Þriðjudagur, 31. janúar 2017
Gengur Donald J. Trump í skrokk á Þýskalandi?
Hagnaðurinn á viðskiptareikningi Þýskalands við umheiminn er nú um það bil sá stærsti í veröldinni. Hann er hvorki meira né minna en næstum því stærri en hagnaður Kína er við umheiminn og sem prósent af landsframleiðslu nálgast hann 9 prósent! Sem þýðir 91 prósent geggjun fyrir flest önnur lönd evrusvæðis
Bandaríska fjármálaráðuneytið setti Þýskaland á sérstakan gátlista í október á síðasta ári. Þetta er listi sem blikkar rauðu í mælaborðinu yfir helstu gengisfalsara og nurlara veraldar. Þar blikkar nú þýska hagkerfið beint framan í andlit hins nýkjörna forseta
Obama gerði minna en lítið í þessu á allri sinni forsetatíð eins og flestu öðru, enda fór hann úr embættinu sem óvinsælli forseti en Nixon var og sem meira að segja sagði af sér. Einungis Ford, Truman og Carter mældust hjá Gallup, á tímabilinu frá 1945 til 20. janúar 2017, óvinsælli forsetar en Obama var í embættinu
Donald Trump þarf að glíma við þennan vanda. Hvað gerir maður við land eins og Þýskaland, sem ríður til veislu á bökum mölbrotinna hagkerfa evrusvæðis. Vanti Þýskaland enn lægra gengi til að styðja við útflutningsfíkn sína, þá kveikir það bara í enn einu evrulandinu í viðbót, evran lækkar bang og út hendast enn fleiri gámar frá höfninni í Hamborg. Þetta veit Donald Trump mjög vel
Á meðan eru mörg hagkerfi á evrusvæðinu að deyja í evrum. Þau eru varanlega löskuð. Það er ekki einu sinni hægt að lána þeim peninga því þau eru ekki lánshæf og fleiri peningar gagnast þeim ekki lengur. Þau geta einfaldlega ekki tekið við þeim því þeir gera ekkert gagn því einkageirinn er í öndunarvél. Meira súrefni kálar honum bara. Einkageirinn er; fyrirtæki og heimili. Þetta er finnska leiðið sem koma skal
Fáir hafa veitt því athygli að kosningabaráttan um brexit og svo kosningabarátta Donalds J. Trump, eru sennilega einu slíkar í manns minnum þar sem baráttan gekk ekki að mestu út á krónur og aura, heldur flest annað. Það eru tímamót og frétt til næsta bæjar, en sem enginn hefur sinnt í geggjunaræðisköstum flestra svo kallaðra "fjölmiðla"
Síðasti ráðherra Bandaríkjanna sem gekk í skrokk á Þýskalandi var James Baker. Donald Trump mun sennilega margfalda hann með tíu og hann gæti einnig látið verða af því að rífa suma afskaplega vonda pappíra í þúsund tætlur. Og svo hefur Donald Trump einnig símanúmerið hjá henni Yellen
Fyrri færsla
"Multilateral" eða fjölþjóðaisminn að renna sitt síðasta skeið
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Evrópumál | Breytt s.d. kl. 11:05 | Facebook
Nýjustu færslur
- Bjarni Ben sá þetta auðvitað strax, enda mestur og bestur
- Lánshæfnismat Frakklands lækkað. Heil 25-35 ár af hergagnafra...
- Frakkland gæti gengið í Evrópusambandið og tekið upp evru
- Samfylkingin fékk 3,4 prósentum meira en Vinstri grænir
- "Stórgögn" og "gervigreind" hafa lítið fært okkur
- Ísrael er búið að vinna stríðið í Líbanon
- Natópóleon beinapartur
- Rússland nú fjórða stærsta hagkerfi veraldar. Lánshæfnismat F...
- Ég óska Bjarna Ben til hamingju og velfarnaðar
- Víkingar unnu ekki. Þeir "þáðu ekki störf"
- Engir rafbílar segir Apple
- Grafa upp gamlar sprengjur og senda áleiðis til Úkraínu
- Geðsýki ræður NATÓ-för
- "Að sögn" háttsettra í loftbelg
- Skuldir Bandaríkjanna smámunir miðað við allt hitt
Bloggvinir
- Heimssýn
- Samtök Fullveldissinna
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Ragnhildur Kolka
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Haraldur Hansson
- Haraldur Baldursson
- Páll Vilhjálmsson
- Halldór Jónsson
- Valan
- Samstaða þjóðar
- Frjálshyggjufélagið
- Sigríður Laufey Einarsdóttir
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Jón Valur Jensson
- Samtök um rannsóknir á ESB ...
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson
- Jón Baldur Lorange
- Guðjón E. Hreinberg
- Jón Ríkharðsson
- Anna Björg Hjartardóttir
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Valdimar Samúelsson
- Fannar frá Rifi
- Bjarni Jónsson
- Sigurður Þorsteinsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Haraldur Haraldsson
- Örvar Már Marteinsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Gestur Guðjónsson
- Ingvar Valgeirsson
- Predikarinn - Cacoethes scribendi
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Guðmundur Helgi Þorsteinsson
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Harðarson
- Guðrún Sæmundsdóttir
- Sveinn Atli Gunnarsson
- gudni.is
- Gústaf Adolf Skúlason
- Tryggvi Hjaltason
- ESB
- Marinó G. Njálsson
- Baldvin Jónsson
- Elle_
- Sigurbjörn Svavarsson
- Emil Örn Kristjánsson
- Johnny Bravo
- Jón Finnbogason
- Rýnir
- Þórarinn Baldursson
- P.Valdimar Guðjónsson
- Már Wolfgang Mixa
- Ívar Pálsson
- Júlíus Björnsson
- Guðjón Baldursson
- Baldur Fjölnisson
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Einar Ólafsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- gummih
- Sveinn Tryggvason
- Helga Kristjánsdóttir
- Jóhann Elíasson
- Baldur Hermannsson
- Kristinn D Gissurarson
- Magnús Jónsson
- Ketill Sigurjónsson
- Birgitta Jónsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Aðalsteinn Bjarnason
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Sigurður Sigurðsson
- Þorsteinn H. Gunnarsson
- Haraldur Pálsson
- Sveinbjörn Kristinn Þorkelsson
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Jakobína Ingunn Ólafsdóttir
- Ægir Óskar Hallgrímsson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Óskar Sigurðsson
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Axel Þór Kolbeinsson
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Hörður Valdimarsson
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Ásta Hafberg S.
- Erla J. Steingrímsdóttir
- Helena Leifsdóttir
- Agný
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Jón Árni Bragason
- Jón Lárusson
- Högni Snær Hauksson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristinn Snævar Jónsson
- Sigurður Ingólfsson
- Rakel Sigurgeirsdóttir
- Sigurður Þórðarson
- S. Einar Sigurðsson
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Vaktin
- Sigurjón Sveinsson
- Dóra litla
- Arnar Guðmundsson
- Jörundur Þórðarson
- Rafn Gíslason
- Hjalti Sigurðarson
- Kalikles
- Vésteinn Valgarðsson
- Bjarni Kristjánsson
- Egill Helgi Lárusson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Halldóra Hjaltadóttir
- Jón Pétur Líndal
- Guðmundur Ásgeirsson
- Reputo
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Sigurður Sigurðsson
- Ólafur Als
- Friðrik Már
- Gísli Sigurðsson
- Sigurður Einarsson
- Rauða Ljónið
- Sumarliði Einar Daðason
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Kári Harðarson
- Sigurður Antonsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Rósa Aðalsteinsdóttir
- Dagný
- Guðmundur Pálsson
- Jakob Þór Haraldsson
- Birgir Viðar Halldórsson
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Tíkin
- Jón Þórhallsson
- Íslenska þjóðfylkingin
- Erla Magna Alexandersdóttir
- Óskar Kristinsson
- Dominus Sanctus.
- Ingólfur Sigurðsson
- Jón Þórhallsson
Tenglar
Hraðleiðir
- www.tilveraniesb.net www.tilveraniesb.net Vefsetur Gunnars Rögnvaldssonar
- www.mbl.is
- Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir Donald J. Trump: Blogg - tilkynningar og fréttir
- Bréf frá Jerúsalem - Yoram Hazony Yoram Hazony er einn fremsti stjórnmálaheimspekingur Vesturlanda í dag
- NatCon Þjóðaríhaldsstefnan
- Victor Davis Hanson bóndi og sagnfræðingur Victor Davis Hanson er einn fremsti sagnfræðingur Vesturlanda í klassískri sögu og hernaði
- Bruce Thornton sagnfræðingur Bruce Thornton er sagnfræðingur - klassísk fræði
- Geopolitical Futures - geopólitík Vefsetur George Friedmans sem áður hafi stofnað og stjórnað Stratfor
- Strategika Geopólitík
- TASS
- Atlanta Fed EUR credit & CDS spreads
- N.Y. Fed EUR charts
- St. Louis Fed USD Index Federal Reserve Bank of St. Louis - Trade Weighted U.S. Dollar Index: Major Currencies
- Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983 Atvinnuleysi í Evrópusambandinu núna: og frá 1983
Þekkir þú ESB?
Greinar
Lestu mig
Lestu mig
• 99,8% af öllum fyrirtækjum í ESB eru lítil, minni og millistór fyrirtæki (SME)
• Þau standa fyrir 81,6% af allri atvinnusköpun í ESB
• Aðeins 8% af þessum fyrirtækjum hafa viðskipti á milli innri landamæra ESB
• Aðeins 12% af aðföngum þeirra eru innflutt og aðeins 5% af þessum fyrirtækjum hafa viðskiptasambönd í öðru ESB-landi
• Heimildir »» EuroChambers og University of LublianaSciCenter - Benchmarking EU
Bækur
Á náttborðunum
-
: EU - Europas fjende (ISBN: 9788788606416)
Evrópusambandið ESB er ein versta ógn sem að Evrópu hefur steðjað. -
: World Order (ISBN: 978-1594206146)
There has never been a true world order, Kissinger observes. For most of history, civilizations defined their own concepts of order. -
: Íslenskir kommúnistar (ISBN: ISBN 978-9935-426-19-2)
Almenna bókafélagið gefur út. -
Velstandens kilder:
Um uppsprettu velmegunar Evrópu
: - Paris 1919 :
- Reagan :
- Stalin - Diktaturets anatomi :
-
Penge
Ungverjinn segir frá 70 ára kauphallarreynslu sinni
: -
: Gulag og glemsel
Um sorgleik Rússlands og minnistap vesturlanda - Benjamín H. J. Eiríksson :
- : Opal
- : Blár
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (30.12.): 9
- Sl. sólarhring: 15
- Sl. viku: 142
- Frá upphafi: 1389600
Annað
- Innlit í dag: 7
- Innlit sl. viku: 94
- Gestir í dag: 6
- IP-tölur í dag: 5
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
- Desember 2024
- Nóvember 2024
- September 2024
- Júní 2024
- Apríl 2024
- Febrúar 2024
- Janúar 2024
- Nóvember 2023
- Október 2023
- September 2023
- Ágúst 2023
- Júní 2023
- Maí 2023
- Apríl 2023
- Mars 2023
- Febrúar 2023
- Janúar 2023
- Nóvember 2022
- Október 2022
- September 2022
- Ágúst 2022
- Júlí 2022
- Júní 2022
- Apríl 2022
- Mars 2022
- Febrúar 2022
- Janúar 2022
- Desember 2021
- Október 2021
- September 2021
- Júlí 2021
- Mars 2021
- Febrúar 2021
- Janúar 2021
- Desember 2020
- Nóvember 2020
- Október 2020
- September 2020
- Ágúst 2020
- Júlí 2020
- Júní 2020
- Maí 2020
- Apríl 2020
- Mars 2020
- Febrúar 2020
- Janúar 2020
- Desember 2019
- Nóvember 2019
- Október 2019
- September 2019
- Ágúst 2019
- Júlí 2019
- Júní 2019
- Maí 2019
- Apríl 2019
- Mars 2019
- Febrúar 2019
- Janúar 2019
- Desember 2018
- Nóvember 2018
- Október 2018
- September 2018
- Ágúst 2018
- Júlí 2018
- Júní 2018
- Maí 2018
- Apríl 2018
- Mars 2018
- Febrúar 2018
- Janúar 2018
- Desember 2017
- Nóvember 2017
- Október 2017
- September 2017
- Ágúst 2017
- Júlí 2017
- Júní 2017
- Maí 2017
- Apríl 2017
- Mars 2017
- Febrúar 2017
- Janúar 2017
- Desember 2016
- Nóvember 2016
- Október 2016
- September 2016
- Ágúst 2016
- Júlí 2016
- Júní 2016
- Maí 2016
- Apríl 2016
- Mars 2016
- Febrúar 2016
- Janúar 2016
- Desember 2015
- Nóvember 2015
- Október 2015
- September 2015
- Ágúst 2015
- Júlí 2015
- Júní 2015
- Maí 2015
- Apríl 2015
- Mars 2015
- Febrúar 2015
- Janúar 2015
- Desember 2014
- Nóvember 2014
- Október 2014
- September 2014
- Ágúst 2014
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- Desember 2013
- Nóvember 2013
- Október 2013
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júlí 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
- Mars 2010
- Febrúar 2010
- Janúar 2010
- Desember 2009
- Nóvember 2009
- Október 2009
- September 2009
- Ágúst 2009
- Júlí 2009
- Júní 2009
- Maí 2009
- Apríl 2009
- Mars 2009
- Febrúar 2009
- Janúar 2009
- Desember 2008
- Nóvember 2008
- Október 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
Athugasemdir
Ja hérna....mikið er hatur þitt á ESB.
ÁFRAM ESB
Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 11:31
Þakka þér innlitið Helgi Jónsson.
Reglur Evrópusambandsins sem Þýskaland heimtar að Grikkland og önnur lönd haldi og fari eftir, skipa svo fyrir að ekkert land megi skrúfa hagkerfi sitt þannig saman að það sé rekið með meira en 6 prósent hagnaði á umheiminum.
Í tilfelli Þýskalands sem er fjórða stærsta hagkerfi veraldar og sem flytur út næstum helming landsframleiðslu sinnar vegna innri dauða þýska öldrunarhagkerfis, þá er þetta fyrir þau lönd sem eru í handjárnuðu gengisfyrirkomulagi við Þýskaland eins og að reyna að byggja sólkerfi í kringum svarthol. Dauðinn sjálfur.
Ef þetta væri nettó staða Bandaríkjanna við umheiminn þá væri þriðja, fjórða og fimmta heimsstyrjöldin þegar skollin á. Þetta er með öðrum orðum nauðgun Þýskalands á hinum svo kallaða innri markaði ESB og umheiminum.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2017 kl. 11:55
Ég hélt að helsta vandamál jaðarríkja ESB svo sem Írands og Spánar væri að búa við of hátt gengi evru sem þyrfti að lækka til að þau næðu að bæta samkeppnisstöðu sína.
Íslandi varð til bjargar að gengi krónunnar lækkaði en ekkert slíkt var í boði hjá t.d. Írum, segir sagan.
En skv. þínum kenningum þá er lækkun evrunar beinlínis tæki til að bæta samkeppnisstöðu Þjóðverja sem komi niður á öðrum ESB þjóðum þar sem verr gengur.
Eitthvað passar nú ekki þarna.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 31.1.2017 kl. 12:38
Þakka þér Bjarni Gunnlaugur.
Nú geta engin lönd á myntsvæði Evrópusambandsins bætt samkeppnisaðstöðu sína gagnvart Þýskalandi með gengisbreytingum, þar sem þau búa öll við mynt Þýskalands sem heitir evra og sem Þýskaland stjórnar.
Eina leiðin fyrir þau gagnvart Þýskalandi er að lækka laun og kostnað í löndum sínum. En vandinn er hins vegar sá að Þýskaland hefur einnig stundað þannig innvortis gengisfellingar samfellt síðustu 16 árin og hefur þýskur almenningur því litla sem enga raunlaunahækkun fengið í 16 ár. Lækki önnur evrulönd laun og kostnað hjá sér, þá lækkar Þýskaland bara sín laun og kostnað enn meira, og það myndi svelta sig í hel til að hafa betur en löndin sem eru handjárnuð föst við það með evru.
En þar sem Þýskaland hefur rústað fjármálakerfum og ríkisfjármálum flestra evrulanda með því að búa til stærstu fjármálabólu mannkynssögunnar frá 2002 til 2007 með ECB-seðlabankann í rassvasanum og sem bjó til neikvæða raunstýrivexti í þeim löndum handa Þýskalandi (geggjunarbólu), sem svo dældi algerlega óábyrgum lánum til þessara landa eins og olíu er hellt á eld, til að búa þannig til eftirspurn eftir vörum frá Þýskalandi, já, þá er geta þessi lönd ekkert annað gert annað en að deyja í evrum. Þau eru varanlega sködduð (e. structurally depressed) vegna þátttöku í vitlausri mynt og þau eru læst föst á röngu efnahagssvæði. Eru öfugu megin við rimla evrufangelsisins.
Löndum evrusvæðisins var sagt að evran myndi þýða að allir stæðu saman af því að upptaka evru myndi tryggja og þjóna þeim sem sameiginelg vörn gegn kreppum og áföllum. En þegar til kastanna kom þá þýddi evran hins vegar það, að hvert einasta evruland stóð eitt og fótalaust með vandamálið, en var samtímis gert skylt að halda áfram að kaupa þýskar vörur. "Hæ hæ, þið eruð öll ein á báti en allir eru samt skyldaðir til að halda áfram að kaupa vörurnar frá Þýskalandi." Lok lok og læs.
Það var víst ekki skilningur þessara landa á evru"samstarfinu" að það ætti að þýða kapphlaup þjóðanna niður á botn samfélaga í innvortis gengisfellingum.
Þýskaland flytur því ótruflað helming útflutnings síns til landa hins innri markaðar með allt kerfið og seðlabankann í rassvasanum. Það þýðir að 25 prósent af landsframleiðslu Þýskaland fer til annarra landa ESB og hinn helmingurinn fer til landa utan ESB, af því að evrusvaðið er alelda og mynt þess í útrýmingarhættu. Þýskaland nýtur góðs af þessu með ofboðslegu gengisfalli evru.
Það eru engin "jaðarríki" til á alvöru myntsvæði. Akureyri er ekki á jaðarsvæði krónunnar frekar en Reykjavík. Allt þetta þvaður um jaðarsvæði er blekking til að breiða yfir þá staðreynd að Ítalía og Þýskaland geta ekki búið við sömu mynt og Þýskaland. Evran er sennilega heimskulegasta uppfinning heimskingjaveldis Evrópusambandsins.
Það sem þarf að gerast til að bjarga því myntsvæði sem Þýskaland er búið að kengríða til hins óþekkjanlega, er að Þýskaland gefi löndum Suður-Evrópu og Finnlandi um það bil 7 prósent af landsframleiðslu Þýskalands um alla eilífð. Það er það eina sem læknað getur þann skaða sem orðinn er. En það mun auðvitað ekki gerast. Það sem hins vegar mun gerast er það að Evrópa fer annaðhvort í stríð eða verður varanlega gjaldþrota þriðjaheims álfa. Sjálfur held ég að borgarastyrjaldir verði það sem koma skal í Evrópu. Og að heraflar verði jafnvel notaðir sem innheimtustofnanir þegar borga það upp TARGET2 ójöfnuðinn þegar evran springur í loft upp. Luftwaffe sem innheimtustofnun, sem eitt tilbrigðið.
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2017 kl. 13:31
Átti að standa: "7 prósent af landsframleiðslu Þýskalands hvert einasta ár um alla eilífð"
Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2017 kl. 13:41
.
Segja má að evran sé tifandi tímasprengja undir efnahagsmálum veraldar.
Og segja má einnig að evran sé hin "óvopnaða" útgáfa af öfugum Versalasamningum. Hún var sett í heiminn til að skapa og viðhalda ójafnvægi. Vissum í hag, en öðrum í óhag. Hún er orðin terror-balance tæki.
Þetta veit Donald Trump. Hann veit að evran er ökutæki Þýskalands og hann hefur sagt það.
Frétt Finacial Times rétt í þessu: Trump’s top trade adviser accuses Germany of currency exploitation
.
Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2017 kl. 14:00
heldur einhver að ÞJÓÐVERJAR VINNI AÐ HAGHSMUNUM ANNARA EN SINNA ??? HE HE HE !!!
Erla Magna Alexandersdóttir, 31.1.2017 kl. 21:12
Já Erla. Vel að orði komist ;)
Kveðjur
Gunnar Rögnvaldsson, 31.1.2017 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.