Leita í fréttum mbl.is

PISA-lánshæfnismat OECD-Ratings í menntamálum

Við ættum ekki láta Fitch-Ratings um menntakerfið okkar. Hvort það sé "lánshæft" eða ekki. Allir muna hvernig svona glóbal ríkisstjórnun (e. governance) í þeim geira gekk fyrir sig. Hann varð gjaldþrota og kostaði þjóðir næstum lífið, efnahagslega séð - og þar með einnig menntalega séð

Það er enginn munur hér á og því að hleypa OECD-Ratings í menntakerfið okkar. Það má ekki gerast að íslensk ríkisstjórn og menntamálaráðherrar depóneri til OECD hvað menntakerfið okkar á að gera og geta eða ekki gera og geta, og hvenær það á að gera hvað. Út með OECD úr íslensku menntakerfi

Þeir sem kaupa PISA-lánshæfnina í menntamálum, þeir kaupa allt. Þeir eru auðvitað glataðir Líberalistar. Allir vita hvaða bóluefni svona stofnanir koma svo með á borð ríkisstjórna, sem "lagfæra" á það sem OECD-Ratings hefur mælt að sé að. Staðlaðir kjánar úr OECD-menntakerfum fyrir staðlað glóbal atvinnulíf, er mjög slæm hugmynd

Þetta er þvæla út í gegn og enginn ætti að koma nálægt þessu. Þetta er algjör uppgjöf og enn eitt Ponzi skemað í glötuðum glóbalisma. Hvar er sjálfstraust manna, spyr ég. "PISA-áhrifin" (e. "the PISA effect") á menntakerfi er ekkert til að sækjast eftir. Þvert á móti. Látið ekki glepjast af pisskeppni PISA

Hættið að ganga með hækjur bara vegna þess að aðrir gera það. Sleppið hækjunum. Það er alveg óhætt, þið dettið ekki, kæru stjórnmálamenn. Þið getið gengið, en þið verðið að sjálfsögðu að vilja það. Skríðandi stjórnmálamenn er ófögur sjón. Reynið endilega að rifja upp það sem amma ykkar sagði. Það hefur reynst vel

Fyrri færsla

Kva! Engin nauðgun í kvöldfréttum DDRÚV


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband