Leita í fréttum mbl.is

II: Belglofti dælt í Bandaríkjamenn árum saman

VANBURÐA LOFVARNIR BANDARÍKJANNA

Árið 1960 skaut sovéski herinn U-2 njósnaflugvél Bandaríkjanna niður yfir Chelyabinsk í Rússlandi. Var það gert með S-75 skotflaug. Flaug þó bandaríska U-2 njósnavélin í 60-70 þúsund feta hæð og var síst af öllu hálf kyrrstæður loftbelgur, heldur flaug hún nálægt hljóðhraða. Héldu Bandaríkin þá, eins og nú, að Rússar hefðu engin vopn til að ráða við svona

S-75 surface-to-air missile system

En þá kom S-75 og dansaði sovéska U2-ballettinn á skýjunum, og sér í lagi í hinu fáránlega og óþarfa stríði Bandaríkjanna í Víetnam nokkru síðar

Heilum 63 árum síðar þarf bandaríski flugherinn að fljúga orrustuþotum meira en hálfa leið upp til kínversks loftbelgs í U-2 flughæð til að geta síðan þaðan skotið Sidewinder (nú belg)skotflaug á hann, en þær kosta hálfa milljón dala stykkið. Og ekki nóg með það; fleiri en eina orrustuþotu þurfti til áður en bardaginn langi við kínverska loftbelginn þann vannst. Kaninn hefði átt að fá lánaða eina sovéska MiG-25 frá 1970 því hún er sennilega ein hraðfleygasta og aflmesta bardagaklára orrustuþota sem nokkru sinni og hefur flogið. Hún gat flogið því sem næst út í geim, eða upp í rúmlega 92.000 feta hæð

Árum saman sendu Bandaríkin mörg hundruð slíkra loftbelgja inn yfir Sovétríkin. Ekki til að blása bandarísku lofti í brjóst Rússa, heldur til að svala þrálátri Rússahatursfýsn þeirra sem nú, einu sinni enn, sjá rautt þegar minnst er á veldi Rúriks og Ráðstofuna, og sem haga sér einu sinni enn eins og mannýg naut í flagi og á alþjóðavettvangi

BARA UFO

Í heila viku sýndu Kínverjar að þeir réðu sér sjálfir í einhverju sem úr vissri fjarlægð líktist kanadískri og bandarískri lofthelgi um helgi. Og ekki nóg með það þá lítur svo út að djúpríki Bandaríkjanna hafi árum saman logið því til að um geimverutækni frá öðrum sólkerfum væri að ræða (UFO) þegar bæði almenningur, fagmenn og svo kallaðir fjölmiðlar reyndu að fá skýringar á þessu meinta fyrirbæri hjá bakarastubbum Pentagons. En þar kom að því að kettinum var ekki lengur haldið í djúpríkispokanum í samsæri yfirvalda gegn almenningi. Þessir fljúgandi furðuhlutir öll þessi ár voru þá bara kínverskir loftbelgir fullir af hinum og þessum græjum sem Bandaríkin höfðu selt Kínverjum árum saman og sem NORAD hafði sagt svo seint sem viku áður að væru algjörlega meinlausir

"The Biden administration had apparently decided the UFO smokescreen was no longer compatible with the heightened geopolitical moment." – WSJ

Með köttinn úr sekknum var kínverski loftbelgurinn strax og óniðurskotinn búinn að fá njósna-viðurnefnið án þess að menn viti enn hvað í honum var. Þess vegna var hann látinn gossa í sjóinn því þá er hægt að segja almenningi hvað sem er um innihaldið, bæta því sem vantar við, eða draga úr því, til að þurfa ekki að skammast sín. Sjálfur tölvupóstþjónn Hillary Clintons fyrrum utanríkisráðherra Bandaríkjanna hefði til dæmis hæglega getað verið um borð í belgnum, fullur af alls konar vafasömum póstum, eða þá önnur fartölva frá syni Jósefs Bidens forseta, innihaldandi innborgunarkvittanir frá leppstjórn hans í Kænugarði. Kínverjar hafa alveg húmor. Til dæmis hafa þeir rekið kínverska lögreglustöð í New York án þess að bandarísk yfirvöld vissu af því fyrr en fyrir nokkrum dögum síðan

Njósna-viðurnefnið var strax tekið í notkun til að beina bandarískum almenningi í kínverska stríðsátt. Verið er að undirbúa jarðveginn fyrir nýju nautin í flaginu

II OG NÚ III

En svo kom næsta bandaríska vika og þá vandaðist málið: Hvíta húsið sem þá var komið inn í miðjan stríðsleik fyrir fjölmiðla, og samskonar innlenda loftbelgi, neyddist til að taka þotur sínar á loft á ný, en nú til að skjóta niður sinn eigin loftbelg sem reyndist gallaður og hafði ekki eins og svona belgir eiga að gera; svifið upp, sprungið og sent búnaðinn í fallhlíf til jarðar, með árituðu heimilisfangi og símanúmeri ásamt beiðni um að finnandinn láta vita eða sendi pakkann áfram til eiganda. Þannig hafa þessar loftbelgsferðir yfirleitt verið. Sára saklausar nema þá helst þegar um bandaríska vindbelgi er að ræða. Þarf því að skjóta þá niður

Fyrri færsla

NATO-staðan og útgjöld til varnarmála


mbl.is Fjórði óþekkti hluturinn skotinn niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta dreifir athygli frá Nordstream uppljóstruninni.

Guðmundur Ásgeirsson, 13.2.2023 kl. 17:50

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Guðmudnur.

Já - og frá ýmsu öðru.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.2.2023 kl. 20:20

3 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hver myndi ekki senda risastóran loftbelg yfir lönd til að njósna um þau? Njósnavél dulbúin sem tunglið sem allir halda að sé úr tómum osti.  Xi ping um himingeiminn hentist spenntur og núna er hann loksins lentur.

Fréttir um stórsigra Zelenskí segja manni að þeir eru að tapa stríðinu eins og þegar Göbbels Baghdad Bob hughreystu múginn. Nú þarf að æsa upp í nýtt kalt stríð til að halda maskínunni gangandi. Nú þegar miðausturlönd eru rjúkandi rúst eftir vopnaviðskiptafléttur undanfarinna áratuga er enginn eftir til að réttlæta sukkið nema Kína.

Stoltenberg haðefur glatað stoltinu og mannorðinu og stimplar sig út áður en illa fer. Árásar og ófriðarbandalagið berst fyrir tilvist sinni og tilgangi sem glatast hefur í öllum þessum andskotans friði.

Jón Steinar Ragnarsson, 18.2.2023 kl. 10:15

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Jón Steinar.

Það kæmi mér ekki á óvart ef að þetta Úkraínumál yrði banabiti NATO. Enda hafa sameiginlegar varnir landa aldrei verið langlíf fyrirbæri í sögunni.

Sem dæmi má nefna það að Ungverjar hafa gagnrýnt leppstjórnina í Kænugarði fyrir að nota þá Ungverja sem lentu innan landamæra Úkraínu eftir Trianonsáttmálann 1920 sem fallbyssufóður í deilunni við Rússa núna.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 19.2.2023 kl. 00:21

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þeir eru þegar farnir að búa til "arabiskt vor" í Ungverjalandi til að koma Victor Orban frá. Hann er ekki að ganga í takt. Non porofittin eru þegar mætt.

Nato er að eyða gömlum birgðum svo hergagnaframleiðendur geti selt þeim nýtt. Það hefur aldrei verið ætlunin að taka Úkraínu inn í NATO eða ESB og það verður aldrei að veruleika. Þær hótanir eru bara tímabundið til heimabrúks, vittu til.

Jón Steinar Ragnarsson, 19.2.2023 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband