Leita í fréttum mbl.is

Aldrei aftur!

Lenín í gömlu Sovétríkjunum

FJÉLAGAR, TAKIÐ EFTIR!

Það er hægt að laga þetta allt saman (launamálin) með því að taka upp rúblu. Og svo með því að launþegar séu á að minnsta kosti jafn háum launum og verkalýðsforystan hefur sjálf. Allir fá þá vinnu við verkalýðshreyfinguna, því það er þar sem hin raunverulegu verðmæti og samkeppnishæfni þeirra verða til.

Þá stöðvast loksins allar þessar utanlandsferðir og hlýnun jarðar hættir, eins og kom fram í frumukassa DDRÚV. Konur fá þá aftur forræði yfir líkama sínum og geta ekki lengur gert það með hverjum sem er hvenær sem er, án afleiðinga, og Þjóðviljinn byrjar að koma út aftur

Hvaðan peningarnir eiga að koma skiptir ekki máli, því þá höfum við rúblur. Og svo verða fyrirtækin fljótlega komin í vinnu hjá launþegum. Þau vinna þá við að borga þeim laun og við höldum launum fyrirtækjanna niðri svo þau geti aldrei aftur tekið upp á því að borga ein hæstu laun í heiminum. Aldrei aftur!

Svo þegar búið er að jafna laun bankastjóra, helst við jörðu, þá má enginn nokkru sinni komast að því að heimilin eru stærsti lánveitandinn í hagkerfinu. Þeir sem taka sig af fé heimilanna verða skilyrðislaust að vera... tja.. það er víst óþarfi að segja nákvæmlega frá því hér.. jáh, svipað og þær réttdræpu afætur sem vinna hjá lífeyrissjóðum landsins sem eru í eigu heimilanna og sem ávaxtað hafa fé almennings svo hrikalega hátt að heimilin eiga alla landsframleiðsluna 1,7 sinnum, og heimilin "eiga því bókstaflega allt" í landinu.. nei bíddu.. bíddu hægur.. þetta átti ekki að vera svona.. nei það getur varla verið.. andartak.. andartak..

..HLÉ VEGNA BILANA

FJÉLAGAR! EN HVERNIG VIRKAR LÁGLAUNASTEFNA?

Dæmi: Þýska Hartz-láglaunastefnan í Þýskalandi virkaði svo vel að sá sparnaður sem gat orðið til í þýska hagkerfinu, varð allur til hjá útflutningsfyrirtækjum landsins. Og þegar sparnaður verður til hjá fyrirtækjum, en ekki heimilum, þá heitir hann hagnaður

Hlutur Þjóðverja í neyslu landsframleiðslunnar, sem fyrirtækin framleiða, varð svo lítill að flytja þarf helming landsframleiðslunnar út

Við þetta hvarf einnig útlánamarkaðurinn fyrir þá peninga sem þýskum fyrirtækjum gæddist vegna láglaunastefnunnar. Þýsk heimili gátu ekki tekið við sparnaði (hagnaði) fyrirtækjanna í formi útlána í gegnum bankakerfið, til neyslu. Og ekki nóg með það, þýsk heimili hættu að vera lánshæf, vegna lágra launa

Þessu fé sem þannig hafði verið "rænt" frá þýskum heimilum (með blessun verkalýðshreyfinga esb-sossa) með því að gera hlutdeild þeirra í neyslu landsframleiðslunnar svona lítinn og þannig koma í veg fyrir að hagnaður gæti orðið til hjá heimilunum, já honum var svo skipað út og þrýstidælt inn á evrulöndin í suðri, undir útlánastöðlum sem bannaðir vori heima í Þýskalandi

Í suðri voru raunstýrivextir evrunnar neikvæðir og þýsku fé dælt þar inn á nafnvöxtum sem þau gátu ekki fengið heima í Þýskalandi. En vextirnir voru samt falskir og staðbundið-neikvæðir og útlánin brunnu niður. Þeir hefðu átt að vera hærri og þar með hindrað suðræn heimili í að brenna hagkerfi sín niður og þar með komið í veg fyrir svona ósvinnu. En þar sem ECB-seðlabanki evru er miðaður við þarfir Þýskalands aðeins, þá voru vextir hans í suðri ásamt þýska þrælaríkinu í norðri, eldsspýtan sem kveikti í evrusvæðinu. Þetta er sennilega eitt stærsta útflæði á illa fengnu fé undir beltisstað í sögu mannkyns. Í sumum löndum Suður-Evrópu nam þýska innflæðið 30 prósentum af landsframleiðslu

Þannig var því sem með réttu átti að vera sparnaður í eigu þýskra heimila, dælt inn á evrulöndin í suðri svo að þau hefðu fé til að kaupa útflutninginn af þýskum fyrirtækjum, sem gengu fyrir þrælum á lágum launum í norðri

Og þegar að evrulöndin í suðri sprungu vegna þessara undirboða alls í þýskt stjórnuðu ESB og svo vegna fjármálakreppunnar sem Þýskaland átti stóran þátt í að skapa, þá var það ákveðið í hallarsölum ESB, sem eru í vösum Þýskalands, að það væru löndin í suðri sem myndu verða gerð upp, í stað þess að láta þýsku bankana, sem lánuðu peningana út, rúlla. Það kom bara diktat um það frá Berlín og París

Messustjórinn yfir þessu öllu voru tveir kanslarar Þýskalans úr sömu stór-samsteypunni, Schröder og Merkel, sem er eilífðar samsæri þýska elíta gegn þjóðinni, sem á ekkert, en er hlýðnir þrælar

Og þar sem löndin í suðri eru í föstu og handjárnuðu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland með evru, þá voru þau varnarlaus með öllu. Það eina sem land eins og Þýskaland skilur er fyrirvaralaus gengisfelling beint í andlit þess

Fyrri fræsla

Kjarabarátta breytist í kommabaráttu?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Þú ert nú svo margþættur í þínum skrifum, Gunnar, ferð út í svo marga sálma í einu, að maður hættir nánast að geta hent reiður á því öllu saman, telur sig vart dómbæran á ýmsar þínar hugleiðingar, jafnvel hættir maður á stundum að nenna að lesa svo langa grein til enda (enda við margt annað að fást), og þó byrjaðir þú þennan pistil óneitanlega mjög vel. laughing

Stundum er minna (í einu) betra en meira. wink

Jón Valur Jensson, 20.2.2019 kl. 20:35

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér kærlega Jón Valur.

Já þetta er ekki beint Twitter hjá mér Jón.

Eigin ríkisstjórn evrulanda nennti að lesa hvorki Maastricht-sáttmálann né hið smá letur Stöðnunar- og Hnignunarsáttmála evru. Þeir gerðu bara svona og lýðskrumuðust. Svo þú ert mjög svo heiðarlega afsakaður, enda veit ég að þú ert önnum kafinn maður.

Þú neyðist sennilega til að flytja frá Reykjavík Jón, því þar tekur allt svo langan tíma sem tapast í ekki neitt. Þá gætir þú kannski lesið meira og séð minna.

Fólk bíður í bílunum sínum horfandi á ekkert og er að kafna úr grænum svífandi óhreinindum og nýgrænir berklar borgarstjórans fara brátt að slá sér niður í því grænmyglubæli vinstrimanna, eins og í háborgum græningjanna í Kaliforníu, sem eru að ná ástandinu eins og það var í Konstantínópel á sjöttu öld:

[.. Green Filth: Medieval plagues such as typhus and tuberculosis ravage street people in California cities, so much so that Los Angeles City Hall had to be deloused to ensure that it did suffer the flea-borne epidemics akin to those of Constantinople in the sixth century a.d. Feces, trash, urine, discarded needles, and rotting food scraps stain downtown streets; primeval carriers of disease such as rats and scavenging birds feast and defecate among the flotsam and jetsam..]

Þetta kemur allt með grænu myglunni því með henni koma útópískir vinstrimenn og pólitík þeirra.

Sástu grein Friðriks Daníelssonar í Mogganum í dag?: "Engin varanleg hlýnun loftslags á suðurströndinni í 80 ár" - blaðsíða 20.

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 20.2.2019 kl. 22:17

3 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nei, vinur, ekki hef ég lesið hana, eftir þann frábæra mann, er ekki áskrifandi og hef ekki komizt í blaðið í dag.

En, já, among the flotsam and jetsam ...

skáldlegar sýnir þetta. Bara eina rottu minnist ég þó að hafa séð um ævina hér í Reykjavík.

Já, þetta er skelfilegt vandamál að möppudýr búi viljandi til svo langa reglugerðarpakka, að menn nenna ekki að lesa þá. Svo hélt ein á ljósvakanum í dag, að Ísland hefði samþykkt Lissabonsáttmálann!

Jón Valur Jensson, 20.2.2019 kl. 23:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband