Leita í fréttum mbl.is

Aðeins tímamunur á ISIS og klerkaveldi Írans

Klerkaveldi Írans er aðeins –ef yfir höfuð nokkru– hænufeti frá því að samsama sér með ISIS, eða Ríki íslams. Klerkaveldi Írans hefst við í ríki sem nýtur réttinda samkomulagsins um fullveldi ríkja, sem kennt er við Vestfalíufriðinn 1648. En á sama tíma vinnur það að því að tortíma því fyrirkomulagi fullvalda ríkja heimsins

Það rekur ekki bara ríkisher eða landvarnarlið, heldur rekur það líka sérstakan byltingarherafla sem starfar við að flytja út byltinguna sem leggja á fyrirkomulagið um fullvalda ríki frá 1648 í rúst. Ekkert hefur lýður landsins um neitt að segja í þessu hryllingsbæli. Hann er miskunnarlaust tekinn af lífi í sínu eigin ríki af byltingarvarðliðinu sem viðhalda- og flytja á út tortímingu Vesturlanda

Að vitsmunalega örkumlaðir vinstrimenn á Vesturlöndum skuli halda andlegum verndarvæng yfir þessu skrímsli, sem gert er sérstaklega út til að tortíma því sjálfu, er ekki bara inngróin heimska úr grútmygluðu forðabúri kommúnismans, heldur vitsmunaleg örkumlun sem aðeins líberalistavængur sósíalismans er fær um að koma heilabúum manna í. Aðeins þannig leppalúðar taka þetta ríki sem góða og gilda vöru

Það fór því vel á því að Bandaríkin skyldu taka úr umferð útflutningsstjóra tortímingar á fyrirkomulagið frá 1648. Hann var réttdræpur hryðjuverkamaður sem herjaði á önnur ríki og sitt eigið fólk, og drap það í bunkum, eins og aðeins vígamenn Ríkis íslam gera. Hann var útflutningsstjórinn sjálfur og hafði ekkert með sjálfsvarnarlið eða her Írana að gera

Ef að betri menn hefðu ekki ráðið niðurlögum ISIS, þá væru stórir hlutar Íraks og Sýrlands á valdi manna eins og hans; í nýju morðríki, sem síðan krefðist viðurkenningar hjá því fólki sem ég nefni á nafn hér fyrir ofan

Eini munurinn á klerkaveldi Írans og ISIS er sá að Klerkaveldið kom á undan og lifði lengur en það. Því miður

Fyrri færsla

Tapsgefandi "nýjungar": er verið að skrúfa fyrir heita vatnið?


mbl.is Segjast hafa skotið vélina óvart niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband