Leita í fréttum mbl.is

Samruni - stöđnun - upplausn

Í dag föstudaginn 19. maí 2017, hefst fyrsta ferđ hins nýkjörna forseta Bandaríkjanna til útlanda. Fyrsta vestrćna stoppiđ er Jerúsalem. Ţađ kemur á undan Vatíkaninu, enda er Gamla testamentiđ hornsteinn Vesturlanda og ţađ er haft á undan Nýja testamentinu í hinum Heilögu ritningum Vesturlanda. Engan er hćgt ađ tala viđ í ESB svo ţađ tekur ţví ekki fyrir POTUS ađ reyna ţađ sérstaklega. Hann flýgur bara hjá og droppar inn hjá NATO sem hann heldur uppi

****

Á öllum tímabilum sögunnar verđa til viđtekin hugtök sem lýsa eiga í einu orđi ţví sem er ađ gerast í veröldinni. Frá 1945 til 1991 var ţađ hugtakiđ Kalda-stríđiđ sem átti ađ lýsa stjórnmálastöđunni á Vesturlöndum og víđar. Frá 1991 ţ.e. frá hruni Sovétríkjanna og fram til ársins til 2008, var talađ um "samruna Evrópu". Hugtakiđ samruni varđ hiđ stađlađa svar viđ öllu ţví sem menn héldu ađ vćri ađ gerast

En á ţessu tímabili varđ til samferđarmađur sem lítiđ var talađ um. Hann hét stöđnun. Evrópa var stöđnuđ. Ţađ ţýddi ađ samruninn hafđi ţegar átt sér stađ, eins og seđlabankastjóri Danmerkur frá 1965 til 1994, Erik Hoffmeyer, benti dönskum stjórnmálamönnum á, er hann sagđi ađ efnahagslegri sameiningu ESB vćri ţegar lokiđ međ tilkomu hins innri markađar og ţađ sem á eftir kćmi vćri pólitískur samruni Evrópu. Ţetta sagđi hann áriđ 2000

En lítiđ vissi Hoffmeyer um ţađ sem koma skyldi. Áriđ 2008 sprengdi Evrópusambandiđ sig í loft upp međ sjálfsmorđssprengjubelti sem sambandiđ hafđi sjálft lagt um alla álfuna á árunum frá 1991 til 2008. Ţetta sjálfsmorđssprengjubelti ESB var lítt sýnilegt. En ţađ ţurfti bara rétt ađ stíga einum höllum fćti á ţađ til ađ fútta mest allri Evrópu af eins og púđurtunnu, sem springur innáviđ. Hún féll saman

Ţađ hugtak sem lýstir međ einu orđi ástandinu í Evrópu núna, er ţví ţetta: upplausn. Og upplausnin er andhverfa samrunans. Ţar falla hlutirnir í sundur, tvístrast. En enginn veit enn hvernig Evrópa mun lenda. En lenda mun hún samt, og međ miklu öryggi sem enn eitt hefđbundiđ tímabil sögunnar, ţ.e. sem styrjöld

Engin öld mun líđa án styrjalda. Ţađ eina sem hugsandi menn vita ekki enn, er í hvađa formi styrjöldin verđur. Mun hún verđa í sínu versta og sársaukafyllsta formi eđa ekki: ţ.e. verđur hún borgarastyrjaldir eđa ekki. Ansi er ég hrćddur um ađ einmitt ţannig muni hin gamla hefđarfrú sögunnar líta út; sem borgarastyrjöld. Öllu tiltćku hefur Evrópusambandiđ og tilvist ţess ađ minnsta kosti í langan tíma sáđ til ađ svo megi verđa

Öll dagblöđ sem vilja láta bendla sig viđ veruleikann, ćttu ađ stofna málaflokks-flipa í öllum útgáfuformum sínum. Flipa sem ber heitiđ: upplausn Evrópu. Ţađ myndi auđvelda lesendum ađ gera sér grein fyrir ţeim raun-veruleika sem ţeir ţrátt fyrir allt lifa enn í. Og ég geri ráđ fyrir ađ jafnvel ungir ţingmenn okkar geti lesiđ ţessi tvö orđ: upplausn Evrópu. Ţetta er ađ vísu dálitiđ langt, en ţađ verđur bara ađ hafa ţađ

Fyrri fćrsla

Jćja, virka stýrivextir ekki?


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband