Leita í fréttum mbl.is

Stuttar fréttir: Norwegian á leið í þjóðnýtingu?

NORSKA FLUGFÉLAGIÐ

Breska Telegraph skrifaði í gær að norska lágfargjalda-flugfélagið Norwegian Air og norska ríkisstjórnin sitji nú og ræði enn einn björgunarleiðangur til handa flugfélaginu, eftir að í ljós er komið að björgunarhringurinn frá því í mars dugði ekki. Flugfélagið er samt sökkvandi og sekkur dýpra og dýpra. En þá kom norska ríkið um borð með því skilyrði að lánadrottnar breyttu útistandandi þeirra í hlutafé. Í þetta sinn, segir blaðið, munu eftirlifandi hluthafar verða þvingaðir til að koma með meira fé, vilji þeir komast hjá því að norska ríkið þynni núverandi eignarhlut þetta með því að hella ríkisfé út í pottinn. Segir blaðið að norska ríkisstjórnin vilji frekar bjarga Norwegian en SAS. Norska ríkið seldi hlut sinn í SAS 2018 og haft er eftir manni sem vit á að hafa á flugi þess félags, að brottför norðmanna einfaldi dansk-sænska björgun á SAS. Alls staðar er verið reyna að bjarga því sem bjargað verður af þjóðfélagslega mikilvægum flugrekstri ríkja

Eignarhluturinn í Norwegian kostaði 212 norskar krónur í mars 2016. Í dag kostar hann 92 norska aura. Langt er síðan að slík loftkryppa hefur sést rétta úr sér og verða lágrétt núlllína við hálsbaug á eins stuttum tíma. Hófst hún 2004

MS ESTONIA - SJÓSLYSIÐ 1994

Fréttir frá Svíþjóð sega að menn hafi nú fundið 2x4 metra stórt gat á hlið hinnar sokknu ferju MS Estoina. En hún sökk mjög svo hratt og skyndilega um miðja nótt í september 1994, með þeim hryllilegu afleiðingum að 852 manns drukknuðu. Gatið ku vera nálægt vélarrúminu á stjórnborða og fyrir neðan sjólínu. Sænsk yfirvöld þegja enn sem komið er eins og steinn um málið. En það gera Eistlendingar hins vegar ekki. Fyrrverandi saksóknari í Eistlandi segir að allt bendi til þess að sænskur kafbátur hafi sökkt ferjunni með ásiglingu. Fria Tider segir að sænska ríkisstjórnin hafi gert allt til að þagga bæði rannsóknina á sjóslysinu niður og reynt að hylja gatið með 400 þúsund rúmmetrum af grjóti og steypu, jafnvel áður en rannsókn var lokið. Hefur skipið nú flutt sig á sjávarbotninum, enda engin smásmíði

SPÁNN

Héraðsstjórnir á Spáni neita nú að hlýða spænsku ríkisstjórninni í Madríd í Wuhanveirumálum. Sjálfsstjórnarhéraðið Madríd segist ekki ætla að hlýða ríkisstjórninni í sóttvarnarmálum, en Madríd er með verstu þróun í smitklakningu í Evrópu, segir El País. Svipað hefur gerst í Frakklandi. Það er ekki bara í Stóra-Bretlandi að hinir og þessir ásaki ríkisstjórnina um stjórnleysi í sóttvarnarmálum. Bæta má sennilega Íslandi við á þann lista hvað úr hverju. Ríkisstjórninni hér er að takast að gera landsframleiðsluna að skafmiða-happdrætti og jólin að tapshátíð. Skafið er daglega af landsframleiðslu Íslands með plakatdrengs-dekri, vonlausum og gersamlega óraunhæfum ferðaþjónustudraumum ríkisstjórnarinnar, sem er í 2007-afneitunarástandi. Sjö daga meðaltal Wuhanveiru-dauðsfalla á Spáni hefur nú fimmtíufaldast á síðustu átta vikum

Orðið sóttvarnir er dregið af orðunum farsóttir og varnir. Ekkert orð er til sem heitir sótt-stjórnun né sóttsókn, því þá væri nú þegar búið að þurrka Kína út. Að koma í veg fyrir að farsóttir nái til þjóða og ættbálka er því markmið sóttvarna. Allir dýralæknar vita það. Þess vegna erum við með sóttvarnargirðingar

TRUMP OG NEW YORK TIMES

Donald J. Trump er enn og aftur með nafnlausum heimildum og engum sýndum gögnum ásakaður um að vera svín. Svo mikið svín að fjölmiðlar háskattalanda Skandinavíu segja og skrifa hann mannætu. Nýjasta herferð New York Times gegn þeim lesendum sem enn halda blaðinu uppi, gengur út á að sanna fyrir kjósendum að Trump sé svín og ónýtur sem atvinnurekandi og athafnamaður á byggingar- og fasteignasviðinu. Segir blaðið Trump ekki hafa borgað alríkisskatta því allur rekstur hans sé í bullandi og krónísku tapi. En það gengur víst ekki upp, því blaðið segir í sömu falsfrétt að Trump hafi svikið alríkisstjórnina um glommu af skattgreiðslum. Bæði getur einfaldlega ekki verið satt. Eitt útilokar annað. Engar fréttir voru úr nafnlausum heimildum New York (old) Times um greiðslur frá Rússum, eins og blaðið hefur haldið fram. En Rússi hefur verið undir hverju síðunúmeri blaðsins í bráðum fjögur ár. Og ekkert hrópaði blaðið heldur upp um "mútugreiðslur" til hinna og þessa úr reikningshaldi Trumps, þar á meðal til fröken Hrossfés (e. horse face) sem hann átti að hafa greitt

Skattareglur bandaríska alríkisins gefa mönnum og fyrirtækjum kost á að flytja frádrátt vegna taps á milli ára yfir á allt að 18 ár, og þannig er ljóst að Trump þénaði það mikið á tímabilinu frá 1995 til 2005 að hagnaðurinn dugði til að nýta sér (skattalega) milljarð dala tap sem hann varð fyrir er fasteignamarkaður New York borgar hrundi. Sé enginn hagnaður, er ekki hægt að nýta sér frádrátt vegna taps. New York Times lætur þess heldur ekki skilgetið að Amazon sem á Washington Post greiddi enga alríkisskatta síðustu tvö árin. Tapið þar er víst svo mikið, en þó af ástettu ráði. Þó er Amazon ekki í byggingar- og fasteignabransanum, sem þekktur er fyrir að burðast með háan vaxta- og fjármögnunarkostnað, sem hægt er að dreifa á mörg skattaár, og er það eitt af því sem gerir mönnum yfir höfuð kleift að hafa þann bransa

SAMT NÝTT

En að öðru leyti eru þetta samt nýir og fljótandi kjötbitar á bandarísku kommasúpunni, því að í síðustu kosningabaráttu sögðu Demókratar og hinn firrti Hillary frambjóðandi þeirra, að Trump hefði ekki byggt neitt. Þú byggðir þetta ekki "You did not build that", sögðu þeir þá. Trump hélt nefnilega hvorki persónulega um skófluna né var kranamaðurinn sjálfur. Þú byggðir þetta því ekki, sagði hún

Fyrri færsla

"Sjálfstæðisflokkurinn, blessuð sé minning hans" (og Evrópu) [u]


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband