Leita í fréttum mbl.is

"Multilateral" eða fjölþjóðaisminn að renna sitt síðasta skeið

Stefnur, ismar, líkön og straumar koma og fara. Ein slík stefna á sviði milliríkjaviðskipta var merkantílisminn. Sú stefna og það viðskiptalíkan Evrópulanda ríkti í tæplega þrjár aldir. Merkantílisminn féll svo dauður niður er Bretar og Frakkar gerðu tvíhliða viðskiptasamning á milli landa sinna og sem kenndur er við Cobden og Chevalier, árið 1860. Hann er sagður fyrsti "(frí)verslunar-samningurinn" á milli ríkja. Sá tvíhliða viðskiptasamningur ruddi braut 57 tvíhliða viðskiptasamninga í Evrópu á minna en næstu 20 árum

En auðvitað eru svo kölluð "frí og frjáls viðskipti" ekki til og hafa aldrei verið til, þau eru alltaf pólitísk og ófrjáls að einverju leyti fyrir einhvern. Öðruvísi geta þeir "samningar" ekki orðið til. En viðskipti eru hins vegar sannarlega til, því er ekki hægt að neita. En þau eru aldrei frí né frjáls. Og oft eru þau ferlega klikkuð þegar á heildina er litið, þ.e. fyrir aðalfélagið, sem er þjóðfélag þjóðríkisins. En viðskiptin geta hins vegar verið tollfrjáls. Það geta þau

Á okkar dögum hefur e. "multilateralism" eða fjölþjóðaismi ráðið ríkjum það lengi, að allir eru komnir með lægsta sameiginlega nefnaranefið sitt í slíkum félagsskap, ofan í hvers manns kopp í mörgum löndum, sem þeir eiga ekkert erindi í. Þar þefa rugluð mismennin, kyngja eða skyrpa því sem gerist í öðrum löndum. Ygla sig eða kumpánast allt eftir því hvernig dagurinn er fyrir þá, en ekki hina. Allt er því að verða ein stór steik aftur og einn stór imperíalismi hins lægsta sameiginlega nefnara slíkra fyrirkomulaga. Þetta skeið er nú að renna út, og punkturinn fyrir aftan það er kominn á loft og byrjað að slá niður

Evrópusambandið er eitt gott dæmi um slíkt dulbúið viðskiptalíkan umhverfis svarthol. Bæði ESB og evran eru viðskiptatæki elíta til að stjórna öðrum og til að hagnast helst á þeim. Síðar meir í sögunni verður Evrópusambandið dæmt sem ófriðarbandalagið er tætti Evrópu í tætlur

Það sem tekur við af multilateralismanum, er stóri sannleikurinn úr hinum Heilögu ritningum Vesturlanda: þ.e. þjóðríkið sem hornsteinn velfarnaðar þjóða. Þjóðríkin munu svo gera eða ekki gera þá tvíhliða samninga við önnur lönd eftir því sem þeim sýnist. Þjóðríkið er komið aftur. Og imperíalismi þeirra sem gráta Brexit og fjórða og fjórtánda júlí, fer í kistulagningarferlið: ENDIR

Hér er tímamóta Fíladelfíu-ræða Theresu May í lauslegri þýðingu Björns Bjarnasonar; Theresa May hvetur - og hér má horfa á hana. Allir sem áhuga hafa á veröldinni ættu að kynna sér efni þessarar ræðu. Hún markar tímamót eins og innsetningarræða Donalds J. Trump gerir einnig: og hana má horfa á hér. Tvær stefnumótandi ræður sem marka sömu tímamótin

Fyrri færsla

Skelfilegt: stjórnmálamaður sem meinar það sem hann segir!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Orðin multilateral - multilateralism - lateral tengjast  latínsku orðunum latur, latus, lateralis.

Í miðalda ensku finnast fyrstu dæmi um notkun orðsins lateral en ég held að "latheral" sé nýyrði í ensku eða kannski bara stafsetningarvilla sem þú villt kannski leiðrétta.

agla (IP-tala skráð) 30.1.2017 kl. 15:23

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Agla.

Það átti að sjálfsögðu ekki að vera neitt h í enska orðinu "multilateral(ism)".

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2017 kl. 15:38

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Líttu á hvaðan eitt stykki bíll eða eitt stykki farþegaþota eru upprunnin og segðu mér að það verði svona miklu hagkvæmara fyrir alla aðila að hvert þjóðríki framleiði þetta út af fyrir sig. 

Gallinn við núverandi fyrirkomulag er það, að þegar hópar fólks eins og verkafólk í ryðbeltinu í BNA finnur fyrir því að það hefur tapað frekar en grætt á frjálsum alþjóðaviðskiptum, blasir þessi staðreynd við. 

Hitt hefur ekki verið reiknað út hve mikil almenn kaupgeta þessa fólks hefur aukist við það að hlutirnir séu framleiddir þar sem það er hagkvæmast, innan lands sem utan. 

Líttu á allan þann mikla og fjölbreytta iðnað, sem blómstraði hér áður en Viðreisnarstjórnin og aðildin að EFTA komu til. 

Það er nokkuð auðvelt að sjá hve mörg íslensk fyrirtæki hættu framleiðslu og starfsfólkið missti vinnu, en hagkvæmnin og aukin kaupgeta blasa ekki beint við. 

Ómar Ragnarsson, 30.1.2017 kl. 16:49

4 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Ómar

Veit ekki við hvað þú átt. Þú talar út og suður.

En það sem ég á hins vegar við er að sá tími þar sem hvert þjóðríki fyrir sig ákveður við hvern það ætlar að eiga viðskipti við með það sem það vill eiga í viðskiptum við, er að renna upp á ný.

Og að sá tími þar sem til dæmis danskur skógarvörður við Randersfjörð situr atvinnulaus á dönskum atvinnuleysisbótum við að horfa á portúgalska skógarverði hreinsa til í skógum Danmerkur eftir síðasta fellibyl, vegna ESB-reglna um einn-markað og útboð, já hann er að verða liðinn. Og hann verður ekki liðinn mikið lengur.

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 30.1.2017 kl. 18:06

5 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Vonandi hefur þú rétt fyrir þér Gunnar.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 31.1.2017 kl. 05:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband