Þriðjudagur, 7. maí 2019
ESB/ACER knésetur Þýskaland og Rússland með orkupakka3
HOLA Í SMÍÐUM
Nú er komið í ljós að Þýskaland hafði ekki heimild til að samþykkja né hafna lagningu gasleiðslu Rússlands til Þýskalands. Og enn fremur: Þýskaland hafði heldur ekki heimild til að ákveða hver réði yfir leiðslunni og orkunni sem um hana kemur. NordStream2 gasleiðslan (orkustrengurinn) frá Rússlandi hefur verið tekin úr höndum Þýskalands, Þýskalandsmegin, og færð yfir til þið vitið verra. Jú engra annarra en orkupakkamanna3: ACER ESB
Ágreiningsefnið var hvort að ESB-löggjöfin um orkupakka3 næði til orkuleiðslu sem kæmi inn í Evrópusambandið frá landi sem væri ekki aðili að sambandinu, eins og til dæmis frá Rússlandi - og svo einnig frá landi eins og Íslandi, en sem hins vegar er í EES. En á fundi í Brussel föstudaginn 8. febrúar, síðast liðinn, var ákveðið að svo væri. ESB ræður þessu um það, eins og næstum öllu öðru
Þýskaland var þarna rekið heim með samningsgerð þess við Rússland, og Pútín var gert að missa lagalegt áhrifavald yfir því hver fengi orkuna frá Rússlandi og hver mætti taka hana, og selja áfram, og hvert
Upphaflegur samningur Rússlands og Þýskalands heimilaði ekki Þýskalandi að selja orkuna sem kom í gegnum leiðsluna, áfram til þriðja aðila (annarra landa). En með einum fundi og pennastriki í Brussel missti Rússland Pútíns ákvarðanavaldið í því máli líka. Dreifing orkunnar var aðskilin frá framleiðslu hennar, eins og Paul Gregory, prófessor emeritus bendir á hér. Og Þýskaland var að sjálfsögðu aðskilið enn frekar frá kjósendum þess. Því var gert að viðurkenna að það væri Brussel, en ekki Þýskaland, sem hefði fullveldi í málinu
Gífurleg særindi hafa því tekið sér sæti í kansleríinu í Berlín. Merkel hélt að hún, eins og næstum alltaf, gæti stólað á að Frakkland myndi standa með sér í þessu máli og að þau tvö réðu öllu. En svo reyndist ekki, því Frakkland hefur ekki sömu þjóðarhagsmuna að gæta og Þýskaland í þessu máli
Það eina sem Pútín getur huggað sig við er það, að Rússland er ekki aðili að EES. Hann getur því skrúfað fyrir orku-útflæðið heima hjá sér, þegar honum sýnist, en það gæti hann hins vegar ekki ef að Rússland hefði misst fullveldið til þess, eins og forysta Sjálfstæðisflokksins reynir að láta Ísland missa það með okurpakka3
Hvenær ætlar hænuhaus rað-dómgreindarskertrar forystu Sjálfstæðisflokksins, knúinn VG-lofttegund, að velta sér af röngunni og yfir á réttuna. Halló, er einhver heima? Borgarísjaki framundan!
SVONA MYNDAST HELVÍTISHOLUR
Ef þú rífur allt af þjóðum og ætlar að stóla eingöngu á markaðsreglur sem allsherjar guðspjall, þá hætta þjóðir að vera þjóðir og markaðir að vera markaðir. Og alveg sérstaklega: þá hætta þeir að vera frjálsir makaðir
Takið eftir að í ávarpi Roosevelts forseta til þingsins 1942 (e. State of the Union Address) talar hann um að vera frjáls frá einhverju. Frjáls frá innlimun, frjáls frá ótta. Hann er þarna alls ekki að fara í það að frelsa heiminn til þess að fólk öðlist frelsi til að eyðileggja hann, þjóðir, lönd og heimsálfur (þvaður-frelsi). Nei. Hann ætlar að beita sér fyrir því að við verðum frjáls frá því að þurfa að þola slíkt (freedom from want, and freedom from fear everywhere in the world)
Ef þú eyðileggur þjóðir og þjóðríki það mikið að þjóðin og landið hættir að snúast um það að við björgum til dæmis Vestmannaeyingum frá hamförum sökum þess að þjóðarsamheldnin hefur verið eyðilögð, með því að markaðsreglur séu einu gildin og guðspjöllin sem viðhöfð eru um allt í þjóðinni, þá dettur þjóðin í sundur, splundrast og hættir að vera samstæð og samheldin (e. cohesive)
Þá gerist það, að það er ekki hægt að halda landinu saman nema með ofbeldi (e. force). Og um leið hætta frjálsir markaðir að vera til og þeir breytast í helvítisholur í helvítisholum
Og það er þetta ástand sem þegar er hafið í ESB-Evrópu. Eina leiðin til að halda Evrópusambandinu saman er að beita löndin sem eru í því sífellt þyngra og svæsnara ofbeldi. Þar eru svo kallaðir "frjálsir markaðir" því að liðast í sundur. Og allir sem hugsa bara smá, vita ósköp vel hvað gerist næst. Sambandið er að breytast í Helvítisholu (stór stafur, því Helvíti er staðarheiti)
Roosevelt fór því í krossferð gegn heiðni. Til dæmis gegn þeirri ESB-heiðni sem við sjáum í dag:
"They know that victory for us means victory for religion. And they could not tolerate that. The world is too small to provide adequate "living room" for both Hitler and God. In proof of that, the Nazis have now announced their plan for enforcing their new German, pagan religion all over the world--a plan by which the Holy Bible and the Cross of Mercy would be displaced by Mein Kampf and the swastika and the naked sword"
Mein Kampf Evrópusambandsins er til dæmis orkupakki3 og allir orkupakkar þess líka, ásamt næstum öllum öðrum pökkum þess, sem þjóðir ESB-landa reyndu að hafna, en fengu bara í hausinn aftur, til að kjósa um, þar til rétt niðurstaða fengist
Enginn getur neitað því að samheldni íslensku þjóðarinnar hefur minnkað frá og með innleiðingu EES-samningsins hér í okkar landi. Hún hefur ekki aukist, heldur minnkað. Verndari valda of margra hér á landi er Brussel. Evrópusambandið er að sundra íslensku þjóðinni
Þingmenn standa ekki með þjóðinni lengur og eru sífellt minna fulltrúar kjósenda, eins og sést svo vel í orkupakkamálinu núna og þar á undan í Icesavemálinu. Enginn kaus þingmenn Sjálfstæðisflokksins til þessara eyðileggingastarfa. Tortímandi þeytivinduaflið frá formanni flokksins sem snýst eins og skopparakringla, og sem hætti að þora að draga þjóðarandann af ótta við skuggamyndina af sjálfum sér, er að rífa flokkinn okkar í tætlur. Eins og þjóðir rifna í tætlur og verða að helvítisholum
- Gunnar er Þjóðaríhaldsmaður í Sjálfstæðisflokknum
Tengt:
Er Goldman Sachs í orkupökkunum hér eins og í Danmörku ?
Fyrri færsla
OP3: Dularforysta Sjálfstæðisflokksins
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt 8.5.2019 kl. 14:54 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 30
- Sl. sólarhring: 113
- Sl. viku: 249
- Frá upphafi: 1390879
Annað
- Innlit í dag: 24
- Innlit sl. viku: 150
- Gestir í dag: 24
- IP-tölur í dag: 23
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
"Hvenær ætlar hænuhaus rað-dómgreindarskertrar forystu Sjálfstæðisflokksins, knúinn VG-lofttegund, að velta sér af röngunni og yfir á réttuna. Halló, er einhver heima? Borgarísjaki framundan!"
Þetta er ein best orðaða áskorun sem ég hef séð til formanns Sjálfstæðisflokksins.
Eggert Guðmundsson, 7.5.2019 kl. 18:37
Hárrétt athugað Gunnar.
Allt þetta byrjaði með innleiðingu EES samningsins á valdatíma Viðeyjarstjórnar DO og JBH. Síðan kom helmingaskipti gömlu valfaflokkanna og einkavæðingu bankakerfisins í stjórnartíð DO og HÁ.
Mikið sem DO mætti einu sinni skrifa aðeins meyr um það sem hann gerði, viðurkenna ærlega að hann hafi hlustað of mikið á Hannes Blair Gissurar jarls sonar. Þannig mætti hann, a.m.k. einu sinni, viðurkenna að hann skóp farveg Engeyinganna.
Mikillar ógæfu eru þær eyjar, Viðey og Engey og allt það sem þær hafa fóstrað og við þær er kennt.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.5.2019 kl. 18:47
Þessi pistill þinn Gunnar, er reyndar mögnuð lýsing á aðdraganda þess sem mun gerast:
Þegar Bretarnir verða horfnir úr EU, þá munu Þjóðverjar þurfa að borga meira fyrir brúsann, og þá munu þeir verða brjálaðir. Þar að auki eiga þeir við þann lýðfræðilega vanda að þeim fækkar og það er ekki auðvelt að breyta hælisleitendunum í iðjusama og aðhaldssama Þjóðverja. Þýskaland er púðurtunna Evrópu.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.5.2019 kl. 20:19
Þakka ykkur fyrir.
Davíð Oddsson skrifar í leiðara Morgunblaðsins í dag að:
"Það er mikið umhugsunarefni að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ákveðið að gefa sjálfum sér og stuðningsmönnunum tvennt í 90 ára afmælisgjöf í þessum mánuði. Það fyrra er að neyða atlöguna að stjórnarskránni niður um kokið á hvorum tveggja með góðu eða illu og sanna að þar hafi menn ekkert lært af óförunum í Icesave. Samt segja þeir að málið sé ekki um neitt. Það sé ekkert í því. Það taki ekkert vald af Íslandi og færi ekkert vald yfir til ESB.
En hvers vegna þá? Hvers vegna að ulla á allt þetta fólk og það út af engu? Það getur ekki eingöngu verið gert í tilefni dagsins.
Eina svarið og það sem á að duga til að efna til átaka við almenning er að ella muni samningurinn um EES hanga á bláþræði og það sé "skemmdarverk" að stofna til þess. Af hverju mundi hann hanga á bláþræði út af máli sem er ekki um neitt og snýst ekki um neitt?
Samningurinn um EES gerir beinlínis ráð fyrir því að aðildarríki hans geti hafnað slíkum tilskipunum. Væru ekki slíkir fyrirvarar hefði samningurinn ekki staðist stjórnarskrá. Sé það rétt að slíkir fyrirvarar séu ómark er ljóst að meirihluti þingsins braut stjórnarskrána 1993.
Stefán Már var spurður um það í gær af "RÚV" hvort rétt væri að yrði látið undan ótta almennings færi EES-samningurinn í uppnám. Prófessorinn brosti góðlátlega og gat ekki séð hvernig það fengi staðist."
Hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á málum, þá er það þannig að þjóðir skipta um skoðun í takt við framvindu sönnunargagna og í takt við framvindu veruleikans.
Nú er reynt að gera það að grunsamlegum hlut ef að einhver núverandi eða fyrrverandi íslenskur stjórnmálamaður hefur skipt um skoðun í þessu bölvaða orkupakka-níðingsmáli Evrópusambandsins.
En í millitíðinni hefur heimurinn sannarlega breyst og sannanir gegn ESB og ákærur á hendur því hafa hrannast upp í óendanlega stórum bunkum, sem stækka hvern einasta dag ársins. Vesturlönd og 1945-uppsetning þeirra hrundi 2009 vegna þess að búið var að njörva þau saman þannig, að ef einn banki fór á hausinn, þá fóru allir bankar á hausinn. Ef að eitt land gerði sig að helvítisholu þá urðu helst öll lönd að gera sig að helvítisholu líka. Bæði Roosevelt-andinn og Reagan-Thatcher-Vatíkan-andinn höfðu verið sviknir.
Hérna er ágætis svar við því þegar ein þjóð skipti um skoðun á öllum pökkum Evrópusambandsins og fékk bágt fyrir hjá pakkamönnum. Hér er þessu fólki og fjölmiðlabröskurum þeirra með sannleikann svarað fullum hálsi!
Þjóðarhagsmunir Íslendinga er það sem þingmenn hafa unnið sinn eið að á Alþingi. Þeirra eiga þeir að gæta sem ófáanlegra gersema Íslands. Fótum troðin stjórnarskrá Íslands er ekki það sem Íslendingurinn mikli, Davíð Oddsson, mun una.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2019 kl. 20:39
Geri alls ekki ágreining við þig um það
að leiðari Davíðs er elegant í hæðni og snilld.
Símon Pétur frá Hákoti (IP-tala skráð) 7.5.2019 kl. 21:00
Meira:
1.Pistill Jóns Bjarnasonar í dag hittir einnig naglann á höfuðið: Einkavæðing Landsvirkjunar og "Orkupakki" ESB
2. Og ekki er Styrmir Gunnarsson síðri: Vísvitandi blekkingar hjá tveimur ráðuneytum?
3. Og Páll Vilhjálmsson er eins og alltaf, hnífskarpur: Áslaug, smámálið þitt er stórt, stærra en flokkurinn
4. Grein Tómasar Inga Olrich í Morgunblaðinu í dag, ættu allir að lesa, þar sem hann meðal annars segir:
"Það tengist umræðum um þriðja orkupakkann, hvort áform eru um að tengja Ísland við orkumarkað ESB/​EES. Á heimasíðu Landsvirkjunar kemur fram mikill áhugi á slíkri tengingu. Þegar litið er á rökstuðning stofnunarinnar fyrir lagningu sæstrengs er ljóst að þar er um mjög pólitísk álitamál að ræða.
Ég hef spurst fyrir um það í blaðagrein hvort stofnunin stundi stjórnmál í tómarúmi eða hvort hún styðjist við velvilja ríkisstjórnarinnar í þessu máli. Því ætti að vera hægt að svara vafningalaust. Það hefur á hinn bóginn ekki gerst, svo mér sé kunnugt."
Já. Þannig er það í dag.
Gunnar Rögnvaldsson, 7.5.2019 kl. 21:41
Góð grein og upplýsingar Gunnar. Já nú ætti Putinn að stoppa þessa vitleysu og pressa á ESB að þeir fái ekkert gas nema þegar og ef hann vilji selja þeim. Rósvelt vissi að það eru öfl sem reyna að ná heimsyfirráðum og eru að enn í dag.
Valdimar Samúelsson, 8.5.2019 kl. 17:00
Davíð góður okkar maður eins og alltaf.
Valdimar Samúelsson, 8.5.2019 kl. 17:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.