Leita í fréttum mbl.is

Upp-nám á þröskuldi

Ragnhildur Kolka kom samkvæmt venju með nytsama athugasemd. Í þetta skiptið við síðustu bloggfærslu. Athugasemd hennar minnti mann á að huga að staðreyndum í stað stað- og stafleysu svo kallaðra fjölmiðla, sem næstum aldrei hafa séð neitt mikilvægt fyrir, heldur ekki fall Sovétríkjanna sjálfra né 70-ára fæðingarhríðir Ísraelsríkis hins nýja og sjálfa fæðingu þess. Bæði komu sem þruma út heiðskíru lofti, svipað og kjör Donalds J. Trump og Brexit. Þessum fjórum atburðum laust bara niður í veruleikann, og þar eiga fjölmiðlar allra síst heima, eins og sést. Þess vegna þurfa þeir helst að koma út á hverjum degi, til að bæta upp hið liðna, sem þeir tóku ekki eftir

Ragnhildur skrifar:

"VDH er alltaf upplýsandi og ég bíð spennt eftir næsta innleggi. Merkel tókst það sem Hitler stefndi að, þ.e. að leggja Evrópu undir Þýskaland enda virðist hún hafa 9 líf. Hafi heimurinn verið hættulegur 2015 þá er hann margfalt hættulegri nú með Kína á þröskuldinum og BNA í upplausn."

Og ég svara:

Þakka þér fyrir innlitið, góða athugasemd og kveðju, Ragnhildur

Já, það sem þú nefnir m.t.t. Þýskalands er rétt. Hitt virðist vera rétt, þetta með Bandaríkin og Kína, en þegar nánar er að gáð, þá er það nú ekki svo

Öll ríki eru alltaf á þröskuldi sínum. Þröskuldur Kína er við sjávarsíðuna í Kína (nánast í flæðarmálinu). Yfir hann kemst Kína ekki, því þá stígur það um leið á þröskuld Bandaríkjanna, sem er norðan megin við Taívan

Já Bandaríkin virðast vera í upplausn, en eru það hins vegar ekki. Þau eru bara í venjulegu uppnámi unglingsins sem rétt er að ná því að verða fullorðinn. Þetta eru síðustu ár Bandaríkjanna sem heimsveldið sem það aldrei vildi verða. Þau eru loksins að samþykkja og kyngja þeirri staðreynd að þau eru eina heimsveldi jarðar er beint getur valdi og valdaáhrifum um alla jörð. Unglingabólurnar eru að hverfa

Mitt í öllum þessum innanlandslátum, þá virka Bandaríkin á alla kanta. Löggjafar-, dóms-, og framkvæmdavaldið virka eins og vera ber. Herinn virkar á öllum sviðum og í öllum heimsálfum og hagkerfið er að þjóta upp sem ein ósundrandi heild. Og þannig hefur þetta verið í Bandaríkjunum öll árin frá því að endir-Fukuyama-sögunnar sem-aldrei-varð, endaði 2008. Þetta tók sinn tíma. Það sama er ekki hæg að segja um neinn annan hluta Vesturlanda, nema Bretland og Fimm augu, sem nú er eina varanlega bandalagið á Vesturlöndum, með varanlega sameiginlega hagsmuni, en óformlegt samt

Útlit er því fyrir að bandarískur almenningur fái fulla valútu fyrir peninga sína núna, með því eiga miða á forsetakosningar sem loksins verða eins nálægt alvöru hnefaleikum eða leðjuglímu og hægt er að komast. Hvaða annað ríki heimsins býður upp á slíkt? Ég spyr

"No nation has done more to advance the human condition than the United States of America. And no people have done more to promote human progress than the citizens of our great nation,"
– Donald J. Trump, við rætur Mount Rushmore 4. júlí 2020 

Þessi spenningur fékk mig til að horfa á fjórða-júlí-ávarp Trumps forseta til þjóðarinnar við Rushmorefjall í gærkvöldi, og þar tók ég líka eftir hinni efnilegu Kristi Noem bóndakonu, sem er ríkisstjóri Suður Dakóta núna. Ég fékk mér meira að segja popp og kók með þessu. Þetta borgaði sig heldur betur, því þarna sá maður að ekkert var að marka það sem flestir svo kallaðir fjölmiðlar og gáfumenni höfðu sagt um ávarpið, nema leiðari WSJ

Já, hér er sú fyrri færsla

Pólitísk stunt Angelu Merkel og áhugaleysi á evrunni


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband