Leita í fréttum mbl.is

Tapsgefandi "nýjungar": er verið að skrúfa fyrir heita vatnið?

Dow Jones Industrial Average - sögulegar tölur áranna 1965 til 1986

Mynd af ísöld: "Dow Jones Industrial Average" vísitalan - sögulegar tölur áranna frá 1965 til 1986. Myndin verður enn verri, eða hin fullkomna hryllingsmynd, sé tillit tekið til verðbólgunnar á þessu tímabili, sem var mikil. Ekkert gerist fyrr en að fyrstu persónulegu-tölvunar-fyrirtækin sem byggja allt sitt á örgjörvanum, eru í þann mund að koma á markað í kringum 1980-1982. Þarna dó 50-ára hagsveifla bílaiðnaðarins og verður aldrei endurtekin. Bílar urðu "old-tech"

****

Um þessar mundir er hlutfall tapsgefandi nýrra fyrirtækja á hlutabréfamarkaði það sama og það var á hátindi ný-þvælunnar sem fékk nafnið dot.com bólan eða internet-fyrirtækja-bólan frá 1997-2002. Í mars 2000 hrundi þessi bóla og hélt áfram að hrynja fram í október 2002. Talið er að þar hafi brunnið næst mesta misstæða fé í sögu mannkyns, næst á eftir sjónhverfingum evrunnar frá 2001-2008. Svo kallað fólk með "fullu viti" henti sér þá án björgunarhrings í ískaldan sjóinn; til þess eins að komast hjá því að líta út sem gamaldags imbar í augum vina, kollega og "almenningsálitsins". Þannig eru allar bólur; þær snúast um að girða sig af gegn heimsku; á ensku; "hedging against stupidity"; að verja sig gegn því að líta út sem bjáni í augum annarra

Hlutfall tapsefandi nýrra fyrirtækja í hlutafjárútboðum er hvorki meira né minna en 80 prósent í dag. Eða eins og það var á hátindi dot.com bólunnar. Þetta þýðir að átta af hverjum tíu nýjum fyrirtækjum sem sækjast eftir hlutafé á mörkuðum eru rekin með tapi, er þau sækjast eftir fjármunum annarra. Þeir sem þekkja tímana fyrir "hvað er þetta maður, fæ ég ekki fjármögnun", þ.e. tímana þegar maður mætti með að minnsta kosti break/even í bankann til að frá rekstrarlán, vita hvað svona tapsgefandi latína þýðir

En í sjálfu sér þarf slíkt ekki að vera sjálfkrafa "óeðlilegt", því að ný fyrirtæki þurfa kapítal til að geta vaxið upp í arðbæran rekstur. En þannig spilaði úrverkið hins vegar ekki þegar öld persónulegrar tölvunar hófst í kjölfar algerrar stöðnunar við endalok 50-ára hagsveiflu bílaiðnaðarins. Endalok 50-ára bílahagsveiflunnar þýddi 20-ára ísöld á hlutabréfamörkuðum; frá 1965 til 1989. Þau nýju fyrirtæki sem þá lögðu grunninn að persónulegri tölvun, voru ekki eins og þau fyrirtæki sem nú er um að ræða. Þau voru sannarlega brautryðjandi tæknifyrirtæki. Það eru flest nýju fyrirtækin í þessum geira í dag hins vegar ekki. Þau eru old-tech

Vöxtur í framleiðni er að mestu horfinn síðustu mörg mörg árin og það eitt og sér gæti þýtt að 50-ára hagsveifla örgjörvans sé að enda. Heimurinn hefur átt þrjár 50-ára hagsveiflur: Eitt; þegar rafmangið kom. Tvö; þegar bílaiðnaður varð til. Og þrjú; þegar örgjörvinn (tölvun) varð til

Þegar dot.com bólan sprakk, þá man ég aðeins eftir einum hagfræðingi á Norðurlöndum sem trúði ekki á "nýja hagkerfið". Það var Daninn Torben M. Andersen. Restin af sérfræðinga-söfnuðinum söng með og fraus náttúrlega í hel, án þess þó að viðurkenna það. En kannski voru þeir fleiri sem sáu þetta, en þorðu bara ekki að segja frá því, stöðu sinnar vegna. Eflaust

Þá er það næsta stóra spurning; Er 5G, þ.e. fimmta kynslóð þráðlausra víðáttuneta (WAN), jafn mikil þvæla og hin hljóðfráa Concorde farþegaflugvél var? Sú flugvél var fullkomið efnahagslegt fíaskó og flýgur því ekki lengur. Frá því að setja vægni á bíl og betrumbæta "bílasveiflu-hugmyndina" næstu mörgu áratugina –og aldrei að detta neitt nýtt í hug á meðan– er mjög svo sennilega það sem er að gerast með rafbílana og tapsgefandi félagskap svo kallaðra "græningja". Þeir verða sennilega "ný Concorde" á hjólum ásamt 5G-concorde eftir nokkur ár. Og fleira má nefna sem bara tapar og tapar fé í dag; allt byggt á þráðlausum tengingum og þar með á örgjörvum

Þetta er ekki spá, heldur aðeins vangaveltur, með harðfisk og heimagerða kindakæfu í munni. Það er hins vegar –fyrir mig– traustvekjandi að sjá að nýr Ásgeir seðlabankastjóri Íslands er að minnsta kosti með fullu viti þegar hann segir að hagvöxtur á Íslandi geti ekki byggst á lélegasta, leiðnilegasta og verst launaða atvinnugeira veraldar; þ.e. á steikingu erlendra ferðamanna. Það er nefnilega hárrétt hjá honum og hefði þurft að segjast fyrr. Miklu fyrr

Fyrri færsla

Hvað sagði Trump í dag?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lárus Ingi Guðmundsson

A sama tima þa fagna Norðmenn nyju borholu svæðinu sinu með kampavino og lata kolefnis umræðuna sig engu skipta og gott dæmi um hvað væri hægt að gera her a islandi lika en ma eki fyrir heinsenda spanni sem yrði þa rikjandi i kringum EINU GJALDEYRIS SKAPANDI HOLUNA VIÐ ISLAND .. sem þo gæti orðið bjargvættur þjoparinar a raunarstund.. allt ut af island ÞARF  að vera fyrirmynd HEIMSINS ALKS i hugum kolefnis spors sinna.

Lárus Ingi Guðmundsson, 10.1.2020 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband