Leita í fréttum mbl.is

Finnland: Evran virkar - enginn hagvöxtur í 5 ár

"If Finland is the best Europe can do we should be worried."

"Finnska leiðin."

Formaður Viðskiptaráðs Finnlands, Risto Penttila, hefur skrifað grein í Financial Times. Enginn hagvöxtur hefur verið í Finnlandi síðastliðin fimm ár. Atvinnuleysi er níu prósent (Eurosclerosis). Nokia eins og við þekktum það, er dautt í evrum. Skipasmíðastöðvar landsins eru í vandræðum í evrum. Skógariðnaður er að skera niður, loka og læsa verksmiðjum í evrum. Stærð hins opinbera blæs sovéskt út og hefur þegar náð hlutfallslegri stærð franska ríkisins, eða 58 prósentum af landsframleiðslu. Millistéttin greiðir þar af leiðandi eina hæstu tekjuskatta í Evrópu. Kapítalistar eru fáir eftir í landinu segir formaður hins finnska viðskiptaráðs. Og hagkerfi Finnlands er að breytast í óðaöldrunarhagkerfi í ESB og evrum. Skuldir hins ömurlega opinbera blása út

Árum saman var því logið að okkur í glansmyndaskýrslum að allir væru í þann mund að flytja til Finnlands. Norður-Kúbu-umboðslaus Jóhönnu-Steingríms-stjórnin tók Ísland sem gísl til að fara með landið okkar sömu lygavegferð - og bar fyrir sig meðal annars lygasögum um "finnsku leiðina". Réttnefni þeirrar vegferðar hefði hins vegar verið: finnska leiðið

Ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar ber umsvifalaust að binda enda á þessa lygavegferð íslenska þjóðríkisins. Til þess voruð þið kjörnir 

Mesta hrun í landframleiðslu Finnlands frá því 1918, varð árið 2009, en þá hrundi hún um 9 prósent og útflutningur um 24 prósent í magni og evrum

Evran er greinileg að virka og gaumgæfilega að vinna sitt verk í Finnlandi. Myntin mun ganga af landinu dauðu og breyta því í eitt af Evrópusovétríkjum Brussels. Þetta kemur. Þetta kemur

Krækja

If Finland is the best Europe can do we should be worried (Financial Times 23. júní 2014)

Fyrri færsla

Evruupptaka hamlar vexti, það vitum við

Tengt

Sadomonetarism & BIS (Paul Krugman) - Andrómeda er þarna

Finnland á ekki afturkvæmt út úr ESB eða evru

Finnskur ráðherra: mistök að Finnland skyldi taka upp evru

Síðasta verksmiðja Nokia í Vestur-Evrópu

Áhlaupið á íslensku krónuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Gott að sjá þig aftur á þessum tíma sumarfría.

Helga Kristjánsdóttir, 7.7.2014 kl. 01:16

2 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Kærar þakkir Helga

Góðar kveðjur

Gunnar Rögnvaldsson, 7.7.2014 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Gunnar Rögnvaldsson
Gunnar Rögnvaldsson

Búseta: Ísland.
Reynsla: 25 ára búseta í ESB og fyrirtækja-rekstur í DK/ESB frá 1985 til 2010. Samband:
tilveraniesb hjá mac.com

Ég er hvorki skráður á Facebook, Twitter, Linkedin né á neinum öðrum "félags-vefjum". Aðsetur skrifa minna er einungis að finna hér á þessari síðu og á tilveraniesb.net og í blöðum og tímaritum

Bloggvinir

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband