Leita í fréttum mbl.is

"Leynilegar kosningar í fyrsta sinn". Já er það?

Fyrsta sinn sem Svíar fá að kjósa leynilega segir í frétt Mogga

Ég spái í hvort að þessu hafi verið "breytt" til að hægt sé að samþykkja Svíþjóð inn í NATO?

Tja. Kannski að Tyrkland hafi krafist þessa, plús það að Erdogan krefst þess að sænska þingið framselji það fólk til Tyrklands sem hann sækist eftir að losa heiminn við. Getur það hugsast?

Nei varla, því sænsku "þingkosningarnar" virðist enn bara vera sovéskur brandari. Engu hefur verið breytt í fyrirkomulagi kosninganna, nema því að kjörseðlarnir eru hafðir þar sem ekki er hægt að sjá hvaða seðil kjósandinn tekur

Kjörseðlarnir eru sem sagt enn merktir hverjum flokk. Einn sérstakur kjörseðill fyrir hvern flokk

En þá hefur bara birst nýtt vandamál á kjörstöðum og það er það, að það "vantar" kjörseðla (eða eru látnir vanta) á mörgum stöðum í landinu fyrir vissa flokka. Þannig að það hafa verið endalausar biðraðir

"Ha? Ert þú ennþá hér? Hvað segirðu maður, ertu búinn að bíða hér síðan í morgun? Vantar kjörseðla, segirðu? Hvaða flokkskjörseðli ertu að bíða eftir? Nú já, ég veit það nokkurn veginn, því ég sá að það vantar kjörseðla fyrir Svíþjóðardemókratana. Ætlarðu að kjósa þá?"

Svíþjóð er og hefur aldrei verið lýðræðisríki. Allar skoðanir fólksins í landinu eru ríkisendurskoðaðar af hinum fáu og sviksamlega kjörnu, og sem komu sér saman um hvað séu réttar og rangar skoðanir

En fær landið þá inngöngu í NATO? Land sem er enn með opinberan gapastokk fyrir þegna valdastéttar landsins, því engir eru borgararnir til í þessu landi, það er nefnilega búið að þurrka þá út

Og þar sem öngvir borgarar eru, þar geta ríkisborgarar ekki heldur verið til. Hugtakið "ríkisborgari" hefur þar með enga merkingu í þannig ríki. Allir eru jafnóviðkomandi framandi í landinu. "Folkhemmet" er ekki til

Þetta tókst jafnvel Sovétríkjunum sálugu aldrei. Austur-Þýskalandi (DDR) tókst þetta hins vegar næstum því alveg. Svíþjóð er að leysast upp

Evrópa orðin helgræn [u]


mbl.is Leynilegar kosningar í fyrsta sinn valda töfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þetta er reyndar ekki alveg rétt. Ég fór á kjörstað í dag og það var sami litur á öllum kjörseðlum fyrir alla flokka.

Eina sem var í mismunandi litum, var að kommunfullmäktige kjörseðlarnir voru hvítir, bláir fyrir regionfullmäktige og gulir fyrir riksdags kosningarnar.

Theódór Norðkvist, 11.9.2022 kl. 22:11

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Theódór.

Kjörseðlarnir eru enn merktir hverjum stjórnmálaflokki fyrir sig. Einn seðill fyrir hvern flokk.

"I en uppmärksammad tråd på Twitter beskriver Isabelle Eriksson, reporter på Bulletin, hur inte bara SD:s utan också flera andra partiers valsedlar saknades när hon skulle rösta." Sjá hér.

og

"Men i många vallokaler måste man bära med sig valsedlarna från det avskärmade området för att hämta ett kuvert, så att andra ändå kan se vad man valt för röstsedlar."

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2022 kl. 22:36

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Eins og einn kjósandi segir þarna. "Síðan þarf maður að fara með kjörseðilinn fram og biðja um umslag og þá sést kvaða flokkskjörseðil maður er með í höndunum".

Og þegar kjörseðla fyrir ákveðna flokka vantar í réttum eða rögnum kjördæmum þá vaknar auðvitað strax sá grunur að miðstýrð pólitísk elíta 100 ára sossamennsku skammti flokki andstæðinganna það mikið eða lítið magn í prentupplaginu að kjósendur gefist upp á að bíða eftir að þeir séu lagðir fram, og fari tómhentir heim.

Fyrir nú utan það sem ég lýsti þarna fyrir ofan; að þurfa að bíða í gapastokk eftir flokkskjörseðli sem allir sjá að vantar.

Þetta með litina fyrir hvern flokk fyrr sig er að vísu ekki til staðar eins og ég skrifaði, en hef nú leiðrétt, en allt hitt virðist hins vegar verða það.

Og síðan er auðvitað algjörlega galið að láta kjósa um þrennt í einu og þannig að reyna pumpa upp kjörsóknina fyrir vissa flokka.

Gunnar Rögnvaldsson, 11.9.2022 kl. 23:39

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Án þess að ég þekki til finnst mér líklegra að krafa um kosningaleynd hafi komið frá ÖSE eða Evrópuráðinu, heldur en NATO sem lætur sér í léttu rúmi liggja hversu "lýðræðisleg" aðildarríkin eru. Besti vitnisburðurinn um það er að Tyrkland skuli enn fá að vera með þó það sé löngu orðið óþarft fyrir hagsmuni hinna NATO ríkjanna. Eina ástæðan fyrir upphaflegri aðild Tyrklands var svo að Bandaríkin gætu staðsett eldflaugaskotpalla fyrir kjarnorkuvopn í skotfæri við Sovétríkin. Með tilkomu langdrægra eldflauga (ICBM) og hruni Sovétríkjana er sú forsenda löngu orðin úrelt og framferði Tyrklands í seinni tíð hefur ekkert gert til að réttlæta vera þess í bandalaginu heldur þvert á móti.

Annars er það umhugsunarefni hverni ríki sem þykjast vera "lýðræðisríki" eru það í raun ekki vegna meingallaðrar kosningalöggjafar. Svíþjóð er ekki eina dæmið, því ef litið er til Bandaríkjanna þá eru þau ekki einu með áreiðanlega kjörskrá. Hvað er það fyrir nokkuð? Eða upp á norrænsku: Hvad er det for noget? Det er helt galt!

Guðmundur Ásgeirsson, 11.9.2022 kl. 23:55

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Guðmundur.

Skarplega athugað.

Ég nefni NATO því forsendan fyrir inngöngu (sem sögð var taka "bara nokkrar klukkustundir" að samþykkja) er að lýðræði sé í landinu.

Við fáum hins vegar aldrei að vita hvort að fyrirhuguð NATO-aðild Svía sé ástæðan fyrir þessum "sovésku kosningalagaumbótum", eða ekki, því það yrði svo mikil niðurlæging fyrir sænska "Folkhemmet" - og fólk myndi þá líka fara að spyrja sig að því hvernig á því standi að Svíþjóð fékk aðild að Evrópusambandinu.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 12.9.2022 kl. 00:05

6 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þakka þér fyrir svarið, Gunnar. Það er rétt að maður þurfti að labba að kjörborðinu með kjörseðilinn í hendinni og fá umslagið. Tek undir að það er frekar fíflalegt.

Aftur á móti var ég ekki í neinum vandræðum með að einfaldlega gæta þess að snúa seðlunum á hvolf þegar ég labbaði að borðinu. Merki (lógó) stjórnmálaflokksins er á framhliðinni, svo það var útilokað að gaurarnir við kjörborðið sæju hvað ég hefði kosið.

Það sem truflaði mig meira, var að ég þurfti að spyrja starfskonu þarna hvort ég ætti að merkja með x-i við eitthvað, því ég er vanur því á Íslandi.

Þá kom hún inn í kjörtjaldið (sem ég kalla því nafni, þar sem það er bara grænn tjalddúkur á litlu borði). Ég flýtti mér að snúa seðlunum á hvolf svo hún sæi ekki hvað ég hefði kosið!

Sem sagt þetta var eina sem truflaði mig að ráði, en var kannski eitthvað sem var ekki síður mér sjálfum að kenna. Ég bað um aðstoð og þá er eðlilegt að sá sem kemur til aðstoðar nálgist þann sem skal aðstoða, til að geta sýnt viðkomandi tökin á tækninni.cool

Nú eru hinsvegar komnar margar kvartanir yfir að fólk hafi þurft að standa í röð á kjörstöðum, en þessar löngu raðir eru einmitt afleiðing af því að verið var að bregðast við gagnrýni þinni (sem hefði a.m.k. átt vel við fyrir nokkrum árum.)

Því eðlilega tekur lengri tíma að kjósa þegar aðeins einn kjósandi getur farið inn í aflokað rými í einu, til að sækja kjörseðlana, svo enginn geti séð hvað viðkomandi er að fara að kjósa.

Regeringen varnades för laanga koer

Theódór Norðkvist, 12.9.2022 kl. 21:00

7 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Theódór.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 13.9.2022 kl. 07:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband