Leita í fréttum mbl.is

Ástralía bannar kínverska tækni - Þýskaland og Trump - Microsoft og Trump

Donald J Trump

Mynd: Forseti Bandaríkjanna, Donald J. Trump

****

Ástralska ríkisstjórnin heftur bannað að tæknivörur frá kínverska Huawei fyrirtækinu séu notaðar í tæknilega innviði nýs 5G-netverks Ástralíu, sem er í smíðum. Þetta er gert vegna þjóðaröryggis Ástralíu, sem þar með flygir Bandaríkjunum að máli í þessum efnum og ríkisstjórnin reynir samhliða að minnka eyðnivægi stjórnmála kínverskra kommúnista í heimshlutanum

Þegar Ástralía lagði inn pöntun á nýjum kafbátum fyrir flota sinn á síðasta ári, áttu flestir von á því að Ástralir myndu velja bandaríska kafbáta, því þeir smella sem innfæddir inn í varnarmálakerfi landanna. En ástralska ríkisstjórnin ákvað hins vegar að kaupa nýju kafbátana frá Frakklandi, til að reyna þannig að viðhalda áhrifum Frakklands í heimshlutanum. Ástralir lögðu þar með lykkju á leið sína vegna þjóðaröryggis landsins. Hið sama ræður för í uppbyggingu ástralskra innviða. Þetta mun í sívaxandi mæli eiga við í fleiri löndum. Kínverskri tækni er ekki treystandi í innviðum Vesturlanda

Donald J. Trump er nú farinn að líta á Evrópusambandið sem tollrænt fjölþjóðafyrirkomulag (e. multilateral) sem af prinsippástæðum er ekki hægt að gera tvíhliða viðskiptasamninga við. Eðlislægur og þar með fastbyggður viðskiptaójöfnuður milli ESB-landanna sjálfra, innan ESB, og svo út á við, en þá sem ein heild, gagnvart umheiminum, kemur í veg fyrir það, því þar með er ljóst að viss lönd í sambandinu nota það til að dulbúa sig í heiminum á kostnað annarra. Þetta fékk hann margstaðfest er hann þráspurði Angelu Merkel um möguleikann á tvíhliða viðskipasamningum milli Bandaríkjanna og Þýskalands. Landamæratollar og gengisfölsunar- og virðisaukaskattamótvog er því sennilega það sem Trump mun grípa til gagnvart Þýskalandi, sem er í þann mund að senda út fréttatilkynningar um stærsta viðskiptahagnað nokkurs lands á kostnað annarra í sögu mannkyns

Ríkisstjórn Donalds J. Trump er einnig að rannsaka viðskiptahætti Microsoft í Evrópu. Fyrirtækið er grunað um að hafa selt hugbúnað sinn á gjafverði til aðila í austurhluta Evrópusambandsins, sem selja hann síðan til ríkisstjórna í þeim hluta ESB fyrir fullt verð, en nota hins vegar mismuninn til að múta hinum sömu ríkisstjórnum í ESB til kaupanna

Fyrri færsla

Lýðræði hefur sín takmörk


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Þórhallsson

Er það ekki bara til bóta að draga úr veldi gula-drekans;

sé þess kostur?

Jón Þórhallsson, 24.8.2018 kl. 09:45

2 Smámynd: Halldór Jónsson

Bravó fyrir Trump, hann lætur ekki mokka sig eins og Obama og Clinton gerðu

Halldór Jónsson, 24.8.2018 kl. 11:07

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur.

Já það myndi lítið gott gerast í þessum heimi ef að Bandaríkin hættu vakt sinni í Evrópu, Asíu og Mið-Austurlöndum.

Eins og er þá eru Bandaríkin með 90 þúsund menn staðsetta í Evrópu til að halda henni á lífi. 70 þúsund hermenn og 20 þúsund borgarlega starfsmenn á vegum Bandaríska varnarmálaráðuneytisins.

Allt flugvélabensín sem fer á allar borgaralegar farþegaflugvélar sem fljúga frá næstum öllum helstu flugvöllum á meginlandi Evrópu fá allt sitt eldsneyti úr CEPS-leiðslukerfi NATO, sem er 12 þúsund kólómetrar að lengd: Amsterdam, Schiphol, Brussels, Frankfurt am Main, Luxembourg, Köln, Bonn, Zürich svo nokkrir séu nefndir.

Og eins og Trump segir, standa Bandaríkin undir 70-90 prósent af getu og hernaðarmætti NATO. Fyrirrennarar hans sögðu það sama, en gerðu hins vegar ekkert í því. Fyrir Trump hafa peningar aldrei vaxið á trjám. 

Sleggja er því á leiðinni yfir ála. Haustið og veturinn verður fjör alla daga.

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2018 kl. 15:32

4 identicon

Sæll Gunnar

Fín grein. Samt ástæða til að leiðrétta algengan misskilning. Peningar vaxa á trjám, þessa daganna á hemptrjám í usa. Hefðbundin tré gefa líka af sér peninga eins og ólöglegt skógarhögg út um allann heim sýnir.

Fyrst ég er byrjaður. Þetta með eplið og eikina, það þarf að leiðrétta. Það ætti að vera: Sjaldan fellur kálfurinn langt frá kúnni.

og hana nú.

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 24.8.2018 kl. 22:26

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Ha ha ha, þakka!

Varstu nokkuð að drekka áfengi Sigþór? Ertu ekki búinn að sjá nýjustu 1984-fréttina í dag á DDRÚV: Áfengi ekki einu sinni hollt í hófi!!!

Það hlakkar í mér. Brátt munu myndir af skorpulifur, skorpnum heila úr höfðum vinstrimanna, limlest niðurkeyrð börn, grátandi foreldrar, yfirekin gamalmenni og svo af fólki stjörfu í delerium-tremens horfandi á strætisvagna borgarstjórans í Reykjavík koma akandi á móti því á fullri ferð, en sem hverfa svo niður í niðurfallið í vaskinum við tannburstun, prýða miðann og umbúðir á vínflöskum með betu vínum heims og á 200 ára gömlu viskí og ungverskum Tokaj-vínum. Bjórinn fæst þá bara í blóð-flöskum og sama litarefni verður hellt í hann og hellt er í spritt og dísil á traktora - og röntgenmyndir af tómum hauskúpum og skorpulifrum þrykktar á hverja dós.

Þetta er persónuleg hefnd mín fyrir að taka bestu tóbakstegundir heimsins og pakka þeim inn í skrímslamyndir.

Aðvörun áfengi drepur. Aðvörun sósíalismi drepur. Enginn má deyja nema úr sósíalisma. Og brátt verður það gert enn erfiðara að fá lyf sem lækna fólk en að vera íhaldsmaður. Lyf verða þá aðeins afgreidd gegn framvísun flokksskírteinis í 1984-flokki sósíalista í vissum apótekum vinstrisinnaðra apótekara. Og aðeins með því að kvitta fyrir með fingraförum á hverja einustu magnýltölfu. 

Ha ha ha ha ha. Þarna fengu þeir sem hata okkur reykingamenn aldeilis á baukinn. Engum verður meint af einni sígarettu á dag. Og einn vindill bætir úr táfýlustinki veintignahúsa og í stjórnarráðinu, en þó alveg sérstaklega í heilbrigðisráðuneytinu!

Tralla la la 

Kveðjur 

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2018 kl. 22:58

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Svo þegar búið er að klaska skrímslamyndum á flest matvæli þá kemur lokaútgáfan - og hún verður þessi: HEFUR ÞÚ SÉÐ ÞESSA MENN? Þeir eru eftirlýstir fyrir rangar skoðanir. Og þar verður mynd af MÉR, HALLDÓRI OG ÞÉR!

Hmpf!

Gunnar Rögnvaldsson, 24.8.2018 kl. 23:05

7 identicon

Ég er algjör bindindismaður Gunnar. Ég fagnaði þessari frétt ásamt líkama mínum og saman gerðum við smá grín af þessu öllu. Ég gæti þó fengið þotuhreyfil í hausinn any time now... En ætli einhvað annað nái mér ekki áður en það gerist? Vonandi :)

Sigþór Hrafnsson (IP-tala skráð) 25.8.2018 kl. 03:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband