Leita í fréttum mbl.is

Landamæraeftirlit hefði getað bjargað þessu fólki

Þessir 39 manns og þar af einn táningur væru kannski enn á lífi ef það væri landamæraeftirlit í löndum Evrópusambandsins. Bíllinn hefði kannski verið stöðvaður og fólkið fundist á lífi áður en það króknaði í hel í Bretlandi

Vöruflutningabíllinn (þ.e. þræla- eða mannsalsbíllinn) fór ekki hina venjulegu leið með ferjunni frá Calais í Frakklandi yfir til Dover á Englandi, því þar er aukin landamæragæsla. Farið var því frá Cherburg í Frakklandi yfir til hafnarinnar Rosslare á Írlandi og þaðan ekið upp til Dublin og ferja tekin yfir til Holyhead í Wales, þaðan sem ekið var niður England til Essex, þar sem fólkið fannst króknað í hel

Danir hafa nú tekið upp landamæragæslu gagnvart Svíþjóð. Mannætumafía frá Afríkuríki er grunuð um morð og enn verra á Ítalíu. Erlend glæpagengi herja á Íslandi. Morð og nauðganir staflast upp í Þýskalandi, og hryðjuverk blómstra þvers á landamæri ESB og Frakkland er við það að springa í loft

ESB- og EES-menn segja að þetta þurfi þjóðríki Evrópusambandsins og EES-landa nauðsynlega að þola til þess að sumt ungt fólk geti stundað "háskólanám" í Evrópusambandinu, sem á engan topp-klassa háskóla eftir að Bretland fer út í frelsið. Og svo auðvitað til þess að þrælar fáist fyrir næstum ekki neitt til að vaska upp í háskólum og þrífa. Framleiðni hefur því varla haggast í ESB-löndum áratugum saman, eða frá og með 1989, því þrælar fást fyrir næstum ekki neitt

Reuters sagði hins vegar í gær að framleiðni hafi tekið vissan kipp í Bandaríkjunum vegna þess að ódýrt vinnuafl fæst þar varla lengur. Trump hefur lokað á það. Atvinnurekendur eru því allt í einu farnir að fjárfesta í vélum og tækni, sagði fréttastofan

Hugsið ykkur hversu vonlaust hefði verið að koma Apollo 11 til tunglsins með aðstoð ódýrs vinnuafls. Tunglið væri ónumið enn, hefðu stjórnmál dagsins í dag verið viðhöfð á þeim tímum. Enda er ESB ekkert á leiðinni neitt, nema til helvítis

Hvernig væri að Evrópa tæki aftur upp mannasiði? Ísland gæti meira að segja rutt brautina og sagt sig úr lögum við þetta glataða laga- og pólitískt perverta viðrini og þjóðfrelsisbana, eins og Stóra-Bretland er að gera núna

Fyrri færsla

Brexit-samningur Borisar blessaður í þinginu


mbl.is Gæti tekið langan tíma að bera kennsl á líkin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Einhvernvegin hef ég á tilfinningunni að gamli Alþýðuflokkurinn verði innan frekar skamms endurreistur og að Samfylkingin verði skilin eftir full af esb-skuldum, svipuð og "a bad bank" eða Kommúnistaflokkurinn gamli, og sem síðan sekkur undan eigin þunga á grynningunum skammt undan Borðeyri, öllum til sýnis frá þjóðvegi-1.

Viðreisn verður síðan Sósíalistaflokkurinn - Sameiningarflokkur alþýðu og lifir ekki sjálfa sig af. 

Það hlýtur að fara koma að þessu.

Kannski sástu þetta fyrst hér.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2019 kl. 13:59

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þessir 39 manns létu að minnsta kosti lífið uppi á ESB-altarinu sem þar sem Samfylking og Viðreisn eru æðstuprestar.

Hægt væri svo að endurreisa Reykjaskóla við Hrútafjörð sem Íslandsskólann, þar sem sokkin Samfylking úti á grynningunum yrði notuð sem kennslugagn: "Svona fer fyrir þeim sem svíkja land sitt og þjóð." - sjálið þið bara, segir kennarinn, og bendir nemendum út um gluggann.

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2019 kl. 14:10

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Rétt Gunnar. Ég fékk á baukinn hjá Árna Matt fyrir að segja Alþingi er eini staðurinn þar sem Landráð er leyft. Ég stend við það enn enda mörg landráð sem hafa verið framin þar. :-)

Valdimar Samúelsson, 24.10.2019 kl. 15:31

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ég þakka, Valdimar, og bukta.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2019 kl. 16:56

5 identicon

Sæll Gunnar.

Evrópusambandið er öxulveldi hins illa.

Fari það í heitbrennt helvíti!

Húsari. (IP-tala skráð) 24.10.2019 kl. 20:22

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Húsari.

Bukta aftur.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 24.10.2019 kl. 21:16

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gaman að sjá drög af góðri grein í mogganum og góð skilaböð varðandi landamæri sem eiga að vera virk allstaðar. Ég kalla hreyfingu mína sem smá tutlast áfram https://www.facebook.com/ClosedBorder-People-1060616983960269/  Kannski það hafi farið í taugarnar á Árna Matt.

Valdimar Samúelsson, 25.10.2019 kl. 07:49

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

PS Nú er lag svo best væri að keyra landamæra eftirlitið áfram. Nigel Farage er maðurinn hver hérna heima. Kannski enginn.

Valdimar Samúelsson, 25.10.2019 kl. 07:52

9 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Ég er hrædd um að þú sért nú farin að stíga á einhverjar Schengentær Gunnar. Eða eins og maðurinn sagði: Hvað eru nokkrir Kínverjar þegar samskiptaferli Evropulöggunnar eru í húfi?

Ragnhildur Kolka, 25.10.2019 kl. 20:03

10 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér fyrir Ragnhildur.

Það má vel vera að hið sérhannaða Schengen-vinnusvæði glæpamanna sé með tær, en þær hanga þá að minnsta kosti fastar á hælum glæpamanna þess.

En hvað gerist þegar sólin skríður upp yfir Miðfjarðarhálsinn og skín á sokkna Samfylkinguna. Jú ný tröllskessa verður til úti á grynningunum og Íslandsskólinn við Hrútafjörð eignast sitt fasta kennslugagn; Tröllskessuna Samfylkingu, bergnumda úti á grynningunum undan Borðeyri, með ESB-biblíuna á lofti. Svo koma fuglarnir.. og þeir eru margir.. eins og Kínverjar.. og gera sitt.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 25.10.2019 kl. 21:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband