Leita í fréttum mbl.is

Hlátursgasleiðsla Pútíns til ESB-landa [u]

Þetta er sprenghlægilegt. Evrópusambandslöndin hafa fóðrað einræðisherrann í Kreml svo ítarast-vel að nú fjármagna þau aðgerðir Kremlar í Úkraínu

Okkur hefur í 60 ár verið sagt að því meira sem efnahagur landa er flæktur og tvinnaður saman við efnahag annarra landa, að því minni hætta sé á styrjöldum. Nú er meginland Evrópu svo flækt saman við efnahag Rússlands að Rússar geta slökkt á henni. Þetta er uppskeran frá sérfræðingaveldi vesturlanda í 60 ár. Tóm háskólamenntuð tjara og meiri tóm tjara. Gas, hlátursgas! Kreml hlær alla leiðina í bankann - og meira til

Og það sem meira er. Þetta var líka sagt árið 1909 í bók Normans Angells sem fékk "friðarverðlaun" Nóbels fyrir hana árið 1933. Svo þegar Fyrri heimsstyrjöldin skall á 1914 þá stóðu menn bara og göptu, því veruleikinn passaði ekki við bókina: "The Great Illusion", - þrátt fyrir það að efnahagur Evrópulanda væri orðinn eins samtvinnaður og hann var þá. En hér kemur hins vegar sjálf rúsínan í pylsuendalokum sérfræðingaveldisins: Jú, eftir að Norman Angell fékk "friðarverðlaun" Nóbels fyrir bók sína árið 1933, þá hófst Síðari heimsstyrjöldin. Er þetta ekki dásamlegt! Getur þessi stofnþvæla ESB orðið verri? Varla

ESB byrjaði að senda Póllandi refsi-reikninga (sektir) sama dag og innrás Pútíns hófst, en einmitt núna þarf Pólland á öllu sínu fé að halda til að vígbúast. Það er því sótt að Póllandi úr báðum áttum eins og venjulega. Þeir voru um daginn að kaupa bandaríska skriðdreka fyrir 6 milljarða dala: 250 stykki M1A2 Abrams (nýjasta og uppfærða gerðin), plús margt annað, og Pólland hækkar um leið fé til varnarmála í 2,5 prósentur af VLF. Þetta tryggir endurkjör núverandi ríkisstjórnar og setur um leið bremsuklossa á ESB-fíklaliðið í Póllandi; þ.e. stjórnarandstöðuna

Ungverjaland spilar áfram bæði með Kreml og NATO. Landið gæti hvenær sem er hrokkið í vasa Kremlar. Þýskaland og Frakkland þurfa ekki annað en að misstíga sig einu sinni í viðbót gagnvart Ungverjalandi og þá er það farið

Síðan er það Balkanskaginn, en þar er Rússland á fullu. Srpska lýðveldið sækist eftir að Kreml viðurkenni sjálfstæði þess eins og hún gerði austast í Úkraínu um daginn. Stór hluti landa Balkanskagans sækist eftir hernaðarvernd Rússa gegn Tyrklandi, sem á ný er rísandi veldi og á leið þangað upp, en það er eitt af þremur alvöru ríkjum Miðausturlanda nær. Hin Tvö eru Ísrael og Íran. Restin er gerviríki; eins og Úkraína og Belgía

Á meðan heldur Úkraína áfram að veita mafíuríkinu Transnístríu útflutningsaðstöðu í Odessa, sem er þriðja stærsta borg Úkraínu. Transnístría er óviðurkennt landabrot úr Moldóvíu og mafíuríki

Kvöldverðardeildin í NATO (ESB-Evrópa) hefur um nóg að masa núna. Um það bil 85 prósent af varnarmálaútgjöldum Belgíu fara til dæmis í lífeyrisgreiðslur og Þýskaland er búið að stunda "defund the police"-stefnu eða affjármagnið og eyðileggið NATO í 30 ár, - fyrir utan "Ostpolitk" þýskra útópíumanna frá 1950-1989

****

Uppfært: Í allar "aðgerðir" Evrópusambandslanda gegn Rússlandi núna er hægt að deila í með tíu. Þær eru fyrst og fremst fjölmiðlafóður og sýndarmennska. En fjölmiðlar gefa aldrei út lokaniðurstöðu sögunnar. Þeir eru bara með fyrsta uppkastið af henni og það er ávallt rangt

Tvö næststærstu aðildarríkin í NATO, þ.e. Þýskaland og Tyrkland, vinna stanslaust gegn NATO. Aðild þeirra að varnarbandalaginu samrýmist því varla/ekki áframhaldandi tilvist þess. Og aðild Úkraínu yrði banabiti varnarbandalagsins, því NATO getur ekki varið lönd gegn sjálfum sér - og enginn á kaffihúsi í Mílanó hyggst fórna lífi sínu fyrir Úkraínu, því Úkraína er og verður ávallt ekki á áhrifasvæði vesturlanda

Þetta er líka staðan innan Evrópusambandsins. ESB hangir ekki saman nema með sívaxandi lögregluríkis-tilburðum þannig að þar er það hið ótakmarkaða ríkisvald sem tala mun, ef sambandið á að lifa áfram, sem það mun vonandi ekki gera

Fyrri færsla

Gasalega "swift" maður [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Tass-fréttastofan segir, samkvæmt WSJ, að viðskipta- og efnahagsráðuneyti Rússlands leggi til að útflutningi á tilbúnum áburði verði hætt, þar til tryggar samgönguleiðir til og frá landinu séu opnar á ný.

Rússland sér vesturlöndum og heiminum öllum fyrir stórum hluta tilbúins áburðar. Um það bil 20% prósent af því ammóníaki sem notað er við áburðarframleiðslu kemur frá Rússlandi.

Og staða raforkumála á meginlandi Evrópu er þannig að áburðarframleiðendur hafa sumir hverjir lokað verksmiðjum sínum, dregið úr eða hætt framleiðslu vegna hins himinháa raforkuverðs sem ríkir þar. Þarna opnast einn einn heimasmíðaði kamar Evrópusambandsins í rassvasa Þýskalands undir því sjálfu - og gýs. Það styttist í skammtanir á bæði matvælum og orku í ESB.

Gunnar Rögnvaldsson, 4.3.2022 kl. 17:42

2 identicon

Þetta er skuggaleg staða sem ég held að hafi ekki verið gert ráð fyrir nema þetta sé fyrirfram ákveðið af einhverjum ástæðum. Ég hef ekki trú á að þessari stöðu verði bjargað með hlátursgasi.

Kristinn Bjarnason (IP-tala skráð) 9.3.2022 kl. 12:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband