model 

Tengt efni

Reykjavíkurbréf Morgunblaðsins: þriðja ríkasta þjóð Evrópu hefur ekki lengur efni á að vera sjálfstæð 

Gengið á gullfótum yfir silfur Egils

Ónýtir gjaldmiðlar

Breytt mynd af ESB - höfuðstefna

Alþjóðleg vaxtarstefna íslenskra stórbanka reyndist blindgata 

Efnahagsleg borgarastyrjöld geisar í Evrópusambandinu 

Ný-dönsk skattahækkun: Roskilde Bank Festival 

Forsíða þessa bloggs 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Athyglisvert. Vill svo benda þér á Gunnar opið bréf til Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í dag eftir Víglund Þorsteinsson. Þar fjallar hann um rangtúlkun Þorsteins á kostum evrunar og bendir honum   og lesendum Fréttablaðsins á frábæra bloggsíðu þína.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 30.10.2008 kl. 21:38

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Guðmundur og takk fyrir innlitið. Ég þakka Víglundi fyrir greinina. Hún er góð.


PS: Ég á eftir að lesa það sem Þorsteinn Pálsson skrifaði. Kanski mun ég koma með athugasemdir, en fyrst verð ég að borða aðeins meiri harðfisk (ég fékk nefnilega himnasendingu).

Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2008 kl. 23:57

3 identicon

ah það eitthvað almennilegt!

já þakka þér fyrir mjög athyglisverða grein. Eiginlega er það bara alveg frábært að fá svona analysis og/eða álit þitt og samantektir frá Danmörku. Ef eitthvað er þá tel ég það skerpa sýn þína á málin hér að ná örlítilli fjarlægð. Ef að það er þá hægt á internetsöld-:).

sandkassi (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég get ekki verið annað en sammála þér Gunnar, í meginatriðum ef ekki í smáatriðum.

Niðurstaðan af þessari hörmulegu ógæfu er, að bankarnir hlutu að falla fyrr eða síðar og að við höfum enga burði til að stunda alþjóðlega bankastarfsemi héðan af Íslandi. Ef aftur verður reynt að stunda alþjóðlega bankastarfsemi, verða höfuðstöðvar bankanna að vera erlendis, í EVRU-landi eða Bandaríkjunum. Hvers vegna voru hagfræðingarnir ekki búnir að átta sig á þessari staðreynd ?

Þau Willem Buiter og Anne Sibert nefna fjögur almenn atriði sem eru ávísum á banka-fall. Þau eru:

  1. Lítið efnahagskerfi (small country).
  2. Hlutfallslega stórir bankar.
  3. Eigin gjaldmiðill.
  4. Takmarkaður gjaldeyrisforði (fiscal capacity).

Þau Buiter/Sibert nefna einnig fimmta atriðið, þótt það sé ekki með í almenna listanum. Þetta er auðvitað hin svívirðilega atlaga Breta að efnahag okkar. Þau fara mjög sterkum orðum um gjörning Bretanna, þrátt fyrir að eiga á hættu að verða fyrir aðkasti Bretskra stjórnvalda. Þetta verða allir að lesa:

In addition, outrageous bullying behaviour by the UK authorities (who invoked the 2001 Anti-Terrorism, Crime and Security Act, passed after the September 11, 2001 terrorist attacks in the USA, to justify the freezing of the UK assets of the of Landsbanki and Kaupthing) probably precipitated the collapse of Kaupthing – the last Icelandic bank still standing at the time.

The official excuse of the British government for its thuggish behaviour was that the Icelandic authorities had informed it that they would not honour Iceland’s deposit guarantees for the UK subsidiaries of its banks. Transcripts of the key conversation on the issue between British and Icelandic authorities suggest that, if the story of Pinocchio is anything to go by, a lot of people in HM Treasury today have noses that are rather longer than they used to be.

Með tilvísun sinni til Gosa (Pinocchio) eru þau Buiter/Sibert að segja að fjármálaráðuneytið Bretska sé að ljúga. Þetta vitum við að er rétt og við vitum líka að fjármálakreppan og hin veika staða Íslands, gaf Brown/Darling tækifæri til að beita okkur glæpsamlegu ofveldi (thuggish behaviour).

Ég vil benda á, að þau Willem Buiter og Anne Sibert eru ákaflega hátt skrifaðir hagfræðingar. Ef leyni-skýrsla þeirra hefði verið birt, hefði ástandið verið núna betra hjá mörgum Íslendingum. Enginn hefði dirfst að draga niðurstöður skýrslunnar í efa. Þeir sem stungu henni undir stól, eru að mínu mati sekir um landráð.

Loftur Altice Þorsteinsson, 31.10.2008 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband