Fimmtudagur, 21. mars 2019
Orkupakkinn mun eyðileggja stóriðju á Íslandi
Nokkuð líklegt má teljast að Evrópusambandið muni með samanlögðum og sístækkandi orkupökkum sínum geta með tíð og tíma náð að banna íslenskum stjórnvöldum að gera samninga við stóriðjufyrirtæki hér á Íslandi. Og með sömu tíð og tíma náð að eyðileggja rekstrargrundvöllinn fyrir stóriðju hér á landi. Íslenskum stjórnvöldum yrði smám saman óheimilt að nýta íslenskra raforku í þágu Íslendinga, eins og okkur sýnist, fram yfir önnur notkunarsvið erlendra ESB-hagsmuna, sem hvenær sem er geta tekið sér bólfestu hér á landi, og nánast gert hvað sem er í skjóli EES, sem bara stækkar og stækkar í trássi við það sem þjóðinni var sagt um samninginn í upphafi. Það sama mun verða látið gilda um raforku og hefði gilt um fiskveiðar í íslenskri lögsögu, ef að við hefðum gengið í Evrópusambandið
Það má kallast jaðra við landráðalegan aulaskap að forystumenn Sjálfstæðisflokksins skuli ekki allir sem einn sjá hætturnar sem fylgja því að leyfa umboðslausu yfirríkislegu embættismannaveldi á borð við Evrópusambandið komast með krumlurnar í íslenska raforkuframleiðslu, dreifingu hennar, verðlagningu og notkun. Þar setjast að ömurleg öfl eins og mýpakkar á mykjuskán út um alla Evrópu
Samhliða þessu áhlaupi á raforkumálin reyna íslenskir stjórnmála- og smásölumenn allt hvað þeir geta að fórna íslenskum landbúnaði á altari ríkisstyrkts ESB-landbúnaðar, og gengur þriðji-flokkur Framsóknarflokksins þar hve harðast fram. Ofan í þetta tvennt bætist svo sú staðreynd, að við Íslendingar ráðum varla lengur því hver býr í landinu okkar eða ekki; og svo því hverjum erlendum er verið að selja landið undan þjóðinni í skömmtum, eða ekki
Þegar ég hugsa um núverandi forystu Sjálfstæðisflokksins þá sé ég fyrir mér sennilega lélegasta formann flokksins frá upphafi, og sem fyrir aðeins nokkrum árum ætlaði sér að setja íslensku þjóðina í skuldafangelsi vegna skulda einkafyrirtækja. Við hverju má þá ekki búast þegar að íslensku olíunni kemur; raforkunni? Hvar er dómgreind hans? Formenn flokksins hafa verið þessir:
- Jón Þorláksson
- Ólafur Thors
- Bjarni Benediktsson
- Jóhann Hafstein
- Geir Hallgrímsson
- Þorsteinn Pálsson
- Davíð Oddsson
- Geir H. Haarde
- Bjarni Benediktsson
Traust mitt á forystunni í flokki mínum er því miður ekki til staðar í þessum efnum. Það hefur þurft að mata hana eins og hvítvoðung með teskeið á fullveldis-staðreyndum lífsins í næstum því 10 ár, bara til þess eins að flokkurinn rétt næði að lifa forystuna af. Og aðeins eru nokkrir dagar liðnir frá síðasta mannfalli í flokknum. Þá vegna Evrópudómstóla sem fylgja uppskriftinni að einræði æ nánar. Evrópumálin eru að eyðileggja flokkinn, eins og þau mál hafa gert og gera út um alla Evrópu. Er ekki kominn tími til að ranka úr EES-rotinu, sem breyttist í bankarotið vegna eins EES-samnings. Á kannski að eyðileggja enn meira?
Þjóðaröryggisstefna getur aldrei byggst á því að vona það besta. Slík stefna er og verður alltaf þjóðar-óöryggisstefna
Fyrri færsla
Líberalismi hefur steikt heilabú margra Sjálfstæðismanna
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 20:26 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1389600
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Þar fór síðasta haldreipið,trúfestan sem við héldum að lifði af viðskiptin við "liberisman" sem ég hef lært af þér að skilja hvað er. Öll árin sem formaður Sjst.flokks hefur verið ráðherra í ríkisstjórn hefur hann dregið mig ofl. á asnaeyrunum og ég spyr hvað ætlum við lengi að láta þá komast upp með það.- - Vonandi eru menn að hita vel upp í sal 105 í Háskólanum núna í eftirmidag....
Helga Kristjánsdóttir, 21.3.2019 kl. 16:41
Líberalismi er þjóðar-óöryggisstefna, Helga, eins og menn komust að í bankahruninu hér heima og erlendis. Óöryggi, dag eftir dag, viku eftir viku, mánuð eftir mánuð, og ár eftir ár. Óöryggi, óöryggi og meira óöryggi.
Þegar að öryggismálum borgaranna og þjóða kemur þá er líberalismi stærsta framköllunarvél áfalla. Og þegar að ESB-málum kemur þá eru jafnvel þjóðir Austur-Evrópu, sem slæmu voru vanar, farnar að segja að þær hafi ekki losnað undan kommajöklinum bara til þess eins að taka þátt í nýju sovétríki í smíðum. Þeim finnst sambandið vera nýtt sovét í smíðum.
Allt sem tengist Evrópusambandinu (og EES líka), hefur farið langt langt fram úr því sem sambandið hafði heimild til að verða. Og nú er svo komið að senda þarf fjárlög landanna til samþykkis í Brussel, jafnvel áður en þau eru lögð fyrir þjóðir landanna.
Og því tvennu sem sagt var að væru sjálfar forsendurnar fyrir tilvist ESB, hefur sambandið algjörlega brugðist: Þ.e. 1) öryggi og 2) hagsæld. Hvoru tveggja er til fjandans farið.
Í sjálfri háborg líberalista, Frakklandi, er nú hótað að beita hernum á mótmælendur um næstu helgi, á meðan Katalóníumenn rotna í dýflissum sambandsins.
Þeir sem halda að komandi ESB-her yrði eitthvað annað en einmitt þetta, hljóta að vera syndandi í sýrum eða veruleikafirrtir trúðar.
Þeir trúðar halda svo að þeir sleppi þegar að diktötum í raforkumálum kemur.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 21.3.2019 kl. 18:42
Davíð var leiðtogi sem tendraði fólk upp. Sá hæfileik i er ekki á hverju strái.
Halldór Jónsson, 22.3.2019 kl. 08:09
Vel til orða tekið Gunnar. Það er dálítið aumt að þessir þingmenn hvað þá drengurinn í fermingajakkanum sínum geta verið svo vitskertir að samþykkja algjöra yfirtöku og stjórnun á orku landsins. Það ætti að byrja á undirskriftasöfnun strax en þarna eru mörg fyrirtæki í veði því öll orka kemur til með að vera undir sama hattinum. Svo má ekki gleyma því að við erum þegar búnir að selja orkuver og jafnvel vatnsföll/ár.
Valdimar Samúelsson, 22.3.2019 kl. 10:33
Þakka Halldór.
Já, mikið rétt hjá þér. Davíð er leiðtogi.
Hvað höfum við í dag?
1. Bjarna Ben; dómgreindarlausan. Getur ekki gengið í gegnum hurð án þess að missa alla sannfæringu fyrir því sem flokkurinn gengur út á og er fæddur til að ganga út á. Sagði því já við Icesave. Tók 8 ár í að meðtaka hvað fullveldi í peningamálum er. Ræður iðnbyltingarráðherra til sín sem veit ekkert. Stjórnast af spákonum með metoo-kristalkúlur. Facebókari og efni í góðan fjármálaráðherra, en ekkert umfram það, eins og Geir. Eyþór verður að taka við flokknum, Bjarni er búinn með tímann og næstum því allan flokkinn líka. Eyþór er leiðtogi, held ég. En ef Gulli tekur við þá batnar ekkert.
2. Landráða Vinstri græna, sem sviku allt og alla og sóttu um. Orðinn grænmygluklúbbur ríkisbubba og esbsukks. Orðnir leiðir á próletarí-ati. Búnir að finna nýtt próletraí-at; grænmyglusveppaskóginn og loftgaldra. Heimsendatrúarsöfnuður. Batikk-hobby-snobb-klúbbur.
3. Framsókn: gangandi beinagrind í gufustrók.
4. Samfylkingin: vinstri-skríll.
6. Píratar: geðklofinn vinstri skríll.
7. Viðreisn: geðklofinn esb-skríll
8. ? Miðflokkur
Það verður ekki skemmtilegt þegar ESB-stoppar raforkusamninga ríkisstjórnarinnar við stóriðjuna, með dómstólaveldi sitt í rassvasanum, næst þegar endurnýja á þá, í ríki orkupakkanna. Þar opnast gröf Sjálfstæðisflokksins og Íslands upp á gátt.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 10:34
Þakka Valdimar.
Kveðja
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 10:35
Þeir sem tala fyrir þessum andskotans orkupakka eru með höfuð sitt fast í sjálfstýringar EES-poka um háls sér. Þeir gleyma algerlega markmiðinu með pökkunum, sem á að reyna að bjarga því sem hægt er að bjarga á meginlandinu, hvað sem það kostar.
Pakkinn snýst um:
1. "Common interest" - þar sem sjálft ESB-veldið skilgreinir á hverjum tíma sem verandi sameiginlega hagsmuni ESB og sem ræður á EES svæðinu, sé undir þetta pakkafargan skrifað. Þetta er eins og með sameiginlegu landhelgina. Ekkert mun stöðva ESB-veldið sé því réttur bara einn litli fingur í þessu máli, því orkumálin í ESB eru eins og allt annað: handónýtt mál, því sambandið eyðileggur allt sem það kemur nálægt og er líf borgaranna þar talið með, og farið er með það eins og að um geislavirkan úrgang sé að ræða.
2. Cross-border atriðið, eða, þvers á landamæri. Þeir sem halda að þeir sleppi við eitthvað bara vegna þess að Ísland sé eyja úti í hafi, já þeir eru algerlega úti að aka og hættulegur einfeldningar. Afar hættulegir fullveldi Íslands. Varið ykkur á þannig mönnum.
Þetta VERÐUR að stoppa. EKKERT mark er takandi á neinum sér- og lögfræðingum í þessu máli. ÞJÓÐIN verður að stöðva þetta.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 11:42
Ekki ætla ég mér að taka þátt í ofangreindum hræring, nóg samt.
Hitt angra mig þegar núna á að fara hylja f.v formann Sjálfsstæðisflokksins og Forsætisráðherra sem "okkar besta mann".
Enginn Forsætisráðherra í sögu okkar skers hefur fært eins mikið frá þeim mörgu til hinna fáu.
Skattlagning á þá sem verst hafa það hefur aldrei vaxið meir en í valdatíma þess sem hér á núna að húrra upp (Herðubreið.2014).
Sami aðili sá til þess að hann og örfáir tilviðbótar fengu meiri eftirlaun en aðrir, ca tvöföldun sem síðar var breytt en tjónið er og verður til staðar fyrir þessa sömu enda ekki hægt að breyta lögum afturvirkt.
Þessi sami "ágæti" f.v forsætisráðherra setti svo hóp af hljóðlausum mótmælendum í stofufangelsi þegar einn Forseti kom hér í heimsókn.
Þið megið skemmta ykkur yfir eftirábreyttum söguskýringum en Davíð Oddson kann að hafa haft aga á sínum flokksfélögum [lesist sem að ekki mátti mótmæla aðal] en hann gerði lítið fyrir þá fleiri, meira fyrir þá færri.
Sigfús Ómar Höskuldsson, 22.3.2019 kl. 11:58
Gott að þú ætlar ekki að taka þátt, Sigfús.
Takk fyrir innlitið
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 12:04
Held ég mig því við orkupakkamálið
3. "Ending energy isolation" er annað markmið þessa máls.
Það verður viðhaft til þess að tryggja orkuöryggi mikilvægustu landanna á kostnað litlu landanna og er kallað 4."Enhancing the Union security of supply"
Svona eins og hinn innri markaður var stofnaður sem geopólitískt stuðpúðasvæði í kringum Þýskaland með blessun Frakklands. Og eins og evran var stofnuð til að handjárna löndin á stuðpúðasvæðinu ósjálfbjarga við Þýskaland. Þau eru varnarlaust núna og á skallanum.
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 12:06
Þeir sem velta því fyrir sér núna, hvað Evrópusamband um kol og stál hefur með orku- og umhverfismál að gera í dag, ættu að klóra sér aðeins í hnakkanum yfir því, og spyrja gáfulegra spurninga.
Staðreyndin er sú að Evrópusambandið sest á hvern þann nýja málaflokk sem því sýnist, vegna þess að það er stjórnlaus ófreskja. Algerlega stjórnlaus ófreskja sem ekkert þing í neinu landi megnar að stöðva.
Við verðum að segja nei og neita sambandinu um að ræna framtíðinni frá Íslandi sem fullvalda og sjálfstæðu ríki. Það er engin engin ástæða til að segja já. Slíkt er fullkominn aula- og roluskapur og ekkert annað!
Gunnar Rögnvaldsson, 22.3.2019 kl. 12:17
Er þá ekki rétt að rifja upp hin fleygu orð:
"Að hver þjóð verðskuldi það sem hún kýs yfir sig!":
Jón Þórhallsson, 22.3.2019 kl. 16:36
Jón ef ég má Gunnar. Það verðskuldar engin lýðræðisþjóð að alþingi þeirra og stjórn breytist í einræðisstjórn.
Gunnar ég fór að hugsa um allt rafmagn sem Rússar hafa en getir verið að ESB sé í dauðateygjunum og því kreisti út úr smáþjóðunum allt sem þeir geta til þess að vera ekki meira háðir Rússunum sem þeir eru nú þegar ornir.
Valdimar Samúelsson, 22.3.2019 kl. 17:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.