Miðvikudagur, 20. maí 2020
Rangt: Tapast ekki
Þetta er beinlínis rangt. Engar gjaldeyristekjur tapast. Það kostar gjaldeyrisforðann ekkert að missa af komum erlendra ferðamanna
Og ef ferðanjálgur Íslendinga sjálfra til útlanda er dreginn frá, þá missum við sennilega ekki af miklu hér, eins og staðan er núna. Íslendingar þurfa ekki lengur að flýja sitt eigið land vegna erlendra ferðamanna hér heima
Þetta er eins og að segja að fyrst að ríkisbáknið hafi ekki lagaheimild til að hrifsa til sín öll laun launþega í landinu, að þá hafi ríkið tapað því fé. Það er ekki hægt að tapa því sem ekki var
Ég er ekki einu sinni viss um að nettójöfnuður gjaldeyrisviðskipta með ferðaþjónustu sé svo mikið síðri án hennar þegar að allt sem tengist framleiðslugetu hennar er reiknað með. Flugvélakaup og flugvélaleiga fara fram í erlendri mynt og kosta foss af erlendum gjaldeyri - og heimsendingar hins innflutta erlenda þrælavinnuafls greinarinnar af gjaldeyri (e. remittance) er stór hluti af útflæði gjaldeyris. Og markaðsfærslan erlendis kostar líka, plús slit á innviðum í landinu
Ferðaþjónustan er þess fyrir utan einn lélegasti skattgreiðandinn í hagkerfinu því henni hefur aldrei græðst fé. Hún er fyrst og fremst tapsgefandi veltugrein með ekkert eigið fé og sem leggur hald á vinnuafl til tapreksturs. Það er nú ekki beint til þess sem skattgreiðendur lýðveldisins fjármagna framhalds- og háskóla: til að útskrifa fólk til starfa í tap- og núllrekstri
Þess utan er ferðaþjónustan að mestu komin niður í undanrennuna erlendis, þannig að hver erlendur ferðamaður núna gefur lítið af sér miðað við þá sem komu á árunum áður en geirinn bólugróf sig með aðstoð misvitra stjórnmálamanna
Á mektarárum Nokia í Finnlandi, GSM-símar, varð viðskiptajöfnuður vegna framleiðslugetu þess neikvæður, því flytja þurfti íhlutina inn og framleiðsluapparatið líka. Álverið í Straumsvík er til dæmis þjóðhagslega mikilvægara fyrir okkur en Nokia var fyrir Finnland
Engir erlendir ferðamenn vaxa í íslenskri langhelgi. Og þeir vaxa ei heldur neins staðar úr íslenskri mold. Það verður að flytja þá alla inn. Hvernig væri nú að læra loksins að gera út á Íslendinga sjálfa - og leyfa hinu innflutta að grasrótarspretta af sjálfu sér og að halda þessari atvinnugrein eins og hún var hugsuð, sem fyrst og fremst aukabúrgrein sem allir geta verið án ef út í það er farið. Þetta verður hvort sem er ávallt láglaunabæli og taprekstrargeiri með lítið sem ekkert eigið fé
Sjálfum líst mér betur á að beita milljón eða tveimur af sauðfé á landið og vera með hátæknivæddan ullar og tískuullariðnað og alþjóðlegar tískusýningar og stefnur á íslenskri ullarframleiðslu, hönnun og litum. Þetta gæti orðið sérgrein sem til dæmis Marel tæki tæknilegan þátt í. Sauðkindin græðir landið og betra er að veita ríkisstyrk í góðar girðingar en í salernispappírsrúlluvöxt af asparkyni út í loftið
Fyrri færsla
Ríkisstjórnin að smíða fallöxi á restina af ferðaþjónustunni?
1,5 milljarðar tapast á hverjum degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:17 | Facebook
Nýjustu færslur
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
- Forsetinn og meiri-hluta-þvættingurinn
- Gervigreindar-fellibyl í vatnsglösum lokið
- Sjálfstæð "Palestína" sýnir morðgetu sína á tvo kanta
- Benjamín Netanyahu hringdi strax í Zelensky. Hvers vegna?
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.11.): 26
- Sl. sólarhring: 145
- Sl. viku: 321
- Frá upphafi: 1387007
Annað
- Innlit í dag: 18
- Innlit sl. viku: 186
- Gestir í dag: 16
- IP-tölur í dag: 16
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Hér talar svo sannarlega þjóðlegur íhaldsmaður.
Og það, eðli máls samkæmt, af mikilli skynsemi.
Mikið sem ég er sammála greiningu þinni Gunnar.
Við yrðum Nýja Sjáland norðursins, bara enn betri.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 17:20
Þakka þér fyrir Símon Pétur.
Við þetta hér fyrir ofan má síðan bæta enn frekari hallærislegheitum um annan en tengdan bransa, sem einnig er í svo bágborinni fjárhagsstöðu að flytja verður inn kóla-drykkina ofan í erlendu ferðamennina frá öðrum löndum.
Þeir-erlendu fá innflutt sódavatn á veitingahúsum og hótelum þar sem jafnvel enginn talar íslensku. Senda þarf vatn með skipum í ílátum til Íslands, svo ég minnist nú ekki á þá þýsku öreiga evruríkisins sem koma með matinn með sér og sofa um borð í ferju. Þarna eru menn svo sannarlega komnir í enn þynnra efni en undanrennuna sjálfa. Og þetta mun ekki batna neitt úr þessu. Svona virka engisprettufaraldrar.
Stofna þyrfti alíslenska Ís-Kóla verksmiðju á Íslandi, fyrst að útlensku kóka-kóla-vesalingarnir sem komust með puttana í Vífilfell eru búnir að gefast upp og flytja framleiðsluna til útlanda.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2020 kl. 19:41
Rétt Gunnar, forheimskunin hefur hingað til þótt mikil þegar menn bera vatnið yfir lækinn.
En þegar menn flytja það inn til landsins þá fyrst er forheimskunin algjör.
Annars hef ég núna mestar áhyggjur af því að Bjarni Ben, bankaráðsmaður í AIIB Beltis og brautar muni sjá svo um að kínverska ríkið (lesist: nómenklatúra kínverska kommúnistaflokksins) kaupi ráðandi hlut í Icelandair.
Markaðsvirði Icelandair er nú aðeins 12-14 milljarðar, svo 29 milljarðarnir sem stjóri Icelandair segir vanta upp á, yrði allsráðandi hlutur.
Vonum að ég sé of svartsýnn, en kaup kínverska ríkisins í Norwegian segja samt sína ótrúlegu sögu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 20:20
Þakka þér fyrir.
Ótrúlegt er að heyra að hið nýja Sovétríki jarðar með enn stærri kommúnistaflokk við dauðadómsvöld en hið síðasta, sé með aðstoð norska ríkisins orðið helsti hluthafinn í Norwegian. Norskir skattgreiðendur eru hafðir að fílfum hér, með því að láta þá vera skylduburðardýr í svartnættisstjórnmálum Noregs. Kommúnistaríkisrekið flugfélag í Evrópu. Þarna er allt á leið til heljar.
Ekkert aula- og lúsarblésalegt um forherta discount forystu Sjálfstæðisflokksins kæmi mér á óvart skyldi svipað koma í ljós. Enginn nema ekta fæðingarplebbi tekur Ísland inn í fyrirbæri á borð við AIIB. Við skulum ekki minnast á orkupakka þrjú að þessu sinni. Traustið til forystunnar er ekkert. Bara alls ekki neitt. Núll!
Gunnar Rögnvaldsson, 20.5.2020 kl. 21:25
Forysta flokksins hefur nú þegar gengið miklu lengra en blautustu draumar Samfylkingar Ingibjargar Sólrúnar og Jóhönnu Sig. voru.
Flokkurinn er búinn að leyfa erlendum manni (Ratcliffe í stað Huang Nubo) að kaupa upp Grímsstaði á Fjöllum auk 40 annarra jarða á Norurlandi-Eystra.
Flokkurinn er búinn að innleiða fleiri reglugerður ESB en nokkur annar flokkur.
Flokkurinn er leppur verstu afla Noregs í gegnum EES innleiðingarferli beggja landa inn í ESB.
Flokkurinn hæðir og spottar Bandaríkjin, kínverska kommúnistaflokknum til mikillar gleði að vita að hér á landi sé helsti leppflokkur þeirra með aðsetur í Valhöll.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 20.5.2020 kl. 23:21
Taívan-Bandaríkin
Tsai Ing-wen forseti Taívan átti símtal við Mike Pompeo utanríkisráðherra Bandaríkjanna í gær. Þar óskaði hann henni til hamingju með kosningasigurinn og ávarpaði hana sem forseta Kínverska lýðveldisins (sem hún er).
Froðufellandi Peking sendi hún fingurinn á hæðnislegu rósamáli og benti á að Taívan væri löndum heimsins fyrirmynd í því hvernig berjast ætti við Wuhan-veiru kínverska kommúnistaflokksins.
En veiruna sendi kommúnistaflokkurinn út yfir heiminn, sennilega af yfirlögðu ráði, til þess að standa ekki einn og sér með heimasmíðað sjálfskaparvítið.
Ástralía-Kína
Daginn áður hvatti Xi forseti þjófagengis kommúnistaflokksins, sem stal völdum á meginlandinu, til "alþjóðlegrar samvinnu" (þýðing: samsæris) á skjá WHO á sama tíma og hann skellti 80 prósent tollum á bygg frá Ástralíu ásamt kjöti, vegna þess að Ástralía krefst rannsóknar á því hvernig Wuhan-veiran varð til og flæddi stjórnlaust frá Kína út yfir heimsbyggðina, löngu eftir að kínversku kommúnistarnir vissu um hvers konar drápsplágu var að ræða.
Plebbahöll xD
Í vösum þessa gengis er WHO, og í AIIB-bankaráði kínverska kommúnistaflokksins situr formaður Sjálfstæðisflokksins. Hvílíkur plebbaháttur og ólögmæti á borð við gangster-element stjórnmála. Hoppað er á allt.
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2020 kl. 03:21
Fari svo að kínverski kommúnistaflokkurinn
kaupi hlut í Icelandair, sem hann gerði
í Norwegian,
þá verður öllum augljóst að Keflavíkurflugvöllur
mun lenda undir kínverskum yfirráðum.
Undarlegt að það hafi nú þegar gerst með Norwegian
á tíma Samfylkingar Jens Stoltenberg
sem framkvæmdastjóra NATO.
Hvur djöfullinn er eiginlega í gangi?
Af hverju notar Sjálfstæðisflokkurinn VG sem skjöld til að fela ill áform sín gegn Bandaríkjunum á Miðnesheiði og Helguvík?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.5.2020 kl. 11:27
Vitað er um Finnafjarðar verkefni Steingríms J.
Vitað er um fjandskap Bjarna og Gulla
í garð Bandaríkjanna.
Það er fjandskapur að ganga þvert gegn því litla
sem bandarísk stjórnvöld hafa beðið okkur um:
- Að vera ekki í Belti og braut AIIB
- Að tengjast ekki kínverska fjarskiptakerfinu.
Það er auk þess fjandskapur
að hafna vinarbeiðni bandarískra stjórnvalda
að leggja til 12-18 milljarða til uppbyggingar
á vegum NATO í Helguvík.
Er undarlegt að maður spyrji, vegna þessa,
Hverra erinda gengur "Sjálfstæðisflokkurinn"?
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.5.2020 kl. 12:13
Já Símon Pétur.
Heilinn í mörgum elítumönnum virðist vera utanáliggjandi, þannig að nóg er að stíga á hann með litlutá og hann leggur sig sjálfur niður.
Merkilegt: Á sama tíma og Slippurinn á Akureyri öskrar á járniðnaðarmenn til starfa á góðum launum, þá virðast heilir fjórir árgangar af háskólafólki vera í einhverskonar ofsanámi um "ofbeldi". Það er að gerast á sama tíma og allir árgangar og kennarar þessara menntastofnana hamast við að segja að Kína sé ekki hættulegt þjóðum. Þetta háskólafólk fer að minna mann á buff- og lúbarða húsmóðir sem þorir ekki að opna munninn, sama hvað er í boði. Enda fá margir háskólar veraldar fé hjá Kommúnistaflokknum (illa fengið fé).
Nú er bara að bíða eftir því að S.Þ. gerpitrýnið lýsi því yfir að rigning sé ofbeldi (ekki Lýsi H/F).
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2020 kl. 12:25
Rétt Gunnar, algjörlega hárrétt.
Það er skelfilegt hversu innrætingarfullir
háskólarnir eru orðnir.
Og þetta hefur gerst á einum aldarfjórðungi
að forheimskunin hafi þar náð öllum völdum.
Þar er nemendum ekki lengur kennt að stunda gagnrýna og greinandi hugsun.
Eins er með róbótavæðingu iðnmenntunar í dag.
Blessunarlega finnst þó enn ungt og efnilegt fólk sem getur og vill hugsa sjálfstætt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.5.2020 kl. 12:59
Mig undrar ræfildómur óbreyttra flokksmanna
að líða forystu flokksins allt það sem við höfum hér tæpt á, og er það þó einungis rétt það helsta.
Eða ber að túlka þann ræfildóm sem þeir lúffi
og muni fylgja forystunni
niðurlútir sem barðir rakkar í leit að mylsnu?
Til hvers var barist til sjálfstæðis og fullveldis
ef þeir ganga nú í takt "menningarbyltingar"
Valhallar kommatittanna?
Enn og aftur minni ég á að það voru Bandaríkin
sem voru fyrst til að viðurkenna okkur sem sjálfstætt ríki.
Án velvildar þeirra værum við ófrjáls hjálenda.
Engir hafa eins mikið unnið til þess að við verðum
enn á ný ófrjáls hjálenda og forysta "Sjálfstæðisflokksins", það er hin ömurlega staðreynd.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.5.2020 kl. 15:48
Það er gaman að sjá nýjasta pistil Pall Vill:
"Sigmundur Davíð þorði, aðrir voru huglausir"
sem eru orð að sönnu!
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 21.5.2020 kl. 16:46
Já góð áminning hjá Páli.
Þarf greinilega að lesa bók Sigurðar.
Gunnar Rögnvaldsson, 21.5.2020 kl. 18:42
Heill og sæll Gunnar
sé að skrifað stendur að athugasemdir okkar séu 13. Það finnst mér ótækt og bæti því þessari 14. við, um leið og ég tek undir með þér að bók Sigurðar Más verður maður að lesa, um
Sigmund Davíð og Icesave baráttuna, I, II og III og skuldaleiðréttingu hans, í þágu heimila landsins, hag þess og þjóðar.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 22.5.2020 kl. 11:07
Það er ætíð þakkarvert þegar maður rekst, fyrir tilviljun, á bloggpistil þar sem ritað er af heilbrigðri skynsemi. Kærar þakkir Gunnar.
Pétur Örn Björnsson (IP-tala skráð) 22.5.2020 kl. 12:27
Þakka þér fyrir innlit og góðar kveðjur Pétur Örn.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 22.5.2020 kl. 23:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.