Leita í fréttum mbl.is

Duglausasti forseti allra tíma

Kæru lesendur 

Nokkur lykilorð lausnar fármálakreppunnar

  • BNA-ríkið fjárfestir, en eyðir ekki
  • Fjárfesta peningum til að kaupa frosnar eignir í bókhaldi fjármálastofnana
  • BNA-ríkið -> kaupir eignir -> heldur eignum -> selur eignir
  • Nýyrði: vandræðaeignir
  • Ríkið tekur svarta pétur (vandræðaeignir) út úr bókhaldi fjármálastofnana, heldur þeim, og selur þær síðan aftur, með hagnaði þegar heilbrigð verðmyndun kemst aftur í lag og áhlaup á fjármálakerfi heimsins mun því stoppa
  • Sjúkdómseinkenni fármálakreppunnar hófu feril sinn í Þýskalandi, svo í Frakklandi, svo í Bretlandi, svo í Bandaríkjunum
  • Markaðir eru skilvirkir til lengri tíma litið, en geta verðið óskilvirkir til skamms tíma litið

Duglausasti forseti allra tíma

Núna fer "duglausasti forseti" allra tíma út og tekur til hendinni í markaðinum á 15 dögum. Þetta er fjárfesting Bandaríkjanna í framtíð sinni, og ekki neysla eða eyðsla. Ríkið fer út með innkaupavagninn á brunaútsölu skuldapappíra heimsins - kaupir upp þessar vandræðaeignir á brunaútsöluverði og skapar þar með nýjan verðlagsgrundvöll sem, eins og er, því miður er horfinn í öngþveiti, skelfingu og áhlaupi á velreknar og stöndugar fjármálastofnanir um allan heim. Þetta er áhlaup á fjármálakerfi heimsins (run on the financial system). Enginn banki, fjármálastofnun eða fjármálakerfi í heild sinni þola svona áhlaup, sama hversu vel þau eru fjárvædd og vel rekin. Traustið verður að vera grundvöllur viðskipta. En hér er það traustið sem er horfið á bálkesti óvissunnar. Heildar skuldsetningarhlutfall (leverage ratio / gearing) hjá stærstu bandarísku fjármálastofnunum er þó mun lægra en hjá stærstu fjármálastofnunum í Evrópu. En þessar aðgerðir Bandaríkjamanna munu vonandi einnig koma þeim til góða.

Upphæðin sem bandaríska ríkið ætlar að nota til að kaupa upp vandræðaeignir, halda þessum eignum, - og bíða eftir að eðlileg verðmyndun þessara eigna komi aftur í markaðinn, til þess svo að geta selt þær aftur, og vonandi með hagnaði, - er dálítið stór, enda eru þessar eignir í eigu alls heimsins. Þetta er þó ekki nema ca. 68% meira á hvern þegna í Bandaríkjunum en sú upphæð sem danska ríkið tók á sig (á hvern íbúa hér í Danmörku) við yfirtöku danska ríkisins á Roskilde Bank núna um daginn. En þegnarnir í Bandaríkjunum verða þó mun fljótari að vinna fyrir þessu, ef til kemur, því þjóðartekjur á mann í BNA eru mun hærri en í Danmörku. Þessir 700 miljarðar dollara eru um það bil 2.310 dollarar á hvert mannsbarn í Bandaríkjunum. En hér í Danmörku hóstaði enginn alvarlega yfir þessu, því hér er ríkið svo stórt hvort sem er, að hverjum er ekki sama um að enn einn bitinn sé rekinn ofaní hálsa okkar skattgreiðenda hér í himnaríki risa-ríkisútgjalda ESB-landa.

Vonandi virkar þetta, en það eru þó ekki allir sannfærðir um það. En þetta er þó sennilega betra en að gera ekki neitt. Að fjárfesta í sjálfum sér og í sinni eigin framtíð. Borga til baka til þegnana. "Pay back time".

Sjúkdómseinkenni fjármálakreppunnar hófust í Þýskalandi, svo í Frakklandi, svo í Bretlandi og ná svo hámarki í Bandaríkjunum og verða nú vonandi einnig barin niður í Bandaríkjunum. En svo er Evrópa eftir, með fasteignamarkaði í frjálsu falli, og seðlabanka ESB sem er næstum verri en enginn, og með efnahag ESB á leiðinni inn í enn eina kreppuna í viðbót. ECB horfir bara á og getur lítið aðhafst. Hvað mun gerast með Fortis, Deutsche Bank og Barclays á næstunni? Það verður fróðlegt að sjá. Mun þetta einnig redda þeim?

Uppfært: mánudags morgun: Belgíski Fortis bankinn hefur nú verið þjóðvæddur að 49% hluta til. Ríkisstjórnir Belgíu, Hollands og Luxemburg taka á sig 49% af skuldbindingum bankans. Fortis hefur ástamt dótturfélaginu ABN Amro rekið 2500 útibú í Evrópu í samvinnu við Royal Bank of Scotland. Financial Times skrifaði í gær að á meðan fjármálaráðherra Þýskalands, Peer Steinbrück, jarðaði Bandaríkin í skál-ræðu sinni í síðustu viku, þá væri sú staða komin upp í Evrópu að ESB og ECB hefur ekkert kerfi til staðar til að bjarga risafílunum sem standa fastir í kjafti fjármálageira Þýskalands og Frakklands - of stórir til að bjarga. FT skrifar einnig að þegar flugvélar fjármálaráðherra evrusvæðis munu loksins ná að lenda á hausnum fyrir framan bygginguna í Brussel verða fjármálakerfi evrusvæðis löngu hrunin saman. H. Paulson bauð Evrópumönnum að vera með í BNA-pakkanum, en nei, því máttu Evrópumenn ekki vera að, þeir voru svo uppteknir við að skála fyrir jarðarför Bandaríkjamanna. Nú eru því tímar hankí pankí lausna runnir upp fyrir fjármálakerfi evrusvæðis og ESB. (Paulson’s problem presents lessons for us all) 


Ljósgeisli skattalækkana á sögulegum bakgrunni fjallkonu Íslands

Glöggir bloggarar á Morgunblaðs-bloggi

Glöggir bloggarar hér á okkar kæra Morgunblaðs-bloggi hafa bent á að þetta fordæmi Bandaríkjamanna gæti hugsanlega skapað grundvöll fyrir næstu stóru bólu í hagkerfum okkar, nefnilega risavaxinni RÍKISBÓLU. Ef svona bóla myndi skapast á Íslandi þá er mikil hætta á að sá mikli framgangur sem hefur átt sér stað undir verndarvæng frjálslyndra stjórnmálaafla á Íslandi, og sem hófst með fyrstu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar, verði stöðvaður og hagkerfi Íslands sett í afturábak gírinn. Gírinn sem myndi vinda ofan af stórglæsilegum árangri íslenska hagkerfisins. Hér er um að ræða stórkostlega aukingu í tekjum þjóðarinnar í gegnum mikinn hagvöxt. Þessi hagvöxtur hefur skapað grundvöll fyrir 50% aukningu í einkaneyslu á síðustu 10 árum - og það á meðan Danmörk upplifði 20% aukningu og Þýskaland 0.00% aukningu í einkaneyslu á þessum síðustu 10 árum. Þessu hefur svo fylgt heil 80% aukning í kaupmætti hvers einasta þegna á Íslandi frá árinu 1994 til 2007 (verðbólga hreinsuð út)

Og svo eru menn að kvarta? Kæru stjórnmálamenn, vinsamlegast spinnið ekki pólitískt gull á þessum vandræðum frjálsra markaða. Markaðir eru nefnilega skilvirkir til lengri tíma litið, en geta verðið óskilvirkir til skamms tíma litið. Þetta "til skamms tíma" þarf því að lagfæra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Hjartans þakkir kæri bloggvinur fyrir góðan og þarfan pistil.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.9.2008 kl. 01:44

2 identicon

Áhugavert Gunnar.

Langar að benda þér á þessa grein hér http://www.newsweek.com/id/161199

til skemmtunar.

Jóhann F Kristjánsson (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 09:28

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Takk fyrir innleggin


Jæja þá minnkaði óvissan mikið. Glitnir okkar góði banki barðist hart og hetjulega, en því miður logaði allur geirinn í kringum þá svo það reyndist einum of erfitt að verjast í svona gersamlega ómögulegu ástandi. En það góða er að það var allt í lagi fyrir Íslendinga að fara úr fötunum núna því allir hinir úti í hinum stóra heimi voru orðnir allsberir löngu á undan þeim. Núna hlakkar því aðeins minna í opinberu skaðafryggðinni hérna þar sem ég er í útlandinu.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2008 kl. 11:03

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eins og ég skrifaði í pistlinum fyrir ofan þá þolir enginn banki í heiminum að það sé gert áhlaup á þá. Staða Glitnis Banka getur hafa gerbreytst á innan við 48 klukkustundum. Breytst úr góðri stöðu í vafasama stöðu á tveim sólarhringum. Þetta erum við búin að sjá út um allt undanfarna 12 mánuði. Þessvegna er þessi fjármálakreppa svona svæsin. Það ríkir panic.

En Glitnir Banki er samt góður banki, hvað sem hver segir. Ég vona svo innilega að þeir komist út úr þessu heilir og höldnu og að ríkið getir dregið sig út þegar ástandið verður eðlilegt aftur. Það er svo mikil þekking um borð í Glitni Banka. Ég sendi Glitni mínar bestu samúðarkveðjur. Þetta er svo sárt.

Gunnar Rögnvaldsson, 29.9.2008 kl. 17:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband