Leita í fréttum mbl.is

Evrópa er orðin ólæknandi og óferjandi, þökk sé ESB

Gamla hatrið sem sýnir ásýnd sína við útgöngutilraun Bretlands úr Evrópusambandinu, er nú orðið svo opinbert og augljóst að allir sem vilja, geta séð það. Hið umboðslausa Evrópusamband sem stjórnað er að mestu leyti úr einhverskonar pólitískum neðanjarðarbyrgjum sem enginn nema viss elíta veit hvar staðsett eru, er nú svo baðað í réttu og ömurlegu eigin ljósi sem það lýsir á sig sjálft, að engum fullvita manni dylst að sambandið hefur orðið getuna og burðina til að tortíma Evrópu

Sambandið er að taka alla sæmilega og bærilega framtíð frá öllum sem þar fæðast og alast upp við einræði og kúgun þess. Kúgunar til undirgefni allt þeirra vesæla líf án raunverulegs áhrifavalds á nokkurn hlut sem máli skiptir

Evrópusambandið er búið að þjóðnýta öll stjórnmál í aðildarlöndunum. Stjórnmálunum leyfist aðeins að snúast um ákveðinn málstað sem umboðslaust sambandið hefur skammtað. Þau mega bara snúast um samruna, samþættingu og samhæfingu. Ef stjórnmálin hins vegar stangast á við þetta, þá eru þau bönnuð. Í Sovétríkjunum var það einungis kommúnismi sem stjórnmálin og lífið máttu snúast um. Í ESB er stjórnmálunum og lífi fólksins aðeins heimilt að snúast um samruna, samþættingu og samhæfingu. Sambandið er ný uppskrift að gömlu einræði. Það er pólitískt samsæri allra gegn öllum. Nýtt lögverndað samsæri til að níðast á þjóðum og löndum þeirra

Firrta Evrópusambandið sem fékk friðarverðlaun Nóbels, er að rústa friði í Evrópu. Það er það sem sambandið er að gera. Við verðum að segja okkur frá EES-tengingu Íslands inn í ESB-helvíti. Þetta gengur ekki lengur

Fyrri færsla

Alþjóðaveldið missir andann vegna Jerúsalem


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gunnar 

Alveg sammála þér. Það sem Breskur May segir Juncker á morgun verður áhugavert. ESB er að þvinga Bretland til að fara beint frá ESB. Bretlandi líkar ekki við að vera neydd til að gera neitt í bága við vilja þeirra. Ef ESB eru ekki svolítið meira varkár, mun Bretlandi fara án þess að borga þeim eyri ..

ESB þarf Bretland að vera góð.

Merry (IP-tala skráð) 7.12.2017 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband