Þriðjudagur, 29. október 2019
Kosið var í Weimar um helgina
"German political centre is melting"
- Wolfgang Münchau, Eurointelligence í gær
KJÓSENDUR FRÁ HÆGRI OG VINSTRI FLYTJA SIG UM SET
Stóru fréttirnar frá Þýskalandi þessa dagana fyrir utan niðurhúrrandi efnahag eru kosningarnar í sambandsríki þess Thuringia um helgina. Fréttirnar þykja stórar vegna þess að þar var það Die Linke flokkurinn, arftaki SED Marxista- og Lenínistaflokks Austur-Þýskalands, sem sigraði kosningarnar með því að fá 31 prósent atkvæðanna í stað 28,2 prósenta sem hann fékk 2014. Thuringia var áður í Austur-Þýskalandi (DDR) en þá sem þrjú umdæmi
Hvar sótti Die Linke fylgi sitt núna? Jú 51 prósent af fylginu núna eru þeir sem kusu flokkinn síðast. Restin kom úr þessum flokkum: Heil 8 prósent af fylginu kom úr stórtapara-CDU-flokki Angelu Merkels og önnur átta prósent komu úr tapara-SPD-flokki sósíaldemókrata. Aðfluttir voru þrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 17 prósent fylgisins. Það sem á vantar kom úr hinum og þessum smáflokkum
Í öðru sætinu kom AfD flokkurinn (Valkostur fyrir Þýskaland) sem fékk 23,4 prósent atkvæða. Hann stökk úr 10,6 prósentum sem hann fékk í kosningunum 2014. Það er meira en tvöföldun
Hvar sótti AfD fylgi sitt? Jú vegna þess hve fylgisaukningin er mikil þá kom ekki nema 30 prósent af fylginu frá þeim sem kusu flokkinn síðast. Restin kom úr þessum flokkum: Heil 14 prósent komu úr CDU-taparaflokki Merkels og þrjú prósent komu úr SPD-taparaflokki sósíaldemókrata. Aðfluttir voru tæplega þrjú prósent og nýir kjósendur voru rúmlega 31 prósent fylgisins. Það sem vantar upp á kom úr hinum og þessum smáflokkum. Kosningaþátttaka þótti góð því hún var 65 prósent og mun betri en síðast, sem væntanlega sýnir aukinn áhuga kjósenda - eða aukna fyrirlitningu og reiði, sem er mun líklegri skýring heldur en hitt. Innflytjendamálin vega þar afar þungt og jafnvel þyngst
Í kosningunum til þýska sambandsþingsins 2017 fékk AfD flokkurinn 12,6 prósent atkvæða á landsvísu. Hann vann á um 7,9 prósentur eða næstum þrefaldaði fylgið, sem var 4,7 prósentur í kosningunum 2013. Þarna í kosningunum 2017 fékk AfD flokkurinn þannig 980 þúsund nýja kjósendur frá CDU/CSU flokksbandalagi Angelu Merkels. Hann fékk líka tæpa hálfa milljón nýja kjósendur frá SPD-flokki þýskra sósíaldemókrata og 400 þúsund nýja kjósendur frá Die Linke (þ.e. arftaka Austur-Þýska kommúnistaflokksins). Sem sagt, AfD fékk jafn mikið frá hægri og vinstri, plús það að hann fékk 700 þúsund nýja kjósendur sem ekki kusu síðast
Getraun: Er AfD-flokkurinn þá hægri öfgaflokkur? Ef já, eru það þá kjósendur Angelu Merkels sem gera hann að hægri-öfgaflokki? Eða er AfD flokkurinn nokkuð vinstri-öfgaflokkur? Ég spyr vegna þess að Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei var svo sannarlega ekki hægri-flokkur. Hann var flokkur sósíalista. Gvöööð minn góður! Efnahagsprógramm hans var þar af leiðandi tífaldur Keynes á sterum og seðlabankinn var þjóðnýttur og "innviða-fjárfestingar" ríkisins voru á hundraðföldum sovéskum geðlyfjum. Engin þörf var fyrir þær. En það orð, "innviða-fjárfestingar", er fínt mál yfir hinn Þýska þjóðarsósíalistaflokk verkamanna (nasistaflokkinn), Kínverska kommúnistaflokkinn, Sovéska kommúnistaflokkinn og Fasistaflokkinn á Ítalíu. Næstum allt heila alræðisklabbið
Fólk pissar venjulega í buxurnar er það heyrir orðið "innviða-fjárfestingar" - nema náttúrlega í Bandaríkjunum. Þar er orðið "innviða-fjárfestingar" hálfgert bannorð og tabú. Þar eru það fyrirtækin sem fjárfesta, og ef þeim finnst ekki að það eigi né borgi sig að byggja harðlest eða "borgarlínu inn á Ný-Klepp", engum til gagns, þá er það ekki gert. Punktur. Það er helst þegar að þjóðaröryggi kemur (les. herinn) að bandaríska alríkið er til viðræðu um "innviða-fjárfestingar". Þess vegna pissa menn í buxurnar þegar þeir koma til Kína þessi árin. Sama pissuverkið heltók menn er þeir sáu "hraðbrautir" Hitlers og allar "hraðlestirnar" sem Mussolini var að byggja. Í Sovétríkjunum voru það neðanjarðarlestir í Moskvu og skipaskurðir við Hvítahaf, engum til gagns, plús járnbrautir og allt annað, því ríkið þar var allt í kommaríkinu því
Það gerðist lítið með fylgi Die Linke á landsvísu 2017. Þeir unnu á um 0,6 prósent og fengu 9,2 prósent. En einhvernvegin voru það ekki taldar fréttir að arftaki austurþýska kommúnistaflokksins fengi næstum tíu prósent atkvæða í Þýskalandi. En hvernig má vera að það skuli ekki vera frétt? Mér finnst það meira að segja stórfrétt að þessi flokkur skuli enn vera til, eftir billjón evra yfirfærslur frá Vestur-Þýskalandi til Austur-Þýskalands frá því að múrinn féll (e. trillion). Það finnst mér heldur betur vera fréttir
Þeir flokkar sem mynda ríkisstjórn í Þýskalandi í dag, þ.e. flokksbandalag Merkels og svo SPD, mælast nú með 39,5 prósentu fylgi. Þeir gætu því ekki myndað ríkisstjórn. Og það sem meira er, þeir gætu ekki einu sinni myndað ríkisstjórn með þriðja flokkunum, flokki frjálsra demókrata (FDP). Engir tveir flokkar gætu myndað ríkisstjórn og enn síður gætu tveir skyldir flokkar það heldur. Stóru flokkarnir tveir hafa eyðilagt stjórnmálin í Þýskalandi. Það tók þá aðeins 70 ár að leggja stjórnmálin í Þýskalandi í rúst á ný
Þeir menn í gaukshreiðrum sínum hér og þar í Sjálfstæðisflokknum, sem enn halda að eftir einhverju sé að sækjast úr Þýskalandi fyrir Ísland, verða heldur betur að taka höfuð sitt af herðunum og snúa því við í VESTUR. Immed! Þarna í Þýskalandi er nefnilega ekkert sem nokkurn tíma mun verða ríkisstjórn fólksins í landinu. Það er að segja e. government of the people by the people for the people. Þýski aðallinn kemur í veg fyrir það og hann kann að notfæra sér svona stigvaxandi ástand út í ystu æsar, og Evrópusambandið er snillingur í því líka, eins og sést á sögu þess
Utanríkisstefna Die Linke er; að leysa NATO upp og stofna varnarbandalag með Rússlandi. Heyrðuð þið þetta. Halló. Eyru, einhver
Nýfundnaland hætti að vera til sem sjálfstætt og fullvalda ríki árið 1949 vegna þess að því var bannað að viðhafa ríkisstjórn fólksins. Krafist var góðrar/ábyrgrar ríkisstjórnar (þ. Ordnung eða d. kæft, trit og retning). Og það er það sem gengið hefur á í Þýskalandi í 70 ár. Þýska fólkið kom þar hvergi nærri og mun aldrei koma þar nærri og þannig er nú það. Og þetta land er meira að segja kallað "vélin í ESB". Hvílík firra
Weimar er 65 þúsund manna borg í Thuringia og Gordon A. Craig hafði rétt fyrir sér: Fæðing Þýskalands 1871 var misheppnað fyrirbæri. Það er nefnilega slæm hugmynd að stofna til ríkis og reka það fyrst og fremst sem eins konar OPEC-samkeppnis-kartel. En það er það sem Þýskaland er, og það verður aldrei neitt annað. Þess vegna fór eins og fór 1914-1945. Meira að segja endursameining þess 1990 er svona misheppnuð eins og sést hér að ofan. Hvað gerist næst?
Hvenær skyldu Bandaríkin byrja að huga að flutningi á kjarnorkuvopnum sínum frá Þýskalandi yfir í öruggt land á meginlandi Evrópu. Þýskaland er ekki neitt venjulegt land. Þar geta hlutirnir gerast hreint ótrúlega hratt, eða frá verðhjöðnun yfir í 400 prósent verðbólgu á innan við ári. Þetta dæmi um viðbrögð þýskra neytenda, sem líka eru kjósendur, er einungis nefnt hér til að benda á hraðann. Þýskaland er nefnilega ekki venjulegt land; það er kartel
Evrópusambandið er líka kartel. Heldur virkilega einhver ennþá að þetta muni fara vel?
Fyrri færsla
Angela Merkel: fjölmenning algerlega misheppnað fyrirbæri. Stríð í Evrópu?
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 16:47 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.12.): 8
- Sl. sólarhring: 39
- Sl. viku: 479
- Frá upphafi: 1389561
Annað
- Innlit í dag: 6
- Innlit sl. viku: 353
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Usa er búið að vera , farið að sætta ykkur við þetta. Usa er hægt og bítandi að verða eins og bárujárns drasl, með kynslóð sem að er að koma upp sem að er gríðarlega þjáð af ,, OFFITU ,, enda öll færibönd horfin horfin út um buskan, þar sem að offitu kynslóð Usa getur ekki orðið hreyft sig, gagnvart hinum stæltu Rússum, sem að svo sannanlega getað hnyklað vöðvanna gegn Bandarísku offitu kynslóðinni og eiga ekki í neinum vandræðum með, en Usa offitu kynslóðin, tapar og tapar og tapar, hvert sem að litið er og á eftir að versna og kemur það í hlut Usa offitu kynslóðarinnar, að fara að lappa upp á illa farið Vatnsveitukerfi Usa og illa farnar Brýr sem að flestar eru út um öll Bandaríkin orðnar að ryðhrugu, ekki i hondum offitu kynslóðarinnar sjálfrar, heldur foreldra þeirra kynslóðar sem að hefur ekki aðhafst neitt annað en að horfa upp á hlutabréfin í Apple hækka og hækka, og hagnaðurinn af þeim viðskiptum tekin í gegnum skattskjól, svo að það þurfti ekki að borgar skatta heima fyrir, og það er offitu kynslóðin, sem að erfir ÞESSA APPLE PENINGA !!!!
þá vaknar spurningin, ef að folk heldur að sú sú offitu kynslóð i Usa sé í góðum málum og Usa sem þjóðfelag i heild ?
Svarið er nefnilega annað en fólk heldur.
OFfitu kynslóðin Í Uas eru orðnir ERFINGJAR af skattlausu fé.
Hver saga erfingja ??
Svar, I stórum hluta tilfella, þá KLÚÐRA ÞEIR MÁLUM !!
Augljóslega gott fyrir Russland !!
Svo ég segi nú bara afram ,, Russland, Kína og Innland og megi Afrika lifa.
Húrra , Húrra , Húra , megi kammerater vor fylla huga okkar af eldóði til næstu ára og áratuga.
kv
LIG
Lárus Ingi Guðmundsson, 29.10.2019 kl. 12:23
Sæll Gunnar.
Þyringjaland; Weimar-þríhyrningurinn
hefur þakkað pent fyrir góðgerðirnar
sem tilreiddar hafa verið á síðustu
árum.
Beiskur ósigur það og niðurlægjandi
en í fullu samræmi við lögmál orsaka
og afleiðingar.
AfD leysti snilldarlega alla orðaleiki
þar sem orðin volk eða national komu
fyrir.
Þeir gerðu sér grein fyrir að allar myndir
þessara orða væru ígildi verstu skammaryrða.
Fyrir þína tilstilli er síðuhald þitt orðið
einhver stærsti og eftirtektarverðasti gagnagrunnur
sem fyrirfinnst ekki einasta um Þýzkaland heldur
sjórnmál almennt og yfirleitt.
Bestu þökk fyrir það.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 13:27
Þakka þér Húsari fyrir góðar kveðjur.
Eins og Hans-Werner Sinn í CES-stofnun sinni hefur bent á í nú tja.. sennilega þúsund ár, þá er hugmyndin um "transfer-union" algjörlega dauðfædd líka. Steindauð fædd, glötuð og til skaða
1. Virkar ekki í Evrópusambandinu milli 27 landa og mun aldrei virka. Aldrei. ESB virkar því sem tundurspillir.
2. Virkar ekki í Þýskalandi á milli austurs og vesturs. Landsframleiðslan á mann í austri er enn eftir billjón evru yfirfærslur einungis 65-75 prósent af því sem hún er á hvern mann í Vestur-Þýskalandi. Þýskaland er varla eitt land. Það er mörg lönd.
3. Virkar ekki milli Suður- og Norður-Ítalíu af því að Suður-Ítalía er meira hluti af Norður-Afríku en Norður-Ítalíu.
Sem betur fer fékk Ísland engar yfirfærslur frá Danmörku þó svo að hún hefði mergsogið og tæmt Ísland öldum saman. Við fórum í hart exit. Grjóthart!
Þjóðarsamstaðan, þ.e. ÍSLENSKA ÞJÓÐIN sem manngæskuberandi stofnun bar okkur áfram. Ekkert annað dugar þegar á reynir.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 14:55
Hvað nafnið á AfD-flokknum varðar Húsari, þá er tilurð þess lýst vel og af kunnáttu í leiðara Morgunblaðsins í dag:
"Nafnið Valkostur fyrir Þýskaland er þannig til komið að þegar þessi flokkur var í burðarliðnum sagði Merkel kanslari að annar eins flokkur og hann gæti aldrei orðið valkostur fyrir Þýskaland. Nýi flokkurinn gerði orð Merkel hins vegar að sínum og að heiti flokksins sjálfs."
Þarna hafið þið það. Þessi nýi ekki-valkostur Merkels mælist nú með meira en helming 26 prósentu fylgis CDU/CSU-flokksbandalags Merkels á landsvísu. Það er: fylgi AfD mælist 15,5 prósentur á landsvísu núna. Segja má að Merkel hafi sjálf stofnað flokkinn sem afleiðu sína.
Þess utan mælist AfD nú með stórfylgi þ.e. sem annar og þriðji stærsti flokkurinn í 7 af 16 sambandsríkjum Þýskalands. Og eru þó sumar mælingar jafnvel meira en árs gamlar. Það er eins og að í þeim ríkjum þar sem ekki er kosið næst fyrr en eftir 2-3 ár að þar þori menn varla að mæla fylgið, eða álíti það tilgangslaust.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 15:59
Og eftir kosningarnar í Úmbríu á Ítalíu um helgina er líklegt að ríkisstjórn Ítalíu sé þegar liðið lík.
5stjörnu hreyfingin hrundi úr 27% niður í 5,7%. Næstum þurrkuð út!
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 16:21
Við, þjóðlegir íhaldsmenn, gleðjumst.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 16:53
Sæll Gunnar.
Eins og þú bendir svo réttilega
á þá vörðust AfD fimlega og með
þjóðarhagsmuni að leiðarljósi og þeir
stefna hraðbyri að ennfrekari sigrum.
Húsari. (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 17:46
Það er kannski táknrænt fyrir tímana að efnahagsráðherra Þýskalands hafi fallið af sínu háa sviði og það hafi verið talsverð bylta.
DDRÚV greinir frá þessu í dag.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 29.10.2019 kl. 18:58
Þakka þér Símon Pétur.
Þýskir Íhaldsmenn eru ekki eins og við hinir sem flygjum engilsaxnesku hefðinni. Svo það er afar erfitt að vita í hvorn fótinn maður á að stíga varðandi þessa þróun í Þýskalandi. Þýskaland er svo afar sérstakt land. Reyndar einstakt.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:02
Þakka aftur Húsari.
Það er erfitt þetta mál með "þjóðarhagsmuni" Þýskalands og sérstaklega öryggishagsmuni þess.
Þýskaland er að því leytinu eins og Rússland að það hefur gætt þjóðarhagsmuna sinna á kostnað nágrannalanda sinna á sviði efnahagsmála, og nú er svo komið fyrir löndum meginlands Evrópu að ekki verður lengur við það búið, frá þeirra hendi séð.
Þýskaland notar Evrópusambandið, í efnahagslegum skilningi, eins og Rússland reynir að nota nágrannalönd sín sem stuðpúðavæði í öryggislegum skilningi. Má þar nefna Úkraínu, Eystrasaltslöndin þrjú, Svarahafslöndin í vestri og Há-Kákasus í suðri.
Hvað varðar öryggishagsmuni Þýskalands, þá fær landið erlenda hjálparaðstoð eins og þriðja heims land í þeim efnum -en sem það neitar hins vegar að sinna og greiða fyrir- frá Bandaríkjunum. Þau lönd sem svo fylgja Þýskalandi að málun apa þá hegðun upp eftir því, og er sú hegðun við það að taka tappa þolinmæðinnar úr NATO, sem Bandaríkin bera næstum ein uppi.
Eina leiðin til að Evrópa geti yfir höfuð lifað með sameinað Þýskaland innanborðs á meginlandinu, er að eins konar Pax-Americana-staða ríki þar og að Þýskaland sætti sig við hana. En það gerir það auðvitað ekki til lengdar, og er reyndar hætt að gera það. Næsta skerf hjá Þýskalandi er því með hundrað prósent öryggi að það beini efnahagslegu vöðvaafli sínu inn á svið eigin öryggismála, þ.e. hernaðarmála, og fari jafnvel í nucelar break-out.
Þegar það ferli hefst þá mun það svo kveikja í Evrópu á ný og helvíti á jörð verða endurreist þar á ný. Svona mun þetta ganga svo lengi sem Þýskaland er eitt ríki.
Það var því fatal error og ófyrirgefanleg mistök að heimila endursameiningu Þýskaland 1990. Um er sennilega að ræða stærstu geopólitísku mistök álfunnar í þúsund ár. Enda var Margrét Thatcher á móti sameiningunni og kallaði hún þá Gordon A. Craig til sín sem ráðgjafa á því sviði.
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:07
Hollt er að muna til hvers NATO var stofnað. Það var, eins og Ismay lávarður orðaði það, stofnað til að:
1. Halda Rússlandi úti úr Evrópu
2. Halda Þýskalandi niðri (á jörðinni)
3. Halda Bandaríkjunum inni í Evrópu
Staðan í dag er hins vegar þessi:
1. Rússland er komið til baka inn í Evrópu
2. Þýskaland er á leiðinni upp
3. Bandaríkin eru að mestu farin út, nema kannski frá Póllandi og Rúmeníu.
Hvað gerist næst?
Gunnar Rögnvaldsson, 29.10.2019 kl. 20:16
Það er athyglisvert að Erika Steinbach sem var þingmaður CDU frá 1990 til 2017 og fyrrverandi forseti samtaka brottvísaðra Þjóðverja, hefur stutt AfD í kosningabaráttu flokksins. Hún yfirgaf CDU á sambandsþinginu vegna andstöðu hennar við innflytjendastefnu Merkels, og sat síðan sem óháður þingmaður fram til þingloka 2017, en gaf síðan ekki kost á sér eftir það.
En málið er það að 14 milljónir Þjóðverja máttu sæta þeim erfiðu örlögum að þurfa að yfirgefa heimili og fæðingarstað sinn við stríðslokin 1945, og ganga langa vegu inn fyrir ný-sett landamæri Þýskalands, sem flóttamenn.
AfD hefur sinnt málefnum þessa fólks, sem samkvæmt eðli málsins er í austurhlutum Þýskalands. Þessu fólki og afkomendum þess virðast þýsk stjórnvöld ekki hafa sinnt, á sama tíma og mokað er undir útlendinga frá fjarlægum löndum.
Þetta mál á bara eftir að stækka og stækka og landamæramálefni landsins verða tekin upp á ný í þýskum stjórnmálum. Sannið þið til. Þetta er ekki búið. Þetta er að byrja.
Gunnar Rögnvaldsson, 30.10.2019 kl. 01:13
Sæll Gunnar.
Þakka þér fyrir svörin.
Það er fróðlegt að sjá að báðir komumst
við að sömu niðurstöðu varðandi sameiningu
Þýzkalands.
Hún reyndist sérstaklega Austur-Þjóðverjum
þung í skauti og birtist í stórfelldu
atvinnuleysi og skertum lífskjörum að öllu leyti
og endar nú sem stórslys í ljósi vendinga er fylgdu í
kjölfar prelátaparsins frá sama landi.
Erfurt, höfuðborg Þyringjalands, skilaði
okkur þó Marteini Lúther fullmektugum presti(!)
Þú hefur í nokkur skipti skrifað um DDRÚV.
Margur sér þessa stofnun fyrir sér sem hálfgerðan
umskipting vegna ofuráherslu á loftslagsmál
nánast að megi jafna til við trúboð.
Blasir það ef til vill við að sjórnvöld hafi
sjálf sett stofnuninni
sérstaka tilskipun um húsaga í þessum málum?!
Húsari. (IP-tala skráð) 31.10.2019 kl. 08:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.