Leita í fréttum mbl.is

Donald Trump hlýtur þá að sigra

 

Donald Trump að snæðingi 500 px

Donald Trump: vondur, vondur, vondur

Af hverju segi ég það? Jú vegna þess að 370 hagfræðingar og sex þeirra með Nóbel í vasanum, hafa rétt í þessu ritað opið bréf til bandarísku þjóðarinnar þar sem þeir vara hana við að kjósa Donald Trump. Þá hlýtur Trump að sigra kosningarnar

Við sáum þetta fyrst hér heima þegar sammála-hagfræðingar vöruðu Íslendinga við að afneita norður-kórensku Icesave frystikistunum. Svo kom Brexit og þar vörðuðu tja, já þúsund hagfræðingar bresku þjóðina við því að hefja útgönguna af Egyptalandi Evrópusambandsins

Vonandi koma fleiri svona bréf frá elítunum sem vita allt. Já Trump hlýtur að sigra

 

Julio Iglesias 1981

Mér fannst Julio bestur þarna, árið 1981. Nokkrum árum áður en hann varð algerlega heimsfrægur. Þarna var hann algerlega einstakur. Það fór honum ávallt langsamlega best að syngja á móðurmálinu. Þvílík rödd, en sem nýtur sín best á spönsku, eins og til dæmis hér

Fyrri færsla

81 prósent kjósenda Samfylkingar eru farnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Hann er heillandi þarna en ég var aldrei neinn sérstakur aðdáandi hans.Það er þó gaman að vita að dóttir Svanhildar og Óla Gauks söng sem ein af bakröddum hans(vona að ég sé ekki að rugla).

Var að horfa á þátt um forsetaframbjóðendurna.Miðað við þá kynningu virðast þau talsvert bæld og lítt sannfærandi í túlkun sinni á ættjarðarást,en sú ályktun er líka vegna fyrri þátta úr keppni þeirra á milli.

Helga Kristjánsdóttir, 3.11.2016 kl. 02:03

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka þér Helga

Gaman að heyra þetta um íslensku söngkonuna. Það er mjög gott og hollt að hlusta á Julio eftir þessar elleftu kosningar síðan 2009. Úff!

Fyrst að lýðræðið er svona subbulegt eins og það hefur verið síðustu átta árin hér heima, þá hlýtur kapítalisminn í það minnsta að eiga inni hjá því smávegis óreglulegheit á næstu árum. Sú innistæða er orðin töluverð. 

Gott lýðræði og kapítalismi eru og verða sennilega alltaf frekar subbuleg hjón. Og er það bara fínt fyrir mér.

Ekki óttast ég dóm bandarísku þjóðarinnar, hver sem hann mætti verða, svo mikið er víst. Þeir hafa jú heila bremsustöð þarna úti í mýri Washingtonborgar: the US Congress: fulltrúadeildina og öldungadeildina. Forsetinn er bara einn þriðji af ríkisstjórnuninni. 

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2016 kl. 02:31

3 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Bandaríkjamenn standa frammi fyrir tveim slæmum kostum þegar kemur að forsetakosningunum þar vestra. Hvorugur kosturinn er góður en annar er verri en hinn.

Það sem Clinton hefur afrekað ætti í raun að verða þess valdandi að hún fái fría gistingu, frítt fæði og ókeypis röndótt föt það sem hún á ólifað. Hún hefur brotið af sér margfalt á við það sem aðrir sitja inni fyrir með allt að 20ára dóm á bakinu.

Helstu fjölmiðlar vestan hafs og reyndar Morgunblaðið einnig haldið málstað HC á lofti og drullað yfir Tromp. Skoðanakannanir, sem eru að manni virðist falsaðar sýna HC hafa yfirburði yfir Tromp. Myndir frá kosningafundum þeirra sýna frá nokkrum hundruðum til eitt- til tvöþúsund manns hjá HC, en á fundum hjá Trump eru tugir þúsunda. Hvað veldur?

Ég er enginn aðdáandi Trump, en HC er margfalt verri kostur ekki einvörðungu fyrir Bandaríkin heldur heimsbyggðina alla.

Eftir síðustu uppákomu hafa ýmsir fylgjendur, nafnkunnir, sagt skilið við HC og kjósa Trump fram yfir hana.

Wikileaks hafa boðað lokahnykkinn í opinberun skjala frá HC og lýsa því yfir að þær upplýsingar sem þar munu birtast verði til þess að hún og trúlega Bill einnig verði handtekin, lokuð inni og það líklega fyrir lífstíð. Þá er kosningasvindlið ekki tekið með.

Ég tel mig vita hvaða upplýsingar það eru en ætla ekki að segja skoðun mína á því hér og nú.

Tómas Ibsen Halldórsson, 3.11.2016 kl. 15:42

5 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Þakka ykkur innlit og skrif

John Voight segir að þeir ríku kjósi Hillary. Hann er ómyrkur í máli:

1) https://www.youtube.com/watch?v=tP-Md-Mit6Q

Og svo er það Newt:

2) https://www.youtube.com/watch?v=EO_quS1ktFk

Kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 3.11.2016 kl. 17:37

6 Smámynd: Elle_

Takk Gunnar. Letrið mitt varð alveg óvart svona rosastórt;)

Elle_, 3.11.2016 kl. 18:47

7 Smámynd: Elle_

Það var merkilegt og ógnvekjandi að hlusta á John Voight í sambandi við George Soros ekki síst.

Elle_, 3.11.2016 kl. 18:57

8 Smámynd: Elle_

Hann heitir annars Jon Voight, Jonathan Vincent Voight.

Elle_, 3.11.2016 kl. 21:12

9 identicon

Sko, Trump tilheyrir Elítu Bandaríkjanna.  Og hefur beinan aðgang að "electorate".  Hann kom þarna first til þess að tryggja Hillary Clinton sigurinn.  Ekki er ólíklegt, að eftir á hafi hann séð að sér og byrjað að "tala" af alvöru.  En það er bara ... of seint.  Hillary Clinton vinnur kosningarnar, annars yrði Electorate bandaríkjanna að nýta sér vald sitt og ógilda val Trumps.

Ég efa stórlega, að nokkur samþykki hann ...

Hillary Clinton verður forseti, Rússar hafa kallað heim nemendur, samningamenn, viðskiptamenn og byrjað að rjúfa allt samband við okkur hér.  Þeir hafa þegar "Get eytt Frakklandi með einni sprengju" bombuna, og Cobolt bombuna eiga þeir líka.  40 miljónir Rússa, voru nýlæga á æfingu að undirbúa sig undir kjarnorkustyrjöld, ný "bunker" fyrir alla íbúa moskvu ...

Eruð þið ekki allir fegnir, að Hillary komist til valda ... finnst ykkur ekki, veröldin vera mikklu tryggari í dag ... en í gær.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 3.11.2016 kl. 22:01

10 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Verði Donald Trump valin af bandarískum sem forseti, þá er það auðvita þeirra mál.

Maðurinn er hinsvegar flón = græningi og kann þar með fátt í mannasiðum og gæti orð þjóðum hættulegur, en hann yrði auðvita aldrei skotinn, þar sem Bandaríkja menn skjóta yfirleitt ekki aðra en sína bestu menn.

 Við verðum því að taka afstöðu og hafna öllum óskum Bandaríkjanna um aðstöðu hér verði þetta skrípi í brúnni.   

Hrólfur Þ Hraundal, 7.11.2016 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband