Miðvikudagur, 22. október 2008
Enn hrynur evran
Sælir kæru lesendur
Enn heldur evran áfram að hrynja
Evran er núna fallin um tæp 19% gagnvart Bandaríkjadal á þrem mánuðum og um heil 19.27% gagnvart japanska yen á aðeins 22 dögum. Fréttaskýrendur, fjárfestar og peningamenn ræða núna sín á milli hvað muni verða eftir og uppistandandi á fjármálamörkuðum árið 2010. Þeir vilja vita hvar þeir eiga að geyma fjármuni sína núna. Spurningin um hvort evra verði ennþá til árið 2010 er meðal þessara spurninga. Það er því mikill stöðugleiki á þessari stöðugleika-mynt. Ég velti vöngum yfir því hvort svona stór mynt hafi nokkurntíma fallið eins hratt áður? Þetta mun gera nauðsynlega vaxtalækkun erfiðari fyrir seðlabanka ESB. Nú er því töluverð hætta á "stagflation" í ESB
En það fellur fleira en evra. Flestir hlutabréfamarkaðir Evrópu voru blóðrauðir í dag. Dagurinn í dag er næstversti dagur nokkurntíma í kauphöllinni í Kaupmannahöfn. Skuldabréfamarkaður húsnæðislána í Danmörku á í miklum erfiðleikum með að skaffa fjármögnun fyrir danska húskaupendur á viðráðanlegum kjörum. Búist er við að þessi markaður muni sprengja stóra holu í ársreikninga Danske Bank á næstunni. Hlutabréf vindmylluframleiðandans Vestas misstu næstum 1/4 af verðgildi sínu í dag
Staðan á húsnæðismörkuðum í Evrópu er sú að þessi markaður á eftir að krefjast mun meiri fórna og skakkafalla en hin vel þekktu bandarísku undirmálslán hafa skapað fram að þessu. Fréttir berast af miljón tómum íbúðum á Íberíuskaga, 300.000 tómum íbúðum á Írlandi og grafalvarlegu ástandi á fasteignamörkuðum fleiri landa í Evrópu
Nú held ég að þetta sé að verða mörgum ljóst. Sú uppsveifla sem við höfum séð undanfarin ár mætti kalla fyrir bankabóluna. Upptök hennar mun ég hugsanlega reyna að fjalla um seinna. Að magra mati eru böndin farin að berast að vissum stjórnmálamönnum í BNA sem þvinguðu fjármálastofnanir til að veita þeim húsnæðislán sem ekki áttu að geta fengið svona lán undir venjulegum forsendum ásmt lélegu áhættumati lánastofnana í Evrópu. Óheilbrigt áhættumat lánveitenda ásamt illa reknum bönkum og fjármálastofnunum blésu upp fasteignabólur - bólur og bólusóttir. Núna erum við að borga brúsann. Þetta hrun verður kanski síðar hægt að kalla "hrun móralistanna". En englar hins hreina ríkisvalds eiga sér dýrðardaga núna, svo mikið er víst. Komma-væðing fjármálakerfisins er hafin hér í Evrópu, og jafnvel í Bandaríkjunum einnig. Þetta er vægast sagt pathetic!
150 dollara olíuverðið sem átti að vera komið til að vera. Nú er það 66 dollarar
En hvar mun olíuverðið enda á næstunni. Mun það enda í 30 dollurum eða 35 dollurum. Ef svo fer þá meiga okkar kæru frændur í Noregi fara að biðja bænirnar, hækka stýrivexti til að verja norsku krónuna og finna sig í miklum verðlækkunum á húsnæði.
Norska króna er núna fallin um tæp 30% gagnvart dollar á þrem mánuðum og hún er einnig fallin um 12% gagnvart evru á síðustu 7 vikum og um 7% gagnvart sænsku krónunni á sama tímabili
Hvernig munu málin þróast á næstunni? Það veit ég ekki. Hreint ekki.
Fyrri færsla: Evran fallin um 17%
Tengt efni:
Germany rejects idea of eurozone 'economic government': report
Gleðifréttir úr gamla heiminum í ESB
Evruspá Jyske Bank frá 4. júlí 2008: úrelt
Gullna hliðið lokast - gengishrun evru yfirvofandi ?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:31 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.11.): 20
- Sl. sólarhring: 28
- Sl. viku: 131
- Frá upphafi: 1387303
Annað
- Innlit í dag: 12
- Innlit sl. viku: 91
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hvað hefur krónan fallið um mikið?????
Jói (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 19:20
Jæja það er þó allavega eitthvað lán í óláninu. Ástandið er að verða jafnslæmt þarna úti og hér heima (ólánið). Vonandi kemur það í veg fyrir landflótta (lánið).
Fannar frá Rifi, 22.10.2008 kl. 20:00
Sæll Gunnar, svissnesku vogunarsjóðirnir skjálfa margir núna. Einn félagi minn stærðfræðingur er búinn að veðja á að dollarinn mun gefa hressilega eftir á næstunni. Það er ljóst að Evrulöndin eiga eftir að sjá fram á erfiða tíma á næstunni og það er mikil óvissa í öllu sem heitir lántökur og fyrirgreiðslur því trautið er ekki til staðar. Miðað við samstarf stóru ESB þjóðanna þá virðist evran samt flökta töluvert.
Guðmundur Helgi Þorsteinsson, 22.10.2008 kl. 20:55
Vinir okkar Rússar, vinir Ingibjargar Sólrúnar í Íran og vinir Ólafs Ragnars í Qatar hafa nú ákveðið að sjá til þess að þessari útsölu á olíu verði senn hætt. Hjá þeim liggur víst 60% af heimsframleiðslunni.
Rússar og Norsarar verða að fylla fjárhirslurnar svo þeir eigi aur til að lána okkur og Qatar og Íranir þurfa víst ekki lengur á auglýsingu að halda, enda bæði ISG og ÓR alveg staur.
Ragnhildur Kolka, 22.10.2008 kl. 21:05
Ha ha, þvílíkt rugl er þessi pistill, ástandið á Íslandi er tífalt verra en það sem þú tíundar hérna sem pathetic.
Jón Gunnar Bjarkan, 22.10.2008 kl. 21:58
Jón Gunnar:
En hver segir að það verði þannig um alla tíð? Ertu til í að ábyrgjast að evrusvæðið muni verða til eftir 5 ár? Hvað með að svara pistlinum efnislega í staðinn fyrir einhverjar blammeringar? Ef pistillinn er virkilega svona mikið rugl, hvers vegna ertu þá að hafa fyrir því að "kommenta" á hann? Hann hlýtur þá að dæma sig sjálfan ekki satt? Nema hann sé alls ekki rugl.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.10.2008 kl. 22:49
Gunnar, ég vil þakka þér góð skrif um þessi mál og hvet þig til að halda þessu áfram.
Jón Gunnar, er draumur þinn um hið óskeikula Evrópusamband að hrynja? Þolirðu ekki umræðuna á öðrum nótum en þeim trúarofstækisvaðli sem þið Evrusinnar haldið á lofti?
Veistu að leiðtogar ríkja Evrópusambandsins sem hafa tekið upp evruna sem gjaldmiðil tóku á móti Gordon Brown með lófaklappi í kjölfar þess að hann hafði knésett KB banka og sett okkur á hryðjuverkalista? Voru þeir bara svona ánægðir að sjá hann eða kannski þakklátir fyrir óhæfuverk hans í okkar garð?
England er ekki með evru og því var þetta allt mjög sérstakt svo ekki sé meira sagt. Fundurinn var nefnilega einungis ætlaður þeim ríkjum innan Evrópusambandsins sem hafa evruna sem gjaldmiðil. En fyrir einskæra tilviljun fékk Gordon Brown sérstak boð um að mæta á fundinn eftir að hafa tæklað litla Ísland.
Það er talið að leiðtogar Evrópusambandsins hafi séð, í heimskulegum aðgerðum Gordon Brown, tækifæri til þess að svínbeyja okkur inn í sambandið á afarkostum. Þeir lifa í draumnum...
DanTh, 22.10.2008 kl. 23:29
Sæl og blessuð öll og kærar þakkir fyrir innlitið
Guðmundur Helgi
Í mínum hugarheimi er ekkert sem getur stoppað fall evru núna svo ég býst sjálfur við að hún í fyrstu haldi áfram niður að 1.1 USD - 1.15 USD og stoppi þar smá stund og svo mun hún smáfalla áfram í langan tíma.
Við erum í bankakreppu í Evrópu núna => sem mun þróast í kreditkreppu => svo tekur Evrópsk húsnæðislánakreppa yfir og brennir margar fjármálastofnanir til grunna => og samhliða þessu öllu erum við komin í kreppu => sem svo mun vaxa í ECONOMIC SLUMP samhliða hruni á húnsnæði og ömurlegu massaatvinnuleysi. Það verður ef til vill hægt að hringja í einhvern í Evrópu eftir 24-30 mánuði.
Ragnhlidur
Þetta OPEC pjatt núna mun engu breyta um fallandi olíuverð. Þeir ráða 40% af markaðinum og hafa aldrei verið megnugir að byggja botn undir markaðinum. Þeir geta stundum aukið framleiðslu á háverðstímum => en þeir þurfa peningana sína núna því þeir eru að brenna upp út um allan heim svo það verður engin samstaða. Svo megi þeir drekka kaffi í friði. Ég trúi á 40-50 USD olíu innan skamms.
Daníel
Stórt takk og knús :)
Áfram Ísland !
We are not paying ! Take that!
Gunnar Rögnvaldsson, 23.10.2008 kl. 06:49
Áhugaverð lesning. Fínt þegar maður sér að fólk tekur sér tíma til að skoða kosti og galla annars gjaldmiðils áður en þeir taka upp mótmælaspjald og öskra "Burt með krónuna".
Gunnar (IP-tala skráð) 23.10.2008 kl. 11:25
takk fyrir góðar greinar.
bylting-strax.blog.is
Orgar, 23.10.2008 kl. 17:22
Hjörtur: Já ég skal fullyrða að Evran verði hér ennþá eftir 5 ár, meira að segja trúi ég því að á þessum 5 árum þá munu norðurlöndin vera byrjuð að undirbúa skiptingu yfir í evru og jafnvel Bretar líka. Þetta tal um hrun evrunnar er jafnfáránlegt og þegar dollarinn hrundi gagnvart öðrum gjaldmiðlum, þar á meðal evru síðastliðinn ár og menn byrjuðu að tala um að dollarinn væri brátt úr sögunni og menn myndu fara að taka upp gjaldmiðilinn Amero, sameiginlegan gjaldeyri USA, Kanada og Mexíkó.
Það sem er rakið hér í pistlinum er fáránlegt vegna þess að hér er verið að reyna kenna evruna um hvað sé hér á ferðinni. T.d hvað kemur danska kauphöllin evrunni við? Hvaðan kemur þessi kreppa upphaflega? Bandaríkjunum, hvað kemur það evrunni við?
Hrun á fasteignaverði er allstaðar í heiminum, en ástandið er betra á evrusvæðinu heldur en t.d í Bandaríkjunum. Hrun á fasteignaverði kemur til þess að undanfarin ár hefur verið slattinn allur af lausafjár til, svo menn voru fljótir að taka lán og kaupa eignir, skapa þannig meiri eftirspurn, keyra upp verðið, þegar verður skortur á lánsfjármagni þá gefur það augaleið að eftirspurnin minnkar og verðið falli. Út af því að nefnt var íberíuskagann í þessu pistli þá þekkjum við það af eigin raun hvernig íslendingar hafa keypt grimmt íbúðir á skaganum, núna þegar kreppir að hjá okkur þá eru íslendingar að reyna að selja til að koma eignunum í verð, þegar þú bætir við öllum bretum og norðurlandaþjóðum sem keypt hafa miklar fasteignir þarna á skaganum eru að selja líka það myndast offramboð af eignum á sölu og keyrir niður verðið.
Það kemur hinsvegar ekkert evrunni eða ESB við, það gerist allstaðar.
Jón Gunnar Bjarkan, 23.10.2008 kl. 22:36
Jón Gunnar Bjarkan
Það stendur: En það fellur fleira en evra.
Viltu að ég stroki út þá upplýsingu að evran sé að hrynja ? Líður þér þá betur? Eða má bara segja að evran sé galdrapappír sem leysir allt? og má bara segja að íslenska krónan hafi fallið vegna þess að magri vilja hana dauða því þeir halda að evran sé galdrapappír "stöðugleikans".
Evran er samt hrunin! Stöðugleiki evru er hruninn. Hvað á að segja íslendingum næst? Að þeir eigi að smíða mynt úr gulli? Já en gull er einnig hrunið.
Ein stærsta mynt heimsins er hrunin um næstum 20 prósent á nokkrum vikum. Það hefði þótt saga til næsta bæjar áður en galdrar "komu að" gjaldeyrismörkuðum.
Lesendur athugið: tuttugu prósent er svona mikið
* * * * * * * * * * * * * * * * * * * *
20 stjörnur
Með kveðju
Myntráðið
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 00:24
Það kemur hinsvegar ekkert evrunni eða ESB við, það gerist allstaðar.
Jón Gunnar Bjarkan segir að hrun á fjármálamörkuðum, og á húnsæðismörkuðum, og á grunn-efnahagsstærðum, og trú markaðarins á til dæmis mynt myntbandalaga hafi ekkert með gjaldmiðla að gera.
Þetta er gott að vita fyrir alla þá sem spá í að skipta út mynt sinni og taka mynt annarra í notkun og þá sérstaklega mynt ESB. Þetta kemur evrunni ekkert við. Þessvegna er þér óhætt að gleyma henni. Þetta er satt og rétt. Þetta kemur myntinni ekkert við. Það eina sem skiptir máli eru hagstærðir þess efnahags sem á að bera upp myntina.
Now let's go to work.
Merkilegt að dollar skuli ekki vera hruninn, eins litlu máli og Bandaríkin skipta máli, samkvæmt váfréttum "allra". Fjármunirnir leita til öruggra staða á óvissutímum. Markaðurinn efast um að evran verði ennþá til eftir 1-2 ár. Þessvegna hrynur hún
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 00:41
Gunnar, þú ert dálítið að máta sjálfan þig hérna nokkuð afgerandi. "Markaðurinn efast um að evran verði ennþá til eftir 1-2 ár. Þess vegna hrynur hún," segir þú en á meðan hefurðu mikla trú Bandaríkjadollar að því er virðist.
Dollarinn og evran voru jafnsterk þegar evrunni var ýtt úr vör og tekinn í notkun. Meira segja eftir þetta rosalega "hrun" evrunnar, þá er samt hægt að fá 1,27 dollara fyrir 1.0 evru. Samkvæmt þínum bollaleggingum þá hefur því markaðurinn meiri trú á evrunni en dollaranum.
Síðan ferðu reyndar að haga þér kjánalega og leggja mér orð í munn um "að hrun á fjármálamörkuðum, og á húsnæðislánum, og á grunn-efnahagsstærðum, og trú markaðirins á til dæmis mynt myntbandalaga hafi ekkert með gjaldmiðla að gera". Hvar sagði ég þetta?
Ég útskýrði bara hvað stendur á bak við t.d fall á fasteignaverði á Íberíuskaganum með þeim hætti sem ég gerði og stend fyllilega við það, enda hefurðu ekki gert tilraun til að rekja það til baka. Reyndar sá ég ekki þessa línu: "En það er fleira en bara evran sem hrynur" og þannig hélt ég að þú værir að kenna evrunni um fall á hlutabréfamörkuðum í Danmörku.
Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 03:17
Með gjaldmiðilinn.
Þú segist vera á þeirri skoðun að gjaldmiðill skiptir engu máli, ókei ef þú vilt vera svo einfaldur þá er það þitt mál. En það er ekki rétt að ég hafi sagt það. Það sem ég sagði var að það er ekki evrunni að kenna að fasteignaverð sé að lækka allstaðar í heiminum.
Fyrir alþjóðafjárfesta er það lítið tiltökumál að leggja íslensku krónuna í rúst, ekki gleyma því að George Soros knésetti Englandsbanka fyrir ekki löngu síðan. En mér þætti gaman að finna þá sem myndu ætla sér að gera atlögu að Evrópska seðlabankanum, Trichet myndi bara gleypa þá.
En það er ótrúlegt að þú skulir þræta fyrir það að gjaldmiðillinn okkar sé handónýtur eftir að bankakerfið nánast eins og það lagði sig hrundi á einni viku, sem er örugglega evrópumet ef ekki frekar heimsmet. Ekki bara það heldur er vart ekki hægt að stunda utanríkisviðskipti, fólk erlendis getur ekki tekið út nokkra þúsund kalla fyrir nauðsynjavörum, stýrivextir eru 3-5 sinnum hærri en í öðrum myntum, neysluverð er miklu dýrara hérna, verðbólga er samt meiri heldur en annarstaðar í evrópu. Þetta sýnir bara einfaldlega að það er ekkert hægt að koma vitinu fyrir ykkur hörðustu andstæðinga ESB og evrunnar.
Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 03:31
Sæll Jón Gunnar
Evran er fallin með -10.49% gagnvart yen einungis núna í morgun
Evran er fallin með -3.29% gagnvart dollar einungis núna í morgun
Þetta virðist vera handónýtur gjaldmiðill, greinilega - a.m.a.k samkvæmt rökum ESB-sinna
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 10:00
Á meðan OPEC drekkur kaffið í Genf
OLÍA
$65.31 2.53 -3.73% núna í morgun
C R U S H !
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 10:06
Var það nú reyndar ekki í Vienna.
Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 20:46
En skoðaðu aðeins það sem þú skrifaðir:
Varðandi það sem þú skrifaðir um fall evrunnar:
Evran er fallin með -10.49% gagnvart yen einungis núna í morgun
Evran er fallin með -3.29% gagnvart dollar einungis núna í morgun
Veit reyndar ekki hvernig staðan var í enda markaðar. Veit ég að bandaríski hlutabréfamarkaður féll um 10% í byrjun markaður en nokkrum klukkutímum seinna var hann allt í einu orðinn grænn og búinn að hækka um nokkur prósentustig, svo sveiflurnar eru miklar og ekki bara með evruna.
Og svo hitt að ef þetta "fall" evrunnar væri vegna vantrú á evruna þá hefði hann fallið mjög svipað gagnvart öllum gjaldmiðlum en ekki 10% gagnvart yeni og 3,7% gagnvart dollara.
Jón Gunnar Bjarkan, 24.10.2008 kl. 21:02
Og svo hitt að ef þetta "fall" evrunnar væri vegna vantrú á evruna þá hefði hann fallið mjög svipað gagnvart öllum gjaldmiðlum en ekki 10% gagnvart yeni og 3,7% gagnvart dollara.
Af hverju ?
Eru viss um að þú skiljir dansleik gjaldmiðla para heimsins?
DJ, S&P og INDU sem mæla NYSE og NASDAQ (yfirgnæfandi hluti allra hlutabréfaviðskipta í heiminum fara þarna fram) féll max um 5% í dagsins intratrade, ekki 10%.
Mesta fall hlutabréfavísitala í dag voru þessar:
OBX OSLO -10,14%
MICEX Moskva -13,59%
RTS (Moskva) - 13,68%
Bombay: BSESN - 10,96%
Indland NIFTY -12.20%
Seoul -10,57%
Nikkei -9,60%
Mestu FX (foreign exchange) sveiflur dagsins urðu þessar:
AUDJPY -11.20%
NZDJPY -10.59%
AUDUSD -7.92%
NZDUSD -6.83%
EURJPY -5.93%
CADJPY -5.78%
GBPJPY -5.27%
GBPAUD +5.22%
AUDCAD -5.20%
EURAUD +4.96%
CHFJPY -3.96%
USDJPY -3.38%
EURUSD -2.44%
USDCAD +2.37%
GBPUSD -1.95%
EURCHF -1.78%
Íslenska krónan hækkaði í gengi gagnvart sterlingspundi
Bandaríkjadalur 2.72%
Sterlingspund -1.61%
Dönsk króna0.56%
Evra 0.66%
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 21:55
.
. . . . og olían hrundi niður í kjallarann í kaffiklúbb OPEC. Þeir fundu hana varla enda er hún að hverfa
í $64.93 um 4.49 eða um 6.47%
C R U S H !
glotta hér
Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2008 kl. 22:01
ECB mun nú verja Dönsku krónuna ef þess þarf.
Já Jón það er ERM II samkomulagið. Danmörk er búin að keyra fastgengisstefnu síðan 1982. Fyrst í gegnum ERM I við ECU og svo seinna í gengnum ERM II við EUR. ERM I og ERM II þýðir gagnkvæm binding beggja aðila.
Það er lítil hætta á að Danir taki upp evru. Það er búið að kjósa um það einusinni og verður sennilega ekki gert aftur á meðan andstaðan við ESB, lagasetningar og dómstóla ESB er svona mikil. ESB er nefnilega ekki gjaldmiðill, eins og svo margir íslendingar halda. En hver veit? Það er jú venjan að kjósa aftur og aftur um sama hlutinn þar til það kemur "rétt" út úr kosningunum hvað varðar ESB.
By the way Jón, þú varst að skoða verðgildi evru gagnvart dollar - það hefur fallið um 21% á síðustu þrem mánuðum eins og grafið sýnir, og féll um 2,44% í gær. Til að skoða verðgildi dollar gagnvart evru þá þarftu einungis að smella á "See EUR vs USD". Stundum borgar sig að hugsa - þá lyftist oft brúnin á grafinu og galdrapappír hættir að vera galdrapappír og verður að venjulegri mynt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2008 kl. 04:30
Með inngöngu í ESB fylgir sú ánauð að á okkur leggst mikil skattheimta í formi árgjalds upp á einn til tvo tugi miljarða. Hvar telja menn að það fé verði sótt, þ.e. úr hvaða sjóðum?
Hér eru svo spurningar til ykkar sem sjáið ekki sólina fyrir þessu sambandi.
Vitið þið hvað það kostar okkur að vera í Evrópusambandinu á ári hverju?
Vitið þið hvort það sé einhver tiltekin prósenta af þjóðartekjum eða eitthvað annað?
Ef árgjaldið er reiknað sem hlutfall af þjóðartekjum, veit þá einhver ykkar hver sú prósenta er?
Vitið þið af hverju stjórnmálamenn, sem vita þetta, forðast að nefna þá tölu sem okkur bæri að borga þarna inn á hverju ári í formi þessa gjalds?
Hér er eilítið innlegg frá Bjarna Harðarsyni um ESB og þá "samstöðu" sem ríkir þar milli þjóða í kreppunni. Ég veit að það stoðar lítið að ræða þessi mál við fylgjendur aðildar að ESB en læt skrif hans þó fara hér með sem innlegg í umræðuna.
Einangrunarsinnar og ESB aðild
Fyrir ári síðan bar mikið á þeim rökum íslenskra bankamanna að ef landið væri hluti af ESB og myntbandalagi Evrópuþjóða væri öryggi íslensku bankanna með öðrum hætti. Nú þegar bankakreppan ríður yfir er ljóst að sú vernd sem menn töldu vera af Evrópska seðlabankanum er ekki fyrir hendi. Hvert ríki innan ESB reynir nú að bjarga sínu og samstaða þar er þverrandi.
Aðild Íslands að EMU hefði þannig einungis komið inn falskri öryggiskennd ríkisvalds og banka og þar með stefnt þjóðarbúinu í enn meiri voða en þó er orðinn í dag. Í annan stað er öllum ljóst nú að það er ekki síst fyrir tilvist EES samningsins sem fáeinum íslenskum fjárglæframönnum hefur tekist að koma orðspori okkar og hagkerfi í verri stöðu en nokkurn óraði fyrir. Þeir hefðu haft sömu og jafnvel enn háskalegri stöðu innan ESB.
Einangrun eða ESB
Meðal talsmanna aukins Evrópusamruna er oft og einatt teflt fram að þeir sem tala gegn slíku séu einangrunarsinnar. Þessi rök voru mjög notuð í umræðunni um EES samninginn sem keyrður var í gegn af ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokksins sáluga árið 1993. Framsóknarflokkurinn varaði þá við þeim samningi og taldi hann ganga gegn fullveldi þjóðarinnar. Í dag er því enn haldið fram að þeir séu einangrunarsinnar sem ekki vilja leiða þjóðina í Evrópusambandsaðild.
Hér eru mikil fornaldarsjónarmið á ferðinni því allt frá lokum miðalda hafa Evrópubúar vitað að álfa þeirra er harla lítill hluti af heimsbyggðinni. Nú við byrjun nýrrar aldar vita hagfræðingar og upplýstir stjórnmálamenn enn fremur að Evrópa er sá hluti heimsbyggðar þar sem hvað minnstir vaxtamöguleikar eru í verslun og viðskiptum. Viðbrögð gömlu heimsveldanna í Evrópu við þessari þróun er að einangra álfuna og byggja utan um hana tollamúra en opna fyrir aukin viðskipti milli ríkja innan álfunnar. Í reynd er þetta einangrunarstefna sem ekki er til farsældar fallin.
Bankakreppan nú er líkleg til að laska verulega þann samruna sem orðið hefur milli Evrópuríkja og því er jafnvel spáð að evran eigi erfitt uppdráttar á næstu árum. Ekki vil ég þó óska henni annars en góðs. En það er stór hætta á að kreppan nú leiði líkt og fyrri kreppur til aukinnar einangrunarstefnu allra iðnríkja og þar er fetað inn á slóð sem gömlu Evrópuveldin þekkja vel. Við Íslendingar eigum að vara okkur á slíkum viðbrögðum.
Heilbrigð milliríkjaviðskipti
Vitaskuld eru bankagjaldþrotin áfellisdómur yfir landamæralausum útrásarvíkingum. Við eigum því að endurskoða margt sem fylgt hefur hina svokallaða fjórfrelsi EES samningsins, einkanlega þar sem bönkum er gefinn laus taumur. En við eigum jafnframt að halda áfram að slaka hér á tollum og auka fríverslun okkar við sem flesta heimshluta. Hugmyndir um alþjóðlega fjármála- og viðskiptamiðstöð á Íslandi milli austurs og vesturs gátu átt meira erindi til okkar en nokkru sinni. En ekkert slíkt getum við þróað innan vébanda ESB. Þess vegna eru það öfugmæli hin mestu þegar ESB sinnar halda því fram að þeir séu hinir frjálslyndir alþjóðasinnar.
Ef vel á að fara verðum við Íslendingar að gæta þess eftirleiðis að innleiða ekki á færibandi lagasetningu ESB án þess að kanna til hlítar hvaða afleiðingar það hefur fyrir þjóðarbúið. Icesave-reikningarnir færa okkur heim sanninn um að ef gáum ekki að okkur mun enginn annar tryggja að lagaumhverfið samrýmist íslenskum hagsmunum.
Lúalegt kosningabragð
Undanfarin misseri hefur mikið verið rætt um þá kröfu að þjóðin fái að kjósa um mögulega ESB aðild. Á sínum tíma gerðu Framsóknarmenn og fleiri gagnrýnendur EES samnings kröfu um kosningar um þann samning en hlutu ekki til þess stuðning. Sumir af þeim sömu og nú tala fyrir kosningum um aðild beittu sér þá með öðrum hætti.
Komi til þess að þjóðin gangi að kjörborði um stöðu okkar í alþjóðasamfélaginu er full ástæða til að um leið fái hún að segja álit sitt á bæði Schengen samstarfi og EES samningnum. Svisslendingar sem þó hafa verið undir meiri þrýstingi en við að ganga inn i ESB náðu tvíhliða samningi við Brussel. Þar með eru þeir lausir undan að taka við lagafrumvörpum frá nágrönnum sínum. Með tvíhliða samningi gætu Íslendingar einnig komið sér út úr Shengen samstarfinu en með því mætti uppræta hér skipulagðar erlendar glæpaklíkur sem hreiðra um sig á Íslandi í skjóli fjórfrelsisins.
Vinsældakosning lýðveldis
Bankakreppan og mikill efnahagslegur samdráttur kann að auka tímabundið fylgi við ESB aðild og ef ekki er gætt sanngirni gætu Íslendingar lent undir Brusselvaldinu á sömu forsendum og Svíar. Þar í landi var andstaða við aðild almenn allt þar til landið lenti í gjaldþrotum banka. Þá skapaðist tímabundin vantrú á sænskt sjálfstæði og það lag gátu aðildarsinnar notað sér. Síðan þá hefur andstaðan við aðild aftur vaxið en leiðin út úr ESB er harla vandrötuð.
Það væri fráleitt og næsta lúalegt að ætla Íslendingum að kjósa um aðild á næstu misserum þegar landið allt er í sárum eftir fjárhagslega kreppu. Slík kosning er öðru fremur vinsældarkosning lýðveldisins. Mikilvægt er að bíða uns fárviðri bankakreppunnar hefur riðið yfir Evrópu og eðlilegt ástand skapast. Margt bendir til að sú holskefla verði gömlu álfunni ekki síður erfið en Ísland er nú til muna fyrr til að lenda í þeim stormi.
Ef til vill mun okkar vakra og lítt vinsæla mynt og sveigjanlega kerfi einnig valda því að við verðum fyrri til að vinna okkur út úr kreppunni en þau lönd sem læst eru í þunglamalegar skrifræðiskrumlur Brusselvaldsins.
(Birt lítillega stytt í Fréttablaðinu 23. okt. 2008)
DanTh, 25.10.2008 kl. 13:20
Ekki má heldur gleyma því að Ísland mun sækja helling allan af styrkjum til ESB sem kemur á móti þessum framlögum, t.d til landbúnaðar og landsbyggðarmála.
Daníel: Ertu virkilega svona mikill kjáni að halda að Evruríki hafa tekið á móti Gordon Brown með lófataki út af því að hann átti í deilum við Íslendinga.
Ef að ESB vildi svínbeygja okkur inn í sambandið eins og þú heldur fram væri það lítið vandamál, 70% af okkar útflutning fer til ESB.
Þessi grein Bjarna er varla svaraverð, hún er svo vitlaus. Maðurinn er að bera saman það sem er að gerast á Íslandi við það sem er að gerast í Evrópu. Menn eins og hann eru týpískt dæmi um íslenska stjórnmálamenn sem telja sig hafa einhvers konar séþekkingu á ESB sem kollegar hans í Evrópu búa ekki yfir. En staðreyndin er sú að íslenskir stjórnmálamenn eru langt á eftir öðrum kollegum sínum í Evrópu.
Jón Gunnar Bjarkan, 25.10.2008 kl. 20:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.