Leita í fréttum mbl.is

Kosningabaráttan í Bandaríkjunum ekki einsdæmi

Staðan 1968

Í gær horfði ég á aðrar kappræður bandarísku forseta-frambjóðendanna. Fyrirkomulag þeirra var haft í félagsheimilastíl þar sem viðstaddir kjósendur áttu orðið og spurðu framjóðendur spurninga. Á Íslandi virðast félagsheimili landsins vera komin út í kuldann sem blæs yfir landið frá Reykjavík

Heldur ekki núna, get ég tekið undir að Hillary Clinton hafi gengið út úr félagsheimilinu sem sigurvegari. Sigurvegarinn var hin opna umræða og taparinn voru þeir felustaðir sem eru helstu vígstöðvar Reykjavíkurstjórnmála

Þessi kosningabarátta í Bandaríkjunum núna er ekki neitt miðað við kosningabaráttuna 1952 og 1968. Þar var spennan tífalt magnaðri, segja þeir sem þekkja hve best til

Árið 1952 var það þreytan vegna Kóreustyrjaldarinnar, undir fána Sameinuðu þjóðanna, í kjölfar Síðari heimsstyrjaldarinnar og svo kommúnistaskelfingin frá Heimsveldi illskunnar í Sovét sem var að gera útaf við sálarró bandarísku þjóðarinnar

Truman neitaði að gefa kost á sér þó svo að honum væri það heimilt. Stevenson og Eisenhower urðu forsetaframjóðendur undir tættum, mögnuðum og eldfimum innanríkis-aðstæðum og McCarthy kynnti undir kötlunum sem voru við það gera útaf við geðheilsu kjósenda, sem vissu vel að Kreml var með njósnara í Bandaríkjunum á sömu kjörum og Bandaríkin höfðu sína njósnara í Kremlarhöll. Kalda stríðið var að skella á, Berlín var að farast og sigur í Kóreu var algerlega undir bandarísku þjóðinni kominn, en hann var samt þoku hulinn inni í óvissri framtíð

Það er ávallt erfitt fyrir lýðræðisþjóðir að hefja varnarstyrjöld, halda hana út og umfram allt að enda þær. Klofningur meðal þjóðarinnar veðrur oft reyndin, en samt ekki alltaf

Árið 1968 var bandaríska þjóðin klofin sem aldrei fyrr. Robert Kennedy frambjóðandi Demókrata var ráðinn af dögum kvöldið sem hann sigraði forkosningarnar í Kaliforníu, aðeins tveimur mánuðum eftir að Marin Luther King var drepinn. Víetnamstríð Demókrata klauf þjóðina í herðar niður og Johnson, eins og Truman, neitaði að gefa kost á sér því hann vissi að hann myndi tapa. Valið stóð á milli hins óvinsæla Nixons og hins óvinsæla Humphrey, sem álitinn var dulbúið framhaldslíf Johnsons

Flokksþing Demókrata í Chicago fór fram undir mótmælum 10 þúsund manna í svo kallaðri "friðarhreyfingu" þar sem bæði lögregla og þjóðvarðlið reyndu að halda hinni lýðræðislegu samkundu Demókrata opinni. Meira en þúsund manns særðust í átökum, lögreglan stormaði kosningaskrifstofur eins framjóðanda flokksins og handtók allt starfsfólk hans

Í þessum kosningum tefldi Nixon framboði sínu fram undir fána "hins þögla meirihluta" og sigraði

Árið 2016 er það exit úr styrjöld sem er eitt helsta þrætueplið, eins og svo oft áður

Flokka baklands-apparöt bæði Demókrata og Repúblikana hafa gefið skít í Donald Trump. Það mun brátt koma í ljós hvort að "hinn þögli meirihluti" sem líkar ekki það sem hann sér í uppgjafarherbúðum beggja flokka, muni leiða Donald Trump til sigurs

Hvort að ný styrjöld sé að skella á í Evrópu og víðar á Austurhveli jarðar, landmassa Evrasíu, get ég ekki vitað, frekar en neinn annar. En of margt bendir til að svo muni verða. Staðan er orðin það eldfim og flókin að ólíklegt er að ennþá sé hægt að bakka út úr henni. Og fjarvera kjarnorkuvopna í stöðunni, eykur líkurnar á hefðbundinni styrjöld til muna. Utanríkisráðherra Þýskalands, vopnaður evru á kústskafti, er því orðinn hræddur

Fyrri færsla

Rauði október fundinn á Íslandi?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband