Leita í fréttum mbl.is

Lýðræði hefur sín takmörk

Styrmir Gunnarsson skrifar í dag um skort á staðreyndaeftirliti eða sannleikseftirliti. Styrmir býr núna í miðju auga lýðræðislegasta augnabliks mannkynssögunnar, og hefur árum saman kallað eftir þeirri stund. Internetið færði honum hana. Það veraldarnet lækkaði markaðsfærslukostnaðinn við stjórnmál. Allir geta verið með og allir geta látið glepjast og allir geta blekkt fyrir bara brot af þeim kostnaði sem pólitískar blekkingar kostuðu, frá upphafi alda og fram til ársins 1997. Áður fyrr kostaði það menn miklu meira að blekkja, hanna, laga og hagræða sannleikann það vel til -vinkla hann- að hann rynni niður hjá kjósendum. Til dæmis má nefna stofnun og sjósetningu evrunnar, sem var fölsun á efnahagslegum og pólitískum staðreyndum frá upphafi til enda. Evran var byggð á lygum

Þetta eru því erfiðir tímar fyrir þá sem reka dagblöð. Þetta segi ég ekki í háði, því árum saman keypti ég auglýsingar í dönskum prentmiðlum sem kostuðu allt að þrjár til fjórar milljónir króna stykkið. Og ég gat mælt hvað þær gáfu, því ég seldi tískuföt í pósti um allt landið og víðar, en þó einum til miðborgarbúa Kaupmannahafnar, þar sem tískuverslanir voru flestar. Þær mælingar og samtöl við hundrað þúsund Dani, leiddu mig svo að þeirri niðurstöðu að dálkapláss prentmiðla væri mörgum sinnum of hátt verðlagt. Hefðbundnar verslanir vissu hins vegar ekkert um hvað þær voru að gera, þær eyddu peningum eigendanna blint. Þetta var fyrir tíma netsins þar sem katalógar og póstþjónusta voru okkar stórmagasín. Í dag er búið að lýðræðisvæða markaðsfærslu alls og þar með einnig skoðana svo mikið, að allir geta verið með. Kostnaðurinn er á færi allra. Þetta vissu stofnendur Bandaríkjanna að myndi gerast. Þess vegna stofnuðu þeir Lýðveldi, en ekki Lýðræði. E. Republic en ekki Democracy

Íslendingasögurnar eru því sannar. Ekkert lýðræði kom nálægt útgáfu þeirra og enginn Íslendingur var nógu ríkur til að skálda þær upp, því þær kostuðu heilan foss fjár

Þeir sem agíterað hafa fyrir svo kölluðu "beinu lýðræði" ættu að endurskoða þá afstöðu sína í ljósi dagsins í dag, því dagar styttast og vetur nálgast

Fyrri færsla

Nú segjast þeir geta í evrum í ESB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Gunnar það er nefnilega munur á lýðræði og lýðveldi. Á Ísland að minnsta kosti vilja flestir ráða og hver í sínu horni. Bandarískur höfundur kallaði hið forna veldi Íslendinga Grænaveldi og taldi það ná vel inn á slétturnar enda finnast vörður og haugar upp með Missouri fljótinu. Mig minnir líka að Jón Dúason hafi nefnt þetta veldi. Eftir að Noregskonungur tók Ísland af silfurfati með öllum pakkanum þá fékk hann nefnda Íslendinga til að sjá um skattheimtu í landi sem við kölluðum almenninga sem var í kring um Hudson bay en 5 ár að rukka skatt er mikið svæði svo það var talið að það næði alveg að Kyrrahafinu. Gunnar hér er komin hér út í allt annað efni en rétt Lýðveldi er ekki sama og Lýðræði. 

Valdimar Samúelsson, 23.8.2018 kl. 10:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband