Leita í fréttum mbl.is

Samskonar kjarnorkuvopn og Bandaríkin geyma í fimm Evrópulöndum

Hinn norski Glenn Diesen prófessor við Suðausturháskólann í Noregi ræðir hér við Douglas Macgregor fyrrum skriðdrekasveitarforingja og aðalráðgjafa varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í stjórnartíð Donalds J. Trumps. Macgregor var lengi vel bjartasta stjarna Bandaríkjahers og talinn einn hinna fáu sem endurskipulagt gæti rekstur og uppsetningu hans, sem fyrir löngu orðið er hið brýnasta mál, því þar fossa fjármunir skattgreiðenda of mikið í ekki neitt. Bloggsíðu Macgregors má sjá hér

****

Bandaríkin geyma samskonar kjarnorkuvopn í Þýskalandi, Hollandi, Belgíu, Ítalíu, Tyrklandi og eru með tilbúna geymsluaðstöðu fyrir þau í Grikklandi

Er þá eitthvað nýtt í þessu?

Frá Rússlands og Hvítarússlands hendi er um að ræða meðal annars Iskander eldflaugar- og vagna og segir Moskva að geymsluaðstaða fyrir taktísku kjarnorkuvopnin verði tilbúin til notkunar í Hvítarússlandi þann fyrsta júlí í sumar, en að þjálfun áhafna hefjist þann þriðja apríl

Um er að ræða eitt bandalagsríki Rússlands á móti sex bandalagsríkjum NATO í Vinstri grænum

Einhvern veginn og einhversstaðar verða Rússar að mæta útþenslustefnu NATO og ESB. En þau voru vöruð við árið 2007, og stanslaust síðan, en létu ekki segjast. Ballið er því byrjað og nú verða þeir sem buðu upp í þennan dans að dansa hann, flestir berfættir og á brókinni eins og sést

Fyrri færsla

Þjóðin sem ekkert getur og ekkert kann [u]


mbl.is Flytur kjarnavopn til Hvíta-Rússlands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég er sammála þessum pistli. Eins og þú hefur réttilega skrifað um áður þá eru það Vesturlönd sem ljótasta sögu eiga hvað varðar beitingu kjarnorkuvopna, Hiroshima, Nagasaki að sjálfsögðu. Ef Pútín ætlar að njóta gífurlegra landgæða Úkraínu er eins gott að eitra ekki landið.

Svo eru það þessar fréttir um að Bretar senda Úkraínumönnum óhreinar sprengjur eða hvað þetta er kallað, sprengjur sem eru með úraníum í oddunum án þess að springa, en valda mengun sem drepa Úkraínumenn á löngum tíma! Hvílík svívirða gegn Úkraínumönnum að kalla það hjálp að senda þeim eitraðar sprengjur og geislavirkar sem skemma mest fyrir þeim sjálfum!

Hallur Hallsson skrifaði fróðlega grein um þetta. Vesturlönd gerðu þetta við Írak, sannarlega svívirðilegt athæfi hjá þeim.

Já, almenningur þarf að vakna og mótmæla allskonar vitleysu, og nota eigin dómgreind. Hingað til hafa næstum öll mótmæli verið vegna reiðra vinstrimanna sem sjá spillingu í hverju horni.

Þótt ég styðji náttúruvernd get ég raunar ómögulega skilið hvernig Þýzkaland ætlar að losna við orkukreppu með núverandi stefnu.

Ingólfur Sigurðsson, 26.3.2023 kl. 11:31

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ingólfur.

Ef það er eitthvað sem Rússum vantar ekki þá er það landsvæði og jarðnæði. Rússland er stærsti útflytjandi heims af hveiti, stærsti framleiðandi veraldar af byggi, bókhveiti, rúgi og höfrum og næst stærsti framleiðandi heims af sólblómafræjum.

En allt það má setja í uppnám með bæði leyndum og ljósum tilraunum til að ná til Rússlands í gegnum Úkraínu. Í nýlegu viðtali við ítalska dagblaðið Corriere della Sera, segir Angela Merkel að Kalda stríðinu hafi aldrei lokið vegna þess að þar tókst ekki að gera útaf við Rússland.

Klára virðist eiga það dæmi sem nasistum tókst ekki að klára 1941-1945. Um eins konar framhaldsnasisma gegn Rússlandi virðist því vera að ræða núna.

En því nær sem NATO mjakar sér upp að landamærum Rússlands í Úkraínu og víðar, því lengri verður fjarlægðin frá næsta fallbyssuhlaupi NATO-ríkjanna að vera frá Rússlandi, svona eins og handleggurinn á manni sem verst hnefahöggum frá manni með hnefann á framlengdum armi. Því langdrægara vopnasull sem NATO-ríkin bera sífellt nær landamærum Rússlands því lengri verður hlutlausa- eða einskismannssvæðið að vera á milli aðilanna.

Ekki skal ég reyna að gera mig klókan á því hvort að skriðdrekaskotfæri með oddi úr tæmdu úrani séu hættuleg heilsu manna og umhverfis. En ástæðan fyrir því að NATO-löndin nota þau er sú að það kviknar í skotmarkinu um leið. Þetta eru því eins konar eldsprengjur í leiðinni.

Það verða engin mótmæli á vesturlöndum svo lengi sem vinstrimaðurinn Jósef Biden er stríðsforseti. Svo kölluð friðarmótmæli á vesturlöndum beinast, og beindust, eingöngu gegn hægrisinnuðum ríkisstjórnum, og hér áður fyrr, þ.e. í Kalda stríðinu, voru þau oft skipulögð af KGB og gegnu vestrænir vinstrimenn þannig erinda kommúnistanna í Rússlandi.

En ef Vladímír Pútín forseti Rússlands væri hins vegar vinstrimaður þá væru Vinstri grændir á leið til upp að bandaríska sendiráðinu í dag og í gær og allt undanfarið ár. En Pútín er hins vegar hægrisinnaður íhaldsmaður sem hataði Sovétríkið sem Vinstri grændir elskuðu, þess vegna eru engin mótmæli. Bara mótsagnir.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2023 kl. 14:16

3 Smámynd: FORNLEIFUR

Allt er ávallt sniðið að hreppapólitíkinni á Íslandi. Svo eru líka komnar herskáar konur sem þykir skemmtilegt að heimsækja hermenn, líkt og sumum konum þótti slíkt í síðara stríði. Nú færa þær ekki blíðu í braggann, og heldur ekki kjarnavopn eða þotur, því utanríkisstefna Íslands hefur svo lengi verið sú sama og Bandaríkjanna. Það kemur út á eitt. Nú er þetta auðvitað enginn Jesúsdrengur sem þær heimsækja, þótt hann ljúgi því að hann sé konungur gyðinganna. Hann fær því ekki reykelsi og myrru. Reikninginn þurfa gyðingar að borga á endanum. Í staðinn færa þær það sama og Íslendingar fá í ríkum mæli: ergelsi og firru. En sá græni í Kív fær líka nokkra sokka. Hann er leikari og sér fljótt að þetta eru talentulausir kollegar sem koma frá Íslandi. Réttfarnar uppúr kjassamyndatökum í bunkernum gefur Zeli þeim tóninn: Helvítis gyðingar frá Íslandi. Eiga ekki einu sinni þotur - Vel að merkja nákvæmlega það sama og hann sagði um Bibi bláa í Jerúsalem.

FORNLEIFUR, 26.3.2023 kl. 14:58

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Vilhjálmur Örn.

Ég geri ráð fyrir að þú hafir séð þetta frá 2021 og þetta frá sama ári.

"Í staðinn færa þær það sama og Íslendingar fá í ríkum mæli: ergelsi og firru."

Vel að orði komist.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 26.3.2023 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband