Þriðjudagur, 23. september 2008
Staksteinar spyrja hvað sé eðlilegt
Kæru lesendur. Staksteinar spyrja hér hvað sé eðlilegt og óeðlilegt.
Er óeðlilegt að fólk vilji tala um gjaldmiðilinn, þegar hann hoppar og skoppar í ólgusjó fjármálamarkaðarins?
Já það er óeðlilegt þar sem það var þjóðfélagið sem kom hoppinu og skoppinu af stað, einnig með hjálp hins hnattvædda fjármálakerfi heimsins. Það var ekki krónan sem fór að hoppa og skoppa af sjálfsdáðum, var það? Hefur krónan sitt eigið líf eða er það þjóðin sem hefur sitt eigið líf? Það líf sem hefur skapað verðmætin sem bera krónuna og sem hefur gert Ísland að þriðja ríkasta landi Evrópu, beint fyrir framan nefið á Brussel og gjaldmiðli þess, henni evru og ecu. Mörgum til mikillar gremju hérna í útlöndum því þeir vilja láta líta svo út fyrir að enginn geti þrifist án Brussel. En Ísland er ekki undantekning. Norðmenn eru þarna einnig ásamt Sviss. Þrjár af ríkustu þjóðum Evrópu, svo er einnig allur heimurinn í víðbót. Hérna erlendis hefur engum dottið í hug sú abstrakt hugmynd að efnahagsmálin á Íslandi séu undir því komin hvað gjaldmiðillinn heitir. Hér horfa menn á hagstærðir Íslands, og á sjálft efnahagslíf þjóðarinnar
Það er því óeðlilegt að tala ekki um hamar sem hamar og um skóflu sem skóflu. Þetta er alveg eins og Davíð Oddsson sagði: "hér heima segja snillingarnir að þetta sé gjaldmiðlinum að kenna". Og nú eru Staksteinar að segja að það sé eðlilegt. Þjóðhagfræði er ekki sálfræði. Það vinna því engir sálfræðingar í Seðlabankanum. Það væri nefnilega óeðlilegt
Er óeðlilegt að fólk vilji tala um möguleikana á evru og ESB-aðild í góðan tíma, einkum og sér í lagi vegna þess að það tæki einhver ár að sækja og semja um aðild? Margir, sem vilja ræða þann möguleika, eru ekki haldnir þeirri firru að hann sé lausn til skemmri tíma
Já það er óeðlilegt því við vorum einmitt að útiloka gjaldmiðilinn sem ástæðu fyrir vanda þjóðarinnar, vanda sem einnig virðist vera vandi alls heimsins núna. Allir Íslendingar hafa alltaf vitað að úti í Evrópu væri til eitthvað sem héti Kola & stálsambandið, EB, EF, EU og allt þar á milli. Þjóðin hefur samt aldrei haft áhuga á að ganga í eitt eða neitt af þessum E-merkjum því hún er ekki landfræðilega bundin meginlandi Evrópu og þarf því ekki að búa við 80 milljón Þjóðverja og 60 miljón Frakka í túnfæti Íslands. Það er þarna hálft Atlantshaf og heill Norðursjór á milli. Þetta kom sér því vel í heilum tveim heimsstyrjöldum háðum á meginlandi Evrópu á síðustu 100 árum. Þetta veit þjóðin vel þó svo að Staksteinar séu búnir að gleyma því. Þjóðin hefur alltaf samið sig til þeirra hluta sem henni vantaði. Samið við aðrar þjóðir um nauðsynleg mál. Þetta er því ömurleg umræða og líkist helst herför gegn því sjálfstæða Íslandi sem ákvað að byggja framtíð sina á eigin forsendum sem byggja á eigin sjálfstæði. Það er til líf fyrir utan ESB, og það gengur bara ansi vel fyrir sig
Eru Staksteinar ekki þornaðir á bak við eyrun ennþá? Eða skvettist úr glösunum við erfidrykkjuna? Nema kanski að þetta hafi verið yfirskot - eða jafnvel hopp og skopp?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:32 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.11.): 11
- Sl. sólarhring: 33
- Sl. viku: 140
- Frá upphafi: 1387330
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ber að taka þennan pistil sem gaman eða alvöru? Ertu andvígur því, t.d., að Íslendingar búandi á klakanum fái að kaupa góðan og ódýran mat, eins og ég og þú? Finnst þér það eðlilegur og sjálfsagður hlutur að krónan hrapi gagnvart t.d. evru um tugi prósenta á "no time"? Eins og í ár?
Þú hefur mikla trú á fræðingum virðist mér. Hefur ekki aðal hagfræðingur seðlabankans heima á Fróni um einhver misseri eða ár lýst þeirri skoðun, að ávinningur þess að halda uppi sjálfstæðum gjaldmiðli sé minni en enginn. Og jafnframt, að þessi sjálfstæði gjaldmiðill auki fremur á sveiflur í þjóðarbúskapnum en að draga úr þeim?
Er ekki sjálfsagt að skoða málin og brjóta til mergjar hvað væri Íslendingum best til lengri framtíðar? Eða viltu banna allar umræður um málið?
Ágúst Ásgeirsson, 23.9.2008 kl. 12:12
Sæll Ágúst
Það ber að taka pistilinn sem áminningu um hvað er rétt og hvað er rangt. Það er rangt að segja að annar gjaldmiðill lagi efnahagsástandið þegar staða efnahags- og gengismálamála er einmitt afleiðing, og ekki orsök, aðgerða þeirra sem búa í hagkerfinu. Hagkerfið hefur ekki sjálfstætt líf. Það litast af aðgerðum þeirra sem búa í því.
.
Viltu kenna dollar um 2,5% fall hans í gær? Viltu kenna evru um 31% fall hennar í samfleytt 22 mánuði 1999-2001? Viltu kenna evru um 100% hækkun hennar frá 2002-2008. Viltu kenna ástralska dollar um fall 7% fall hans á síðustu 30 dögum? Viltu kenna evru um 15,6% verðbólgu Lettlands ? Hæstu verðbólgu í EES! Og þó eru Lettar með í ESB og með evru. Þetta er einmitt lýðskrum og það verður það síst minna ef hagfræðingar fara með það. Þeir eru hvort sem aldrei sammála um eitt eða neitt og hafa aldrei verið það. Menn þurfa einnig að hugsa, það er ekki nóg einungis að kunna.
.
Evran er fyrst og fremst pólitískt verkfæri og ekki hagstjórnartæki. Annars hefði hún aldrei komið. MItterand of Delores sáu fyrir því. ESB hefur aldrei megnað að gera eitt eða neitt sem þjóðirnar hefðu ekki sjálfar getað gert. ESB er orðið pólitískt verkfæri. Það er ekki fríverslunarbandalag, það er EFTA hinsvegar. Nei ESB er tollabandalag og er einnig önnumkafið sameiningarverkefni Evrópu í gegnum reglugerðir og pennastrik og efnahagslega þrýstistarfssemi. EF var ekki svona í upphafi en er orðið það núna. Það er orðið allt annað núna en þegar Danir kusu um að ganga í það. En Danir bera þau þungu örlög að þurfa að lúta að landfræðilegum aðstæðum sínum, annars væru þeir varla með í ESB. En svona enda felst áætlunargerðarverkefni embættismanna. Þeir ofmetnast og taka völdin af þegnunum.
.
Allt hjal manna um ódýrari mat á Íslandi, skyldi Ísland ganga í ESB, er einnig lýðskrum af versta tagi. Þetta er nákvæmlega sú sama umræða sem fer fram INNAN allra landa Evrópusambandsins. Markaðurinn mun alltaf taka það verð sem hann getur fengið. Íslendingar eru ríkastir og með mestann kaupmáttinn svo þeir borga mest og miklu meira en Rúmenar. Nema Íslendingar vilji vera á launum Rúmena? Vilja þeir það? Vilt þú það? Það þarf heldur ekki að ganga í ESB til að fella niður innflutningstolla á matvöru. Það er hægt með einu pennastriki.
.
Sjálfur vildi ég óska þess að þurfa ekki að greiða 85.000 ISK á mánuði fyrir hitaveitu, rafmagn, kallt vatn og frárennsli fyrir eitt einbýlishús á 150 m2. Allt þetta háa verð þrátt fyrir að ég kaupi 15 rúmmetra af beykibrenni og beri það inn í hús mitt á vetri hverjum til að spara við mig hitaveituna. Ég vildi að ég gæti borgað það sama og Íslendingar borga. En það væri lýðskrum af versta tagi ef ég heimtaði það og gæfi Dönum í skyn að þeir gætu það bara ef þeir segja það nógu oft í fjölmiðlum. Einnig vildi ég krefjast að þurfa ekki að greiða nærri þrefalt hærra verð fyrir bifreiðar miðað við Íslendinga. Og helst ekki einnig 63% í tekjuskatt og 43% í skatt af vaxtatekjum því þá greiði ég meira en 100% í skatt af þeim tekjum. En þetta væri einnig hið vesta lýðskrum því áratuga massíft atvinnuleysi í öllum eldri löndum ESB, svo og einnig stöðnun í hagvexti, hefur séð fyrir því að það verður ALDEI hægt að lækka þessa skatta aftur. Aldrei.
.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 23.9.2008 kl. 15:26
Algjörlega sammála þér Gunnar. !!
Dalurinn var fyrir stuttu síðan rétt um 70 kr svo fólk í BNA hefur þurft að lifa við lágt gengi svo mánuðum skiptir. Varla fóru þeir að huga að fasttengingu við EVRU eða ganga í ESB. Krónan hefur fallið töluvert upp á síðkastið en EVRAN á líka eftir að falla svo þetta mun allt jafnast út mjög fljótlega.
Jón V Viðarsson, 24.9.2008 kl. 00:33
Þakka þér, hressilegan og skoðanafastan pistil og ágæt svör. Þú ert rökfastur og greinilega pælt mjög í þessum málum. Þú segir efnahagsstefnuna orsök þess að krónan hefur lækkað um 64-65% frá í október í fyrra.
En er hlutur bankanna og fyrirtækja í útrás enginn? Og einstaklinga sem tekið hafa erlend lán til fjárfestinga í húsnæði o.s.fr.v? Og erlendra vogunarsjóða sem reynt hafa að tala krónuna niður í þágu eigin veðmála?
Ég er um margt sammála þér varðandi ESB og hef aldrei horft til þess sem einhverjar töfralausnar á vandamálum Íslendinga. Okkar ágæti forseti, Sarkozy, hefur m.a. viljað knýja á um að framleiðslustarfsemi innan sambandsins njóti meiri verndar gagnvart útlendri framleiðslu. Ekkert skafið utan af hlutunum! Hann minnir mig aðeins á íslenskan framsóknarmann (alveg í sama hvaða flokki hann er), sá mun aldrei fella niður verndartolla eða opna fyrir ódýrum erlendum mat með pennastriki.
Nú máttu ekki skilja mig sem svo að ég hafi eitthvað á móti framsóknarmönnum, þeir eru ágætir, en ég nota þetta orð yfir þá sem vilja einangra landið sem mest frá erlendri matvælaframleiðslu. En völd þeirra yrðu væntanlega að engu með inngöngu í ESB og þar með andstaðan við því að Íslendingar fái að kaupa ódýran og góðan mat, ef hann stendur til boða, sem þú segir engan veginn víst.
Varðandi matinn finnst mér það býsna athyglisvert að hér get ég fengið íslenska soðningu lægra verði en heima á Fróni. Frosinn þorskur, roðlaus og beinlaus, sneiddur í stykki beint á pönnuna. Og fleiri tegundir fiskjar. Í hentugum pakkningum, 3-4 bitar í hverri. Hjá Carrefour-verlunarkeðjunni er þetta yfirleitt handfærafiskur, aðallega af Suðurnesjunum.
Ég botna náttúrulega ekkert í þessu því þrátt fyrir að kílóið sé á innan við 10 evrur þá eru allir búnir að fá sitt; sjómaðurinn, fiskvinnslan, flutningafyrirtækin þar og hér, og loks kaupmaðurinn.
Þú berð þig aumlega undan danskri dýrtíð og skattapólitík! Og ert á því að Danir væru vart verr settir utan ESB. En eitthvað hlýtur nú að vera gott við að vera í Danmörku, miðað við hvað þú hefur ílenst þar.
Jæja, ég er kannski kominn nokkuð út fyrir efnið. Þakka bara enn og viðbrögðin við athugasemdum mínum. Þetta var hressilegur lestur. Ég á einfaldlega ekki svar við mörgum spurningum sem þú setur fram. Svosem eins og það hvort á Íslandi vilji menn vera með sömu laun og Rúmenar!
Ágúst Ásgeirsson, 24.9.2008 kl. 12:33
Ásgeir.
ISK hefur fallið um 37% gagnvart EUR síðan í byrjun október 2007. Ekki um þessi 64-65% eins og þú skrifar. Fall ISK gagnvart Sterling er ca 30% á sama tíma. Þetta er mjög svipað falli evru gangvart dollar á 22 mánuðum á sínum tíma.
Hvað ertu lengi að vinna fyrir matnum í Frakklandi eftir skatta, Ágúst? Það er það eina sem skiptir máli. Allur annar samanburður er óhæfur. Svo einnig: hvað kostar allt annað í Frakklandi, því varla eyða Frakkar öllum tekjum sínum í mat.
Annars þekki ég Frakkland rétt svona sæmilega því dóttir mín býr þar. Atvinnuleysi ungmenna undir 25 ára aldri í Frakklandi er núna um 18% (skólafólk ekki talið með). Því varð franskur tengdasonur minn að vinna launalaust í Frakklandi í sumar því það er eina leiðin til að komast inn á vinnumarkaðinn, þó svo hann sé á síðasta ári í verkfræðinámi. Þetta hjálpar að sjálfsögðu Frökkum við að halda verðlagi niðri. Einnig verða Frakkar að keppa við þýsk laun og þau hafa ekki hækkað neitt að ráði í næstum 10 ár. Heildar atvinnuleysi í Frakklandi er núna 7,5% og er í sögulegu lágmaki.
Ef íslenskir fiskframleiðendur geta ekki fengið betra verð í Frakklandi þá er það bara ergilegt. Þeir ættu því kanski að sækjast eftir betri mörkuðum með betri kaupmætti. En eins og ég sagði þá tekur markaðurinn alltaf það verð sem hann getur fengið. Fiskframleiðendur fá sennilega betra verð á Íslandi því þar er kaupmáttur meiri. En markaðurinn er bara ekki nógu stór á Íslandi til að hægt sé að selja allann aflann þar. Þessvegna er afgangurinn fluttur úr landi og seldur á mörkuðum annarra þjóða. Þá er gott að gengi gjaldmiðils Íslendinga sé samkeppnishæft því annars missa allir vinnuna á Íslandi og ástandið á Íslandi verður svona eins og í hinu hálf-komma-vædda Frakklandi þar sem stærð hins opinbera geira en einna hæstur í öllum heiminum og skattur Frakka kominn í himinhæðir eða í 42% hlutfalls af landsframleiðslu Frakka.
ESB hefur ekki fært Frökkum eitt gramm af velgengni. Það er afar auðvelt að halda hinu gangstæða fram. En þeir geta því miður ekki gert svo mikið við þessu því þeir eru bundnir hinum þungu landfræðilegu örlögum sínum,- að þurfa að búa í sama herbergi og 80 milljón Þjóðverjar. Þarna eru Íslendingar heppnir. Þeir geta því mun auðveldar smíðað sína eigin gæfu á steðja sögunnar. Það eru ekki allar þjóðir svona heppnar.
Þó svo að allir nágrannar mínir í næstu götu þurfi að ganga með hækjur, þá þarf það ekki endilega að þýða að ég sjálfur taki upp hækjur í minni götu. Ég vil helst ekki þurfa að ganga um með hækjur.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 24.9.2008 kl. 14:02
Fyrirgefðu Gunnar að ég skuli blanda mér í þessa umræðu, en ég hjó eftir því að þú fullyrðir að ISK hafi fallið um 37% gagnvart evru síðan í októberbyrjun 2007. Leyfist mér að spyrja hvernig þú færð það út?
Heimir Eyvindarson, 29.9.2008 kl. 14:41
Icelandic Króna (ISK) in Euro (EUR)
Sæll Heimir
Draga til sliders á réttar dagsetningar, þá færðu prósentu breytingar á milli dagsetninga (efst í hægra horni glugga). En athugaðu að tölur í sliders eru "adjusted prices" því þarna er allt reiknað live miðað við upphaf. Gengi augnabliksins stendur fyrir ofan gluggann. Svo geturðu flutt þig yfir landamærin og reiknað EUR í ISK
Annars er prósentubreytingaformúla á milli tveggja tímapúnkta svona:
(t1-t2)/t2 = X
Svo er einnig hægt að ná í gengistöflur í bönkum og rekina sjálfur út prósentubreytingar á milli tveggja tímapúnkta í t.d. töflureikni
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2008 kl. 15:30
Þannig að það að evran hafi kostað 85 krónur 1. október 2007 og 136 krónur daginn sem þú skrifar þessa færslu, sem er 60% sveifla, er þá bara einhvernveginn rangt?
Heimir Eyvindarson, 29.9.2008 kl. 16:24
Já því (86-136)/136 er -0,375 eins og allir vita sem kunna að reikna prósentubreytingar.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2008 kl. 17:07
En hvað sem öllum reikningskúnstum líður þá er það ófrávíkjanleg staðreynd að það kostar mig og þig rúmum 60% meira að kaupa evru út í banka dag, en 1. október 2007. Það sjá allir sem vilja sjá það, og kunna "venjulegan" prósentureikning.
Heimir Eyvindarson, 29.9.2008 kl. 17:32
Já Heimir, svo satt.
Sama sagan var þegar evru-búar voru að kaupa dollarana sína eftir að evran var búin að falla um meira en 30% þ.e. -30 :). Þeir voru álíka svekktir. Sama formúla. Þá kostaði dollarinn ásamt flestum örðum gjaldmiðlum einmitt svona svipað mikið meira en hann hafði gert áður en fallið hófst. Evrubúar voru æfir. En þá gladdist atvinnulífið í staðinn, því vörur og þjónusta framleidd á evru-svæði varð samkeppnishæfari við flest lönd heimsins og atvinnuleysi gat farið að minnka, því þá var það um ca. 10% á evrusvæði. En evran hélst bara ekki nógu lengi lág til að það gengi verulega að ná niður atvinnuleysi. Hún hækkaði svo aftur um 100% á næstu árum gagnvart dollar, sem er algerlega skaðlegt. Hún er alltof há núna og hún kom einnig á vitlausu gengi inná markaðinn frá upphafi, vilja margir meina núna (baksýnisspegillinn).
Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2008 kl. 18:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.