Leita í fréttum mbl.is

Vírusvörnin sem reyndist njósnahugbúnaður

Vegna þess að stýrikerfið Microsoft Windows er stórgölluð vara frá fæðingu, þá hefur notendum þess frá blautu barnsbeini verið kennt að það þarfnist lækna- og hjúkrunarliðs úti í bæ í formi vírus-, svika- og bragðavarna, sem í daglegu tali er kallað "vírusvörn". Windows þolir ekki notkun og er hannað til að bregðast

Sú vörn skannar hvaða gögn og hugbúnaður er á tölvum og segir þær "sýktar" ef hugbúnaðurinn finnur hlut sem til er í minnisbók hjúkrunarliðsins sjálfs um þekktar óværur. Ef óværan stendur ekki í minnisbókinni og er þar með henni "óþekkt", þá finnur hjúkrunarliðið ekkert, sama hversu sneisafull tölvan er af banvænum forritum og tortímingargögnum. Og hjúkrunarliðið finnur að sjálfsögðu ekki sig sjálft, því það er fyrirfram bólusett við sjálfu sér, þó svo það sé tölvunarlegur svartidauði fyrir alla aðra

Nú er komið í ljós að vírusvarnarfyrirtækið Kaspersky er sennilega njósnafyrirtæki og að hugbúnaður þess situr á 400 milljón tölvum um allan heim. Þetta segir í Wall Street Journal á laugardaginn í greininni; How Kaspersky’s Software Fell Under Suspicion of Spying on America

Þingnefnd í Bandaríkjunum hefur tekið málið fyrir því hugbúnaður Kaspersky, sem er rússneskt hugbúnaðarfyrirtæki, hefur setið á tölvum starfsmanna ríkisins. Bandarískir sérfræðingar segjast ekki myndu vilja hafa þennan hugbúnað á sínum tölvum lengur. Þessi grein er stórmerkileg lesning

Forstjóri fyrirtækisins, Eugene Kaspersky, var menntaður í KGB-styrktri dulkóðunarstofnun Sovétríkjanna sem hét Institute of Cryptography, Telecommunications, and Computer Science og útskrifaðist þaðan 1987

Hér heima

Í gær kom í kvöldfréttum DDRÚV íslenskur einfeldningur á vegum "gagnavers" hér á landi. Hann hafði þar með boðið öllum heiminum í heimsókn í gagn- og gamansver sitt og auðkennt fyrir öllum heiminum hvar öll gögn íslenska ríkisins í vissum málum sitja í byggingu hans - og á hvers gerðar tölvunarplatformi þau eru vistuð, höfð og unnin. Gjörið svo vel heimur

Þarna fenguð þið að sjá tölvunarheiminn í hnotskurn. Hann er fullur af svona sakleysingjum og bjartsýnismönnum. Enginn með fullu viti býður heiminum í heimsókn í alvöru gagnaver. Þangað fær engin inn að koma og allra síst fjölmiðlar

Þegar svo allt bregst, veldur skaða og kostar jafnvel mannslíf þá er kallað á svartsýnismennina með hóflega ofsóknarbrjálæðið og þeir látnir um að elta glæpagengi og hryðjuverkamenn uppi, því bjartsýnismennirnir finna þá aldrei og eru bara gjaldþrota heima í sófa, klórandi sér í hausnum. Þeir eru sérfræðingarnir

Fyrri færsla

Ný iðnbylting krefst auðvitað byltingar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Til lesenda:

Í gær fékk ég tölvupóst frá dyggum lesanda, en sem sennilega er ekki skráður notandi hér á blog.is, um að hann hafi reynt að skrifa hjá mér athugasemdir við bloggfærslum undanfarna daga, en ekki getað það. Bloggkerfið er líka hætt að senda mér tölvupósta um að skrifaðar hafði verið athugasemdir. Og ég sé einnig á bloggsíðum annarra að engar athugasemdir koma þar inn frá óskráðum notendum lengur. 

Það er sem sagt ekki mér að kenna, ef sumir lesendur geta ekki skrifað athugasemdir og skotið á mig, því þarna ræð ég engu um. Mér finnst bara gaman að fá skot og athugasemdir þó svo að um svo kallaða "nafnleysinga" sé að ræða. Það eru ekki allir sem til dæmis starfs síns vegna geta gefið upp nafn sitt opinberlega, en langar samt að leggja eitthvað til málanna.

Við skulum vona að Eyjólfur hressist. En á meðan mun ég handvirkt athuga inn á milli hvort að athugasemdir þeirra sem geta skrifað þær, hafa verið gerðar, og svara þeim. Mér hefur í gegnum árin þótt vænt um það samtal við þjóð mína - eins og hún er. 

Bestu kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2018 kl. 10:00

2 Smámynd: Hrossabrestur

Sæll Gunnar,

Fínt blogg hjá þér sem endranær, Það er alveg kostulegt hvernig málum er háttað í þessum bransa, það virðast alltaf veljast kjánar til að stjórna, kannski vegna þess að hinir forðast það, það er ótrúlegt að fólk sé að nota varnarbúnað frá Rússnesku fyrirtæki, best væri að leggja Windows draslinu og skipta yfir á Linux það er mikið öruggara kerfi og mikið erfiðara að njósna þar. 

Hrossabrestur, 8.1.2018 kl. 10:28

3 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Hrossabrestur

Ekki tek ég undir með þér um Linux sullið. Reyndar stafar veröld manna meiri hætta af illa uppsettum Línux-kerfum en nokkru öðru, því í þeim heimi er enginn, bara alls enginn, ábyrgur fyrir neinu því það er ekki vörumerki og ekkert fyrirtæki mun nokkru sinni taka það að sér og vinna með það sem skrásett vörumerki og "brand".

Linux-heimurinn er eitt samfellt stórslys því þangað fylkja bjartsýnismennirnir sér, því gagnsetningar-kostnaðurinn er lágur. En svo vindur uppsetning þeirra venjulega uppp á sig sem óleysanlegt klúður. Fyrst að IBM þorði ekki að taka Linux að sér og vernda það sem "brand" þegar það kom til tals 2000-2005 þá er það eins og það er; óútreiknanlegt stórslys í höndum flestra nema þeirra sem eru með allt sitt algerlega á hreinu og þeir menn eru mjög fáir og oft ófáanlegir. Linux er hugbúnaðarútgáfan af gerðu það sjálfur  vélbúnaðartölvun. Brunaglidra.

Það er reyndar allt konceptið tölvun (e. computing) sem komið er í stórkostleg vandræði. Það er að rekast á vegg sem það kemst ekki í gegnum án þess að þar sé öllu gerbylt frá A-Ö. Og það með tvíundakerfinu sjálfu. 

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2018 kl. 10:54

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Lesendur:

Dyggi lesandinn sem ég minntist á hér að ofan, sendi mér nýjan tölvupóst áðan með skjáskoti og segist ekki geta skrifað athugasemdir vegna þess að bloggkerfið blog.is segir honum að athugasemdin birtist fyrst eftir að farið er inn á staðfestingarslóð sem send var til hans í tölvupósti. En kerfið sendir honum samt enga staðfestingarslóð til að staðfesta.

Kannski að Moskva þurfi að staðfesta fyrst, að hún hafi  lesið og samþykkt póstinn.

Vona að þetta hrökkvi í gírinn þannig að fólk fái að leggja sitt til málanna.

Ykkar einlægur síðuhaldari.

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2018 kl. 15:26

5 Smámynd: Ómar Geirsson

Já, rétttrúnaðar ritskoðunin ríður ekki við einteyminginn.

Þó hélt maður að Mogginn væri visst skjól gegn þeim vírus.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2018 kl. 16:34

6 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar.

Enga ritskoðun er hér um að ræða. Sennilega aðeins það að þeir sem eru ábyrgir fyrir kerfinu, eiga og reka það og þurfa að standa með hitann og þungann af tölvunarkerfum fyrirtækisins, vilja að það sé sem öruggast og ábyrgast. Þetta verður örugglega bara gott mál.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 8.1.2018 kl. 17:01

7 Smámynd: Ómar Geirsson

Óbein ritskoðun þá því ef þú flækir aðgang, þá fækkar þú þeim sem banka á dyr.

Og ég get ekki ímyndað mér að athugasemd við bloggpistil opni gát inní tölvukerfi.

Ef svo er, þá er það ekki einu sinni handónýtt.

Sem og að í lognmollu þjóðmálaumræðunnar er bloggið víkjandi og óþarfi að auka uppdráttarsýki þess.

Síðan er það samsæri að við fáum ekki pósta, það er óþolandi að þurfa að fara yfir í stjórnborð til að sjá hvort athugasemd hafi dottið inn.

Svo ég leggi allan þennan pirring saman, þá hlýtur sökudólgurinn að vera rétttrúnaður af einhverju tagi.

Einhverri feik news verður maður að trúa.

En það er gaman að lesa þessar ábendingar þínar um ágalla tölvutækninnar, sérstaklega vegna þess að allflestir taka ruglinu eins og hverju öðru hundsbiti.

Gott að einhver andæfi.

Kveðja að austan.

Ómar Geirsson, 8.1.2018 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband