Leita í fréttum mbl.is

Lýđrćđi hefur sín takmörk

Styrmir Gunnarsson skrifar í dag um skort á stađreyndaeftirliti eđa sannleikseftirliti. Styrmir býr núna í miđju auga lýđrćđislegasta augnabliks mannkynssögunnar, og hefur árum saman kallađ eftir ţeirri stund. Internetiđ fćrđi honum hana. Ţađ veraldarnet lćkkađi markađsfćrslukostnađinn viđ stjórnmál. Allir geta veriđ međ og allir geta látiđ glepjast og allir geta blekkt fyrir bara brot af ţeim kostnađi sem pólitískar blekkingar kostuđu, frá upphafi alda og fram til ársins 1997. Áđur fyrr kostađi ţađ menn miklu meira ađ blekkja, hanna, laga og hagrćđa sannleikann ţađ vel til -vinkla hann- ađ hann rynni niđur hjá kjósendum. Til dćmis má nefna stofnun og sjósetningu evrunnar, sem var fölsun á efnahagslegum og pólitískum stađreyndum frá upphafi til enda. Evran var byggđ á lygum

Ţetta eru ţví erfiđir tímar fyrir ţá sem reka dagblöđ. Ţetta segi ég ekki í háđi, ţví árum saman keypti ég auglýsingar í dönskum prentmiđlum sem kostuđu allt ađ ţrjár til fjórar milljónir króna stykkiđ. Og ég gat mćlt hvađ ţćr gáfu, ţví ég seldi tískuföt í pósti um allt landiđ og víđar, en ţó einum til miđborgarbúa Kaupmannahafnar, ţar sem tískuverslanir voru flestar. Ţćr mćlingar og samtöl viđ hundrađ ţúsund Dani, leiddu mig svo ađ ţeirri niđurstöđu ađ dálkapláss prentmiđla vćri mörgum sinnum of hátt verđlagt. Hefđbundnar verslanir vissu hins vegar ekkert um hvađ ţćr voru ađ gera, ţćr eyddu peningum eigendanna blint. Ţetta var fyrir tíma netsins ţar sem katalógar og póstţjónusta voru okkar stórmagasín. Í dag er búiđ ađ lýđrćđisvćđa markađsfćrslu alls og ţar međ einnig skođana svo mikiđ, ađ allir geta veriđ međ. Kostnađurinn er á fćri allra. Ţetta vissu stofnendur Bandaríkjanna ađ myndi gerast. Ţess vegna stofnuđu ţeir Lýđveldi, en ekki Lýđrćđi. E. Republic en ekki Democracy

Íslendingasögurnar eru ţví sannar. Ekkert lýđrćđi kom nálćgt útgáfu ţeirra og enginn Íslendingur var nógu ríkur til ađ skálda ţćr upp, ţví ţćr kostuđu heilan foss fjár

Ţeir sem agíterađ hafa fyrir svo kölluđu "beinu lýđrćđi" ćttu ađ endurskođa ţá afstöđu sína í ljósi dagsins í dag, ţví dagar styttast og vetur nálgast

Fyrri fćrsla

Nú segjast ţeir geta í evrum í ESB


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar ţađ er nefnilega munur á lýđrćđi og lýđveldi. Á Ísland ađ minnsta kosti vilja flestir ráđa og hver í sínu horni. Bandarískur höfundur kallađi hiđ forna veldi Íslendinga Grćnaveldi og taldi ţađ ná vel inn á slétturnar enda finnast vörđur og haugar upp međ Missouri fljótinu. Mig minnir líka ađ Jón Dúason hafi nefnt ţetta veldi. Eftir ađ Noregskonungur tók Ísland af silfurfati međ öllum pakkanum ţá fékk hann nefnda Íslendinga til ađ sjá um skattheimtu í landi sem viđ kölluđum almenninga sem var í kring um Hudson bay en 5 ár ađ rukka skatt er mikiđ svćđi svo ţađ var taliđ ađ ţađ nćđi alveg ađ Kyrrahafinu. Gunnar hér er komin hér út í allt annađ efni en rétt Lýđveldi er ekki sama og Lýđrćđi. 

Valdimar Samúelsson, 23.8.2018 kl. 10:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband