Leita í fréttum mbl.is

1950 aftur - hvað næst?

Gegni hlutabréfa í bandaríska General Motors bílaframleiðandanum féllu svo mikið í gær að gengi þessara hlutabréfa hefur ekki verið lægra síðan 1950. Fallið í gær var svo öflugt að líta þarf til 1930 til að sjá annað eins fall á einum degi. Ástæðan fyrir fallinu eru aðstæður á fjármálamörkuðum ásamt nýrri skýrslu sem sýnir að sala fyrirtækisins í Evrópu hefur fallið óslitið síðustu 9 mánuði. En eins og allir vita þá skipta Bandaríkin ekki neinu máli lengur, eins og svo margir merkir menn í Evrópu hafa sagt núna í áraraðir - eða hvað? - svo varla mun þetta hafa nein áhrif utan Bandaríkjanna - eða hvað? Það starfa 263.000 manns hjá General Motors

Sam afleiðing af fallinu mörkuðum Bandaríkjanna í gær voru markaðir í Japan og í Asíu eldrauðir í nótt. Algert blóðbað varð. Fyrstu fleyin með eitruðum pappírum (e. toxic papers) í lestinni sökkva núna í Japan. Þannig varð japanska tryggingafélagið Yamato gjaldþrota í nótt. Þetta er fyrsta stærri japanska fjármálastofnunin sem verður hinni alþjóðlegu fjármálakreppu að bráð. Hjá Yamato störfuðu 1.000 manns

Gengi peso

Peso - mynt 110 miljón manna þjóðar 

Mexíkó átti í erfiðleikum með að halda uppi eðlilegum gjaldeyrisviðskiptum í gær. Markaðurinn hafði ekki trú á Peso og enginn vildi kaupa eða eiga mynt mexíkönsku þjóðarinnar sem telur 110 miljón manns. Peningarnir flúðu yfir til myntar Bandaríkjanna. Gegnið peso gangvart dollara féll um rúmlega 12% í gær. Á tímabili var fallið 15% innan dags

Efnahagur á evrusvæði kominn í kreppu?

Þjóðarframleiðsla evrusvæðis fellur og atvinnuleysi eykst. Atvinnuleysi á evrusvæði mældist 7,2% í mars mánuði en undanfarna mánuði virðist atvinnuástand hafa farið hríðversnandi því það mældist 7,5% núna í ágúst. Landsframleiðsla evrusvæðis féll um 0,2% á öðrum fjórðungi þessa árs og búist er við að fallið verði enn meira það sem eftir er ársins. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri mældist 14,9% í ágúst. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn (IMF) segir að útlitið sé einna verst fyrir lönd Evrópusambandsins

Danir uggandi vegna ástands á fjármálamörkuðum

Hlutabréf í stærsta banka Danmerkur, Danske Bank, hafa fallið frá gengi 273 til 92 á 18 mánuðum. Fallið á síðustu dögum hefur vakið ótta hjá Dönum um að björgunaraðgerðir dönsku ríkisstjórnarinnar hafi komið of seint og muni ekki duga til. Fjármagnið heldur áfram að fossa út af hlutabréfamarkaði og yfir í ríkisskuldabréf því markaðurinn dregur þá rökréttu ályktun að einungis ríkistryggðir pappírar séu tryggir. Þetta er slæmt fyrir fjármálageirann því ef eigendur fjármálastofnana (hluthafarnir) álykta að eignir þeirra séu lítils virði þá boðar það ekki góða tíma fyrir bankarekstur. Í dag munu margir Danir reyna að læsa föstum breytilegum vöxtum á húsnæðislánum sínum, því útlit á skuldabréfamörkuðum er hreint ekki gott

Bólur

Loksins! - grunnstærðir aftur 

Fjármunirnir leita nú til þeirra landa sem bjóða annaðhvort bestu ríkisábyrgðir til handa deyjandi fjármálageirabólu (meiri skattpíning) eða bestu framtíðarhorfurnar fyrir grunnrekstur og grunnstærðir hagkerfanna (fundamentals) - loksins! Ég ætla að velja grunnstærðirnar og ekki kirkjugarðinn

Lettland - engin evra?

Lettar fá ekki evru í þetta skiptið vegna fjárlagahalla og verðbólga er þar of mikil. Því munu dyr himnarkíkis ekki opnast fyrir Letta fyrr en í fyrsta lagi árið 2013, ef þá evran verður til þá. Lettar munu því áfram að berjast í þeirri von - eða hvað?

Í dag 

Það er allt útlit fyrir að markaðir í Evrópu muni þurfa að biðja bænir sínar í dag. Það er því uggur í mörgum. Varla að menn nenni lengur að tala um Ísland


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband