Sunnudagur, 30. júlí 2017
Já, breytingar ganga ekki þegjandi fyrir sig
Þeir sem héldu að nýkjörinn forseti Bandaríkjanna myndi sitja sem punt- og föndurdrengur í embættinu við að breyta Bandaríkjunum, vaða villur vega. Það er einmitt svona sem breytinga-stjórnmál ganga fyrir sig. Það er ekki hægt að breyta neinu nema með því að henda því fyrst í loft upp. Þannig ganga stórar breytingar fyrir sig. Varla óskar góða fólkið sér blóðuga byltingu? - því þetta sem fyrir augu ber er þrátt fyrir allt hinn friðsami máti við að framkvæma breytingar, innan ramma hins lýðræðislega stjórnarfars
Þeir sem segja að ekki sé hægt að treysta Bandaríkjunum sem leiðtoga hins frjálsa heims á meðan þeir í næstu setningu heimta að honum sé bolað frá völdum, eru ekki lýðræðislega sinnaðir. Þeir menn vilja engar breytingar, heldur vilja þeir punt- og föndurforseta áfram við völd
Heimurinn hefur aldrei treyst Bandaríkjunum. Heimurinn hefur ávallt unnið gegn Bandaríkjunum, einfaldlega af því að heimurinn hefur viljað halda í sín eigin völd, hvert ríki fyrir sig. Og helst þannig að Bandaríkin borgi brúsann fyrir þau. Sá tími er nú liðinn
Þýskaland og Frakkland brugðust Bandaríkjunum hrapallega þegar til þeirra var leitað. Bæði ríkin fögnuðu því kjöri Obama, en komu samt nákvæmlega eins fram við hann eins og Bush. Gerðu ekkert, sérstaklega af því að það var auðveldara fyrir þau að bregðast Obama heldur en Bush. Af því að Obama var meiri drusla en Bush. Það kostaði þau ekkert
En nú er það ekki drusla sem situr í Hvíta húsinu. Þessi tvö skjálfa því og Þýskaland heldur örvæntingarfullt um illa fenginn peningapoka sinn. Ekki nóg með það að Þýskaland borgaði aldrei skaðabætur til fjölskyldna fórnarlamba Nasismans (þeir greiddu aðeins þeim sem lifðu Helförina af), heldur bíður nú nýtt skaðabótamál (réttmætt eður ei) á hendur Þýskalandi fyrir fyrstu Helför landsins og sem fram fór í Namibíu undir þýska keisaranum um aldamótin 1900. Þeir sem halda að það ríki, og næsti nágranni þess í vestri, geti leitt hinn frjálsa heim, hljóta að vera á afar sterkum lyfjum
En nú er sem sagt kominn nýr forseti í Hvíta húsið og hann hefur í höndum sér umboð frá þjóðinni til að kála multilateral ófreskjunni (fjölþjóðaismanum) sem er að ganga frá veröldinni með samsærum þess isma gegn þjóðunum. Því meiri læti því nær kjarna málsins er Trump kominn með öxi sína
Ef menn vilja fylgjast með málunum þá ættu þeir að horfa á það sem Trump gerir, en ekki það sem hann segir. En öllum má hins vegar vera orðið ljóst að Demókratar eru að verða jafnbrjálaðir út í forsetann sinn og þeir voru þegar Lincoln ætlaði að taka þrælana af þeim. Í dag er það mulitlateral-isminn sem þeir vilja ekki missa, þ.e. hið alþjóðlega þrælahald. Þeir óttast um veldi sitt
Þetta er bara rétt að byrja
Fyrri færsla
Rússlandi komið fyrir á byrjunarreit
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 13:55 | Facebook
Nýjustu færslur
- Mætti í vinnuna strax í gærkvöldi og hóf störf
- Ísland og Grænlandsmálið
- "Alþjóðsamskipti" - ha ha ha ha ha ha ha
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 28
- Sl. sólarhring: 111
- Sl. viku: 247
- Frá upphafi: 1390877
Annað
- Innlit í dag: 23
- Innlit sl. viku: 149
- Gestir í dag: 23
- IP-tölur í dag: 22
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Janúar 2025
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Mikið rétt! Ef fjölmiðlar hefðu ekki skítlegið fyrir Obama, þegar hann var að breyta ríkjandi viðhorfum með sínum framkvæmdavalds skipunum,hefði hávaðinn ekki verið minni en nú í valdatíð hans. En fjölmiðlar brugðust og því fór sem fór. Fólkið sem fékk sig full satt af ráðsmennsku Obama kaus loforð um gömul gild. Það kaus Trump.
Ragnhildur Kolka, 30.7.2017 kl. 13:31
Þakka þér Ragnhildur - fyrir eins og venjulega, að hitta naglann á höfuðið
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 30.7.2017 kl. 21:33
Sæll Gunnar. Hverniog brugðust Þýskaland og Frakkland USA. Var það með því að taka ekki þátt í Íraksstríðinu ? Ef það er það sem þú ert að meina að þá finnst mér það stórskrítin skoðun hjá þér.
Brynjar (IP-tala skráð) 1.8.2017 kl. 10:10
Þakka þér Brynjar.
Það eru tvær skoðanir hvað þetta mál varðar. Þú gefur hér til kynna að þú styðjir skoðun Þýskalands og Frakklands. Sú skoðun er lögmæt en einnig óréttmæt, séð frá sjónarhorni Bandaríkjanna.
Þegar árásirnar á Bandaríkin voru gerðar í september 2001, þá var fimmta grein NATO sáttmálans virkjuð í fyrsta skiptið. NATO aðstoðaði Bandaríkin við að lögga himininn yfir Bandaríkjunum, sem var lokað. Þá var gefið að framhaldið yrði einnig undir merkjum NATO. En svo varð ekki.
Í 15 ár hafa Bandaríkin svo gott sem einsömul háð sitt lengsta stríð í sögu landsins. Það ríkti viss stuðningur Þýskalands og Frakklands við herleiðangurinn í byrjun, en þegar taka þurfti afgerandi ákvarðanir í leiðangrinum miðjum, þá völdu NATO ríkin Þýskaland og Frakkland að snúa baki við helsta bandamanni sínum og margföldum bjargvætti.
Þó svo að þau væru ósammala Bandaríkjunum um framhaldið, þá er það nú einu sinni þannig að tryggð (loyalty) telur aðeins sem tryggð þegar allt í veröldinni segir þér að þú eigir ekki að vera trúr og tryggur núna, en þú ert það samt. Það er tryggð og sú eina tryggð sem rís undir nafni.
Þarna brugðust Þýskaland og Frakkland Bandaríkjunum, að mati Bandaríkjanna sjálfra og einnig að mati margra annarra sem studdu eins og þau gátu við bakið á Bandaríkjunum.
Það var enginn vafi í mínum huga um að herleiðangur Bandaríkjanna var réttmætur. Það var hins vegar óréttmætt að láta þau standa svo gott sem ein í þessari baráttu í 15 ár.
Stríðið gegn Bandaríkjunum hófst um leið og Lýðveldi íslams náði völdum í Íran 1978. Þar hófu þau öfl þessa heimshluta styrjöld gegn Bandaríkjunum og hún stendur enn. Bein árás þessara afla á bandaríska fósturjörð kom svo árið 2001.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 1.8.2017 kl. 15:39
Þakka þér svarið Gunnar. Ég er ósammála þér með Írakstríðið. Bandaríkjamenn hefðu betur láið það ógert enda er þar allt í kalda koli í dag. Írak hafði ekkert með 9/11 að gera.
Síðan fer Trump í sigur för til Saudi Arabíu til að selja þeim hátækni vopn, en bæði mannskapurinn og fjármögnun al qaeda er að stórm hluta frá því landi.
Eins og kaninn hagar sér í mið austurlöndum að þá er hann að framleiða " trrorista " frekar en að eyða þeim. Af hverju í ósköpunum ætti einhver að styðja þessa vitleysu.
Brynjar (IP-tala skráð) 2.8.2017 kl. 13:29
Athugaðu Byrjar að hluti Íraks er nú á valdi Ríkis íslam.
Hafði Ísland eitthvað með síðari heimsstyrjöldina að gera, Brynjar? Við vorum samt hernumin.
Það vissi enginn hvernig bregðast átti við árás íslamista á Bandaríkin. Hvorki forsetinn sjálfur og heldur ekki neinir gagnrýnendur hans. Enginn hafði áður háð styrjöld gegn ekki-ríkja her. Skilgreina þurfti allar stefnur upp á nýtt. Þeir sem svo koma eftir á og segja að þetta eða hitt hafi verið gert rangt, ættu að hugsa sig aðeins um. Það er ekki langt síðan að Bandaríkin og Bretland neyddust til að gera Stalín að bandamanni sínum. Hverjum hefði dottið slíkt í hug. En það gerðist samt.
Þegar breska heimsveldið hrundi og neyddist til að yfirgefa Mið-Austurlönd þá höfðu Bandaríkin engan annan valkost en að taka yfir hlutverk breska flotans. Annars fengi enginn í Asíu og víðar olíuna sína og án hennar hefði ekki verið hægt að sigra í Kalda-stríðinu.
Saddam Hussein hafði ráðist á fjögur nágrannaríki Írans. Svo það eitt var næg ástæða útaf fyrir sig. Þar sem er orka eins og olía verða ávallt stríð og átök nema að einhver sé til staðar til að lögga umhverfið. Að halda siglingaleiðum opnum fyrir útflutning þessara olíuríkja og einnig ríkja Evrópu, er meiriháttar mál. Það geta engin lönd í veröldinni gert nema Bandaríkin.
Þökk sé Bandaríkjunum gátum við Íslendingar flutt vörur út og inn eftir að breski flotinn hætti að vera lögga heimshafanna. Og við notuðum Bandaríkin sem gísl og vogarstangarafl í þorska stríðinu. Og við urðum sjálstæð þjóð með vernd þeirra og við uðrum fullvalda þjóð á verndarsvæði breska flotans.
Viltu heldur að Rússland og Kína selji Saudi vopnin Brynjar? Saudi reyndist tryggur bandamaður Bandaríkjanna, en Frakkland og Þýskaland ekki, svo þeim er sýnd hollusta, þó með æluna í hálsinum, eins og með Stalín.
Nú neyðast Þýskaland og Frakkland að lifa með ákvarðanir sínar. Þeim verður ekki breytt.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 2.8.2017 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.